Morgunblaðið - 03.10.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.10.2014, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Róbert Már Kristinsson er Akureyringur og hefur búið þaralla tíð, nánar tiltekið á Brekkunni. Hann rekur tvær sjopp-ur í bænum ásamt Markúsi Gústafssyni. Leirunesti og Ak- inn heita þær, þetta eru lúgusjoppur og þar fæst ýmis skyndibiti. Róbert hefur verið í þessum bransa í sextán ár en byrjaði að reka Leirunesti fyrir níu árum en styttra er síðan hann fór að reka Ak- inn. „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur og ferðamenn hafa verið duglegir að versla en stærsti hlutinn er samt Íslendingar.“ Róbert fylgist mikið með enska boltanum og heldur hann með Manchester United. „Þetta hefur verið eyðimerkurganga, finnst manni, en við United-menn erum náttúrlega svo góðu vanir.“ Róbert fer líka mikið um á vélsleða og hefur gaman af ferðalögum. „Við fjölskyldan ferðuðumst innanlands í sumar, vorum fyrir norðan og austan. Maður elti bara veðrið og var því lítið fyrir sunnan. Fyrst við erum tveir með fyrirtækið þá getur maður tekið sér frí með góðri samvisku. Svo fer maður kannski eitthvert út í sólina í vetur.“ Í tilefni afmælisins á Róbert von á að fá stórfjölskylduna í heim- sókn á morgun, foreldra, systkini og maka þeirra. Kona Róberts er Karen Dögg Gunnarsdóttir, hársnyrtir hjá Passion. Börn þeirra eru Hilmir Már 14 ára, Almar Örn 8 ára og Aníta Ösp sem verður 5 ára í nóvember. Róbert Már Kristinsson er fertugur í dag Á Tenerife Róbert, Karen Dögg kona hans og börnin, árið 2013. Elti veðrið í sumar og fór því lítið suður Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Bandaríkin Erika Ísafold Håkansson fæddist 21. október 2013. Hún vó 3.200 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Óli Gunnarr Håkansson og Crystal Elaine Håkansson. Nýir borgarar Patreksfjörður Dagbjört Fjóla Arnars Pétursdóttir fæddist 10. júlí 2014 kl. 1.23. Hún vó 2.910 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Kittý Arnars Árnadóttir og Pétur Ingi Haraldsson. A nna Lára fæddist á Mel- stað í Miðfirði 3.10. 1954. „Ég fæddist í stofunni heima á Mel- stað og átti þar heima fram undir tvítugt. Melstaður var þá í þjóðleið og auk þess sögufrægt prestssetur. Þar var feikilega gestkvæmt, einkum yfir sumartímann. Vinir og vandamenn komu yfirleitt við í kaffi á suður- eða norðurleið, og oft komu margir tugir manna í messukaffi hjá mömmu þeg- ar messað var á staðnum og eins við aðrar kirkjuathafnir, en kirkjusókn var yfirleitt góð hjá pabba. Mamma var því með sérstaka bökunardaga því alltaf mátti eiga von á því að þurfa að setja upp hlaðið hnallþóru- kaffiborð með litlum fyrirvara. Pabbi var með fjölda hrossa og fjárbúskap og á sumrin voru alltaf nokkrir krakkar hjá okkur, yfirleitt frændur og frænkur. Það var því alltaf líf og fjör hjá krökknum.“ Algjörir jafnaldrar Anna Lára fór í barnaskólann á Laugarbakka sem var heimavistar- skóli og er nokkra kílómetra frá Mel- stað: „Þá var maður hálfan mánuð í skólanum í senn og annan hálfan mánuð heima. Svona var barnaskóla- námið í þrjú ár. Á Laugabakka kynntist ég Heið- rúnu Þóru Gunnarsdóttur frá Urriðaá sem hefur verið góð vinkona mín síðan. En við erum fæddar sama dag og sama árið.“ Anna Lára G. Kolbeins, sjúkraliði og brjóstráðgjafi – 60 ára Á Hallormsstað Gísli með Írisi Önnu í kerru, Arnar Már og Ýr, kona hans, Björgvin Þór, Þorbjörg og Halldór. Óbyggðirnar kalla Úthvíld Anna Lára og Halldór á heimleið frá Portúgal. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.