Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 ✝ Hilmar ÖrnGunnarsson fæddist í Reykjavík 23. janúar 1933. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 4. október. Foreldrar Hilm- ars voru Gunnar Árnason verkamað- ur, f. 27. apríl 1892 á Tréstöðum í Hörgárdal, d. 20. desember 1984, og Guðrún Halldórsdóttir verkakona, f. 18. ágúst 1895 að Pálsseli, Laxárdal í Dalasýslu, d. 7. desember 1973. Systir Hilm- ars er Dóra Kristín Gunn- arsdóttir, f. 4. nóvember 1926. Eiginmaður Dóru er Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur og eiga þau tvær dætur. Árið 1957 kvæntist Hilmar eftirlifandi eig- inkonu sinni Steinunni Jóns- dóttur. Foreldrar hennar voru Jón Helgason kaupmaður, f. 22. september 1904, d. 17. maí 1973, og Klara Bramm, f. 24. júlí 1905, d. 29. apríl 2008. Börn Hilmars arár í Vesturbænum í Reykja- vík, lengst af á Sólvallagötu 32. Hann gekk í Miðbæjarskólann og síðan í Verzlunarskóla Ís- lands þaðan sem hann lauk verslunarprófi 1952. Hann starf- aði hjá Sambandinu 1952 – 1954. Árið 1954 hóf hann störf hjá Út- vegsbanka Íslands, síðar Ís- landsbanka, fyrst sem gjaldkeri í aðalbanka en árið 1968 var hann ráðinn gjaldkeri í Útvegs- bankanum í Kópavogi. Árið 1978 var hann ráðinn útibús- stjóri nýs útibús bankans á Sel- tjarnarnesi. Þar starfaði hann þar til hann fór á eftirlaun. Um nokkurra ára skeið rak hann verslunina Barnaland, umboðs- sölu með notaðar barnavörur. Hilmar og Steina hófu búskap að Skólavörðustíg 21a en fluttu ár- ið 1959 á Hringbraut 105. Árið 1965 fluttu þau í Lindarhvamm 11 í Kópavogi þar sem þau bjuggu þar til árið 2011 þegar þau fluttu í Miðleiti 3 í Reykja- vík. Hilmar var virkur félagi í Oddfellow-stúkunni Þorgeiri frá árinu 1983. Einnig starfaði hann um tíma með Kiwanis í Kópa- vogi og einnig Lions á Seltjarn- arnesi. Útför Hilmars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 17. oktbó- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 13. og Steinunnar eru: 1) Jón Gunnar, f. 18. júní 1958, kvæntur Matthildi Gunnarsdóttur. Dætur Jóns Gunn- ars frá fyrri sam- böndum eru Helga, f. 1988, og Lilja Steinunn, f. 1988. Synir Jóns Gunnars og Matthildar eru Hilmar Smári, f. 1994, og Gunnar Bjarki, f. 1998. 2) Birgir Ari f. 5. júní 1964, ókvæntur og barnlaus. 3) Rúna Helga f. 7. ágúst 1966. Sonur hennar er Gaukur Steinn f. 1997. Áður átti Steinunn Hörð Inga, f. 31. janúar 1956, sem Hilmar ól upp sem sinn eigin sonur væri. Sambýliskona Harð- ar er Sali Chaiyaphan og eru þau búsett í Tælandi. Dætur Harðar frá fyrra hjónabandi eru Margrét Klara, f. 1975, d. 1978, Agla Sif, f. 1979, Steinunn Dóra f. 1983, Sara Margrét, f. 1989, og eru barnabörn Harðar fjögur. Hilmar bjó öll sín uppvaxt- Elsku besti pabbi minn, nú skiljum við um sinn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið gott og öruggt uppeldi hjá jafn ynd- islegum foreldrum og þið mamma hafið verið mér. Þú varst mér svo miklu meira en bara pabbi, þú varst góður vinur og fé- lagi. Þú hvattir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur en um leið leitaðist þú við að beina mér rétta leið. Þú varst alltaf reiðubúinn að hlusta ef eitthvað bjátaði á og alltaf varstu tilbúinn að sjá ljósa punkta í öllu. Þú varst Gauki syni mínum besti afi sem hægt er að