Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrri umferðforseta-kosning-
anna í Brasilíu
verður haldin á
sunnudaginn.
Gengið hefur á
ýmsu í kosningabaráttunni síð-
an Eduardo Campos, frambjóð-
andi sósíalistaflokks Brasilíu,
lést í flugslysi í ágúst. Um hríð
bentu kannanir til þess að Mar-
ina Silva, staðgengill Campos-
ar, ætti góða möguleika gegn
núverandi forseta, Dilmu Rous-
seff, frambjóðanda Verka-
mannaflokksins, sem talinn er
vinstra megin við sósíal-
istaflokkinn.
Fái enginn frambjóðandi
hreinan meirihluta þarf að
kjósa aftur á milli tveggja efstu
frambjóðendanna. Um hríð
hafði Silva geigvænlegt forskot
á Rouseff þegar kannað var
hvor þeirra yrði hlutskarpari í
seinni umferðinni. Skipti þar
mestu máli, að valdþreyta þyk-
ir vera komin í Verkamanna-
flokkinn eftir tíu ár við völd.
En Rouseff var ekki af baki
dottin. Vel heppnuð áróð-
ursherferð, sem beindist gegn
Silva, náði að snúa blaðinu við,
og nú benda allar kannanir til
þess að þegar til seinni umferð-
arinnar komi, muni sitjandi for-
seti vinna nokkuð þægilegan
sigur.
Viðbrögðin voru hins vegar
ekki fagnaðarefni fyrir sitjandi
forseta. Markaðir í Brasilíu
féllu, ásamt gjaldmiðlinum, því
að fjárfestar í landinu eru orðn-
ir þreyttir á Rouseff og Verka-
mannaflokknum.
Um líkt leyti til-
kynnti ríkisstjórn
landsins um mesta
fjárlagahalla í
fimm ár og versn-
andi skuldastöðu,
en skuldir Brasilíu nema um
60% af landsframleiðslu. Verð-
andi forseta bíða því nokkuð
erfið verkefni og virðast mark-
aðir hafa litla trú á því að sömu
lausnir og hafa verið notaðar
síðasta áratuginn muni skila
nokkru.
Kjósendur í ríkjum Suður-
Ameríku hafa hingað til haft
tilhneigingu til þess að halda í
ríkjandi ástand og kjósa með
valdhöfum frekar en á móti.
Rouseff gæti því vel haldið sínu
striki. Til þess að Silva eigi
möguleika í seinni umferðinni,
mun hún þurfa að biðla til kjós-
enda þriðja flokksins, sósíal-
demókrata, en frambjóðandi
þeirra, Eduard Neves, á litla
sem enga möguleika á að kom-
ast áfram.
Sósíaldemókrataflokkurinn
hefur í gegnum tíðina verið
annar helsti valdaflokkur Bras-
ilíu ásamt Verkamannaflokkn-
um. Þess vegna er alls óvíst að
forystumenn þess flokks vilji
lyfta Silva til valda, enda gæti
það haft þau áhrif að þeir fest-
ust í sessi sem þriðji flokkurinn
í brasilískum stjórnmálum í
stað þess að keppa um topp-
sætið.
Á meðan ríkir áfram óvissa á
mörkuðum og í efnahagslífinu
sem þyrfti frekar á stöðugleika
og jákvæðum fréttum að halda.
Komi til annarrar
umferðar er óvíst
hvern þriðji fram-
bjóðandinn styður}
Hörð barátta í Brasilíu
Okkar hlutiheimsins
horfir með aðdáun
til ungdómsins
undir regnhlíf-
unum í Hong
Kong, en um leið
fullur óróleika og jafnvel ógn-
ar. Myndirnar frá Torgi hins
himneska friðar lifa í minni.
Það var Deng Xiaoping sem
átti stærstan hlut að því að
draga Kína út úr þéttasta hluta
myrkviðarins í því mikla landi.
Og hann samdi einnig um að
Bretar afhentu meginlandinu
Hong Kong nýlenduna.
Áður en ríkisstjórn Kína lét
til skarar skríða gegn mótmæl-
endum á friðartorginu fór for-
ysta hennar heim til Dengs til
að biðja um blessun hans og
hana fékk hún.
Hong Kong féll á ný undir
Kína og íbúar þar höfðu aðra
reynslu en þá sem var til stað-
ar á meginlandinu eftir yf-
irtöku Kommúnistaflokksins
1949. Yfirvöldin í höfuðborg-
inni lofuðu að taka tillit til
þessa og við það
hefur að mestu
verið staðið þar til
nú.
En mótmælin
síðustu daga snú-
ast fyrst og fremst
um lýðræðislega kröfu. Æðstu
mönnum Kommúnistaflokks
Kína er ekki jafn illa við neina
kröfu eins og þá. Ástæðan er
sú, að þeir vita að slík krafa
getur verið bráðsmitandi.
Hana þurfi að einangra, og
helst kæfa með öllu.
