Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 20. október, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Muggur Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Meira en hálft ár er liðið frá því að Samkeppniseftirlitið beindi kæru á hendur ellefumenningunum hjá Eimskip og Samskipa til embættis sérstaks saksóknara, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar hefur kæran legið í á áttunda mán- uð, án þess að rannsókn embættisins á málinu væri hafin. Lögbundið hlutverk Í tilkynningu Samkeppniseftirlits- ins frá í fyrradag segir m.a.: „Rann- sókn Samkeppniseftirlitsins lýtur að þeim fyrirtækjum sem í hlut eiga [Eimskip og Samskip - innskot blm.] Stendur hún enn yfir. Hins vegar er það lögbundið hlutverk embættis sérstaks saksóknara að rannsaka hugsanlegt brot stjórnenda eða starfsmanna fyrirtækja á sam- keppnislögum, að undangenginni kæru frá Samkeppniseftirlitinu. Hefur slíkri kæru verið beint til embættis sérstaks saksóknara.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að ákveðnir verkferl- ar væru hjá embættinu, þegar því bærust kærur. „Það eina sem við höfum staðfest, eins og Morgunblað- ið hefur greint frá, er að við fengum í marsmánuði kæru frá Samkeppn- iseftirlitinu og hún er til meðferðar.“ Getur verið íþyngjandi Ólafur Þór var spurður hvort rannsókn embættisins væri hafin á kærunni á hendur ellefumenningun- um hjá Eimskip og Samskipum. „Rannsókn í þessu tiltekna máli er ekki hafin hjá okkur. Almennt get ég sagt, að þegar okkur berast kær- ur, þá setjum við þær í svokallaða greiningu, sem snýr þá að því hvort rétt sé að hefja rannsókn, eða ekki, vegna þess að það eitt og sér getur verið íþyngjandi fyrir þá sem kæran beinist að. Þegar greiningin liggur fyrir, þá er annaðhvort metið hvort málið sé brýnt og þurfi strax að hefja rannsókn, eða hvort málið þoli bið, eða verði jafnvel vísað frá. Það er í raun ekki fyrr en búið er að úthluta máli inn í rannsóknarhóp, sem eiginleg rannsókn hefst, ef hún á annað borð hefst. Í tilfelli kær- unnar frá Samkeppniseftirlitinu, hefur málinu ekki verið úthlutað í rannsóknarhóp,“ sagði Ólafur Þór. Ólafur Þór segir að sé máli út- hlutað í rannsóknarhóp, sé hægt að tala um að rannsókn sé hafin og þá hefjist alla jafna gagnaöflun og yf- irheyrslur yfir mönnum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að eft- irlitið hefði í sumar tilkynnt skipa- félögunum um tilvist kæru þeirrar sem þeir höfðu beint til sérstaks saksóknara. „Það er þannig að Samkeppnis- eftirlitið hefur samkvæmt lögum það hlutverk að beina kærum til sér- staks saksóknara um hugsanleg lög- brot einstaklinga á samkeppnislög- um. Það er þá sérstakur saksóknari sem rannsakar meint brot. Sam- keppniseftirlitið rannsakar síðan hugsanleg brot fyrirtækja.“ Páll Gunnar var spurður hvað honum fyndist um það að rannsókn sérstaks saksóknara á kærunni væri enn ekki hafin meira en sjö mán- uðum eftir að hún var lögð fram: „Ég hef ekkert um það að segja. Það er vitanlega sérstakur saksóknari sem svarar fyrir það,“ sagði Páll Gunnar. Páll Gunnar segir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintum brotum skipafélaganna sé ekki kom- in á það stig að hægt sé að slá neinu föstu um niðurstöður hennar. Hann segir sömuleiðis að eftirlitið sé á þessu stigi ekki reiðubúið að staðfesta umfjöllun Kastljóss. Gæta rannsóknarhagsmuna - Nú er það staðhæft í mín eyru að útilokað sé að nokkur annar en þið sjálfir í Samkeppniseftirlitinu hafið lekið kærunni til Kastljóssins. Hvað segir þú um slíkar staðhæfingar? „Samkeppniseftirlitinu er ekki kunnugt um hvaðan upplýsingarnar bárust Kastljósi. Eðlilega verðum við núna að ganga úr skugga um það að upplýsingarnar hafi ekki borist frá okkur. Í rannsóknum okkar leggjum við áherslu á það að gæta rannsóknarhagsmuna, til þess að auka líkurnar á að upplýst sé um hugsanleg brot,“ sagði Páll Gunnar. Hann benti á að í þessu máli sem hér um ræðir liggi það fyrir að fyrir- tækin sem séu til rannsóknar hafi sótt um það að fá gögn um tilurð rannsóknarinnar. „Við höfum að hluta til hafnað slíkum beiðnum og höfum tekist á um málið fyrir áfrýj- unarnefnd samkeppnismála, m.a. á grundvelli rannsóknarhagsmuna,“ sagði Páll Gunnar Pálsson. Rannsókn er ekki hafin  „Samkeppniseftirlitinu er ekki kunnugt um hvaðan upplýsingarnar bárust Kast- ljósi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SKE  Tilkynnt um kæruna í sumar Það getur reynst þrautin þyngri fyrir blaðamenn að afla upplýsinga. Í gærmorgun hóf blaðamaður tilraunir sínar að ná sambandi við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksókn- ara. Á símaborði embættisins var tilkynnt að ríkis- saksóknari tæki ekki við símtölum frá