Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Mikilvægt er að efla stuðning við for-
eldra vegna netávana unglinga. For-
eldrar virðast eiga í erfiðleikum með
að setja börnum sínum mörk og þurfa
verkfæri til að tak-
ast á við foreldra-
hlutverk sitt hvað
netnotkun varð-
ar,“ segir Ólína
Freysteinsdóttir
um niðurstöður
MA verkefnis í
fjölskyldumeð-
ferðarnámi við
Háskóla Íslands:
„Bara fimm mín-
útur í viðbót“.
Lýsing unglinga af samskiptum um
netnotkun.
Helstu niðurstöður eru þær að ung-
lingar telja sig eyða of miklum tíma á
netinu sem bitnar á skóla og félagslífi
og kemur niður á samskiptum við for-
eldra. Jafnframt telja unglingar að
foreldrar þeirra séu óánægðir með
netnotkunina og hafa skilning á því að
foreldrar setji þeim mörk.
Rannsóknin byggir á greiningu
gagna sem safnað var hér á landi
vegna eigindlega hluta Evrópurann-
sóknarinnar EU NET ADB sem
Rannsóknarmiðstöð Háskólans á
Akureyri hafði veg og vanda af. Til-
gangurinn með rannsókn Ólínu var
að öðlast betri skilning á samskiptum
unglinga og foreldra hvað netávana
snertir með það að markmiði að sjá
hvernig hægt er að styrkja fjöl-
skyldur í að takast á við netávana og í
því ljósi er mikilvægt að hlusta á
raddir barna og unglinga þegar
fjallað er um netnotkun þeirra.
Ólík netnotkun
Unglingarnir lýstu ólíkri netnotk-
un: Sumir sögðu að þeir vildu ekki
hanga svona mikið á netinu, aðrir
lýstu því að þar kynntust þeir vinum
og fengu útrás fyrir félagslega þörf.
Aðrir nota netið mikið en það virtist
ekki verða þeim til vandræða. Enn
aðrir lýsa þesskonar vanda að líkur
séu á að þeir þurfi aðstoð út úr
honum.
Ólína segir að það virðist sem
meiri umræða þurfi að eiga sér stað
innan veggja heimilisins um netnotk-
un. Mikilvægt sé að skoða með ung-
lingnum hvaða þýðingu netnotkun
hafi í lífi hans og vinna með þá stöðu
sem unglingurinn er í. „Foreldrar
þurfa að hlusta og ekki dæma net-
notkunina fyrirfram,“ segir Ólína.
Netið sé orðið eðlilegur hluti daglegs
lífs og því ekki gagnlegt að banna
tölvunotkun. Mikilvægt sé að fólk sé
meðvitað um hættur sem leynast á
netinu og séu með nýrri tækni komn-
ar inn á rúmgafl. Þetta þurfi að ræða
eins og aðrar ógnir sem steðja að í lífi
barna og unglinga.
Koma öðruvísi fram á netinu
Niðurstöður þessarar rannsóknar
staðfesta fyrri rannsóknir um mik-
ilvægi þess hlutverks sem fjöl-
skyldan gegnir þegar kemur að ne-
távana unglinga og að foreldrar
þurfa að taka ábyrgð á netnotkun
þeirra. Því liggur mestur ávinningur
í að upplýsa um mikilvægi góðra
tengsla milli foreldra og barna þegar
tekið er á vanda eins og netávana og
byggja á samkennd og stuðningi.
Ljóst er að auka þarf faglega þjón-
ustu, aðstoð og fræðslu til fjölskyldna
og opna umræðuna um mikilvægi
samskipta og að foreldrar setji börn-
um sínum einhver mörk.
