Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 ✝ Einar Jónssonfæddist í Reykjavík 14. októ- ber 1935. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Hvammstanga 11. október 2014. For- eldrar hans voru Jón Þorkell Ein- arsson, fæddur á Eystra-Geld- ingalæk Rang- árþingi 16. ágúst 1911, d. 12. júní 1973, og Herdís Þorsteins- dóttir, fædd í Klömbrum í Vest- urhópi Húnaþingi vestra 8. september 1913, d. 11. sept- ember 1997. Systkini Einars voru Hanna Elsa, f. 21. október 1939, d. 15. júlí 1989, og Gunn- ar Þorsteinn, f. 10. júlí 1947. Einar kvæntist Kolbrúnu Kristjánsdóttur. Börn Einars og Kolbrúnar eru: 1) Jón Rún- ar, f. 3. nóvember 1955, maki Kristín Valborg Sævarsdóttir, synir þeirra eru Sævar Frí- mann, f. 31. mars 1999, og Úlf- ur Einar, f. 5. mars 2003. Fyrir átti Jón Hannes Ingvar, f. 29. júní 1974, og Önnu Birnu, f. 26. Barnabörn Aðalheiðar eru þrjú. Einar og Kolbrún slitu sam- vistum. Einar kvæntist Kristrúnu Guðmundsdóttur, þau eign- uðust einn son, Hlyn, f. 29. ágúst 1967, hann er búsettur í Svíþjóð. Einar og Kristrún slitu samvistum. Einar kvæntist Klöru E. Helgadóttur, börn hennar og stjúpbörn Einars eru fjögur. Þau slitu samvistum. Einar lærði húsasmíði í Iðn- skólanum í Reykjavík og var á samningi hjá föður sínum og hlaut meistararéttindi 26. jan- úar 1957. Hann vann alla sína starfsævi við húsasmíði. Fyrri hluta ævinnar starfaði hann í Reykjavík en flutti til Hvamms- tanga árið 1977. Eftir að Einar flutti norður gerðist hann sjálfstæður verk- taki og vann við húsasmíðar á Hvammstanga og í sveitunum í kring, yfirleitt með marga menn í vinnu. Síðustu æviárin dvaldi hann í íbúðum aldraðra í Nestúni á Hvammstanga. Útför Einars fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 17. október 2014, og hefst athöfnin kl. 15. apríl 1979, maki Kolbeinn Jónsson. Barnabörn Jóns Rúnars eru þrjú. 2) Anna, f. 11. ágúst 1957, býr á sam- býli í Reykjavík 3) Herdís Ein- arsdóttir, f. 29. maí 1959, maki Indriði Karlsson, dætur þeirra eru Kolbrún Stella, f. 18. mars 1979, maki Ragnar Smári Helgason, Eydís Ósk, f. 7. nóvember 1982, maki Ágúst Þorbjörnsson, og Fanney Dögg, f. 19. nóvember 1986, maki Elv- ar Logi Friðriksson. Barnabörn Herdísar eru fjögur. 4) Að- alheiður Sveina, f. 5. ágúst 1960, maki Jón Ingi Björg- vinsson, dóttir þeirra er Fríða Björg, f. 19.maí 1998. Fyrir átti Aðalheiður Ingunni Elsu, f. 26. mars 1981, maki Valdimar Halldór Gunnlaugsson, Einar Örn, f. 20. september 1985, maki Unnur Aðalheiður Unn- steinsdóttir, og Hlynur Rafn, f. 15. janúar 1989, kærasta hans er Elísabet Sif Gísladóttir. Elsku pabbi minn. Mig langar að kveðja þig með þessum orðum: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk, elsku pabbi minn, fyrir samfylgdina og allar góðu stund- irnar okkar saman. Ótal margar minningar á ég um þig og þær ylja mínu hjarta. Hvíl í friði. Þín dóttir, Aðalheiður (Alla). Hér sit ég og hugsa um elsku Einar afa sem hefur kvatt okkur. Afi hafði alltaf mikinn áhuga á búskapnum. Eftir að hann var hættur að geta verið með okkur í rollustússinu voru ófá símtölin sem maður fékk í tengslum við það. Á vorin var hringt nokkrum sinnum í viku til að athuga hvern- ig sauðburður gengi, hvernig frjó- semin væri o.s.frv. Á haustin var stöðugt símasamband við afa þar sem hann bara varð að vita fall- þunga, stigun og líflömb. Hrossin voru líka mikið áhugamál og spurði hann mikið um mót, hversu mörg folöld væru fædd og svo mætti lengi telja. Ef ég vissi ekki svörin þá var hnussað og sagt: „Núhh, fylgistu ekkert með eða?