Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014
Mál hælisleitenda
hafa verið eitt af um-
ræðuefnum í þjóð-
félagi okkar und-
anfarna vikur. Mig
langar að fjalla aðeins
um málefnið frá öðru
sjónarhorni en venju-
lega er gert.
Við vinir mínir byrj-
uðum að fara í heim-
sókn til hælisleitenda í
Reykjanesbæ árið
2005. Skömmu síðar byrjaði Rauði
krossinn Íslands (RKÍ) að skipu-
leggja heimsóknarþjónustu sjálf-
boðaliða við eldra fólk, hælisleit-
endur og fleiri.
Heimsókn mín og vina minna
sameinaðist síðan við sjálfboða-
starfsemi RKÍ og síðan hef ég verið
í heimsóknarþjónustu RKÍ við hæl-
isleitendur til dagsins í dag.
(Ég er á þeirri skoðun að við ætt-
um að hætta að nota orðið „hæl-
isleitandi“ og nota orðasamband
eins og „umsækjandi um alþjóðlega
vernd“ eða „manneskja á flótta“,
þar sem það er meira lýsandi auk
þess sem hitt orðið hefur fengið á
sig neikvæðan blæ en um þetta ætla
ég að skrifa aðra grein seinna.)
Að mæta manneskju
Það sem gerist í heimsóknarþjón-
ustu við fólk á flótta er einfaldlega
að „mæta manneskju“. Oftast er
ævisaga hennar og reynsla svo
langt í burtu frá hversdagslegum
raunveruleika okkar á Íslandi. En
það er ekki þannig að fólk byrji á að
segja okkur heimsóknarvinum frá
sögu sinni samstundist eftir að við
hittumst.
Að mæta manneskju er ekki sama
og að sjá manneskju eða að heilsa
henni. Það krefst ákveðinnar fyr-
irhafnar og tíma til að mæta mann-
eskju í sannri merkingu. Við þurf-
um að byggja upp traust.
Í þessu samskiptaferli geta
óþægilegar uppákomur
átt sér stað. Upp-
söfnuð reiði og von-
leysi sem hlaðist hefur
upp í fólki á flótta get-
ur t.d. bitnað á heim-
sóknarvinum. Fyrir
það geta jafnvel heim-
sóknarvinir verið hluti
af „kerfinu“ sem er að
hindra það að komast
inn í líf í friði og ör-
yggi.
En ef við náum
trausti fólksins og það
opnar hjarta sitt, þá er fyrirhöfnin
þess virði. Í hvert skipti þegar ég
hlusta á sögu fólks á flótta, hugsa
ég á ný um líf mitt og daglegt um-
hverfi. „Land mitt“, „heimili mitt“,
„fjölskylda mín“, „starf mitt“, „frelsi
mitt“, „friður“. Slík atriði sem við
teljum jafnvel ómeðvitað sjálfgefna
hluti eru alls ekki sameiginleg á
mörgum stöðum í heiminum.
Manneskja sem ég mæti í heim-
sókn var hluti af slíkum raunveru-
leika heimsins. Með því að mæta
henni er ég óhjákvæmilega tengdur
við raunveruleika í heiminum sem
er gjörólíkur aðstæðum mínum á Ís-
landi.
Manneskja á „flótta“
En þetta er enn ekki áfanga-
staður heimsóknar. Ef við sjáum
fólk á flótta einungis í tengslum við
stríð eða kúgun í heimalandi þess,
þá er það ekki rétt viðhorf. Slíkt
getur valdið hættulegri aðgreiningu
eins og „við og þeir sem eru á
flótta“. Rétt viðhorf er að horfa á
fólkið sem manneskjur, sem sé
mennsku fólks og einnig persónu-
leika. „Að vera á flótta“ er staða
ákveðins fólks en hvorki hluti af
manneskjunni sjálfri né einhverri
„tegund“ manns.
Áfangastaður heimsóknar er að
mæta manneskju sem hefur verið á
flótta og bíður á meðan umsókn um
alþjóðalega vernd er í meðferð á Ís-
landi. Því miður getur ferlið tekið
langan tíma, eins og eitt ár eða jafn-
vel meira. En ef ég neyddi mig
sjálfan þess að finna jákvætt atriði í
þessu erfiða tímabili, þá segi ég að
við getum notað tímabilið til þess að
verða vinir fólks. Heimsókn-
arstarfsemin stefnir að því.