Í rannsókninni kom fram að sumir
unglingar segjast koma öðruvísi
fram við náungann á netinu en í
venjulegum samskiptum. „Það er
umhugsunarefni og við þurfum að
ræða mikilvægi þess að samskipti á
netinu séu eins og hver önnur sam-
skipti,“ segir Ólína en hún er sjálf-
stætt starfandi fjölskylduráðgjafi á
Akureyri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ræða meira um net-
notkun innan heimilis
Efla þarf stuðning við foreldra vegna netávana unglinga
Ólína
Freysteinsdóttir
Netnotkun Ljóst er að auka þarf faglega þjónustu, aðstoð og fræðslu til fjölskyldna og opna umræðuna um
mikilvægi samskipta og að foreldrar setji börnum sínum einhver mörk, segir Ólína Freysteinsdóttir.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Töluvert hefur verið spurt um jarða-
kaupalánin sem Byggðastofnun
byrjaði að veita snemma á þessu ári
og hafa átta lán þegar verið veitt.
Virðist hafa verið þörf fyrir fjár-
mögnun af þessu tagi til að auðvelda
ættliðaskipti á búum og stuðla að því
að áhugasamt fólk geti hafið búskap.
Komið hefur fram hjá fasteigna-
sölum að erfitt sé fyrir ungt fólk að
fjármagna jarðakaup. Byggðastofn-
un kynnti sérstök jarðakaupalán í
byrjun ársins. Þau eru veitt með
lægri vöxtum en almenn fyrirtækja-
lán og unnt er að greiða þau upp á
lengri tíma.
Elín Gróa Karlsdóttir, forstöðu-
maður fyrirtækjasviðs Byggðastofn-
unar, segir að það taki tíma að
byggja upp bú, rækta bústofn, og
koma af stað framleiðslu. Þess vegna
sé boðið upp á þann möguleika að
lánin séu afborgunarlaus fyrstu þrjú
árin og aðeins greiddir vextir á þeim
tíma. Skilyrði fyrir því er að bún-
aðarráðunautar staðfesti áætlanir
um uppbygginguna.
Skilyrði fyrir veitingu lánanna er
að stundaður sé búskapur á jörðinni
og að á henni sé föst búseta.
Elín Gróa segir að eftirspurnin
það sem af er sýni að full þörf hafi
verið að veita þessu máli athygli.
Samþykkt hefur verið að veita átta
lán, samtals að fjárhæð um 300 millj-
ónir kr. Hvert lán er því að meðaltali
rúmar 37 milljónir. Að auki bíða fjór-
ar umsóknir eftir afgreiðslu hjá
Byggðastofnun.
Átta hafa fengið
jarðakaupalán
Eftirspurn eftir hagstæðum lánum
Byggðastofnunar til nýrra bænda
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Vatn er grundvallarforsenda lífs eins
og við þekkjum það en þrátt fyrir það
hafa ýmsir einstakir eiginleikar þess
verið mönnum ráðgáta. Kjartan Thor
Wikfeldt, sérfræðingur í eðlisfræði
við Háskóla Íslands, hefur ásamt
hópi vísindamanna unnið að rann-
sóknum á ofurkældu vatni til að
dýpka skilning manna á þessum
sannkallaða lífselixír. Grein þeirra
birtist á forsíðu hins virta vísinda-
tímarits Nature nú í sumar.
„Vatn býr yfir mjög mörgum
óvenjulegum eðliseiginleikum. Sá
sem er kannski þekktastur er að ís
flýtur ofan á vatni. Fastur fasi nánast
allra annarra efna sekkur til botns í
vökvafasanum. Væri ekki fyrir þenn-
an eiginleika vatns þá væru öll höf
jarðarinnar frosin frá botni og upp og
líf væri varla
mögulegt,“ segir
Kjartan.
Þessir óvenju-
legu eiginleikar
vatns verða ennþá
óvenjulegri við
svonefnda ofur-
kælingu, það er
þegar vatnið er
kaldara en 0°C en
engu að síður
ennþá fljótandi. Af þessum sökum
telja margir að orsakir eiginleikanna
sé að finna við ofurkæld hitastig. Of-
urkæling á sér meðal annars stað í
náttúrunni, að sögn Kjartans, í skýj-
um og rigningu.