“ Afi var hreinskilinn maður. Hann sagði bara nákvæmlega það sem honum fannst. Síðastliðinn vetur hringdi hann í mig og eftir smáspjall sagði hann: „Mamma þín sagði mér að þú værir búin að missa 8 kíló.“ Ég sagði montin: „Já, það er víst, maður er alltaf að arka.“ Þá sagði hann: „Þú ert samt ennþá yfir kjör- þyngd er það ekki?“ Ég gat ekki annað en hlegið að þessari dásam- legu hreinskilni. Það var ekki mikið um væmni og væl hjá afa og þoldi hann það illa. Maður harkaði bara af sér, hann bara nennti ekki öðru. Nú á seinni árum mátti alls ekki gefa honum gjafir en ég píndi hann til að taka við einni núna síðustu jól, myndabók með afkomendum hans, og sagði ég honum að ég vissi að honum myndi líka þetta. Hann fussaði en tók nú við þessu. Ég gat ekki annað en glott þegar ég fékk símtal á jóladag þar sem hann þakkaði fyrir þessa gjöf, hún væri frábær. Það var gaman að horfa á bolt- ann með afa og mátti hann ekki missa úr leik. Mér er minnisstætt þegar ég kíkti til hans í vetur og voru þar líka Binni, Einar og Valdi. Það var gaman að hlusta á gleðina og hlógum við mikið að æsingnum í Einari Erni. Afi var barngóður og var alltaf gaman að kíkja til hans, sérstak- lega þar sem hann klikkaði aldrei á því að eiga nammi handa okkur krökkunum og eins var það með börnin okkar eftir að þau fædd- ust, alltaf voru þau til í að kíkja til langafa. Afi, eins og Valli, Binni og Bangsi félagar hans, vissi alltaf allt nýjasta slúðrið. Ég man þegar ég byrjaði að hitta Gústa, að þá voru nú ekki liðnir margir dagar þar til ég fékk símtal, á símanum stóð „Einar afi“ og eitt af því fyrsta sem sagt var: „Ert þú kom- in með mann?“ Mér fannst óskaplega gaman að hitta félagana og sérstaklega þegar verið var að undirbúa ferðalögin þeirra. Það var alltaf eins og þeir væru gömul hjón og tuðuðu hver í öðrum um hvernig allt ætti að vera, en alltaf var gaman hjá þeim og hefði ég gjarnan viljað vera fluga á vegg í þessum ferðum. Elsku afi, með þessum fátæk- legu orðum kveð ég þig í hinsta sinn. Ég er viss um að þið Valli og Tryggvi eruð búnir að hittast, spjallið saman og hafið það gott. Sakna þín, Eydís Ósk. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Elsku afi. Mikið er erfitt að sleppa takinu og kveðja en þakk- læti fyllir hjarta mitt að barátta þín varð ekki lengri. Ég er þakk- lát fyrir að hafa getað strokið þér um enni, kysst á kinn og kvatt, í síðasta sinn. Takk fyrir allt og allt. Þín Ingunn. Elsku afi. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú varst farinn að bíða eftir. Ég trúi því varla að þú sért farinn, mér finnst svo stutt síðan ég var á fæðingardeildinni að eiga dóttur mína og það var al- veg að koma að fæðingunni þegar þú hringdir í lækninn og spurðir „hvernig þetta væri eiginlega, fer barnið ekki að koma?“ Þú sagðist vera að fara að sofa og þyrftir al- veg endilega að vita kyn, stærð og allar helstu upplýsingar áður en þú færir að sofa. Læknirinn gat nú ekki svarað þessu þar sem barnið var enn ófætt en gaf sím- ann yfir á pabbann sem gaf þér lágmarks upplýsingar um gang mála að þér fannst. Þessa sögu hef ég oft sagt af þér og hún fær mig alltaf til að brosa. Afi vildi alltaf vera með hlutina á hreinu og hringdi reglulega til að athuga hvernig gengi hjá okk- ur og hvað við værum að gera þá dagana. Hann hafði mikinn áhuga á fjölskyldunni og sam- félaginu og var duglegur að afla sér upplýsinga og koma þeim áfram. Hann kom stundum í kaffi til okkar og oft með vini sína með sér. Afi kom alltaf færandi hendi með