Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Æskan Þetta er ungt og leikur sér, segja stundum þeir eldri um unga fólkið sem lætur ekki veður stoppa sig. Golli Rio Tinto Alcan steig stórt skref í áframvinnslu áls hér á landi þegar það sendi frá sér síðasta álbarrann í janúar á þessu ári. Nú fram- leiðir það verðmætari afurð sem flokka má sem næsta hlekk í virðiskeðjunni, en það eru álboltar eða ál- stangir, sívalar stang- ir til þrýstimótunar. Framþróunin var liður í fjár- festingarverkefni upp á hátt í 60 milljarða í Straumsvík sem hófst árið 2010 og lýkur á þessu ári, en það snerist einnig um að bæta rekstraröryggi og skilar því að framleiðslan eykst úr 190 í 205 þúsund tonn. „Við erum búin að breyta hluta af okkar búnaði til að framleiða stangir sem þurfa meiri úrvinnslu en eru verðmætari en barrarnir,“ sagði Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, af þessu tilefni í blaðaviðtali. „Þetta er skemmti- legt fyrir okkur að framleiða meira virðisaukandi og flóknari vörur.“ Flóknari og verð- mætari afurðir Yfir 40% af framleiðslu Alcoa á Reyðarfirði flokkast undir áfram- vinnslu, þ.e. flóknari og verðmæt- ari afurðir en hreint ál. Sá hluti framleiðslunnar felst annars vegar í melmi sem notaður er í bifreiða- og flugvélaiðnaði og hinsvegar álv- írum sem fara m.a. í háspennu- strengi, bæði loftlínur og jarð- strengi, og rafmagnskapla í húsbyggingum. Þess má geta til gamans, að álþráðurinn í 50 evra seðlinum er upprunninn hjá Fjarðaáli. Þá hófst fjárfestingarverkefni hjá Norðuráli í fyrra, sem hljóðar upp á á annan tug milljarða, þar sem lagt er upp með að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi og auka framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn á ári. Liður í því er frekari vinnsla á álinu, sem felst í framleiðslu á melmi, en melmir er sem fyrr segir not- aður í vörur af öllu tagi, allt frá gosdós- um til geimflauga. Hátt í 100 milljarðar eftir í landinu Þegar litið er til heildaráhrifa áliðn- aðarins á efnahags- lífið, þá stendur upp úr að árið 2013 urðu um 90 milljarðar eftir í íslensku hagkerfi, en árið 2012 voru það um 100 milljarðar. Það er gjaldeyrir sem streymir inn í landið. Álverin vörðu rúmum 30 milljörðum í kaup á vörum og þjónustu árið 2013, áttu viðskipti við um 700 fyrirtæki og vörðu tæpum 20 milljörðum í laun og op- inber gjöld. Þá hefur áliðnaðurinn gert Ís- lendingum kleift að byggja upp öflugasta raforkukerfi í heiminum miðað við höfðatölu, en áliðnaður- inn kaupir yfir 70% af allri orku Landsvirkjunar. Fyrir vikið býr almenningur hvergi við lægra raf- orkuverð og afhendingaröryggi er með því besta sem þekkist. Og það þrátt fyrir að Ísland sé fá- mennt og strjálbýlt samfélag á harðbýlli eyju, sem er þrisvar sinnum stærri en Danmörk. Á síðasta ársfundi Landsvirkj- unar kom fram að árið 2013 hefði verið eitt besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar, fyrirtækið yrði að óbreyttum forsendum skuldlaust innan tíu ára miðað við síðustu áramót og að arðsemisáætlanir hefðu staðist um Kárahnjúkavirkj- un. Það er ekki lítið samkeppn- isforskot fyrir Íslendinga að búa við öflugan orku- og áliðnað. Eftir Pétur Blöndal » Þess má geta til gamans, að álþráð- urinn í 50 evra seðlinum er upprunninn hjá Fjarðaáli. Pétur Blöndal Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- áls, samtaka álframleiðenda. Virðismeiri afurðir í áliðnaði Byggðaröskun er ekki náttúrulögmál. Hún er afleiðing ákvarðana og aðgerða. Með sama hætti er hægt að taka ákvarð- anir og grípa til að- gerða sem sporna gegn neikvæðri byggðaþróun. Byggðarlög í vanda kljást flest við fá- menni, dreifbýli, lágt menntunarstig og hækkandi með- alaldur, erfiðar samgöngur og ein- hæft atvinnulíf þar sem störfum fer fækkandi. Þau gætu þó snúið vörn í sókn ef þau fengju bara réttu „verk- færin“. Ekki plástur á svöðusár Fyrir þinginu liggur nú tillaga þingmanna Samfylkingarinnar, sem ég er meðflutningsmaður að, um bráðaaðgerðir í byggðamálum. Við teljum að ástandið kalli á tafar- lausan stuðning við atvinnuþróun, menntun, velferðarþjónustu og upp- byggingu innviða, og leggjum til ell- efu aðkallandi aðgerðir til þess að jafna tækifæri landsmanna til at- vinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðar- laga um landið allt. Sú gamla byggða- stefna að skammta ölmusu úr hnefa í formi tímabundinna skyndilausna fyrir byggðirnar er úrelt