„Þegar ofurkældir regndropar
lenda á jörðinni breytast þeir sam-
stundis í flughálan ís sem er stór-
hættulegur fyrir bæði gangandi veg-
farendur og bílaumferð,“ segir hann.
Við rannsóknir vísindamannanna
voru örsmáir vatnsdropar, aðeins
milljónasti hluti af metra að þver-
máli, snöggkældir niður í allt að
-46°C í lofttæmi. Á þá var svo skotið
röntgengeislum en tvístrun geisl-
anna gefur upplýsingar um sam-
eindaröðun dropanna. Hlutverk
Kjartans var að túlka niðurstöðurnar
sem þannig fengust, meðal annars
með því að bera þær saman við
tölvulíkön.
„Þetta eru algerar grunnrann-
sóknir sem stýrast af grundvallarfor-
vitni um hvernig efnasambandið vatn
hagar sér. Vatn er mikilvægasti vökvi
í heimi fyrir okkur á jörðinni og eina
leiðin fyrir líf er að vatn sé til staðar.
Þessir óvenjulegu eiginleikar vatns
eru ennþá ekki nægilega vel skildir
en þeir hafa áhrif á hluti eins og líf á
jörðinni, veðurfræði, loftslagsfræði
og efnafræði. Með því að skilja betur
grundvallareiginleika vatns mun það
seinna meir meðal annars leiða til
miklu betri skilnings á mikilvægum
efnahvörfum og líffræði sem getur
haft beinar hagnýtar afleiðingar,“
segir Kjartan um rannsóknirnar.
Könnuðu einstaka eiginleika vatns
Tilraun Röntgengeisli tvístrast á of-
urkældum örsmáum vatnsdropa.
Íslendingur átti hlut í rannsókn sem birtist á forsíðu Nature Rannsökuðu ofurkælt vatn með rönt-
gengeislum í lofttæmi Dýpkar þekkingu á eiginleikum vatns og nýtist í líf-, veður- og loftslagsfræði
Kjartan Thor
Wikfeldt
Áhugasamir geta gert tilraun til
að ofurkæla vatn í frystinum
heima hjá sér. Til þess þarf eim-
að eða hreinsað vatn og er það
látið standa í flösku í frysti í um
tvo og hálfan tíma, allt eftir
hitastigi frystisins.
Gæta þarf varúðar þegar
flaskan er tekin út. Ofurkælt
vatnið er enn fljótandi en komi
högg á flöskuna kristallast
vatnið á örskammri stundu.
Hægt er að finna fjölda leið-
beininga um hvernig skal ofur-
kæla vatn, t.d. á myndbanda-
þjónustunni Youtube.
Tilraun heima
OFURKÆLDU Í FRYSTINUM
Yfir 130 ræðismenn Íslands frá 57
löndum sækja nú ræðismanna-
ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið
stendur fyrir í Hörpu. Tilgangur
ráðstefnunnar er að auka og
styrkja tengslin við þessa útverði
Íslands erlendis og kynna þeim
stöðuna í efnahagsmálum, atvinnu-
lífi, ferðamennsku, listum og við-
skiptatækifærum á Íslandi, sam-
kvæmt því sem fram kemur í
tilkynningu frá utanríkisríkisráðu-
neytinu. Ræðismenn Íslands erlend-
is eru 243 og starfa í 89 löndum.
„Við erum stolt af því að geta boðið
þegnum okkar upp á fyrsta flokks
þjónustu ræðismanna um allan
heim og þið eruð lykillinn að henni.
Fyrir það erum við ykkur afar
þakklát,“ sagði Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra m.a. í
opnunarávarpi.
130 ræðismenn í Hörpu
Morgunblaðið/Kristinn
Söngur Þóra Einarsdóttir söng á ráðstefnunni og Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra brá sér í hlutverk undirleikarans og fór létt með það.