Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Alþekkt er að snúr- ur sem notaðar eru til að draga fyrir og frá innfelld gluggatjöld geta reynst slysagildra gagnvart börnum vegna hættu á að þær vefjist um háls þeirra og þrengi að önd- unarveginum. Slysin verða yfirleitt með þeim hætti að barn er að fikta í gluggatjaldasnúru og vef- ur henni um hálsinn á sér og hoppar síðan niður á gólf sem skapað getur raunverulega hengingarhættu. Á undanförnum árum hafa 3 al- varleg slys orðið hér á landi að með- altali á ári af þessum sökum. Í Bret- landi hafa t.d. 28 börn látist af völdum gardínusnúra frá árinu 1999, þar af hafa 15 dauðaslys átt sér stað frá því í byrjun árs 2010. Þess vegna ber að fagna að nýir evrópskir staðlar um öryggi inn- felldra gluggatjalda gengu í gildi 15. apríl sl. Þeir munu hafa umtalsverð áhrif á öryggi barna hér á landi sem og í öðrum aðildarríkjum EES- samningsins, ef rétt er á málum haldið. Nýju reglurnar fjalla um glugga- tjöld til nota innanhúss, nánar til- tekið rúllugardínur, gluggatjöld með snúru og öryggisbúnað þeirra. Í þessari umfjöllun verður hugtakið „innfelld gluggatjöld “ notað yfir þennan flokk gluggatjalda. Staðlarnir voru þróaðir að beiðni ESB og eru afrakstur umfangsmik- illar vinnu sérfræðinga í Evrópu á sviði gluggatjalda og öryggis barna. Megintilgangurinn með stöðlunum er að minnka hættu á slysum á börnum af þeirra völdum. Sem fyrr segir hafa snúrur á innfelldum gluggatjöldum valdið mörgum slys- um og jafnvel dauða á börnum á undanförnum árum. Meginstaðallinn nefnist „Glugga- tjöld til nota innanhúss – Nothæf- iskröfur, þ.m.t. um öryggi (ÍST EN 13120:2009+A1:2014). Hér er um að ræða endurskoðun á staðli um sama efni frá 2009, þar sem fram koma kröfur sem innfelld gluggatjöld eiga að uppfylla við markaðssetningu. Fleiri flokkar gluggatjalda falla undir staðalinn en áður var. Tveir aðrir staðlar tóku gildi á sama tíma, annars vegar staðallinn „Gluggatjöld til nota innanhúss – Varnir gegn hengingarhættu – Prófunaraðferðir“ (ÍST EN 16433:2014) og hins vegar staðallinn „Gluggatjöld til nota innanhúss – Varnir gegn hengingarhættu – Kröfur og prófunar- aðferðir öryggisbún- aðar“ (ÍST EN 16434:2014). Samkvæmt stöðl- unum verður að setja varúðarleiðbeiningar um mögulega hættu af notkun innfelldra gluggatjalda bæði á vöruna sjálfa og á um- búðirnar. Ennfremur á öryggisbúnaður að fylgja með vörunni sem nota ber til að tryggja örugga notkun hennar en mikilvægt er að hafa í huga að ör- yggisbúnað er einnig hægt að festa við innfelld gluggatjöld sem þegar hafa verið sett upp. En hvernig standa þessi mál hér á landi? Er farið eftir stöðlunum við framleiðslu hérlendis? Óskandi er að svo sé, innlendir framleiðendur hljóta að sjálfsögðu að gæta ýtrustu krafna um öryggi í framleiðslu á innfelldum gluggatjöldum og koma þannig í veg fyrir slys á börnum vegna vanbúinnar vöru. Með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112/2013 frá 14. júní 2013 var kröfum ESB um öryggi innri gluggatjalda bætt við II. viðauka EES-samningsins. Framangreindir staðlar eru því lög- mæt viðmið um öryggi innfelldra gluggatjalda hér á landi. Uppfylli vara ekki settar kröfur ber eftirlitsstjórnvaldi að taka vör- una af markaði. Ólíklegt má telja að framleiðendur innfelldra glugga- tjalda hafi áhuga á að þurfa að sæta afturköllun vöru sinnar af markaði með tilheyrandi kostnaði og vanda- málum sem fylgt geta í kjölfarið. Sömu lögmál eiga reyndar við um innfluttar gardínur. Vert er að benda neytendum á að spyrjast fyr- ir um hvort innfelld gluggatjöld sem þeir hyggjast festa kaup á uppfylli kröfur í samræmi við fram- angreinda staðla. Börn landsins eiga einfaldlega kröfu til þess að þeim sé búið eins öruggt og slysa- laust umhverfi og kostur er. Öryggi barna í brennidepli í nýjum stöðlum Eftir Birnu Hreiðarsdóttur » Athygli framleið- enda og neytenda vakin á nýjum stöðlum sem koma í veg fyrir hengingarhættu barna vegna snúra í inn- felldum gluggatjöldum. Birna Hreiðarsdóttir Höfundur er lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri Norm ráðgjafar ehf. Á heimasíðum Reuters og Psycho- logy Today var fyrir nokkrum vikum fjallað um áhrif kannabis, marijúana, grass, hass, hassolíu og nýlega rannsókn þessu tengda. Rann- sóknaraðilar fundu sönnun þess að ungir neytendur kannabis- efna sem neyta þess sér til afþreyingar verða fyrir breytingum á heila. Þessar breyt- ingar eru mjög líklega skaðlegar þar sem efnið breytir svæðum í heilanum sem tengjast hvatningu og tilfinningum. Í vor voru birtar niðurstöður rannsóknar einnar í tímaritinu The Journal of Neuroscience. Var hún frábrugðin öðrum rann- sóknum á þann hátt að hún skoð- aði tiltölulega litla notkun efnanna og í