Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 ✝ HólmfríðurSigurðardóttir fæddist 12. apríl 1920 á Hálsi í Köldukinn. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri 22. september 2014. Foreldrar henn- ar voru Kristjana Marín Magnús- dóttur og Sigurður Guðni Jóhannesson, Kristjana Marín lést árið 1923 og Sig- urður lést árið 1928. Hólmfríður var yngst sjö systkina. Þau voru Sigurbjörn, f. 1898, látinn; Ragnar, f. 1898, d. 1970; Magnea, f. 1904, d. 1998; Stefán, f. 1906, d. 1974; Jónas, f. 1912 d. 1999 og Björn, f. 1917, d. 2000. Hólmfríður giftist Einari Jónssyni frá Kletti í Geiradal, f. 1909, d. 1994. For- eldrar hans voru Jón Einarsson og Pálína Ólafsdóttir. Hólm- fríður og Einar eignuðust tvær dætur. 1) Þórdísi, f. 1944, d. Davíð Jóhannsson, þau skildu. Hólmfríður ólst upp í „Kinn- inni“, fyrst á Hálsi og svo, frá átta ára aldri, hjá systur sinni, Magneu, og mági, Jóni Jakobs- syni, á Hóli. Fósturbræður hennar eru Sigurður Guðni, f. 1929, Helgi, f. 1933 d. 2003, Jakob, f. 1936, d. 2010 og Mar- inó, f. 1937. Hún fór í skóla á Laugum í Reykjadal árin 1939 – 1941. Eftir það réðst hún sem kaupakona til hálfbróður síns Ragnars í Hallfríðarstaðakot í Hörgárdal, svo réðst hún í Klauf í Eyjafirði, Akureyri og í Flatey á Skjálfanda. Frá 1942 til 1944 vann hún á Gildaskála Hótels KEA. Þar kynntist hún eiginmanni sínum. Þau stofnuðu fyrst heimili í Ægisgötu 6 á Ak- ureyri, en lengst bjuggu þau í Kringlumýri 20. Árið 1983 fluttu þau Einar í Furulund 3b á Akureyri. Hólmfríður gegndi ýmsum störfum eftir að hún gekk í hjónaband. Síðast starf- aði hún í Brauðgerð KEA. Ein- ar lést 12. desember 1994. Hólmfríður flutti í Hlíð árið 2011 þar sem hún bjó til dánar- dags. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 3. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. 2007, eftirlifandi eiginmaður hennar er Ástvaldur Guð- mundsson, þeirra börn eru: a) Hólm- ar, f. 1967, kona hans er Óla Björk Eggertsdóttir og eiga þau tvö börn. b) Álfheiður Hrönn, f. 1970, eig- inmaður hennar er Halldór Björn Hall- dórsson, þau eiga tvo syni. c) Ásgeir, f. 1981, sambýliskona hans er Karólína Einarsdóttir, þau eiga 3 börn, og 2) Margréti f. 1950, hennar börn eru a) Berglind Hólm Leifsdóttir, f. 1969, d. 1973, b) Bergdís Hólm, f. 1971, eiginmaður hennar er Styrmir Haraldsson og eiga þau tvö börn. c) Einar Hólm, f. 1974, kona hans er Auður Kristins- dóttir, þau eiga tvö börn. d) Nanna Hólm, f. 1981, sambýlis- maður hennar er Valdimar Geir Valdimarsson, hann á tvær dæt- ur. Eiginmaður Margrétar var Elskuleg mamma mín er látin. Við áttum langa samveru, þar sem við stóðum saman gegnum þykkt og þunnt. Stundum blés virkilega á móti, en langoftast áttum við góða daga. Nú í lok dags langar mig að minnast hennar með þessu litla ljóði Davíðs Stefánssonar. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. Guð blessi þig mamma mín. Þín dóttir, Margrét (Madda). Elsku langamma. Ég hef sakn- að þín mikið eftir að þú fórst. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann, þær eru svo marg- ar og góðar. Til dæmis þegar við fórum á danssýninguna fyrir jól- in í fyrra. Áður en það var opnað inn í salinn þá sátum við fyrir framan hann og skoðuðum myndaalbúm af fólkinu á elliheimilinu og gáð- um að því hvort þú værir þar. Svo er það líka þér að þakka að ég kann að prjóna. Það hefur verið sagt við mig hvað ég prjóna vel og þá hugsa ég til þín og að þetta sé þér að þakka því ég var svo ung þegar þú kenndir mér það. Þú varst, svo ég man eftir, alltaf að prjóna. Mér fannst svo fallegt það sem þú gerðir. Í tvo vetur kom ég til þín eftir skóla. Mér þótti svo vænt um þig og þú varst alltaf svo góð við mig. Ég þurfti að lesa fyrir skólann. Þá sátum við við eldhúsborðið og ég las fyrir þig. Og við spiluðum. Við spiluðum mikið. Þú kenndir