hugsa sér og hann elskaði að eyða tímanum með ykkur mömmu. Ég veit að þú varst hans helsta fyr- irmynd og þú áttir stóran þátt í hversu gott uppeldi hann hefur fengið og hversu vel hann er gerður. Þú birtist samferðafólki þínu sem rólyndismaður með mikið jafnaðargeð en ávallt örlaði á launfyndinni kímni í þínum til- svörum, sem við hlógum oft dátt að. Þú tókst öllum hlutum af æðruleysi og þegar þú greindist með illvígan sjúkdóm í lok júlí varstu jákvæður, kvartaðir ekki og bentir á að þú værir búinn að eiga gott líf. Ég vonaði að við myndum halda jólin saman eins og venjulega. Ég var einnig bjartsýn að veik- indin myndu ekki hindra okkur í að skreppa saman í ferðalag til útlanda með haustinu, því þú elskaðir að ferðast. Það varð ekki, því veikindin lögðust með miklum þunga á þig síðustu vikurnar. Það er erfitt að horfa á sína nánustu þjást og mig grunar að þú hafir verið duglegur að fela sársaukann sem þú máttir þola, fyrir okkur hinum. Þú varst samt svo lánsamur að njóta góðrar þjónustu starfs- fólksins á líknardeildinni í Kópa- vogi og kallaðir starfsfólkið engla. Ég er sammála þér í því og þau lögðu sig öll fram við að gera líf þitt eins bærilegt og hægt var. Elsku pabbi, nú ertu lagður af stað í ferðalag á slóðir sem við hin ekki þekkjum. Ég er hins vegar viss um að sú ferð er spennandi og þú ert kominn á vit nýrra æv- intýra. Ég er viss um að leiðir okkar munu liggja aftur saman síðar. Þangað til á ég minningu um góðan föður, frábæran vin og frábæran afa. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn, svo ástúðlegur eins og þú. Ó pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Takk fyrir allt, elsku pabbi. Þín Rúna. Elsku besti afi minn, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okk- ur. Það er ekki hægt að hugsa sér betri afa en þig. Þú hefur alltaf verið til staðar og ert án efa ein besta og góðhjartaðasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Þú vild- ir alltaf vel og talaðir svo fallega um alla. Þú varst svo friðsæll og góður maður, fyndinn, skemmti- legur, örlátur og bjartsýnn. Alla mína ævi höfum við verið mestu mátar og því er erfitt að ímynda sér framtíð án þín. Hverri einustu stund með þér var vel varið og ég man hversu gam- an það var að spjalla við þig, sem gat verið um allt mögulegt. Ég var viss um að við myndum eiga margar fleiri stundir saman en síðan breyttust aðstæður mjög fljótt. Það hlutverk sem þú spil- aðir í lífi mínu er ómetanlegt og verð ég ævinlega þakklátur fyrir það. Jólin verða mjög breytt í ár en ég hélt að við fengjum að upp- lifa þau saman, líkt og venjulega. Ég sakna þín svo svakalega mik- ið. Þú varst tekinn frá okkur allt of fljótt en ég er þó þakklátur fyr- ir þann tíma sem við fengum til þess að kveðjast. Ég á eftir að sakna þess svo innilega að hlæja með þér, spjalla við þig og njóta samveru þinnar. Það eru sönn forréttindi að geta sagt, af sannri hreinskilni, að ég hafi átt besta afa í heimi. Þú hefur verið mér stórkostleg og ein áhrifamesta fyrirmynd í lífinu. Ég á svo margar yndisleg- ar minningar, sem ég mun varð- veita alla mína ævi. Þú varst allt- af svo miklu meira en bara afi, þú varst líka góður vinur. Ég minn- ist þess þegar þú lékst í stutt- myndum okkar frændanna, sem þú gerðir af lífi og