Fegurð manneskju
Þetta á ekki einungis við um fólk
á flótta, en maður tapar oft ljóma
sínum í erfiðleikunum. Fyrir nokkr-
um árum hitti ég konu á flótta. Hún
var ólétt og mjög þreytt. Satt að
segja leit konan út fyrir að vera
tuttugu árum eldri en aldurinn
sagði til um í raun.
Eftir um tvö ár fékk konan dval-
arleyfi af mannúðarástæðum og enn
tveimur árum síðar hitti ég hana í
háskóla af tilviljun. Falleg kona
heilsaði mér brosandi en ég þekkti
hana ekki þar til hún sagði nafn sitt.
Hún hafði fengið ljóma sinn aftur og
birti þá fegurð sína sem hún átti
innra með sér.
Það er sönn gleði mín að geta
orðið vitni að því er manneskja fær
sjálfsmynd sína til baka og fegurð
eftir erfiðleika, og þessi gleði fylgir
einnig því að vera í heimsókn-
arstarfsemi, þó að það sé ekki endi-
lega alltaf.
Að kynnast nýju fólki og skapa
vináttu sem opnar dyr að nýjum
heimi, bæði fyrir fólk á flótta og
okkur heimsóknarvini. Ég er lán-
samur af því að ég hef eignast
marga vini sem voru eða eru á
flótta. Kynning við þá auðgar vafa-
laust mitt eigið líf.
Gleði í heimsóknarþjónustu
Eftir Toshiki Toma » Að kynnast nýju
fólki og skapa vin-
áttu sem opnar dyr að
nýjum heimi, bæði fyrir
fólk á flótta og okkur
heimsóknarvini.
Toshiki Toma
Höfundur er prestur innflytjenda.
Íslendingar hafa
tekið í arf frá ómuna-
tíð kerfi nafngifta án
ættarnafna, þar sem
afkvæmi er kennt til
fornafns foreldris, föð-
ur eða móður, með því
að bæta orðunum son-
ur eða dóttir við eign-
arfallsmynd fornafns
föður eða móður. Í
þessu skipulagi eru að-
eins til fornöfn. Þessi hefð er miklu
eldri en Íslandsbyggð, því land-
námsmenn komu með þessa aðferð
með sér frá Noregi þar sem hún
hafði verið frá alda öðli eins og ann-
ars staðar á Norðurlöndum og víðar
í Norður-Evrópu.
Nú eru flest önnur lönd búin að
taka upp annað skipulag en að
kenna sig til fornafns foreldris og
nota ættarnöfn, t.d. Brown, Smith,
Ibsen, Grundtvig o.s.frv. Allir í
sömu fjölskyldu nota sama ætt-
arnafnið, jafnvel öll ættin. Fjögurra
manna íslensk fjölskylda þar sem
börnin væru systkini hefði fjögur
mismunandi eftirnöfn en ef þau
hefðu ættarnafn, t.d. Brown, væru
allir með sama eftirnafnið, Brown.
Þar sem okkar skipan manna-
nafna er nú aflögð alls staðar nema
á Íslandi er hún orðin óaðskilj-
anlegur þáttur ís-
lenskrar menningar og
hluti af henni eins og ís-
lensk tunga og forn-
bókmenntirnar.
Íslensk mannanöfn
eru hluti íslensks máls
og því er það stór þátt-
ur í verndun málsins að
íslensk mannanöfn
samræmist íslensku
beygingarkerfi. Ann-
ars gæti máltilfinning
okkar raskast. For-
feður okkar skynjuðu
þetta óafvitandi þegar þeir gáfu er-
lendum stöðum, löndum og borgum
nöfn, sem samrýmdust reglum ís-
lenskunnar.
Það er ekki minni ástæða til að
vernda og viðhalda þeirri íslensku
menningu sem felst í íslenskum
nafngiftum, en til dæmis íslenska
hestinum, kúakyninu, sauðkindinni,
timburkofum sem eru orðnir 100
ára og eldri.
Íslenska nafngiftarskipulagið er
einnig hluti af jafnræði milli manna.
Sá sem fær nafnkunnugt ættarnafn
getur öðlast forskot, en það getur
einnig reynst honum fjötur um fót
eins og alræmt ættarnafn getur orð-
ið eiganda sínum til ama, alsaklaus-
um. Með íslenska fyrirkomulaginu
fá allir nýja byrjun, nýtt nafn, sem
þeir einir byggja upp.
Lög um mannanöfn nr. 45 frá
1996 eru mjög góð og nærgætin. Þó
mætti bæta við þau ákvæði um að
þeir, sem bera lögleg ættarnöfn,
ættu jafnframt að kenna sig til for-
nafns foreldris í þjóðskrá þótt þeir
noti það ekki heldur ættarnafnið
dagsdaglega. Þetta væri gert til að
styrkja framhald íslenska nafnakerf-
isins.