Leiðtogarnir hugsa með
hryllingi til þess, hvernig
Æðstaráð Sovétríkjanna, undir
forystu Gorbachevs, klúðraði
sinni stöðu á fáum árum, uns
þetta vígi kommúnismans, ann-
að mesta herveldi heims, kikn-
aði undan sjálfu sér og hvarf
úr sögunni. „Við höfum aldrei
óttast blóð,“ sagði Deng Xia-
oping eftir að hafa hlýtt á fé-
laga sína. Það töldu þeir full-
nægjandi blessun hryllingsins,
sem í hönd fór. Þess vegna höf-
um við áhyggjur núna.
Því miður er líkleg-
ast að lýðræðis-
krafan í Hong Kong
verði barin niður}
Himneskur friður hræðir
Þ
egar haldnar eru ráðstefnur, fundir,
málstofur eða eitthvað þvíumlíkt
þar sem jafnrétti kynjanna er við-
fangsefnið þá er segin saga að
meirihluti þeirra sem sækja við-
burðinn og kemur fram á honum eru konur.
Sem er býsna merkilegt því að verið er að
ræða jöfn réttindi karla og kvenna og halda
mætti að karlar myndu vilja leggja orð í belg.
Undirrituð hefur sótt allnokkrar slíkar sam-
kundur og saknað þess að sjá ekki fleiri karl-
menn þar. Svo því sé nú haldið til haga hefur sá
söknuður ekki náð til karla sem nota orðið fem-
ínisti sem blótsyrði og fullyrða hástöfum að
barátta kvenna fyrir jafnrétti hafi gengið svo
langt að nú sé farið að halla verulega á hlut
karla. Saknaðartilfinningin nær heldur ekki yf-
ir karla, sem segja allt tal um jafnrétti bull; að
fyrir það fyrsta skipti kyn ekki máli og í öðru lagi sé jafn-
rétti löngu náð.
Nei, hér er átt við karla sem hafa heilan hug á því að
jafnrétti kynjanna náist, gera sér grein fyrir því hvernig
misréttið birtist og hvernig það bitnar líka á körlum. Í
kynjamisrétti felast nefnilega m.a. ranghugmyndir og for-
dómar um bæði karla og konur og það kemur niður á báð-
um kynjum. Gegn þessu beinist jafnréttisbaráttan.
Fyrstu jafnréttislögin voru samþykkt á Alþingi árið
1976, síðan þá hafa þau verið endurskoðuð reglulega, m.a.
vegna þess að þau hafa ekki þótt skila nægilegum árangri.
Þá hafa aðildir okkar að ýmsum alþjóðlegum samþykktum
og samningum, auk breyttra hugmynda, verið ástæða ým-
issa breytinga. Þrátt fyrir að slík lög hafi verið
í gildi í hartnær 40 ár birtist misrétti kynjanna
enn með ýmsu móti; m.a. með launamun
kynjanna, færri konum í stjórnunarstöðum og
lágum launum starfsstétta þar sem konur eru í
meirihluta.
Gæti ekki verið að fleiri þyrftu að koma að
borðinu til þess að meiri árangur næðist? Hver
sem ástæðan kann að vera fyrir því að karlar
hafa ekki tekið jafn mikinn þátt í umræðunni
hingað til og konur, þá er þeirra mikil þörf á
þessum vettvangi. Nýverið vakti leikkonan
Emma Watson athygli á þessu er hún hóf her-
ferðina He for She – Hann fyrir hana þar sem
karlar eru hvattir til að leggja baráttunni fyrir
jafnrétti kynjanna lið og á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í vikunni sem er að líða
tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra um málþing um kynjajafnrétti sem haldið verður
í New York í janúar í boði Íslands og Suður-Ameríkuríkis-
ins Súrinam. Þar munu karlar m.a. koma saman og ræða
jafnréttismál.
Það er auðvelt að tala þetta framtak niður, fussa og
sveia yfir því að halda eigi enn einn fundinn þar sem konur
fái ekki að koma að málum. En er ekki ástæða til að fagna
því að fleiri komi að umræðunni? Jafnrétti er ekkert
einkamál þess helmings mannkyns sem er konur, heldur
málefni sem kemur öllum við. Hagsmunir karla og kvenna
eru samtvinnaðir. Þess vegna þarf jafnréttisumræðan á
bæði körlum og konum að halda, rétt eins og atvinnulíf og
stjórnmál. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Fyrir alla – konur og karla
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Ráðstefnu- og funda-
tekjur 570 milljónir
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Frá því að tónlistar- og ráð-stefnuhúsið Harpa var opn-að í maí 2011 hafa yfir 400ráðstefnur og fundir verið
haldin í húsinu. Opnunarárið voru á
milli 70 og 80 ráðstefnur og fundir
haldin í Hörpu, 140 árið 2012 og nærri
200 árið 2013, sem samsvarar um það
bil 40% fjölgun milli ára. Samkvæmt
upplýsingum ráðstefnusviðs Hörpu
má gera ráð fyrir að fjöldi gesta sem
sóttu ráðstefnu og/eða fund í Hörpu í
fyrra hafi verið á bilinu 35-40 þúsund.
