Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Golli Íbúafundur Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi ávarpar íbúa í Borgartúni við upphaf fundar. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fjölmennt var á íbúafundi sem haldinn var í Borgartúni 12 í Reykjavík í gær, þar sem farið var yfir helstu breytingar á sam- göngum í götunni og reynslunni af þeim, auk þess sem farið var yfir helstu breytingar í og við ná- grenni Borgartúns, sem ráðgert er að fara í. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hóf fundinn á því að fara yfir skipu- lagssögu Borgartúns í grófum dráttum. Sagði Hjálmar breiðu línuna vera þá að svæðið hefði tekið miklum breytingum og væri raunar enn að mótast. Tóku þau Stefán Agnar Finnsson, umferðar- verkfræðingur hjá Reykjavíkur- borg, Borghildur Sturludóttir arkitekt, og Ársæll Jóhannsson frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar einnig til máls. Bílaumferð svipuð og 2008 Stefán Agnar fór yfir nýjar tölur um umferð í Borgartúni sem teknar höfðu verið saman. Kom þar í ljós að umferð í Borgartúni nú sé svipuð og árið 2008, þegar umsvif voru hvað mest í götunni. Sýndi hann einnig niðurstöður nýrrar mælingar, þar sem talin var umferð hjólreiðamanna einn dag árið 2013 og árið 2014 á milli kl. 7 og 19. Höfðu 49 hjólreiða- menn farið um götuna á þessu 12 klukkustunda tímabili árið 2013, en 266 árið 2014, eða sem sam- svaraði aukningu upp á 440%. Ekki var þó vitað hvort veðurfar hafði haft áhrif á þessar tölur. Voru skiptar skoðanir á fund- inum, en nokkrir íbúar voru á móti þeirri ákvörðun að fjarlægja innskot fyrir strætisvagna í göt- unni. Nefndi einn fundarmaður sem dæmi, að hann hefði nýlega orðið vitni að því að strætisvagn hefði tálmað sjúkrabíl á för sinni. Íbúarnir höfðu þó mestar áhyggj- ur af skipulagsáhrifum Borg- artúns 28a, þar sem fyrirhugað er að reisa íbúðarbyggingu. Hafði Hjálmar fullan skilning á áhyggj- um þeirra, en sagðist telja að auk- in íbúabyggð yrði hverfinu til framdráttar. Aukin íbúabyggð yrði til góðs  Lýstu yfir áhyggjum sínum af skipulagi Borgartúns 28a 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fái Íslendingar um 130 þúsund tonna loðnukvóta í vetur í stað um 308 þúsund tonna, eins og vonir stóðu til, lækka veiðigjöldin vegna loðnuveiða úr tæplega 1,3 milljörð- um króna í um 520 milljónir kr. eða um 780 milljónir króna. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær voru væntingar um að upphafskvóti á loðnu í vetur yrði 450 þúsund tonn, en nú hefur Hafrann- sóknastofnun lagt til að heildarafla- markið verði 260 þúsund tonn. Að frádregnum heimildum skipa frá Noregi, Grænlandi/Danmörku og Færeyjum verður kvóti Íslendinga þá um 130 þúsund tonn. Loðnuafli íslenskra skipa á vertíðinni 2013- 2014 var um 111 þúsund tonn og heildarafli á vertíðinni þar á undan um 551 þúsund tonn. Útflutningsverðmæti hverra 100 þúsund tonna af loðnuafurðum get- ur verið um sjö milljarðar króna, þannig að tekjutapið er mikið með minni kvóta. „Þetta er mikið áfall fyrir útgerðina og þjóðarbúið,“ segir Jóhann Guðmundsson, skrifstofu- stjóri skrifstofu sjávarútvegs- og fiskeldis í atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu, þar sem verið er að reikna út áhrifin. Hann leggur áherslu á að ekki sé beint samband á milli magns og verðmætis, því ætla megi að stór hluti aflans nú fari fyrst í hrognavinnslu og á Japans- markað, þar sem hærra verð fáist fyrir afurðirnar en fyrir fiskimjöl. „En við höfum enn ekki reiknað þetta nákvæmlega.“ Mikið högg Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður at- vinnuveganefndar Alþingis, segir að þetta sýni hvað erfitt sé að áætla tekjur af fiskveiðum. Í fjárlögum næsta árs hafi verið gert ráð fyrir rúmum átta milljörðum króna í veiðigjöld, að teknu tilliti til skulda- afsláttar, og tekjulækkun vegna loðnuveiða hafi mikil þjóðhagsleg áhrif. Hins vegar hafi komið fram hjá fjármálaráðherra að það stefni í meiri tekjur ríkissjóðs en reiknað hafi verið með. „Það er skelfilegt fyrir samfélagið að verða þarna af útflutningsverðmætum upp á 15 til 20 milljarða,“ segir hann. „Þetta er mikið högg fyrir iðnaðinn og þetta er mikið högg fyrir samfélagið. Mik- il vonbrigði.