Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 17
inu hérna,“ segir Grímur Þór. Þessi afstaða hefur mælst vel fyrir í Eyj- um og nýtur fyrirtækið mikilla vin- sælda á staðnum og er eftirsóttur vinnustaður. Grímur Þór Gíslason byrjaði feril sinn með veisluþjónustu í Eyj- um. Nóg var að gera um helgar en lítið í miðri viku. Þá fór hann að steikja fiskibollur og selja og ekki leið á löngu þar til Grímur kokkur sá dagsins ljós. Síðan hefur sagan verið ævintýri líkust. Hráefnið úr Eyjum Fyrirtækið hefur átt gott sam- starf við sjómenn og fiskvinnslufyr- irtæki í Eyjum og fær hjá þeim hrá- efni sitt. Sumt af þeirri vöru sem Grímur kokkur kaupir, svo sem humarklær, var áður hent og urðað með tilheyrandi kostnaði, Nú er soð- inn úr þeim kraftur og notaður í humarsúpu fyrirtækisins. Grímur Þór segir að vörumerk- ið standi fyrir mat sem sé bæði holl- ur og bragðgóður og tilbúinn til neyslu á innan við fimm mínútum. Ljósmynd/Ómar Garðarsson Hollt og gott Plokkfiskur og fiskibollur eru vinsælustu vörurnar sem koma frá Grími kokki í Eyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson. Kokkurinn sjálfur Grímur Þór er potturinn og pannan í fyrirtækinu. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. Árið 2007 voru á sjöunda tug Hreppamanna komnir á torfæru- hjól og þótti liggja beinast við að stofna formlegan félagsskap áhugamanna um íþróttina. Akstursíþróttafélagið Hreppa- kappar var þá stofnað í Hruna- mannahreppi og markmiðið var að stunda íþróttina í góðum fé- lagsskap og fá svæði fyrir æf- ingabraut og keppnissvæði fyrir iðkendur greinarinnar í sveit- inni. Sigurjón Snær Jónsson var einn stofnenda félagsins og hef- ur verið formaður þess frá upp- hafi. Ekki fékkst keppnissvæðið en félagið hefur afnot af æfinga- svæði. Sigurjón segir að upp úr hruni hafi félögum fækkað tals- vert, þó er síður en svo uppgjöf að finna hjá Hreppaköppum sem keppa á Íslandsmótunum í móto- krossakstri og þolakstri. „Þetta er bara hrikalega gam- an, það verður svo góð stemning þar sem menn koma saman með hjólin sín. Svo er skemmtilegt fólk sem stundar þessa íþrótt. Þetta er góð líkamsrækt og mikil áskorun,“ segir Sigurjón spurð- ur um hvað heilli við akstur tor- færuhjóla. Að sögn Sigurjóns eru nú ein- göngu karlar í Hreppaköppum, en konur hafa verið í félaginu í gegnum tíðina. „Við myndum svo sannarlega vilja fá fleiri konur til liðs við okkur, þeim fjölgar sífellt í þessu sporti,“ segir Sigurjón, sem segir alla áhugasama geta orðið Hreppakappa. annalilja@mbl.is Hreppakappar hjóla um Hrunamannahrepp „Þetta er bara svo hrikalega gaman“ Ljósmynd/ Sigurjón Snær Jónsson Á ferð Frá keppni sem haldin var á vegum Hreppakappa. Nokkuð hefur fækkað í félaginu frá hruni, en þeir halda ótrauðir áfram. Glaður Sigurjón segir skemmti- legt að aka torfæruhjólum. Stöðug vöruþróun í gangi GRÍMUR KOKKUR BÝÐUR UPP Á ÞRJÁTÍU VÖRUTEGUNDIR Á sjávarútvegssýningunni í vikunni sem leið kynnti Grímur kokkur í samstarfi við Matís nýjan rétt með viðbættu OMEGA 3. Fyrirtækið framleiðir nú þrjátíu rétti og er stöðugt að þróa nýja. Flestir réttirnir eru úr sjávarfangi, en fyrirtækið býður einnig upp á grænmetisrétti, svo sem gulrótar- buff og grænmetislasagna. Eru heilsurétt- irnir gerðir í samráði við Berglindi Sig- marsdóttir höfund bókarinnar Heilsuréttir fjölskyldunnar. Vinnsla Að störfum já Grími. lendisvega. Tvær hugmyndir voru einkum nefndar í því sambandi. Önnur var sú að leggja veg úr Skagafjarðardölum og fara um Stórasand sem er norðan Langjök- uls. Hin hugmyndin var svo sú að gerður yrði heilsársvegur yfir Kjöl. Var þar meðal annars bent á hags- muni ferðaþjónustu og atvinnulífs- ins almennt. Hvorug þessara hug- mynda náði neinu flugi í um- ræðunni og eftir hrun má segja að bollaleggingar þessar hafi dottið af dagskrá. Þjóðbraut Best er að fara fetið á holóttum vegi á Kili, en svo má slá í klár- inn þegar hraðatakmörkunum sem eru á framkvæmdasvæði sleppir. CFMOTO FJÓRHJÓL Nítró sport / Kirkjulundi 17 210 Garðabæ / Sími 557 4848 www.nitro.is CFORCE 600 1.399.000,- kr CFORCE 500 1.149.000,- kr 1.899.000,- kr CFORCE 800 V-tvin 8 ventla mótor, EFI, spil og sætisbak, rafmagnstýri ofl. Vorum að fá nýja sendingu af þessum frábæru hjólum. Tveggja manna, götuskráð með spili og sætisbaki. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.