Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3. O K T Ó B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 231. tölublað 102. árgangur
HÖFUÐSKART
OG DRAMATÍSKIR
HAUSTLITIR
SJÓMENN GRÁT-
BÁÐU HANA UM
AÐ SKRIFA MEIRA
40 SÍÐNA BLAÐAUKI UM TÍSKU OG FÖRÐUN GUÐRÚN HELGADÓTTIR 10
Morgunblaðið/Kristinn
Útvarpshúsið Reksturinn er þungur.
Ríkisútvarpið ohf. mun á endanum
ekki geta greitt skuldir sínar ef eng-
ar breytingar verða. Þetta segir
Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnar-
formaður RÚV. Hann telur þó að fé-
lagið geti mætt skuldbindingum
næstu mánaða. Uppsagnir sem fyrri
framkvæmdastjórn réðst í hafi ekki
skilað tilskildum árangri.
RÚV hefur samið við Lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins um frestun á
gjalddaga afborgana á skuldabréfi.
Það er frá því áður en RÚV var gert
að opinberu hlutafélagi og er því
ríkisábyrgð á skuldabréfinu.
Samkvæmt úttekt Price Water-
house Coopers nema vaxtaberandi
skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna,
þar af nemur skuldabréfið vegna líf-
eyrisskuldbindinganna um þremur
milljörðum. Afborganir og vaxta-
gjöld RÚV á næsta rekstrartímabili
nema 444 milljónum króna. »18
Mun ekki
geta greitt
skuldir
Lífeyrisskuldbind-
ingar íþyngja RÚV
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hreinar tekjur af þjónustugjöldum þriggja stærstu við-
skiptabankanna voru 15,1 milljarður króna á fyrstu sex
mánuðum ársins. Tekjurnar árið 2013 voru tæpir 27
milljarðar kr.
Bankarnir eru hver um sig með um 200 tegundir
gjalda fyrir veitta þjónustu og eru hreinar þjónustu-
tekjur útreiknaðar í ársreikningum þegar búið er að
draga gjöld frá. Stærstur hluti þjónustuteknanna er
vegna greiðslukortaviðskipta og á fyrstu sex mánuðum
ársins voru hreinar þjónustutekjur bankanna þriggja
rúmir fimm milljarðar króna.
Gjöldin ekki nægilega há
Eftir að ákveðið var að hefja gjaldtöku fyrir úttekt hjá
gjaldkera af tékkareikningi árið 2012 er eina leiðin til
þess að greiða ekki pening til þess að nálgast eigið fé í
gegnum bankabók á borð við sparisjóðsbók. Helgi Teitur
Helgason, viðskiptastjóri Landsbankans, segir að tekj-
urnar séu bókfærðar beint í „vasa“ bankanna í ársreikn-
ingum en í raun séu þær nýttar til uppihalds og þróunar á
tölvukerfum. „Það eru skiptar skoðanir innan bankageir-
ans hvort gjöldin séu nægilega há til að standa undir end-
urnýjun og þróun kerfisins. Svo er þetta hins vegar alltaf
spurning um það hvað hægt er að krefja fólk um. En það
er sjónarmið í bankakerfinu að raunkostnaður sé ekki
rukkaður,“ segir Helgi Teitur.
M 15,1 milljarður í þjónustutekjur »12
Tugmilljarðar „í vas-
ann“ fyrir þjónustuna
15 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins „Skiptar
skoðanir innan bankageirans hvort gjöldin séu nægilega há“
Samsett mynd/Eggert
Bankar Eru með um 200 tegundir gjalda fyrir þjónustu.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Örnefni Dyrajökull er kenndur við Dyrfjöll á Borgarfirði eystra.
Deilijökull, Sýlingarjökull og Dyra-
jökull eru á meðal þeirra örnafna
sem gefin hafa verið 130 áður nafn-
lausum jöklum hér á landi.
Að sögn Odds, Sigurðssonar, sér-
fræðings á sviði jöklarannsókna hjá
Veðurstofu Íslands, voru nýju nöfn-
in í langflestum tilvikum dregin af
örnefnum í nágrenni jöklanna.
Hann vann að gerð nýs jöklakorts
sem verður hluti heftis um Ísland í
alþjóðlegum jöklaatlas sem er
væntanlegur.
Hátt í eitt hundrað af jöklunum
sem nú fengu nöfn eru á Trölla-
skaga. »6
Á annað hundrað ís-
lenskra jökla fá nöfn
Varla hefur verið hundi út sigandi á landinu undan-
farna daga eftir að haustið tók öll völd á veðrinu og
gengu vegfarendur í miðborginni greitt til að komast
inn fyrir hússins dyr. Ekkert lát á að verða á rokinu og
rigningunni ef marka má spár Veðurstofunnar og er
áfram búist við stormi norðantil á landinu í dag.
Flýta sér milli húsa í roki og rigningu
Morgunblaðið/Golli
Haustið er með tögl og hagldir á veðrinu þessa dagana
„Mikilvægt er
að efla stuðning
við foreldra
vegna netávana
unglinga. For-
eldrar virðast
eiga í erfið-
leikum með að
setja börnum sín-
um mörk og
þurfa verkfæri
til að takast á við
foreldrahlutverk sitt hvað net-
notkun varðar,“ segir Ólína Frey-
steinsdóttir um niðurstöður MA-
verkefnis í fjölskyldumeðferðar-
námi við Háskóla Íslands. Auka
þarf faglega þjónustu, aðstoð og
fræðslu til fjölskyldna og opna um-
ræðuna um mikilvægi samskipta og
að foreldrar setji börnum sínum
einhver mörk, segir Ólína. »4
Foreldrar eiga erfitt
með að setja mörk
Netávani Efla þarf
fræðslu til foreldra.
Heildartekjur
af ráðstefnu- og
fundarhaldi frá
því að tónlistar-
og ráðstefnu-
húsið Harpa var
opnað í maí 2011
nema ríflega 570
milljónum
króna.
Ráðstefnum
hefur fjölgað um
15% á árunum 2011-2013 og gest-
um þeirra um 39%. Áætlað er að á
bilinu 35-40 þúsund manns hafi
sótt ráðstefnur eða fundi í Hörpu í
fyrra. »22
Ráðstefnurnar skila
hálfum milljarði
Fjöldi viðburða er
haldinn í Hörpu.