Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014
Það er þess vegna
sem trúarbrögðin eru til
og óendanlega margar
gerðir þeirra virðast
vera í boði; helstu meg-
intrúarbrögðin hafa
klofnað í óteljandi
margar greinar og erfitt
er að halda utan um öll
þau ósköp, þótt fjöl-
margt menntafólk í há-
skólum um heim allan
geri sitt besta.
Allflest trúarbrögð okkar jarðarbúa
sýnast nú vera í einhvers konar vand-
ræðum, t.d. kaþólska kirkjan með öll
sín kynferðisvandamál á mörgum svið-
um og gyðingar komnir jafnvel ennþá
lengra út um þúfur. Múslimar, bæði
súnnítar og sjítar, eru margir hverjir
augsýnilega ekki í lagi og hægt væri að
halda vandlætingunni lengi áfram enn.
Blessuð íslenska þjóðkirkjan hefur
slípast mikið til í aldanna rás. Síðasta
öld var sérlega erfitt tímabil fyrir hana
sem slíka, einkum vegna „nýguðfræð-
innar“ og uppgangs spíritisma, guð-
speki, fríkirkju- og fíladelfíusafnaða,
ásatrúarfólksins, baháanna, búddista,
múslima og vitaskuld verður að halda
til haga trúleysingjunum, enda er trú
þeirra trúlega erfiðust. Fleira mætti
ugglaust tína til er rennir stoðum undir
afstöðu efasemdarsinna.
Er þá ekkert eitt gott til sem trúa
má á? Hvað með svokallaða „sam-
visku“ (sameiginlega visku)? Innri
röddina? Var eitthvert „lögmál“ ritað í
hjarta hvers einstaklings í árdaga?
Búdda okkar tíma, Nichiren Daishon-
in, kenndi að innsti kjarni hverrar
manneskju væri jafn dýrmætur og
hver og einn einstaklingur ómet-
anlegur, burtséð frá stétt eða stöðu.
Ómetanlega verðmætur innst inni – en
örðugt getur verið að koma auga á þá
staðreynd stundum, ekki síst þegar
sumt fólk leggst hvað lægst. Verður
jafnvel í verstu tilfellum að „skepnum“
sem ábyrgum yfirvöldum ber að upp-
ræta.
Málið liggur nokkuð ljóst fyrir: Of-
beldi er brotið á bak aftur með ennþá
öflugra ofbeldi. Því mætti líkja við sárs-
aukafulla læknisaðgerð. Á hinn bóginn
fyrirfinnst annars konar aðferð er felst
í því að biðja fyrir viðkomandi – og vit-
að er að hópefli margra bænheitra ein-
staklinga getur gert kraftaverk. Fyrri
aðferðinni var jafnan beitt í mannkyns-
sögunni; menn voru einmitt í vor að
minnast umfangsmestu stríðsaðgerða
sem nokkurn tíma hefur verið gripið
til, D-dagsins 6.6. 1944.
Er kannski tími kom-
inn til þess núna að fast-
setja dagsetningu fyrir
nýjan D-dag í framtíð-
inni, þar sem fram-
bærilegri aðferðin kæmi
til framkvæmda, hvað
svo sem fólk kýs að kalla
sjálft aflið sem knýr líf-
ið?
Flest trúum
við á eitthvað
Eftir Pál Pálmar
Daníelsson
» Á hinn bóginn fyrir-
finnst annars konar
aðferð er felst í því að
biðja fyrir viðkomandi.
Höfundur er
leigubílstjóri.Páll Pálmar Daníelsson
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími 415 4000
Opnunartímar: Mánudag - fimmtudag kl. 8:00-17:30, föstudaga kl. 8:00-17:00
MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG
OLÍUM FYRIR SJÁVARÚTVEGINN
ÞÖKKUM FYRIR KOMUNA Á SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNA
SMUROLÍUR
OG SMUREFNI
Fátt finnst mér betra að fá á minn
disk en spriklandi nýjan fisk. Og
hann finnst mér best að fá í fisk-
búðum bæjarins. Ég geri mér því
sérstaklega ferð í fiskbúðirnar og vel
eitthvað af kræsingunum sem eru í
kæliborðinu hjá þeim.
En það er ekki bara fiskurinn sem
lokkar mann í fiskbúðina, það eru
ekki síður hinir síkátu og kurteisu
fisksalar sem taka á móti hverjum
viðskiptavini með brosi á vör og glað-
legum orðum. Vil ég sérstaklega
nefna fisksalana geðþekku í Hafinu í
Hæðarsmára og hjá Fiskikóngingum,
en annars virðist öll stéttin sérlega
geðþekk.
Þegar ég smjattaði á nætursaltaðri
ýsu með nýjum rauðum og rúgbrauði
með smjöri ómaði enn í eyrum kveðj-
an glaðlega þegar fisksalinn rétti vör-
una yfir borðið: „Gerðu svo vel og
eigðu frábæran dag.“
Hafmeyja.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Fisksalarnir
síkátu
Sælkeramatur Það er margt girnilegt á boðstólum í fiskbúðum landsins.
- með morgunkaffinu
– með morgunkaffinu