Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Fyrir nokkrum dög- um síðan fór ég upp á Fljótsdalsheiði til að skjóta heiðagæs. Ég arkaði af stað í blíð- skaparveðri lengst nið- ur að dalskoru, að vatni þar sem ég hafði áður skotið gæsir með góð- um árangri. Skildi bíl- inn eftir á vegarslóða ekki langt frá þjóðveg- inum. En þegar ég kom að vatninu sá ég för eftir fjórhjól, búið var að troða allt út og liggja á fleiri stöðum í grasinu, tóm skothylki lágu eins og hráviði um allt. Samt lagðist ég í blauta mýrina og fann ískalt vatnið síga inn í gegnum veiðigallann. Og þarna lá ég eins og bjáni fram yfir sólsetur en lítið gerð- ist. Þær gæsir sem voru á ferðinni forðuðust pollinn, flugu hjá án þess að íhuga lendingu. Í þeirra augum var þetta pollur dauðans. Þá sá ég að þokan var að læðast inn. Ég tók mið af bílnum sem bar við himin í fjarska uppi á ás. Snæ- fellið blasti við sem gott kennileiti. Samt ákvað ég að bíða ekki lengur, því myrkur var að skella á. Þegar ég gekk af stað sá ég að það var kominn þokukantur eins og hvítt kvikmyndatjald sem dregið hafði verið fyrir landslagið. Bíllinn sást ekki, ekki ásinn og Snæfellið var gjörsamlega horfið. Það eina sem sást var flatt landslag og engin kennileiti, mjög villandi. Eins og sannur skipstjóri þá fylgdi ég stefnunni sem ég hafði tekið af bílnum og hafði ekki áhyggjur. En eftir töluvert labb fór mig að lengja eftir skugga bílsins. Skyndilega sé ég stórt vatn sem ég hafði aldrei séð þarna áður. Þetta vatn var mér algjör ráðgáta. Ég gerði ráð fyrir að ég hefði leitað til hægri, því það gera menn í þoku. Svo ég tók aðra stefnu. En brátt tók ég eftir að ég var að ganga á melum, þegar ég átti að vera í mýri. Nú leist mér hreinlega ekkert á blikuna, hvergi var neitt landslag til að átta sig, og ekki kom bíll eftir þjóðveginum; af bílljósunum hefði ég getað áttað mig. Þetta var svakalega óþægilegt. Hvít þokan var að umvefja mig. Mér fannst ég vera ansi aleinn og yfirgef- inn. Ég fór að efast um mína sstað- setningu. Hafði ég gengið í stóran hring? Var ég kominn svo langt frá þjóðveginum að ég sá ekki bílljósin? Ég nam staðar og vissi ekkert í hvaða átt ég átti að fara. Allskonar ranghugmyndir þutu í gegnum hug- ann. Ekki átti ég síma með GPS, kompásinn var heima í rjúpnavest- inu og ekki myndi björgunarsveitin koma og sækja mig. Því þegar ég lenti í hrakningum úti á Héraðs- sandinum í kolsvörtum snjóbyl um miðjan vetur, var sagt að ég yrði ekki sóttur aftur því ég væri búinn með kvótann. Vissulega var þetta aðvörun til mín og allra þeirra sem fara á fjöll. Þá reyndi ég að nota alla klæki skipstjórans. Úr hvaða stefnu blés vindurinn þegar ég var við vatnið? Hversu mikið hafði ég leitað til hægri? Ég íhugaði, reiknaði og rök- ræddi. Tók nýja stefnu, nú lengra til vinstri. Ég gekk yfir mela og mýri, með fullan bakpokann af skotum og haglabyssan seig í. Rennblautur var ég langt upp á bak. Þokan gerir eng- an mannamun og hún gerir ekki boð á undan sér. Viti menn, eftir töluverða göngu birtist skyndilega Benzinn, gamli góði Benzinn, sem þögul skuggavera í þokunni. Ég hafði hitt beint á hann. Feginn var ég og þakklátur, en ég er ennþá aleinn, villtur og yfirgefinn. Allir geta villst í þoku Eftir Ásgeir hvítaskáld »Ég gekk yfir mela og mýri, með fullan bakpokann af skotum og haglabyssan seig í. Þok- an gerir engan manna- mun og hún gerir ekki boð á undan sér. Ásgeir hvítaskáld Höfundur er rithöfundur og leikstjóri. Keppni um Súgfirðinga- skálina hafin Keppni um Súgfirðingaskálina, tvímenningsmóti Súgfirðingafélags- ins, hófst á mánudagskvöldið með þátttöku 14 para og styrktu þau fé- lagsauðinn. Djúp lægð gekk yfir landið með úrkomu þegar Súgfirð- ingaskálin hófst í 14. skipti. Það var því rifjað upp að árið 1926, á Suður- eyri við Súgandafjörð sem 66° Norð- ur fór að framleiða sjóklæði og hóf þar með starfsemi. Hann er saltur sjórinn við Súgandafjörð. Úrslit úr fyrstu lotu urðu eftirfarandi en með- alskor er 156 stig. Hafliði Baldursson – Árni Guðbjörnss. 192 Gróa Guðnad. – Alda S. Guðnadóttir 181 Sturla G. Eðvarðss. – Björn Guðbjörnss. 177 Ágætis byrjun hjá nýliðunum Haf- liða og Árna. Kvöldið gaf þeim 61.5% skor. Spilaðar verða sjö lotur og telja sex bestu skorin. Næsta lota verður spiluð 27. október. Bridsdeild Breiðfirðinga Hafin er fjögurra kvölda keppni þar sem þrjú gilda til verðlauna. Efstu pör í N/S Þorgeir Ingólfss./Garðar Valur Jónsson 250 Benedikt Egilss./Sigurður Sigurðars. 239 Sturlaugur Eyjólfss./Birna Lárusdóttir 234 Efstu pör í A/V Sveinn Sigurjónss./Þórarinn Beck 244 Arni Guðbjörnss./Hafliði Baldursson 239 Ingibj. Guðmundsd./Kristín Andrews 237 Spilað var á 8 borðum. Staðan eftir fyrsta kvöldið er því þessi: Þorgeir Ingólfss. – Garðar V. Jónss. 250 Sveinn Sigurjónss. – Þórarinn Beck 244 Benedikt Egilsson – Sigurður Sigurðars. 239 Árni Guðbjörnss. – Hafliði Baldurss. 239 Ingibj. Guðmundsd. – Kristín Andrews 237 Spilað er á sunnudagskvöldum klukkan 19. Hrólfur og Oddur efstir hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Staðan að loknum þremur umferð- um í Bötler-tvímenningi BR: Hrólfur Hjaltason – Oddur Hjaltason 155 Jón Baldursson – Sigurbjörn Haraldss. 138 Sverrir Ármannss. – Aðalst. Jörgensen 115 Bræðurnir Hrólfur og Oddur fengu risaskor kvöldsins, 80 stig. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Síðumúla 12 | 108 Reykjavík | Sími 510 5520 | kjaran@kjaran.is | kjaran.is Fjögur ár í röð hefur Konica Minolta hlotið útnefninguna „BLI A3 MFP Line of the Year“ sem veitt eru bestu fjölnotatækjum heims, fyrst allra framleiðenda. Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. Kynntu þér PRENTUMSJÓN hjá Kjaran, aðgangstýrð prentumhverfi, þjónustusamninga og rekstrarleigu. Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. KONICA MINOLTA Verðlaunuð fjölnotatæki OKTÓBERTILBOÐ 100 þúsund króna verðlækkun á bizhub A3 fjölnotatækjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.