Þá hafi ráðstefnum á Íslandi fjölgað
um 15% frá 2011-2013 og ráð-
stefnugestum fjölgað um 39%.
Karitas Kjartansdóttir, ráð-
stefnustjóri Hörpu, segir heildar-
tekjur Hörpu af ráðstefnu- og fund-
arhaldi frá opnun og fram á mitt ár
2014 hafa numið ríflega 570 milljónum
króna en ráðstefnuhald í húsinu hafi
skilað mun meiri gjaldeyristekjum,
eða um 5-6 milljörðum árið 2013, svo
dæmi séu nefnd. Karitas segir eftir-
spurnina eftir Hörpu fyrir ráð-
stefnuhald tvímælalaust hafa staðið
undir væntingum en bæði 2012 og
2013 voru í kringum 15 alþjóðlegar
ráðstefnur haldnar í húsinu, þeirra á
meðal 2.500 manna ráðstefna evr-
ópskra tannréttingasérfræðinga sem
rúmaðist vel, þrátt fyrir að Eldborg
taki aðeins 1.800 í sæti.
Nýr og stærri markhópur
Harpa hefur þegar verið bókuð
fyrir ráðstefnur 2018-2020 en auk ár-
legra viðburða á borð við Fanfest tölvu-
leikjaframleiðandans CCP og Arctic
Circle-ráðstefnurnar, hafa ýmis fag-
samtök litið húsið hýru auga. „Áður
fyrr var þetta þannig að það var ein-
göngu hægt að bjóða upp á að halda
stærri ráðstefnur í annað hvort Há-
skólabíói eða íþróttahöllunum okkar,
Laugardalshöll eða þess háttar, en
mörg af þessum alþjóðlegu fagsam-
tökum setja það fyrir reglu að vera ein-
göngu með sínar ráðstefnur í sérhönn-
uðum ráðstefnuhúsum eða þá hótelum
sem hafa góða ráðstefnuaðstöðu,“ segir
Karitas. Harpa hafi þannig opnað land-
ið fyrir nýjum og stærri markhóp.
Kynning á Hörpu erlendis hefur
að mestu verið á höndum ráðstefnu-
skrifstofunnar Meet in Reykjavík, sem
var sett á laggirnar fyrir tveimur árum
af Reykjavíkurborg, Hörpu og Ice-
landair, og hefur meðal annars verið í
formi auglýsinga í fagtímaritum og
þátttöku í sölusýningum.
Hótel myndi skipta sköpum
Karitas segir Hörpu ráðstefnu-
hús í heimsklassa hvað varðar aðbún-
að og þjónustu en staðsetningin mitt
á milli Evrópu og Bandaríkjanna, og
ekki síður í hjarta höfuðborgarinnar,
sé eitt af því sem kveiki áhuga ráð-
stefnuskipuleggjenda. Spurð að því
hvort eitthvað standi Hörpu fyrir
þrifum þegar kemur að ráðstefnu-
haldi, nefnir Karitas vöntun á hóteli
við hlið hússins.
„Það sem myndi styrkja stöðu
Hörpu enn frekar væri náttúrlega
bygging á hóteli hér við hliðina. Það
er klárlega eitthvað sem við bíðum
spennt eftir upplýsingum um,“ segir
Karitas en þrátt fyrir að nóg sé af
gistirými í miðbænum, uppfylli það
ekki fyllstu kröfur margra ráðstefnu-
haldara. „Við finnum það klárlega að
það myndi styrkja stöðu okkar enn
meira að vera með eitt stórt hótel þar
sem hægt væri að hýsa 20-30% af hót-
elgestum ráðstefnu, bara í næsta húsi
við Hörpu. Það er eitthvað sem mörg
fagsamtök gera kröfu um; að það sé
ráðstefnuhótel alveg við hlið ráð-
stefnubyggingarinnar,“ segir hún, en
einhverjir hafi valið að bíða með að
staðfesta bókun í Hörpu þar til niður-
staða um hótelbyggingu á reitnum
liggi fyrir.
Morgunblaðið/Kristinn
Vinsæl Ráðstefnuskipuleggjendur segja fleiri sækja alþjóðlegar ráð-
stefnur sem haldnar eru á Íslandi en þær sem haldnar eru annars staðar.
1.000
viðburðir, aðrir en tónleikar, hafa
verið haldnir í Hörpu frá opnun í maí
2011, t.d. ráðstefnur, fundir, veislu-
höld, sýningar, kynningar, markaðir
og mót.
2.500
er mesti fjöldi þátttakenda sem sótt
hafa ráðstefnu í Hörpu, en það var
ráðstefna evrópskra tannréttingar-
sérfræðinga sem haldin var í júní
2013.
570
milljónir króna er sú upphæð sem
Harpa hefur haft í tekjur af ráð-
stefnu- og fundarhaldi frá því að
húsið var opnað 2011.
‹ EKKI BARA TÓNLEIKAR ›
»