mér enska vist, rommí og svo spiluðum við líka olsen olsen og veiðimann. Stundum horfðum við á Leiðarljós. Ég var svo lítil að ég gat ekki lesið textann og skildi ekki ensku, þá sagðir þú mér hvað væri að gerast. Takk fyrir allt. Ólavía Klara. Hún amma mín á Akureyri var okkur afar kær. Hún var alltaf til staðar, róleg og yfirveguð, hlý og góð. Leiðin lá svo oft til ömmu á Akureyri. Ég minnist allra ferðanna til Akureyrar sem barn, oft með for- eldrum en líka einn að fara í fjall- ið um páska. Ferðir í sveitina til frænku á Hóli, í berjamó eða ferðalög. Það voru mikil forrétt- indi að eiga ömmu á Akureyri þegar ég var í MA. Brauðsend- ingar reglulega niður á heimavist við mikinn fögnuð á öllum gang- inum! Og einn vetur bjó ég líka hjá ömmu í besta yfirlæti, varla kominn af æfingu þegar amma var búin að þvo og strauja íþróttafötin. Síðar flutti ég með mína ungu fjölskyldu til Þórshafnar. Ófáar ferðirnar keyrðum við með litlu börnin milli Þórshafnar og Reykjavíkur og alltaf var stoppað hjá ömmu á leiðinni. Dyrnar opn- ar, búið að smyrja brauð með reyktum silungi og hangikjöts- salati og hún bakaði bestu pönns- ur á landinu! Amma búin að búa um rúmin í sínu herbergi, sjálf komin inn í stofu! Hún kom líka stundum og var hjá okkur á Þórshöfn, ómet- anlegt fyrir börnin og okkur. Henni Birnu Hrund, dóttur minni, fannst líka gott að hafa ömmu nálægt þegar hún var í MA um tíma. Alltaf var svo gott að koma til ömmu. Heimsóknir okkar til ömmu núna síðustu árin voru líka mjög gefandi og skemmtilegar. Hún fylgdist náið með fjölskyldu sinni og var vel inni í öllu og ekki síður var skemmtilegt að rifja upp með henni gamla tíma og heyra frá- sagnir hennar af lífinu í gamla daga. Svo sannarlega lifði hún tímana tvenna. Amma gaf fjölskyldu sinni allt- af allt. Við kveðjum einstaka konu. Madda frænka og fjöl- skylda á Akureyri fá miklar þakkir fyrir alla umhyggjuna síð- ustu árin. Hólmar og fjölskylda. Í dag kveðjum við ömmu okk- ar. Þegar við systkinin setjumst niður til að rifja upp gamla tíma koma upp margar skemmtilegar sögur og minningar. Kjallarinn í Kringlumýri 20 þar sem geymslurnar voru not- aðar sem leikvöllur. Fimm tíma ferðalag frá Króknum til Akur- eyrar í Charade um hávetur. Brauðrist sem ristaði bara öðrum megin og Nesquick og mjólk í bláu glasi. Hjá ömmu var besta ristaða brauð með osti og kókómjólk í heimi. Laufabrauðsgerð í brauð- gerðinni. Sláturgerð í Furunni. Bestu pönnukökur í heimi. Rólegheita spjall í eldhúskróknum í Furunni. Halliblundurinn hennar uppúr hádegi sem maður notaði í að lita og teikna og Nágrannaáhorf upp- úr kaffinu. Rice crispies-botnar og margt fleira. Amma var alltaf dugleg að spila við okkur og kenndi barna- börnum og barnabarnabörnum að leggja kapla, spila rommí og tveggja manna vist. Heimilið hennar var alltaf miðpunktur og griðarstaður fyrir hennar nán- ustu. Við erum óendanlega þakklát fyrir þann tíma og þær samveru- stundir sem við höfum átt með henni og kveðjum hana með söknuði. Þín mynd mun okkur ætíð skýr, þín atlot gleymast seint. Ei orð það tjá sem innra býr sem er í hjarta geymt. Þitt hjartalag við þökkum hljóð og hlýja faðminn þinn þú, elsku amma, ylrík, góð ert kvödd með tár á kinn. (J.S.) Hvíl í friði, amma okkar. Bergdís Hólm Einar Hólm og Nanna Hólm Hólmfríður Sigurðardóttir Með örfáum orðum langar mig að minnast Mumma vinar míns, sem nú hefur kvatt þennan heim. Þegar ég var að verða ellefu ára fékk ég það dásamlega hlutverk að passa fyrsta barnabarn Höllu frænku og Mumma. Stolt passaði ég frænku mína reglulega í rúm tvö ár. Á heimili þeirra hjóna var gott að koma og einstaklega notalegt andrúmsloft. Mummi sýndi tónlistarnámi mínu mikinn áhuga og hafði ég einstaklega gaman af að heyra hann spila á mismunandi hljóðfæri og syngja. Sjaldnast fékk hann mig til að syngja og spila með þar sem feimni mín var hrikaleg á þessum árum. Ég gleymi þó aldrei tón- listarstundinni sem við áttum saman í Huldulandinu þegar pabbi varð fimmtugur. Þá var sungið fram á nótt. Mummi spil- Guðmundur Rósen- kranz Einarsson ✝ GuðmundurRósenkranz Einarsson fæddist í Grjótaþorpinu í Reykjavík 26. nóv- ember 1925. