Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Leitin að svæði fyrir innanlands- flugvöll á höfuðborgarsvæðinu er orðin löng. Stýrihópur um sameig- inlega athugun ríkisins, Reykjavík- urborgar og Icelandair Group á flug- vallarkostum fyrir innanlandsflugvöll, undir stjórn Rögnu Árnadóttur, leitar nú að flug- vallarstæði. Fram hefur komið að nefndin sé þessa dagana að skoða Bessastaðanes, Löngusker, Hvassa- hraun, Hólmsheiði og nýjar út- færslur á Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri. Allir þessir staðir hafa verið kannaðir vandlega áður í leit- inni að flugvallarstæði á höfuðborg- arsvæðinu. Leifur Magnússon verkfræð- ingur, sem hefur starfað að flug- málum áratugum saman, rifjaði upp leitina að flugvallarstæðinu í að- sendri grein í Morgunblaðinu 1. nóv- ember sl. Tilefnið var undirritun samkomulags um fyrrnefnda athug- un ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group á öðrum kostum fyrir innanlandsflugvöll en framtíð- arflugvelli í Vatnsmýri. Leifur sagði að segja mætti að þar væri lagt upp í „fjórða opinbera leiðangurinn í leit að flugvallarstæði fyrir höfuðborg- ina“. Leituðu og fundu Vatnsmýri Fyrsta leitin var gerð á vegum skipulagsnefndar Reykjavíkur á ár- unum 1938-1940. Þá var athugað með flugvallarstæði á sjö stöðum: Á Bessastaðanesi, Flötum (austan Rauðhóls upp af Hólmi), í Kapellu- hrauni (sunnan Hafnarfjarðar), Kringlumýri, Melum (ofan við Ár- tún), Sandskeiði og í Vatnsmýri, að því er Leifur rifjaði upp. Niðurstaðan varð sú að mælt var með því við bæjarstjórn Reykjavík- ur í mars 1940 að flugvöllur yrði í Vatnsmýri. Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti tillöguna í sama mánuði. Ísland var hernumið 10. maí 1940. Breska setuliðið hóf gerð flugvallar í Vatnsmýri í október 1940 og var hann opnaður fyrir flugumferð 4. júní 1941. Horft til Álftaness Önnur leitin fór fram á 7. áratug síðustu aldar. Þá skipaði Ingólfur Jónsson samgönguráðherra „Flug- vallarnefnd 1965-1967“ og átti hún að „gera tillögur að framtíðarskipan flugvallarmála Reykjavíkur“. Á þeim tíma voru íslensku millilanda- flugfélögin, Flugfélag Íslands og Loftleiðir, að taka í notkun stórar flugvélar sem gátu ekki notað Reykjavíkurflugvöll og flugu þær til og frá Keflavíkurflugvelli. Flugvallarnefndin leit fyrst og fremst til Álftaness en klofnaði í af- stöðu sinni. Meirihlutinn mælti með þriggja brauta flugvelli á Bessa- staðanesi fyrir innanlandsflug en minnihlutinn vildi tvær langar flug- brautir fyrir bæði innanlands- og millilandaflug. Ekkert varð úr þess- um áformum og íbúðabyggð var skipulögð á Álftanesi. Þriðja leitin hófst 2005 þegar Sturla Böðvarsson, þáverandi sam- gönguráðherra, skipaði samráðs- nefnd ráðuneytisins og Reykjavíkur- borgar til að gera úttekt á fram- tíðarstaðsetningu Reykjavíkur- flugvallar. Nefndin skilaði ítarlegri skýrslu árið 2007. Hún er aðgengileg á vef innanríkisráðuneytisins. Þá voru margir staðir skoðaðir fyrir flugvöll. Ein flugbraut ekki ásættanleg Talið var að vel mætti reka flug- völl í Vatnsmýri með tveimur braut- um. Yrði flugbrautum fækkað í eina myndi nýting flugvallarins falla langt niður fyrir ásættanleg mörk. Skilgreindir voru þrír kostir varð- andi breyttan flugvöll í Vatnsmýri. Sjö manna vinnuhópur fulltrúa ríkisins, borgarinnar, Flugmála- stjórnar, Flugfélags Íslands og Ice- landair, fór m.a. yfir möguleg flug- vallarstæði á höfuðborgarsvæðinu. Í því skyni voru skoðuð Löngusker, Bessastaðanes, Engey, Geldinganes, Hólmsheiði, Mosfellsheiði, Sand- skeið, Tungubakkar í