vöffludeig, rjóma og sultu með sér og ég bakaði vöfflur og við áttum góðan kaffitíma saman. Afi átti góða vini og þeir fóru í margar ferðir saman. Mér er mjög minnisstæð Akureyrarferð- in þegar ég var bílstjóri í reglu- legu læknisskoðuninni hans afa. Allir sem hafa verið bílstjórar í þessari ferð ættu að kannast við rútínuna. Bangsi og Brynjólfur komu með og það var tekið nesti með í rauða Subaru-inn hans afa og fyrsta stopp var í Jónasarlundi og þar var borðað nesti. Síðan var haldið af stað aftur og þegar við vorum komin til Akureyrar fór afi til læknisins. Skoðunin tók stuttan tíma og þá gat ferðin haldið áfram. Við borðuðum á Bautanum því það var jú alltaf borðað þar, engu mátti breyta. Síðan var farið niður að höfn og bátarnir skoðaðir. Á leiðinni heim var alltaf stoppað í bakaríinu á Sauðárkróki og keypt bakkelsi sem var svo borðað niður við höfn. Svo var haldið áfram með örstuttu stoppi við höfnina á Blönduósi. Á leiðinni var mikið spjallað og Brynjólfur sagði okk- ur frá bæjunum og hin ýmsu mál- efni rædd. Þetta var skemmtileg ferð og afi var heppinn að eiga góða félaga. Afi var mjög örlátur og hrein- skilinn maður, hann fór ekki í kringum hlutina heldur kom sér iðulega beint að efninu. Hann hafði gaman af börnum og ég man vel eftir því að fara í heim- sókn til afa eða fá hann í heim- sókn til okkar og þá fengum við systur oft smá nammi, hann spil- aði við okkur og sagði stundum sögur af hestum og hestaferðum. Við afi áttum margar góðar stundir saman líkt og í lok sumars þegar ég kíkti til hans í heimsókn með Herdísi Erlu dóttur minni og hann fór í skúffurnar, reif upp myndaalbúmin og sýndi okkur gamlar myndir og sagði mér sög- ur og gaf Herdísi Erlu bangsa. Það var mjög gaman og ég er mjög þakklát fyrir allan þann tíma sem við náðum að eyða sam- an. Ég trúi því að þér líði betur þar sem þú ert núna, elsku afi minn. Þín Fanney. Sit og hugsa um samveru- stundirnar okkar afa á sjálfan af- mælisdaginn hans, en afi hefði orðið 79 ára þegar þessi minning- arorð eru skrifuð, 14. október 2014. Minningarnar eru enda- lausar, það var gaman að fá afa í heimsókn þegar ég var lítil stelpa í Grafarkoti, hann kom alltaf með nammi handa okkur systrum og spilaði oft við okkur. Hann var mjög stríðinn, vanur bridgespilari og vissi því of oft hvaða spil við vorum með á hendi og hafði gam- an af því að segja okkur það þann- ig að við héldum að hann væri að svindla. Afi mátti eiga það að hann var mjög hreinskilinn maður og sagði hlutina beint út, við spjölluðum saman oft í viku eftir að ég flutti aftur norður og það var ekki af því að ég var svo dugleg að hringja, afi hafði tíma og gleymdi ekki að hringja eins og ég sem er oft í kapphlaupi við tímann. Afi spjall- aði ekki lengi í hvert skipti, fékk fréttir úr sveitinni, hvaða verk voru í gangi hverju sinni og hvernig krökkunum liði. Það var svo notalegt að vita hvað það skipti afa miklu máli að vita hvernig mér, barnabarninu hans og fjölskyldunni minni gengi í líf- inu. Hann lét sig hlutina varða og ég á eftir að sakna þess svo að eiga þessi góðu samtöl. En við hittumst líka nokkuð oft, auðvitað mátti það vera oftar en afi kom alltaf til mín í vinnuna einu sinni í viku og sat hjá mér þangað til kaffið hjá Tveimur smiðum byrj- aði en þá fór hann þangað að hitta smiðina. Ef ég var ein heima fannst mér gott að kíkja í heim- sókn til afa í rólegheitin, hann bauð mér þá oft í mat, man að síð- ast var það fiskbúðingur, sem ég auðvitað steikti á meðan hann spjallaði við mig sitjandi í stólnum