sál. Þær kvik- myndir hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig. Það er nokkuð sem ég er þakklátur fyrir að eiga, því í hvert skipti sem ég horfi á þessar myndir færist þú enn nær mér. Þú talaðir oft um hvað þú hefðir átt yndislegt líf og hélst alltaf áfram að vera eins skemmtilegur og bjartsýnn og þú hafðir alltaf verið, þrátt fyrir erf- ið veikindi. Þú varst alltaf svo einstaklega hjálpsamur, hlýr og góður og klár. Við höfum ferðast mikið saman og farið oft með mömmu og ömmu til útlanda og það eru ferðir sem nú eru mjög dýrmætar minningar. Það er allt- af svo gaman að koma til ykkar ömmu og ég á margar skemmti- legar æskuminningar bæði úr Lindarhvamminum og Miðleit- inu. Garðurinn ykkar í Lindar- hvammi var algjör ævintýrastað- ur þar sem við skemmtum okkur öll vel saman. Að kveðja þig er það erfiðasta sem ég hef þurft að gera og við hlökkum öll til að hitta þig aftur. Hvíldu í friði elsku besti afi minn. Gaukur Steinn. Minn gamli góði vinur, Hilmar Gunnarsson, er látinn eftir von- lausa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Sá sem stjórnaði þeirri at- höfn er stundum kallaður Maðurinn með ljáinn, en hann hlífir engum þegar að brottfar- ardegi kemur. Það er svo sem ekki langt síðan Hilmar var greindur og honum tjáð hvað biði hans. Þetta teljast nú engar fréttir að lífshlaupi mínu fari að ljúka, sagði Himmi við mig, en svo var hann kallaður. Þetta er víst leiðin okkar allra, bætti hann við og brosti. Þannig tók nú þessi gamli vin- ur minn vágestinum. Hann vissi sem var að hann varð að sætta sig við það sem hann fékk ekki breytt. Við Hilmar kynntumst vorið 1940, þegar fjölskylda mín flutti á Sólvallagötu 32 í vestubæ Reykjavíkur og bjuggum reynd- ar í sama húsi. Vinátta okkar hef- ur því varað í 74 ár. Hann var ætíð hægur og rólegur í um- gengni, en var samt léttur, gam- ansamur og rökfastur í skoðun- um sínum. Þegar skólagöngu lauk réð Himmi sig hjá heildsölu O. Korn- erup Hansen, sem síðar hét Fön- ix. Starfaði hann þar í 2 ár, eða þar til hann réð sig til Útvegs- banka Íslands og vann í höfuð- stöðvum bankanns við Austur- stræti 19 sem gjaldkeri, síðar sem bókari við útibú bankans í Kópavogi og að lokum sem úti- bússtjóri á Seltjarnarnesi. Hilmar kynntist fallegri og greindri stúlku á Skólavörðu- stígnum. Þau felldu hugi saman, sem endaði með giftingu á met- tíma. Ég orða þetta svo, því ég kynntist Steinu bókstaflega ekki neitt fyrr en eftir giftingu þeirra. Hilmar var nú vanur að hugsa sig um, þegar hann tók stórar ákvarðanir, eins og að velja sér lífsförunaut. Í þessu tilfelli hefur hann verið fljótur og greinilega ástfanginn upp fyrir haus. Hvað sem öðru líður þá gengu Steina og Hilmar í hjónaband og þau hafa staðið og stutt hvort annað í lífsins ólgusjó. Hilmar gekk í Oddfellowstúk- una nr. 11, Þorgeir IOOF, en inn- takan átti sér stað í Göthe-stúk- unni í Frankfurt. Þarna mættu Oddfellowar frá helstu borgum Þýskalands og sýndu okkur mik- inn heiður með nærveru sinni og þátttöku við inngöngu Hilmars. Það var lán mitt að kynnast þessum heiðursmanni, Hilmari, á sínum tíma og fá tækifæri til þess að njóta vináttu hans allt frá barnæsku til elliáranna. Í mörg ár spiluðum við vist á sunnudögum við eiginkonur okk- ar og var þá ætíð glatt á hjalla. Stundum var spjallað svo mikið að spilamennskan gleymdist um tíma. Eftir góða stund spurði ein- hver: „Hver á annars að gefa?