blaðamönnum, að- eins tölvupóstum. Blaðamaður ritaði ríkissaksóknara svofellt tölvubréf: „Sæl Sigríður. Morgunblaðið hefur hug á því að vita hver afstaða embættis þíns er til hins nýja lekamáls, sem upplýst var um í Kastljósi RÚV á þriðjudagskvöld, þar sem frétta- menn Kastljóssins höfðu undir höndum kæru Samkeppn- iseftirlitsins á hendur ellefu starfsmönnum Eimskips og Samskipa, þar af voru þrír menn nafngreindir, forstjóri Eimskips, núverandi og fyrrverandi forstjórar Samskipa. Sérstakur saksóknari hefur staðfest í samtali við mig að kæran hafi borist embætti hans í mars síðastliðnum. Telur ríkissaksóknari að rannsaka þurfi sérstaklega þennan leka á trún- aðargögnum? Mun ríkissaksóknari beita sér í þeim efnum? Ef svar við þeirri spurningu er já, með hvaða hætti mun embætti ríkis- saksóknara beita sér? Ef svarið við spurningunni er nei, hvers vegna mun ríkissaksóknari ekki beita sér? Telur embætti ríkissaksóknara að lekinn á gögnunum til RÚV sé ekki jafnalvarlegur og lekinn á gögnum um málefni hælisleitandans Omos?“ Svohljóðandi svar barst frá ríkissaksóknara kl. 17.30 í gær: „Sæl Agnes. Ríkissaksóknari hefur þetta til skoðunar.“ Þrautin þyngri RÍKISSAKSÓKNARI OG FJÖLMIÐLAR Sigríður Friðjónsdóttir Páll Gunnar Pálsson Ólafur Þór Hauksson Morgunblaðið/Ómar Höfuðstöðvar Rannsókn sérstaks saksóknara á kæru SKE á hendur Eimskip og Samskipum er ekki hafin. Eimskipafélag Íslands hafnar með öllu ásökunum um að fyrirtækið hafi brotið samkeppnislög. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Segir jafnframt í tilkynningunni að félagið hafi falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu, þar sem óskað verði eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkis- útvarpsins. Í tilkynningunni er vísað til yfir- lýsingar Samkeppniseftirlitsins, þar sem kom fram að stofnunin væri ekki tilbúin til þess að staðfesta fréttaflutning Kastljóss í fyrradag. Þá hefði verið tekið fram að rann- sókn málsins væri ekki á því stigi að unnt væri að slá neinu föstu um nið- urstöður hennar. „Eimskipafélagið furðar sig á þeim fréttaflutningi sem viðhafður hefur verið af hálfu Rík- isútvarpsins í þessu samhengi,“ seg- ir í tilkynningu Eimskipafélagsins. Tekið er fram að lagaleg skylda hvíli á félaginu að tilkynna yfir- völdum ef grunur leiki á að inn- herjaupplýsingum hafi verið miðlað á ólögmætan hátt. Því hafi félagið sent ábendingu til Fjármálaeftir- litsins og Kauphallar Íslands um möguleg lögbrot. Þá hafi félagið sent bréf til Samkeppniseftirlitsins og sérstaks saksóknara og krafist þess að fá afhent öll gögn sem teng- ist umræddum umfjöllunum Kast- ljóss, til að félagið geti svarað þeim ásökunum sem fram hafi komið. „Munurinn á kæru og ákæru er lítill í orði en mikill á borði. Ein- staklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Málið er enn á rannsóknarstigi og óvíst hvort ákæra verður gefin út. Það er sorg- legt til þess að vita að trúnaður virð- ist ekki geta ríkt innan eftirlitsstofn- ana og að trúnaðargögnum sem unnið er með skuli vera lekið í fjöl- miðla til opinberrar birtingar. Það er ójafn leikur enda hafa þeir sem um er fjallað ekki séð gögnin og geta þar af leiðandi ekki varist,“ segir í lokakafla tilkynningar Eim- skipafélagsins. sgs@mbl.is Munu óska eftir rann- sókn á leka Morgunblaðið/Rósa Braga  Tilkynning frá Eimskipafélaginu Málflutningi í Landsbankamálinu svonefnda lauk í gær, þegar verj- endur þeirra Ívars Guðjónssonar, Júlíusar S. Heiðarssonar og Sindra Sveinssonar, sem allir störfuðu á sviði eigin fjárfestinga bankans, fluttu málflutningsræður sínar fyrir fjölskipuðum Héraðsdómi Reykja- víkur. Fluttu saksóknari og verjandi Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra, sínar ræður í fyrradag. Gagnrýndu verjendur mála- tilbúnað sérstaks saksóknara og sagði Helgi Sigurðsson, verjandi Júlíusar, að ákæruvaldinu hefði tek- ist að gera einföld mál flókin og flókin mál óskiljanleg. Reimar Pétursson, verjandi Sindra, gagnrýndi Kauphallarherm- inn og tölfræðiútreikninga saksókn- ara. Sagði Reimar að ákæran byggði á óafstemmdum útreikningum eins manns sem byggi ekki yfir sér- fræðiþekkingu á umræddum við- skiptum. Sagði Reimar að öll með- ferð saksóknara á tölum hefði verið blekkjandi og villandi, og gæti því ekki verið grundvöllur sakfellingar. Sigurjón Árnason ávarpaði dóm- inn eftir að saksóknari og verjendur höfðu lokið andsvörum sínum. Sagði hann undirmenn sína hafa haft hags- muni bankans að leiðarljósi. „Þetta eru bara strákar sem eru að vinna eftir sinni bestu getu,“ sagði Sigur- jón um undirmenn sína. Allir að vinna eftir sinni bestu getu  Landsbankamálið dómtekið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.