Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014
✝ KjartanSveinsson
byggingartækni-
fræðingur fæddist
á Búðareyri við
Reyðarfjörð 4.
september 1926.
Hann lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 27. september
2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðný
Pálsdóttir, f. á Kleif Fljótsdal í
S- Múlasýslu 9.2. 1906, d. 24.1.
1997, og Sveinn Jónsson versl-
unarmaður, f. í Prestbakkakoti,
V-Skaftafellssýslu, 3.7. 1896, d.
15.9. 1989. Systkini Kjartans;
Margrét Halldóra, f. 16.10.
1929, eiginmaður hennar var
Ásgeir Hallsson, f. 8.11. 1927, d.
21.3. 2010; Jón, f. 4.8. 1931, d.
17.7 1969, ókvæntur.
Hinn 22.12. 1961 kvæntist
Kjartan eftirlifandi eiginkonu
sinni, Hrefnu Kristjánsdóttur, f.
10.12. 1928. Foreldrar Hrefnu
voru Emma Sigfríð Einars-
dóttir, f. 14.7. 1909, d. 2.12.
2000, og Kristján Guðmunds-
son, f. 9.9. 1895, d. 20.11. 1959.
Dætur Hrefnu og Kjartans eru
Álfheiður, f. 23.10. 1963, sonur
Kjartan Guðmundsson og Arn-
dís, f. 7.8. 1965, eiginmaður
hennar er Karl Demian, f. 2.8.
1968 í Líbanon. Þeirra börn eru
Katrín Hrefna, Karen Tinna og
lands, byggingaverkamaður
o.fl. Kjartan lauk gagnfræða-
prófi 1945 og tók próf upp í 3.
bekk Menntaskólans í Reykja-
vík og náði því. Vegna bágrar
fjárhagsstöðu fjölskyldunnar
varð ekkert úr því námi. Varð
það Kjartani afar þungbært. Á
árunum 1946-1950 lærði hann
húsasmíði hjá Tómasi Vigfús-
syni. Um haustið 1950 fór hann
á lýðháskóla í Svíþjóð í boði
Norræna félagsins. Árið 1952
hóf hann nám í byggingar-
tæknifræði við Katrineholms
tekniske skole í Svíþjóð. 1955 að
loknu námi hóf hann störf á
teiknistofu Húsameistara
Reykjavíkur og starfaði þar í
sex ár. Hóf rekstur eigin teikni-
stofu 1961 og rak hana í 43 ár.
Eftir hann liggja teikningar af
u.þ.b. 5.000 einbýlishúsum og
raðhúsum og 10.000 íbúðum í
fjölbýlishúsum. Þá teiknaði
hann einnig Hótel Örk í Hvera-
gerði ásamt fjölda af bygg-
ingum fyrir skrifstofur, iðnað,
skóla og verslanir. Rak bíla-
þvottastöð í Sóltúni 3 um 37 ára
skeið ásamt Hrefnu eiginkonu
sinni. Hrefna stjórnaði rekstri
stöðvarinnar alla tíð með mikl-
um sóma. 23.6. 2006 seldu þau
fyrirtækið og hættu allri at-
vinnustarfsemi enda bæði um
áttrætt. Eftir annasama ævi var
kominn tími til að njóta ellinnar.
Hjónaband Hrefnu og Kjartans
var mjög farsælt og gott.
Útför Kjartans fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3.
október 2013, kl. 15.
Alexander. Synir
Kjartans frá fyrri
hjónaböndum; Þór-
arinn, f. 11.7. 1956,
móðir Vilborg Ás-
geirsdóttir, f. 21.10.
1926. Börn Þórar-
ins eru Kjartan
Árni, Ólöf Katrín
og Tómas Aron;
Sveinn, f. 12.12.
1957, d. 25.9. 2000,
móðir Kristín
Árnadóttir, f. 12.12. 1939.
Sveinn var giftur Halldóru Ly-
diu Þórðardóttur, börn þeirra
eru Þuríður Ósk, Kjaran og
Benedikt. Fósturdóttir Kjart-
ans, dóttir Hrefnu og Þóris
Jónssonar, er Sigfríð Þóris-
dóttir, f. 23.4. 1953. Sonur henn-
ar er Kristján Hrafn Berg-
sveinsson.
Kjartan ólst upp á Búðareyri
til fjögurra ára aldurs en þá
flutti fjölskyldan til Akureyrar.
