Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 16
VI TINN 2014 VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Við höfum vaxið á hverju ári. Þessi starfsemi er góð búbót við flóruna hérna,“ segir Grímur Þór Gíslason, matreiðslumeistari í Vestmanna- eyjum. Honum hafði lengi blöskrað hve stór hluti af hráefninu í þessari stærstu verstöð landsins var fluttur út óunninn. Fannst að vinna ætti úr aflanum verðmætari varning. Úr varð að hann stofnaði ásamt konu sinni og bræðrum, Ástu Maríu Ást- valdsdóttur, Sigmari og Gísla Matt- híasi, fyrirtækið Grím kokk sem í núverandi mynd hefur starfað í ára- tug og framleitt tilbúna rétti sem seldir eru í matvörubúðum um land allt og njóta mikilla vinsælda. Stór vinnustaður Vörurnar eru sendar frá Eyjum til Reykjavíkur tvisvar á dag og sjá tveir sölumenn staðsettir í Reykja- vík um að koma þeim í búðirnar. Í Eyjum eru starfsmenni fyrir- tækisins átján. „Þetta skiptir máli fyrir pláss- ið,“ segir Grímur og bendir á að í hlutfalli við íbúafjöldann í Eyjum sé Grímur kokkur eins og mörg hundruð manna vinnu- staður á höfuðborgar- svæðinu. Þrjátíu réttir Réttirnir sem Grímur kokkur framleiðir eru um þrjátíu en pakkn- ingarnar eru í ýmsum stærðum og því fleiri. Auk fiskrétta eins og fiski- bolla, fiskistanga, fiskibuffs, plokk- fisks og ýsurúllu með fyllingu, er humarsúpa á boðstólum og svo nokkrar tegundir af grænmetis- réttum svo sem gulrótarbuff og ind- verskar grænmetisbollur. Grímur kokkur selur ekki að- eins í búðir. „Við erum með samning við Reykjavíkurborg og seljum rétt- ina okkar í mötuneyti borgar- innar,“ segir Grímur Þór. Ávinningur fyrir samfélagið Fyrir hálfu öðru ári flutti Grímur kokk- ur í núverandi húsnæði sem er tæpir ellefu hundruð fermetrar að stærð. Þar er nýtísku- legur og fullkominn fram- leiðslubúnaður, að hluta til inn- fluttur og að hluta til smíðaður í Eyjum. „Við reynum að beina eins miklum viðskiptum til fyrirtækja hér og unnt er. Við fengum Eyja- blikk til að smíða fyrir okkur steik- ingarlínuna. Hún er sérhönnuð fyrir okkur. Svo látum við prenta umbúð- irnar utan um réttina hér á staðn- um. Markmiðið er að sem mest af verðmætum verði eftir í samfélag- Frá hugmynd í hillur allra stórmarkaða  Grímur kokkur í Eyjum hefur vaxið hratt á áratug Ljósmynd/Ómar Garðarsson Verksmiðjan Hjá Grími kokki er gott vinnuumhverfi og fullkominn búnaður til framleiðslunnar. SUÐURLAND2014Á FERÐ UMÍSLAND Virkjar vindinn í Flóanum  „Að virkja vindorku fellur vel að hugmyndafræðinni sem starfsemin hér byggist á, það er sjálfbærni og að lifa af og í landinu,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður í Austur-Meðalholtum í Flóa. Nýlega var þar sett upp vind- mylla sem í fullum afköstum framleiðir 6 kW, það er þegar vindur er 10 m/sek. Þarf þó aðeins að vera 2 m/sek svo rafmagn renni inn á kerfið. Er það nýtt til að knýja varmadælu. Hiti sem hún framleiðir er notaður til að kynda sýningar- skála í Meðalholtum, þar sem starfrækt er setur tileinkað íslenska torfbænum. Myllan er af gerðinni Gorlov og eru spaðar hennar á láréttum ás en ekki lóð- réttum eins og alsiða er. Kram og turn myllunnar eru kínversk smíð en rafbún- aðurinn íslenskur. Hafa tækin öll reynst vel hingað til. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Orka Hannes Lárusson í Austur-Meðalholtum við mylluna sem reynist vel.  