Mosfellsbæ, Melanes, Selfoss, Hafnarfjörður, Hvassahraun og Afstapahraun en Vatnsmýri og Keflavíkurflugvöllur voru undanskilin. Hverjum stað voru gefnar einkunnir. Niðurstaða vinnuhópsins var að skoða ætti betur Bessastaðanes (lágmarksflugvöllur fyrir innan- landsflug), Löngusker (innanlands- flugvöllur, alhliða flugvöllur og lág- marksflugvöllur), Hólmsheiði (innanlandsflugvöllur, alhliða flug- völlur og lágmarksflugvöllur, flug- völlur fyrir einka- og kennsluflug), Afstapahraun (fyrir einka- og kennsluflug) og Sandskeið (fyrir snertilendingar). Tveir staðir komu til greina „Það var samdóma álit vinnuhóps- ins að innanlandsflugvöllur á nýjum stað þyrfti að vera í samræmi við skilgreiningu á alhliða innanlands- flugvelli en lágmarksflugvöllurinn væri of lítill og var hann því ekki til frekari skoðunar,“ segir í skýrsl- unni. Því komu Hólmsheiði og Löngu- sker helst til greina fyrir nýjan inn- anlandsflugvöll. Kostnaður við alhliða flugvöll með byggingum og tilheyrandi var met- inn vera 11,4 milljarðar á Hólms- heiði en 19,7 milljarðar á Löngu- skerjum á verðlagi þess tíma. Miðað við hækkun neysluverðsvísitölu frá apríl 2007 til september sl. myndi flugvöllur á Hólmsheiði kosta nú 17,9 milljarða en á Lönguskerjum tæplega 31 milljarð króna. Leitin endalausa að flugvelli  Stýrihópur leitar að heppilegum flugvallarkostum fyrir innanlandsflug  Fjórði opinberi leiðang- urinn í leit að flugvallarstæði fyrir höfuðborgina  Vatnsmýrin var niðurstaða fyrstu leitar Margir staðir skoðaðir Alls hafa verið skoðaðir fimmtán staðir sem verið hafa í umræðunni um breytingar eða flutning á innanlandsfluginu í gegnum árin. Svæðið er víðfemt eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu Keflavik Afstapahraun Hafnarfjörður Sandskeið Álftanes REYKJAVÍK MOSFELLSBÆR KÓPAVOGUR Engey Geldinganes Hólmsheiði Mosfellsheiði Tungubakkar Melanes Selfoss Hvassahraun Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurflugvöllur Húsakostur á flugvellinum er kominn til ára sinna. Veðurstofa Íslands gaf í fyrra út skýrslu um veðurmælingar á Hólmsheiði og útreikninga á nothæfisstuðli fyrir fyrirhug- aðan flugvöll. Niðurstöður bentu til þess að á tímabilinu mars 2008 til maí 2010 hefði nothæfi flugvallarins verið rétt um 95% á ársgrundvelli, mið- að við tíu mínútna meðalvind og notkun hringflugs frá flug- braut 12/30 til 03/21. Miðað við vindhviður hefði nothæfið verið 92,8%. Samanburður á skyggni og skýjahæð sýndi m.a. að skilyrði eru verri á Hólmsheiði en á Reykjavíkur- flugvelli. Á heiðinni er oftar lág skýjahula og lélegt skyggni. Fram kom í frétt Morgunblaðsins 22. mars 2013 að ekki yrði hægt að nota flug- völl á Hólmsheiði í 28 daga á ári vegna veðurs í stað 1-2 daga á Reykjavíkurflugvelli. Verri kostur HÓLMSHEIÐI MÆLD ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið skráð- ir samtals 8.169 fólksbílar, borið saman við 6.218 sömu mánuði í fyrra. Það er 31% aukning milli ára. Þar af seldust 4.279 bíla- leigubílar á þessum mánuðum í ár, en á sama tímabili í fyrra seldust 2.953 bílaleigubílar og eykst sala á þeim því um 45%. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir útlit fyrir að það seljist um 9.000 nýir fólksbílar í ár, borið saman við um 12.000 nýja fólksbíla árið 2004. Özur segir bílaflota Íslands orðinn þann elsta í Evrópu og að seljast þurfi 13-14.000 nýir fólksbílar á ári til að flotinn endurnýist sem skyldi. baldura@mbl.is Sala nýrra fólksbíla hefur aukist um 31% milli ára Sala á nýjum var lít- il árin eftir hrunið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.