Sveinn, faðir Kjartans, hóf störf
hjá KEA sem aðalbókari. 1933
var honum veitt staða kaup-
félagsstjóra á Ólafsfirði og
bjuggu þau þar til 1938 er þau
fluttu til Reykjavíkur. Eins og
þá tíðkaðist fór Kjartan
snemma að vinna fyrir sér. 12
ára fór hann í sveit og var tvö
sumur. Síðan tók við blaðasala,
að vera mjólkurpóstur með hest
og kerru í Reykjavík, þá sím-
skeytasendill hjá Landssíma Ís-
Elsku hjartans pabbi minn,
takk fyrir allt og allt.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson frá Gríms-
stöðum)
Þín
Arndís.
Elsku afi okkar og besti vinur
var án nokkurs vafa helsta fyr-
irmynd okkar allra. Þrátt fyrir
breitt aldursbil okkar barna-
barnanna, þá erum við öll sam-
mála um að afi var stórglæsilegur
maður sem auðvelt er að líta upp
til. Afi var ótrúlega vinnusamur
og vann hörðum höndum til að
hjálpa öðrum. Á fyrri árum mun-
um við hvernig hann sat löngum
stundum við teikniborðið að
teikna fyrir fólk af öllum stéttum.
Fyrir honum voru allir jafnir.
Hann tók sér sjaldan frí frá vinnu
en reyndi þó alltaf að koma með
okkur í árlega bústaðarferð á
Strandirnar. Þar tók hann til að
fiska mikið en við þá iðju naut
hann sín hvað best, vöðlum vafinn
í á með flugustöng í hendi. Þá
munum við öll hvernig hann tók
upp stöngina snemma morguns
og vildi hest ekki setja hana niður
fyrr en til væri nægur silungur
handa öllum, þó að ekki alltaf
gengi það upp. Þá þótti honum
laxveiði alltaf skemmtilegust en
þegar við hugsum til afa, sjáum
við hann með ástríðufullan, ein-
beitta svip, þar sem hann stendur
úti í straumharðri á með risavax-
inn lax á stöng.
Hans seinni ástríða voru bílar.
Þá er það helst að nefna hinn æð-
islega Ford Lincoln, 75 ára af-
mælisútgáfu Ford. Sá bíll var
kominn á efri ár þegar við mun-
um eftir okkur og var því minna
notaður sem almennt farartæki.
Hann var þá meira notaður í
lúxuskeyrslur á sunnudögum og
allir sem vildu fengu að rúnta
með honum. Ekið var greitt og þá
er það mjög minnisstætt þegar
við dótturdætur hans sátum í
bílnum á leið að kaupa kvöldmat
að hendast fram og aftur í aft-
ursætinu. Þá keypti hann alltaf
nóg fyrir alla og oftast of mikið
sem dýrin nutu góðs af, en þau
fengu alltaf alla afganga og
stundum heilu máltíðirnar.
Hann afi var mikill dýravinur
og gerði lítið upp á milli dýra og
manna. Hans besti vinur til
margra ára var kötturinn hans,
Guttormur, og eyddu þeir mörg-
um stundum saman uppi í rúmi að
lesa. Eftir að Guttormur dó fór
hann að taka að sér villiketti í
hrauninu. Sama hvernig viðraði
þá passaði hann ætíð að þeir
fengju nægan mat og var ekkert
að spara. Þegar mest var þá voru
þeir tuttugu og fjórir og allir vel
pattaralegir, ekki síðri en heim-
iliskettir. Það var nefnilega þann-
ig að sama hvað bjátaði á þá gat
maður ætíð treyst á að afi tæki
manni opnum örmum. Þá hafði
hann mikinn áhuga á fólki og ætt-
fræði og þær bækur sem hann las
voru oftast nær ævisögur. Hann
virtist vita allt um alla og hafði
ætíð gott um fólk að segja en
hann var ótrúlega minnugur á
menn og sögulega atburði. Stutt-
ar búðaferðir urðu því oft mjög
langar því hann virtist, fyrir ung-
um óþolinmóðum börnum, heilsa
og spjalla við annan hvern mann.
Okkar upplifun á honum er að
hann var afskaplega duglegur og
góður maður, dæmdi aldrei
ákvarðanir okkar heldur hvatti
mann alltaf áfram og sýndi ávallt
þennan gríðarlega stuðning sem
mun fylgja okkur um ókomin ár.