styttri tíma en aðrar rann- sóknir. Samvinna læknadeildar North- western-háskólans, almennings- sjúkrahúss Massachusetts og læknadeildar Harvard-háskóla sýndi fram á beina tengingu milli tíðni neyslu (hversu oft neytand- inn reykir) og neikvæðra breyt- inga í heilanum sjálfum. „Hjá fólki á aldrinum 18-25 ára sjáum við breytingar í kjarnasvæðum heilans sem maður vill alls ekki fikta í,“ sagði annar aðalhöfundur rannsóknarinnar, dr. Hans Breiter, en hann er prófessor í sál- fræði- og hegðunarvís- indum við North- western-háskólann. Hjá þeim sem reykja milli 1-7 „jón- ur“ á viku sýndi rann- sóknin fram á breyt- ingar í aðlegukjarna (nucleus accumbens) og möndl- ungskjarna (nucleus amygdala), þeim svæðum heilans sem eru í lykilhlutverki í stjórn á tilfinn- ingum og hvatningu. Að sögn dr. Breiters kom einnig í ljós að stærð, lögun og þéttni í þessum svæðum heilans breyttist. Fleiri rannsókna er þörf til að ráða fram úr því nákvæmlega hvaða afleiðingar þessar breyt- ingar hafa til langs tíma og hvort þær lagist aftur með því að hætta neyslu. „Okkar kenning frá upphafi hef- ur verið sú að þessar breytingar geti verið merki um það sem seinna verður að hvatningarleysi þar sem fólk hættir að einbeita sér að markmiðum sínum,“ segir dr. Breiter. Hvatningarlausir ein- staklingar sjá ekki tilgang með hegðun sinni, hvorki í formi innri hvatningar né ytri hvatningar, og þá hættir einstaklingur fljótlega að framkvæma þær athafnir sem eru hvatningarlausar í hans huga. Rannsóknin var að hluta til fjár- mögnuð af stjórnvöldum í Banda- ríkjunum, þar með talið embætti lyfjastjórnar undir stjórn Hvíta hússins. Henni var hrundið af stað þar sem notkun kannabisefna hafði aukist og þar sem kosningar um lögleiðingu efnisins í afþrey- ingarskyni höfðu þá þegar farið fram í Washington-fylki og Colo- rado. Eiturlyfið er þrátt fyrir það ólöglegt skv. landslögum Banda- ríkjanna. Neysla marijúana í læknis- fræðilegum tilgangi er leyfð í 20 fylkjum Bandaríkjanna, en tak- markast oft við dauðvona sjúk- linga og fólk með kvalafull sjúk- dómseinkenni sem valda mikilli skerðingu lífsgæða. Er neyslan þá í þeim tilgangi að villa um fyrir taugaboðum til að minnka kvalir og sársauka. Hjá heilbrigðu fólki er þetta skaðlegt. Þeir aðilar sem hafa hvatt til lögleiðingar kannabisneyslu halda því fram að marijúana sé örugg- ara en neysla áfengis og oft hefur það verið þungamiðjan í þeirra málflutningi. „Önnur könnun hefur staðfest að áfengisneysla veldur breyt- ingum í heila,“ sagði Breiter. En meðan rannsóknaaðilar vita ekki nákvæmlega hvernig heila- starfsemi hjá kannabisneytendum hefur áhrif á líf þeirra, sýnir rann- sóknin svo ekki verður um villst að heilinn sem líffæri breytist á annan hátt en eftir áfengisneyslu. Þessi nýja rannsókn staðfestir niðurstöður annarra rannsókna sem sýna fram á að neysla mari- júana hefur talsverð áhrif á ungt fólk þar sem heili þess er enn að vaxa. Breiter segist sannfærður um að fólk yngra en 30 ára ætti eingöngu að neyta marijúana ef það er dauðvona og þarfnast þess nauðsynlega til að hafa stjórn á eða minnka sársauka sem fylgir sjúkdómum. Það er nokkuð skýrt að full- orðnir sem vita af ungu fólki í neyslu verða að taka á vandanum af festu og ákveðni til að reyna að forða næstu kynslóðum frá þess- um vágesti. Forvarnir í grunn- skólum verða að vera í forgangi. Skora ég hér með á stjórnvöld að leggja áherslu á málið. Eftir Matthías Arngrímsson Matthías Arngrímsson » „Hjá fólki á aldrinum 18-25 ára sjáum við breytingar í kjarnasvæð- um heilans sem maður vill alls ekki fikta í.“ Höfundur er flugstjóri og flugkennari. Heilinn sjálfur breytist við neyslu kannabisefna Ég þurfti að fara í Hallgrímskirkju fyrir stuttu en þar sem ég er orðin fótafú- in hélt ég að gæti örugglega sest niður á bekk fyrir utan, eða að minnsta kosti í anddyri kirkjunnar, til að hvíla mig eftir gönguna frá bílastæðinu. Mér til undrunar var engan bekk að finna fyrir utan og hvað þá inni í anddyrinu. Þetta þyrfti að laga. Hulda Magnúsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Engir bekkir? Hallgrímskirkja Veturinn nálgast óðfluga. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Tíu borð í Gullsmára Spilað var á 10 borðum í Gull- smára mánudaginn frækna (sigur- leikurinn við Holland) 13. október. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 215 Samúel Guðmundss. – Jón Hanness. 209 Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðars. 197 A/V Ragnh. Gunnarsd. – Sveinn Sigurjónss. 195 Einar Kristinsson – Hinrik Lárusson 185 Gunnar M. Hansson – Hjörtur Hanness. 184 Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Sjálfvirk rennibraut inn á heimili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.