“ Jón bætir við að von- andi sýni mælingar eftir áramót fram á betri stöðu. Veiðigjöld lækka um 780 milljónir  Minni loðnukvóti mikið áfall fyrir útgerðina og þjóðarbúið  Í fjárlögum er gert ráð fyrir rúmum átta milljörðum króna í veiðigjöld  Útflutningsverðmæti minnkar um 15 til 20 milljarða króna Loðnukvótinn » 70.669 tonn af loðnukvót- anum komu í hlut Norðmanna í vor. » 49.500 tonn komu í hlut Grænlands í vor, en þessar þjóðir verða að greiða mismun á upphafsráðgjöf og ráðgjöf- inni nú á næsta ári. » 13.000-22.500 tonn gætu komið í hlut Færeyinga ef samningur við þá verður end- urnýjaður á sama grunni og verið hefur, en þeir hafa gert kröfu um að fá 5% af 450 þús- und tonna upphafsaflamarki. Morgunblaðið/Kristinn Loðna Hefur áhrif á þjóðarbúið. Ársæll Jóhannsson, tæknifræðingur frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar, greindi frá niðurstöðu óháðs fagaðila sem hafði mælt lýsingu í Borgartúni. Þar hafi komið í ljós að ljómi á akbraut teldist mjög góður og teldist lýsingin þar fullnægjandi, þótt hún væri rétt undir viðmiðunarmörkum. Ljóminn var minni á hjólastígunum, enda yfirborðið dekkra. Hins vegar var lýsing á gangstéttunum undir viðmiðunarmörkum. Var það talið vera vegna þess að hellurnar væru mis- litar, og væri endurkastið því mismunandi frá þeim. Sagði Ársæll að verið væri að endurskoða staðsetn- ingar á ljósastaurum og athuga hvað hægt væri að gera miðað við hönnunarforsendur til þess að ráða bót á þessum vanda. LÝSING Á GANGSTÉTTUM Í BORGARTÚNI Minna endurkast ljóss frá mislitum hellum Þrír fundir voru haldnir í gær hjá Ríkissáttasemj- ara, en Félag ís- lenskra hljómlist- armanna, Félag tónlistarskóla- kennara og Læknafélag Ís- lands sátu þá með viðsemjendum sínum hjá hinu opinbera. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að lítil hreyfing hafi orðið á viðræðunum í dag. Fundurinn hafi tekið minna en klukkustund. „Þar voru rædd ein- hver atriði, en ekki þau sem við telj- um mikilvægust,“ segir Þorbjörn. Þorbjörn segir að næsti fundur verði á þriðjudaginn, en að tíminn sé að renna frá mönnum því að boðað verkfall muni hefjast mánudaginn 27. október, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá verði í raun þrír vinnu- dagar eftir fram að verkfalli. Þor- björn segist vera hóflega bjartsýnn á að samningar takist fyrir þann tíma. Stutt hjá tónlistarkennurum Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, segir að fundurinn í gær hafi verið frekar stuttur, en að fyrirhugað sé að hittast aftur í dag kl. 14. „Menn hafa verið að kasta ein- hverjum gögnum á milli sín og skerpa á stöðunni með okkar fólki fyrir næsta fund.“ Sigrún segir erfitt að ráða í stöðu viðræðnanna og að það verði að bíða og sjá hvað komi út úr þeim. Auk tónlistarkennara eiga Starfs- mannafélag Kópavogs og Skurð- læknafélag Íslands einnig boðaða fundi í dag hjá sáttasemjara. sgs@mbl.is Lítil hreyf- ing á kjara- viðræðum  Læknar funda aftur á þriðjudag Þorbjörn Jónsson Sjávarútvegsráðherra reiknar með að fara eftir veiðiráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar og gefa á næstu dögum út reglugerð sem grund- vallast á henni. „Þetta er mikil áfall fyrir þjóðar- búið og fyrirtækin sem stunda þessar veiðar. Væntingar manna til loðnuleiðangursins voru að Hafró myndi geta staðfest þann upphafs- kvóta sem stofnunin lagði til í fyrra og jafnvel að hægt yrði að auka við hann. Þeir fundu miklu minna og viðbótin er ansi lítil,“ segir Sig- urður Ingi Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra um niðurstöður loðnumælinga. Lagt er til að afla- mark verði 260 þúsund tonn á kom- andi loðnuvertíð en væntingar höfðu verið um að hann yrði um 450 þúsund tonn. Samkvæmt því og samningum við nágrannaríki koma aðeins rúm 130 þúsund tonn í hlut íslenskra veiðiskipa. „Það er áhyggjuefni að loðnan sé að bregðast okkur annað árið í röð. Við þekkjum það úr sögunni að hún er undarleg tík, þessi loðna, og hagar sér með ýmsum hætti,“ segir ráðherra. Sigurður segir mikilvægt að fylgja ábyrgri fiskveiðistefnu og hafa sjálfbærni til lengri tíma að leiðarljósi. Því reiknar hann með fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar. Vonandi finnist svo meiri loðna eftir áramót. Íslendingar eru bundnir af samn- ingum við Norðmenn og Grænlend- inga og það rýrir þann hlut sem hægt er að úthluta á íslensk veiði- skip. Hins vegar hefur ekki verið gengið frá samningum við Fær- eyinga. Sigurður Ingi býst við að fundað verði með þeim í lok nóv- ember eða byrjun desember. „Við höfum áhyggjur af loðnustofninum, eins og við lýstum yfir í fyrra, og þessar niðurstöður sýna að við get- um ekki stólað á að hann sé í sókn.“ helgi@mbl.is Fer að ráðgjöf Hafró um loðnu ÁFALL FYRIR ÞJÓÐARBÚIÐ OG FYRIRTÆKIN Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.