Við viljum því enda á því að þakka
honum fyrir samveruna, við erum
svo sannarlega heppin að hafa
haft þennan yndislega mann í lífi
okkar. Hvíldu í friði, elsku afi, og
engar áhyggjur, við munum sjá
um litlu vini þína í hrauninu.
Kristján Hrafn, Katrín
Hrefna, Karen Tinna,
Alexander.
Ég var 5 ára þegar ég kynntist
Kjartani Sveinssyni. Var þá í
sveit uppi í Kollafirði þegar amer-
ísk drossía kom inn á hlað.
Mamma og stór maður stigu út úr
bílnum. Mamma labbaði til mín
og sagði: Þetta er nýi pabbi þinn.
Ég labbaði til hans og tók í hönd-
ina á honum og síðan höfum við
verið góðir vinir. Kjartan studdi
mig þegar ég barðist fyrir dýra-
spítalanum í Víðidal og einn dag
kom ég heim með Gutta sem átti
að lóga. Gutti og Kjartan urðu
mestu mátar. Þegar Kjartan sett-
ist í stofustólinn stökk Gutti í
fangið á honum og sofnaði við
andardrátt Kjartans.
Ég fór í nám í dýrahjúkrun
1995 og hann studdi mig fjár-
hagslega. Ég var alltaf að koma
með dýr heim í gjörgæslu en mín
gjörgæsla var uppi í rúmi hjá
mér.
Kjartan vann myrkranna á
milli og var sanngjarn en einnig
flinkur að teikna hús og blokkir
sem margir höfðu ráð á að byggja
sér.
Ég mun sakna Kjartans lengi.
Sigfríð Þórisdóttir.
Kjartan Sveinsson, minn besti
vinur og félagi, er fallinn frá.
Ég kynntist Kjartani fyrst
þegar ég flutti til Íslands árið
1991. Hann var þá vinsæll bygg-
ingatæknifræðingur, þekktur
fyrir hönnun á fallegustu húsum
landsins. Kjartan var ekki aðeins
farsæll í starfi sínu heldur líka í
fjölskyldulífinu, þar sem eigin-
kona hans Hrefna Kristjánsdótt-
ir var kletturinn og stóra ástin í
lífi hans og væntumþykja á börn-
um og barnabörnum var óendan-
leg.
Allir sem þekktu Kjartan voru
snortnir af hlýju hans og stór-
skemmtilegum karakter. Hann
var alltaf hress, opinn og hrein-
skilinn, lá ekkert á skoðunum sín-
um
Kjartan hefur kennt mér
margt mikilvægt í lífinu, fyrir
mann eins og mig, sem kom frá
stríðshrjáðu landi, hafði upplifað
mikla eyðileggingu og dauða. Líf-
ið hafði ekki mikinn tilgang. Allt
þetta breyttist og á ég þar Kjart-
ani mikið að þakka. Hann var
lærifaðir minn á svo margan hátt.
Það mikilvægasta var virðing og
traust. Hann var alltaf reiðubú-
inn til að hjálpa án þess að ætlast
til einhvers frá öðrum. Hann opn-
aði augu mín fyrir stórfenglegri
náttúrufegurð Íslands og þakk-
læti fyrir að búa í svo friðsömu
landi.
Kjartan naut þess að finna frið
og slaka á í náttúrunni og þá helst
með veiðistöng í hönd. Unun var
að sitja á árbakkanum og horfa á
Kjartan kasta áreynslulaust flug-
unni, langt og þýðlega. Ég var svo
heppinn að læra af meistaranum.
Kjartan var einstaklega mikill
dýravinur og mátti ekkert aumt
sjá. Ekki er skrítið hversu mikið
dýr hændust að honum, enda
skynja þau hjartagæsku fólks.
Hundurinn minn Ringó þekkti
urrandi hljóðið í Lincolni afa hans
í mikilli fjarlægð og alltaf voru
fagnaðarfundir þegar þeir hitt-
ust. Ósjaldan kom afi hans Kjart-
an með nýsteiktan bóg, sérvalinn
úr heita borði Nóatúns. Þetta er
örugglega ástæða þess að hann
Ringó varð svo öflugur, 65 kílóa
sheffer, örugglega sá stærsti
sinnar tegundar hér á landi.