fyrir löngu. Byggð- irnar hafa ekkert að gera við plástra á svöðusár sín. Þær þurfa að fá að byggja upp grunnstoðir sínar – innviði á borð við samgöngur, raforku- öryggi og góð fjar- skipti sem tryggja hnökralaust símsamband og inter- netaðgengi. Samgöngur eru grundvöllur fyrir eðlilegri atvinnuþróun. Það eru líka örugg fjarskipti og raforka. Því leggjum við til að gerð verði tíma- sett og kostnaðargreind áætlun um uppbyggingu háhraðatenginga og hringtengingu ljósleiðara um landið allt. Gott internetsamband er lykil- atriði fyrir uppbyggingu atvinnulífs og rafrænnar stjórnsýslu. Það eyk- ur og tryggir jafnræði íbúa varðandi opinbera þjónustu og aðgengi að af- þreyingu, menningu, menntun, að ekki sé talað um atvinnusókn og at- vinnuþátttöku. Meginstoðirnar þrjár Standi þessar þrjár meginstoðir, samgöngur, raforka og fjarskipti, sterkar í hverjum landshluta eru þær trygging fyrir vænlegum bú- setuskilyrðum. Á öðrum áratug 21. aldar hlýtur það að teljast sjálfsagð- ur hlutur hvar á landinu sem er að hafa þessa megininnviði í lagi, ekki síst þar sem stefnt er að aukinni samþættingu þjónustu og samein- ingu stofnana og sveitarfélaga. Þá þurfa byggðirnar að fá að njóta auðlinda sinna, landgæða og mannauðs. Þannig byggjast upp vænleg búsetu- og atvinnuskilyrði á sjálfbærum forsendum. Húshitunar- og flutningskostn- aður er annar íþyngjandi þáttur sem veldur umtalsverðri mismunun milli landsvæða. Húshitunarkostnaður á köldum svæðum fer margfalt yfir það sem tíðkast á hlýrri svæðum landsins sem njóta hitaveitu. Það er sjálfsagt jafnréttismál að jafna þennan mun og löngu tímabært að stíga fastar á fjöl varðandi það en gert hefur verið til þessa. Við leggj- um til að jöfnunargjald verði lagt á alla notendur raforku, þar á meðal stóriðju og aðra stórnotendur. Þá teljum við mikilvægt að efla það kerfi sem er nú þegar til staðar til jöfnunar á flutningskostnaði á þann veg að það taki einnig til verslunar. Við viljum að áfram verði unnið á forsendum Sóknaráætlana lands- hlutanna sem hrint var af stokk- unum fyrir nokkrum árum en virð- ast því miður hafa fengið náðarhöggið hjá ríkisstjórninni eftir að fjármunir til þeirra voru teknir af. Þá teljum við mikilvægt að sveit- arfélögin eigi þess kost að njóta tekna af vaxandi ferðamanna- straumi víða um land og að ráðstaf- anir verði gerðar til að þau geti tek- ið þátt í því með ferðaþjónustuaðilum að gera svæði sín að álitlegum valkosti fyrir ferða- menn. Ferðaþjónustan hefur verið hrað- vaxandi undanfarin ár og vöxtur hennar er jafnvel orðinn of mikill fyrir ákveðin landsvæði meðan önn- ur svæði gætu sem best tekið við því sem út af stendur. Þess vegna er æskilegt í öllu tilliti að dreifa sem mest ferðamannastraumnum því þannig verður ágangurinn viðráð- anlegri og fleiri njóta góðs af. Síðast en ekki síst gerum við þá kröfu að nægar fjárveitingar séu tryggðar í fjárlögum til að bæta að- gengi að menntun og tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjón- ustu um allt land. Það þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi þess að grunnþjónusta í mennta- og heil- brigðiskerfinu sé aðgengileg í heimabyggð. Það ætti líka að vera sjálfsagt mál að heimamenn hafi sjálfir mest um það að segja og geti jafnframt haft áhrif á það hvernig þjónustan er veitt. Ein þjóð í einu landi Þegar ljóst er að tiltekin svæði sitja á hakanum í öllu því tilliti sem nú hefur verið nefnt er það sjálfsögð og eðlileg krafa til upplýstra stjórn- málamanna að þeir leiðrétti þá skekkju. Við erum saman í þessu þjóð- félagi, eigum ríkissjóðinn saman og landshlutarnir eiga að sitja við sama borð varðandi tækifæri til uppbygg- ingar og þróunar. Ég hvet fólk til þess að kynna sér þessar metnaðarfullu tillögur sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram. Þetta eru raunhæfar til- lögur og brýnar. Það má ekki drag- ast lengur að grípa til þeirra bráða- aðgerða sem hér eru til umræðu, enda er tíminn dýrmætur fyrir byggðir í vanda og vörn. Við búum í harðbýlu og dreifbýlu landi en við erum ein þjóð, eitt sam- félag. Gleymum því ekki. Eftir Ólínu Þorvarðardóttur » Byggðirnar hafa ekkert að gera við plástra á svöðusár sín. Þær þurfa að fá að byggja upp grunnstoðir sínar. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er varaþingmaður Sam- fylkingarinnar í NV-kjördæmi. Bráðaaðgerðir í byggðamálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.