Skömmu eftir að Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1941 var handritasafn Landsbókasafnsins flutt af Þjóðskjalasafninu, sem þá var til húsa í Safnahúsinu við Hverfisgötu, og geymt í barnaskólanum á Flúðum fram yfir stríðslok. Í frétt Morgunblaðsins 21. maí 1941 segir að búið hafi verið um safnið í „ein- um 100 kössum“ og að hinn íslenski hluti safnsins verði sennilega settur á tryggari stað. Þetta var ekki síst gert vegna þess að helsta birgðastöð Breta var í Þjóð- leikhúsinu, skammt frá Safnahúsinu, og var óttast að Þjóðverjar myndu gera loftárásir á hana. Þjóðardýrgripir á Flúðum Handritasafnið Óttast var að það yrði fyrir barðinu á sprengjum þýska hersins. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verktakar og starfsmenn Vega- gerðarinnar vinna þessa dagana að endurbótum á Kjalvegi nokkuð fyr- ir innan Hvítárbrú. Alls er það 8,5 km kafli sem er endurbættur og að hluta til nýr vegur lagður í stað þess sem fyrir er. Hafist var handa um mánaðamótin júní og júlí. „Gangurinn í þessu verkefni hefur verið ágætur,“ sagði Þórar- inn Kristinsson verktaki þegar Morgunblaðið hitti hann á fjöllum í vikunni. Hann stendur að fyrirtæk- inu B.D. vélar í Biskupstungum og er hann með mannskap sinn og vél- ar í þessu verkefni, það eru þrír karlar sem eru með beltakröfur, ýtu, hefil og valtara. Á fyrri stigum voru búkollur notaðar og mikið þarfaþing. Auk Þórarins koma liðs- menn vörubílstjórafélagsins Mjöln- is í Árnessýslu að verkinu svo og vegagerðarmenn. „Menn taka þetta bara skref fyrir skref. Við endur- bætum gamla veginn og þar sem nýr slóði er lagður við hliðina er þetta spilað svolítið af fingrum fram og eftir auganu, með góðri leiðsögn vegagerðarmanna. Þar er útgangspunkturinn að valda minnstu raski,“ segir Þórarinn sem áætlar að vera á fjöllum fram í miðjan október. Eftir það er allra veðra von og því óhægt um fram- kvæmdir. Í sumar var mikið kvart- að yfir ástandi Kjalvegar sem jafn- vel var talinn ófær. Í því sambandi var spottinn norðan við Hvítárbrú, sem nú er verið að bæta, sér- staklega nefndur. Eru þá lagðir ný- ir kaflar en annars staðar er vegur- inn sem fyrir er hækkaður svo hann nái að afvatnast og verjast frosti. Þannig verður auðveldara að halda veginum við – og hann því ekki lengur sem niðurgrafin vatnsrás. Heildarkostnaður Vegagerðar- innar við framkvæmdir á sunnan- verðum Kjalvegi í ár er áætlaður um 50 milljónir króna. Vegabætur á Kjalvegi hafa lengi verið í deiglunni. Úr Bisk- upstungum norður í Blöndudal, sem er stysta leiðin milli byggða á Norðurlandi og Suðurlandi, eru um 180 kílómetrar. Með nokkurri ein- földun má segja að sæmilegur veg- ur sé að sunnan inn á Bláfellsháls, um 30 km ofan við Gullfoss, en þar tekur við holóttur vegur sem aka þyrfti fyllingarefni í. Vatnsrásir eru í veginum sem gera hann tor- færan í rigningatíð og í þurrkum á sumrin fýkur rykið úr vegunum. Hálendisvegir af dagskrá Fyrir nokkrum árum var tals- verð umræða um uppbyggingu há- Leggja veginn af fingrum fram  Kjalvegur tekinn í gegn  8,5 km við Hvítá  50 millj. kr. á árinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kjalvegur Þórarinn Kristinsson er verktaki og er með fínan mannskap. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.