Ég vil nota tækifærið og þakka
yndislegu eiginkonu minni, Arn-
dísi, fyrir ást og stuðning við föð-
ur hennar í gegnum lífið. Feðg-
inasamband þeirra var einstakt
og Kjartan talaði oft um tengsl
þeirra við mig og aðra.
Allir kóngar þurfa að stíga frá
en dýrð þín mun mun alltaf lifa.
Það er ekkert og enginn sem mun
nokkurntíma fylla þitt skarð.
„Silverfox“ þar til við hittumst
aftur, hvíldu í friði, gamli víking-
urinn minn. Þinn tengdasonur,
Karl Demian.
Mig langar til að minnast
Kjartans Sveinssonar, fyrrver-
andi tengdaföður míns, nú þegar
leiðir skilja í bili. Við Þórarinn,
sonur Kjartans og Vilborgar Ás-
geirsdóttur, áttum samleið í tæpa
þrjá áratugi. Kjartan var afi
barnanna okkar Þórarins, Ólafar
Katrínar og Tómasar Arons. Við
Þórarinn áttum hvort sinn dreng-
inn fyrir, Kjartan Árna og Krist-
ján.
Kjartan var aðsópsmikill og
strax við fyrstu kynni var
heillandi skarpur neistinn í aug-
um hans, hressileiki og mikil
hlýja. Honum lá hátt rómur, hafði
gott skopskyn og var oft mið-
punktur þegar fjölskyldan kom
saman. Hann hafði mikinn áhuga
á öllum börnunum okkar, var
fljótur að sjá persónueinkenni
þeirra og dáðist að öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur eða stóðu
fyrir. Í hans augum voru þau afar
dýrmæt hvert fyrir sig og höfðu
leyfi til að vera bara þau sjálf.
Við Kjartan hittumst í síðasta
skiptið fyrir stuttu á lungnadeild-
inni og hann kvaddi mig með mik-
illi hlýju. Mig langar til að þakka
Kjartani fyrir okkar samleið og
alla hvatninguna, hlýjuna,
skemmtunina og einlægnina á
leiðinni, með ljóði Tómasar Guð-
mundssonar, Kveðja:
Í dag felldu blómin mín blöðin sín.
Og húmið kom óvænt inn til mín.
Ég hélt þó að enn væri sumar og sól-
skin.
Ég horfði út um gluggann. Haustsins
blær
um hlíðarnar lagðist en silfurskær
kom máninn upp yfir austurfjöllin.
Og lindirnar skinu í ljóma hans.
Í laufinu stigu geislarnir dans,
en silfurhljómar um hvolfin liðu.
Og sál mín hlustaði, sál mína bar
yfir sumar og haust inn í landið þar
sem dagarnir sofna og draumarnir
vakna.
Að augum mér bar eina bernskusýn –
úr blámanum hófust æskulönd mín,
fjarlægar strendur fjarlægra daga –
Og söngurinn ljúfi, sem sveif yfir láð,
var sá, er ég mest hafði tregað og þráð.
Ég nam hann ungur af vörum vorsins.
Og nú kom haustið! Á kné ég kraup.
Að köldum veggnum ég höfði draup
og kyssti blómin, sem bliknuð lágu –
(Tómas Guðmundsson)
Með saknaðarkveðju.
Ingibjörg Tómasdóttir
Kjartan bróðir minn var litrík-
ur persónuleiki. Hann bjó yfir
miklu keppnisskapi, var hæfi-
leikaríkur, hjálpsamur og örlát-
ur. Sem krakki var Kjartan dálít-
ill prakkari. Í minningunni setti
hann upp rakarastofu og næstum
snoðklippti nokkra leikfélaga
sína, einnig mig. Seint gleymast
skammir.
Sem börn bjuggum við á Ólafs-
firði. Þar átti Kjartan það til að
hverfa tímunum saman. Auðvitað
var hann þar sem hann mátti ekki
vera, að dorga niðri á bryggju eða
einhvers staðar í fjörunni. Seinna
varð laxveiði aðaláhugamál hans.
Kjartan var duglegur í íþróttum
og frábær á skautum. Það kom
snemma í ljós að hann var góður
teiknari og hafði sérlega fallega
rithönd.
Þegar við Kjartan vorum að
alast upp voru oft erfiðir tímar.