sínum og horfði með öðru auganu á fótboltaleik. Krakkarnir hlupu stundum til hans eftir skóla í heimsókn, fengu nammi og sögðu honum fréttir og Raggi horfði svo á boltann hjá honum og eldaði handa þeim eitthvað um leið. Það var mjög skemmtilegt hvað Indr- iði Rökkvi og afi náðu vel saman, afi gat hlegið að honum þegar ég kom með þennan orkubolta inn í litlu íbúðina í Nestúninu, göngu- grindin var notuð sem leiktæki og hafði líklega aldrei fengið aðra eins meðferð og ég reyndi að passa að ekkert brotnaði en mér fannst á afa eins og honum væri alveg sama, bara leyfa drengnum að hreyfa sig. Rétt áður en afi veiktist núna í vor gaf hann Rökkva hjól og það var gaman að fylgjast með þeim þegar afi stríddi Rökkva og sagði honum að hann hefði keypt bleikt hjól, með semingi opnaði Rökkvi þó skottið á Subaru afa síns og þá var gaman að sjá ánægjusvipinn á barninu og glottið á gamla manninum en hjólið var alveg eins og Rökkvi hafði óskað sér. Afi var mjög ör- látur maður og það sást á því hvað hann hafði gaman af því að gleðja aðra. Hann fór t.d. í nokkur ár á haustin ásamt ömmu með barna- börn og barnabarnabörnin sín í leikhús sem var mikil upplifun fyrir alla, stund sem enginn gleymir. Hvíl í friði, elsku afi. Minning þín lifir með okkur. Kolbrún (Kolla) og fjölskylda Lindarbergi. Einar Jónsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, REYNIR HAUKSSON, Öldugötu 12, Reykjavík, lést laugardaginn 4. október. Jarðarförin hefur farið fram. Jóna Lára Sigursteinsdóttir, Sverrir Reynisson, Valeria Coelho, Bogi Reynisson, Hlín Erlendsdóttir, Þuríður Reynisdóttir, Shkelzen Hilaj, Helga Hauksdóttir, Gerður Hauksdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÓSK ÓSKARSDÓTTIR, Skipasundi 46, Reykjavík, lést laugardaginn 11. október á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin verður auglýst síðar. Hörður Smári Hákonarson, Anna María Gestsdóttir, Ellert Hlíðberg, Óskar G. Gunnarsson, Sjöfn Magnúsdóttir, Haraldur R. Gunnarsson, Ragna Ársælsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, ELÍN BIRNA HARÐARDÓTTIR, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 15. október. Útförin verður auglýst síðar. Adolf Ársæll Gunnsteinsson, Björn Kristinn Adolfsson, Guðrún Númadóttir, Jóhann Karl Adolfsson, Bjarney Lára Sævarsdóttir, Júlía Lind Jóhannsdóttir, Halldóra K. Guðjónsdóttir, Katrín Ú. Harðardóttir, Guðni B. Guðnason, G. Svafa Harðardóttir, Þórhallur G. Harðarson, Brynja B. Rögnvaldsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR HELGI KARLSSON loftskeytamaður og fyrrv. símafulltrúi, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar laugardaginn 11. október. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Magðalena Sigríður Hallsdóttir, Guðný Sigríður Guðlaugsdóttir, Ómar Einarsson, Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir, Kristján S. Sigmundsson, Karl Guðlaugsson, Kristjana Sæberg, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, Nils Gústavsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNBJÖRN BJÖRNSSON frá Súðavík, sem lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 9. október, verður jarðsunginn frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 18. október kl. 11.00. Ásthildur Jónasdóttir, Jónas H. Jónbjörnsson, Sigurdís Samúelsdóttir, Elín S. Jónbjörnsdóttir, Jóhann Á. Tafjord, Halldór Rúnar Jónbjörnsson, Sigríður F. Jónbjörnsdóttir, Steingrímur Steingrímsson, Jón Hilmar Jónbjörnsson, Agnieszka Tyka, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.