Sjálfsagt er að framkvæma reglur
mannanafnalaganna af skilningi og
nærgætni eins og hægt er, einkum
gagnvart innflytjendum. Innflytj-
endur verða hins vegar að gera sér
grein fyrir því að þeir eru hingað
komnir til að verða hluti af íslenskri
menningu eftir því sem hægt er, en
þeir eru ekki að stofna nýlendu fyrr-
verandi heimalands. Vegna ör-
smæðar þjóðarinnar er eining henn-
ar bæði viðkvæmari og
þýðingarmeiri en meðal stærri
þjóða, ef við viljum halda sjálfstæði
okkar, friði og menningu.
Best fer á því að reglur um
mannanöfn séu framkvæmdar á
þann máta í hvívetna að fólk felli sig
við þau og standi af sjálfsdáðum vörð
um þennan brag íslenskrar menn-
ingar.
Íslensk mannanöfn
Eftir Jóhann J.
Ólafsson. » Þar sem okkar skip-
an mannanafna er
nú aflögð alls staðar
nema á Íslandi er hún
orðin óaðskiljanlegur
þáttur íslenskrar menn-
ingar og hluti af henni
eins og íslensk tunga og
fornbókmenntirnar.
Jóhann J. Ólafsson
Höfundur er stórkaupmaður.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
VINNINGASKRÁ
22. útdráttur 2. október 2014
493 14161 24755 34450 44564 51705 61445 71049
745 14637 25229 34524 44611 51902 61630 71511
1543 14881 25906 34762 44646 52007 61839 71964
1575 15108 26028 34811 44660 52171 61857 72685
2290 15244 26714 34901 44717 52577 61980 72915
2477 16466 27059 34978 44746 52787 63223 73188
3280 16479 27151 35769 44819 52802 64629 73837
4827 16521 27164 35990 45277 53385 64788 73908
5682 16522 27249 36232 45431 53787 64945 74240
6037 16803 27478 36273 46073 54191 65186 74818
6193 17221 27886 36344 46219 54379 65376 75538
8039 18073 28255 36540 46220 54598 65494 76411
8526 18424 28273 37724 46347 55410 65563 76802
9078 19004 28599 38084 46736 55579 65689 76817
9317 19830 28620 38401 46748 55619 66126 77202
9445 20002 29087 38814 47045 55620 66232 77623
10062 20031 29141 39055 47354 55806 66466 77937
10781 20417 29787 39222 47480 55839 66667 78020
11202 20467 29953 39250 47910 56059 68504 78233
11818 20472 29972 39517 48544 56354 68738 78382
12044 20906 30454 40215 49308 56815 69282 78397
12608 21779 30620 40247 49408 56998 69444 78530
12644 22746 30627 40636 49624 57264 69703 78630
12712 22906 30766 40756 49796 57331 69705 78947
13162 23141 31260 41295 49898 57513 69784 79441
13735 23554 31855 41800 49917 57552 69968 79574
13752 23640 32023 41859 49994 59424 70042
13930 23659 32910 42587 50306 59620 70091
13934 24234 33976 43645 50633 59889 70627
13953 24236 34250 43690 50932 60487 70849
13957 24694 34331 43711 51280 60647 70890
14073 24716 34414 44488 51573 61405 70906
143 16404 25715 33132 43106 54313 60914 72444
2231 16643 25835 33296 43454 55845 62726 72495
3988 17097 26555 33504 43536 57881 62765 74823
4999 17403 26969 34097 44110 57926 63529 75690
5414 18655 27494 34543 45685 58048 64213 76436
7184 21863 27582 34881 47660 58076 64713 76571
7489 22295 27697 34900 51071 58449 66277 77298
8457 23007 30883 35199 51287 58808 66713 77613
12678 23752 31295 38968 52170 58955 67498 78156
13098 23796 31405 39461 52760 59173 67577
14377 24402 31457 39477 53086 59982 70427
15009 24439 31569 39636 53888 60319 71487
15451 24621 32288 42590 54014 60730 72137
Næstu útdrættir fara fram 9. okt, 16. okt, 23. okt & 30. okt 2014
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
7996 17459 18491 69388
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1171 12271 20368 29499 41212 63614
5042 14296 20424 33027 46710 63870
5334 16242 23567 33817 49363 73720
8624 17382 26099 39040 51469 74905
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
6 5 7 9 1