Hann gekk í Ingimarsskóla í stað
þess að fara í menntaskóla sem
hann langaði mest til. Samhliða
skólagöngunni hér á landi vann
Kjartan meðal annars við það að
bera út skeyti fyrir Landsímann,
var í byggingarvinnu og flutti
mjólk á hestvagni í bæinn. Nám
sitt í byggingartæknifræði í Sví-
þjóð kostaði Kjartan sjálfur.
Ekki voru námslánin þá. Að námi
loknu sneri hann heim og varð
farsæll og virtur húsateiknari.
Kjartani var umhugað um fjöl-
skyldu sína. Hrefnu eiginkonu
sinni og börnunum sinnti hann
vel.
Öðlingsmaður er kvaddur, hvíl
í friði, kæri bróðir.
Margrét Halldóra (Dóra).
Það vita allir sem hafa kynnst
Kjartani afa að hann var mikill
vinnuþjarkur. Hann hætti í raun
ekki að vinna fyrr en á áttræð-
isaldri og var þá búinn að teikna
hús á hálfu Íslandi, mætti segja.
Við krakkarnir sáum hann ekki
oft í æsku en það gerði lítið til því
í þau skipti sem við sáum afa var
hann hrókur alls fagnaðar, alltaf
hress, talaði mikið og hafði lang-
stærsta faðminn í fjölskyldunni.
Kallinn heilsaði alltaf með þétt-
ingsföstu handtaki, lamdi í bakið
á þeim sem stóðu hoknir, sagði
þeim að standa uppréttir og vera
stoltir af stærð sinni. Það sagði
hann að minnsta kosti reglulega
við mig þegar ég var lítil.
Kjartan afi var alltaf fyrstur
mættur í öll afmæli. Hann var al-
gjör mínútu-maður, mættur á
slaginu. Stundum vorum við enn
að undirbúa afmælið þegar afi
þeyttist í hlaðið á risastóra Lin-
colnum sínum. Afi talaði alltaf
hæst, hærra en pabbi og þá var
nú mikið sagt. Þeir áttu það sam-
eiginlegt sem og að segja góðar
sögur og skemmtilegar. Afi teikn-
aði hús og pabbi byggði þau. Þeir
þekktu marga sömu karlana og
varla var farið út á götu, út á land
eða jafnvel til annarra landa þar
sem þeir rákust ekki á gamla fé-
laga.
Pabbi og afi eru báðir stórir
menn í mínum augum, ekki af því
þeir þekktu svo marga heldur af
því að sama hversu mikið var að
gera þá misstu þeir ekki af af-
mælinu mínu.
Afi var hjá mér á erfiðasta degi
lífs míns þegar ég kvaddi næst-
elsta bróður minn í síðasta skiptið
og gleymi ég því aldrei hvað mér
fannst gott að sitja í stóra og
langa faðminum hans í erfi-
drykkjunni. Hann sagði mér sög-
ur sem róuðu mig og mér leið ör-
lítið betur. Afi hafði stórt hjarta
og þarna gaf hann mér svolítið af
sínu.
Kjartan afi var mikill dýravin-
ur og átti marga ketti á lífsleið-
inni. Sá eftirminnilegasti er þó án
efa hann Guttormur. Þegar ég
mætti honum í fyrsta sinn hélt ég
að það væri komið tígrisdýr í stof-
una. Mig langaði að príla upp á
hann og athuga hvort hann gæti
haldið mér yfir stofuna, en þorði
ekki að spyrja afa hvort ég mætti
það. Ég væri hvort sem er örugg-
lega of þung fyrir hann. Þegar afi
síðan settist niður til að fá sér að
drekka mætti annar köttur á
svæðið, hljóp upp á hann og
hringaði sig um höfuðið á honum.
Afa virtist bara líka það vel, hvíta
skottið lafði og skaust fyrir neðan
nefið á afa svo hann leit út eins og
jólasveinn, ég fór að skellihlæja.
Þegar ég var yngri skrifaði ég
lítið ljóð um afa sem mér fannst
lýsa honum vel.
Ég hugsaði lítið um stuðla, höf-
uðstafi eða um almennar brag-
fræðireglur en vildi bara segja
eitthvað sætt og fyndið um hann.