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Ísafold í Garðabæ 16. sept- ember 2014. Útför Guð- mundar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 25. september 2014. aði á fiðluna mína, gestirnir sungu og nokkrir slógu takt- inn með sleifum á heimilispottana. Minningin um Mumma er því tengd tónlist, glað- værð, elsku og hlátri. Í kyrrð bænarinnar, í þögn hjartans, syngja englarnir lofsöng, í höfugri kyrrð og hljóðlátum tærleik. Þar sem orð tjá hið ósegjanlega, mynd hrífur áhorfandann, tónlistin huggar þann sem syrgir, hláturinn smitar hópinn, þar eru þeir í nánd, englar Guðs. Þar sem hlý hönd er rétt til hjálpar og huggunar, þar er engill Guðs að verki. Þar sem bros breiðist yfir andlit og augu ljóma í gleði og hláturinn streymir frá hlýju hjarta, læknandi, svalandi, þar standa hlið himinsins opin upp á gátt. (Karl Sigurbjörnsson) Innilegar samúðarkveðjur til þín, elsku besta Halla frænka, Lóló, Birna, Trausti og fjölskyld- ur. Guð blessi og varðveiti minn- ingu Mumma. Metta. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ELMA KRISTÍN STEINGRÍMSDÓTTIR, Hafralæk í Aðaldal, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 25. september. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í Aðaldal laugardaginn 4. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Fyrir hönd ástvina, Ásgrímur Þórhallsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN BERGSDÓTTIR, Kjarnagötu 12, Akureyri, lést að heimili sínu þriðjudaginn 23. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. október kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Páll Sigurðarson, Bergur Pálsson, Linda Hrönn Helgadóttir, Jónína Pálsdóttir, Sigurður Pétur Hjaltason, Bjarki Páll, Baldur Leó, Marta Þyrí og Elvar Leví. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma, systir og frænka, GUÐRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 30. september. Einar Pálmi Árnason, Yevgeniya Árnason, Árni Einarsson, Erla Rós Ásmundsdóttir, Ásgeir Einarsson, Harpa Tanja Unnsteinsdóttir, Harpa Björk Einarsdóttir, Viktoriya Solovyova, Kristjana Tryggvadóttir, Valgerður Hjördís Bjarnadóttir og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA GUÐJÓNSDÓTTIR, Goðheimum 1, Reykjavík, sem lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar- heimilinu Eir þriðjudaginn 23. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Þórsteins Bjarnasonar, sem styrkir sjónskerta til framhaldsnáms, reiknings- nr. 0111-26-5712, kt. 571292-3199, skýring: Þórsteinssjóður. Valgerður Franklínsdóttir, Hrafnkell Eiríksson, Svanfríður Franklínsdóttir, Guðni Axelsson og fjölskyldur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, móðursystir, amma og langamma, DAGBJÖRT EINARSDÓTTIR, er lést mánudaginn 29. september, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 6. október og hefst athöfnin kl. 15.00. Guðrún Kristjánsdóttir, Hreinn Pálsson, Kristjana M. Kristjánsdóttir, Hans Agnarsson, Ingunn Kristjánsdóttir, Gunnar Arthursson, Una Dagbjört Kristjánsdóttir, Oddur Einarsson, Una Guðnadóttir, Sigurður Guðnason, Snjólaug Einarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR HANNESSON, Hamraborg 38, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 6. október kl. 11.00. Guðrún Björnsdóttir, Magnús Birgisson, Hannes Birgisson, Kristín Birgisdóttir, Björgvin Birgisson, Jóhanna Stefánsdóttir, Brynjar Þór Birgisson, Birna, Birgir Snær og Lilja Dögg. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.