Afi kallinn hann hefur hannað mikið,
hans teikningar hafa safnað ofurlitlu
ryki,
því þegar afi segir „Nú er ég hættur“
mætir hann síðar alveg endurbættur
Afi kvaddi okkur fjölskylduna í
raun á afmælisdegi sínum 4. sept-
ember síðastliðinn. Hann sagði
okkur að þetta yrði hans síðasti
afmælisdagur og sú varð raunin.
Það er samt eitthvað notalegt að
hugsa til þess að hann hafi alltaf
komið í afmælin okkar barna-
barnanna og átt svo sitt síðasta
afmæli með okkur.
Við barnabörnin eigum mörg
góðar minningar af Kaldbaksvík-
inni. Ég náði aldrei að fara með
afa í veiði en hann er alltaf hjá
mér þegar ég er í Kaldbaksvík-
inni. Gamla fallega timburhúsið
og gamaldags húsgögnin sem
prýða stofuna minna á afa og taka
á móti manni með sínum stóra og
hlýja faðmi.
Ólöf Katrín Þórarinsdóttir.
Hann afi hefur alltaf verið stór
í mínum augum og tignarlegur
maður sem kunni sko að segja
sannar sögur. Dæmi um eina var
þegar afi var á mótorfáknum sín-
um á malarvegi í denn með félaga
sinn aftan á. Þegar afi tekur síðan
beygju tekur félagi hans upp á
því að halla sér í gagnstæða átt og
þeir enda saman út í móa. Þessa
sögu heyrði ég margendurtekið
hjá afa því hann vildi ekkert að ég
væri að þeysast um á mótorfákn-
um og slasa mig, sem ég endaði
svo á að gera mjög illa árið 2001.
Hann átti glæsilegan Ford Lin-
coln 1978-módel sem hefur fylgt
honum frá því ári og þangað til
nú. Afi sagði mér að hann vildi
láta bílinn fylgja sér til grafar og
við því ætlum við að verða.
Afi var mikill dýravinur og
man ég sérstaklega vel eftir Gutt-
ormi, hann var ekki venjulegur
köttur, hann opnaði dyr, var alinn
upp á rækjum og kræsingum og
hef ég aldrei séð stærri kött. Á
hverjum einasta afmælisdegi
mínum beið ég spenntur eftir að
afi kæmi til mín og við færum
saman í ísbíltúr á stóra Fordin-
um. Þetta gerði hann þangað til
ég varð 16 ára.
Afi var hörkutól sem vann við
að teikna hús og gerði hann sko
mikið af því. Seinna meir opnaði
hann bón- og þvottastöðina niðri
á Sóltúni sem hann rak ásamt
teiknistofunni. Hann rak bón-
stöðina í rúm 35 ár og ég fékk að
kynnast því í rúmt ár. Daginn
sem ég byrjaði að vinna þar feng-
um við, á færibandi, yfir 500 bíla
til að þrífa. Álagið var svo mikið
og ég var orðinn svo ringlaður á
þessum aragrúa af bílum, endaði
ég með því að kasta upp og varð
að fara heim fyrsta daginn með
skottið á milli lappanna.
Afi hafði mjög gaman af því að
renna fyrir lax og var afbragðs
veiðimaður. Ég man eftir einum
veiðitúr þar sem hann bauð mér,
föður mínum og Steingrími verk-
fræðingi, sem var mikill vinur afa,
í Sogið við Þrastalund. Við vorum
búnir að vera að veiða frá því
snemma morguns og urðum ekki
varir við neitt. Seinni partinn hins
vegar var ég mættur á efra svæði
Alviðru ásamt pabba í ánni en afi
og Steingrímur mættir á neðra
svæðið. Þegar ég er úti í ánni birt-
ist allt í einu risa selshaus sem
horfði beint í augun á mér. Hann
fór í kaf og ég hélt að hann ætlaði
að ráðast á mig svo ég hentist
dauðskelkaður upp úr ánni. Eftir
það pökkuðum við feðgar saman,
fórum til afa og Steingríms og
sögðum þeim allt af létta. Afi
hafði sagt um hádegið að honum
fyndist áin einkennileg þar sem
hann hefði ekki séð lax stökkva
né snúa sér. Skýringin var nátt-
úrulega sú að selurinn hafði fælt
allan fiskinn frá okkur. Við héld-
um fisklausir, en kátir og hressir
frá þessari veiði með öngulinn í
rassinum.
Kjartan Sveinsson