“ eða „hver gaf síðast?“ Fátt var um svör, bara hlegið. Ég er þess viss að Hilmar á farsæla ferð til Draumalandsins, þar sem hans bíður ástúð horf- inna ættingja og vina. Eiginkonu og fjölskyldu sendi ég samúðarkveðju. Reynir Jónasson. Nú hefur hann Hilmar á ellefu kvatt þetta líf. Við vorum góðir grannar í tæplega 50 ár. Það eina sem skildi lóðir okkar að voru rifs- berjarunnar sem húseignirnar áttu og nytjuðu sameiginlega. Þau Steinunn fluttu í hverfið um tveimur árum á eftir okkur og áttu þá tvo drengi á svipuðum aldri og eldri synir okkar. Nú að leiðarlokum þökkum við Hilmari langa og minnisstæða samfylgd og sendum Steinunni og börnum þeirra hjóna innilegar samúðarkveðjur. Kristín og Hörður á Lindarhvammi 13. Hilmar Örn Gunnarsson ✝ Dóra Erna Ás-björnsdóttir fæddist í Borg- arnesi 30. apríl 1933 og ólst þar upp. Hún lést 6. október 2014 á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi. Foreldrar henn- ar voru Ásbjörn Jónsson, f. 8. ferbrúar 1907, d. 12. janúar 1999, og Jónína Ólafsdóttir, f. 13. október 1907, d. 22. maí 1995. Systkini Dóru Ernu eru: María, f. 17. ágúst 1931, Sjöfn, f. 22. febrúar 1938, Sonja, f. 22. febrúar 1938, og Jón Halldór, f. 15. október 1945. Hinn 20. febrúar 1952 giftist Dóra Erna Sigurgeir Ingimars- syni, f. 5. maí 1929, trésmíða- urnar a) Erna, f. 1976, eiginmaður hennar er Helgi Kjartansson, f. 1970, og eiga þau börnin Kjartan, f. 1996, Halldór Fjalar, f. 2000, og Þór- eyju Þulu, f. 2004. b) Ása, f. 1981, eiginmaður hennar er Ey- þór Árnason, f. 1981, eiga þau börnin Emmu, f. 2002, Ara Æv- ar, f. 2008, Ernu Óðnýju og Guðrúnu Árnýju, f. 2014. Með húsmóðurstörfum vann Dóra Erna almenn skrif- stofustörf við byggingafyr- irtæki þeirra hjóna. Árið 1976 hóf hún störf sem læknaritari við Heilsugæstustöðina í Borg- arnesi. Árið 1981 fluttust þau í Mosfellsbæ og starfaði hún sem læknaritari við Heilsugæslu- stöðina í Árbæ næstu árin. Þá starfaði hún á Bókasafni Mos- fellsbæjar í nokkur ár og síðast sem ritari við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar. Dóra Erna tók virkan þátt í starfi Oddfellow- reglunnar um árabil. Útför Dóru Ernu fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 17. október 2014, og hefst athöfnin kl. 14. meistara frá Akra- nesi. Synir þeirra eru: 1) Ásbjörn, f. 1952, eiginkona hans er Kristín Siemsen, f. 1953. Börn þeirra eru a) Gústav Magnús, f. 1978, eiginkona hans er Guðný H. Indriðadóttir, f. 1979, og eiga þau synina Ásbjörn Óla, f. 2005, og Indriða Dag, f. 2009, b) Dóra Erna, f. 1982, sonur hennar er Aron Ernir, f. 2011 og c) Birna Kristín, f. 1993. 2) Óðinn, f. 1958, d. 2014, sambýliskona hans var Bente Ingela Åsengen, f. 1965, sonur þeirra er Geir Ísak, f. 2001. Börn Óðins og fyrrverandi eig- inkonu hans, Guðrúnar Hall- dórsdóttur, f. 1958, eru dæt- Elsku besta amma mín. Það er erfitt til þess að hugsa að geta ekki lengur slegið á þráð- inn eða komið í heimsókn til þín. Frá því að ég fyrst man eftir mér hefur þú spilað svo stórt og mikilvægt hlutverk í lífi mínu. Það var alltaf gaman að koma til ykkar afa, hvort sem það var í Borgartangann, Víkina eða hvar sem var. Það voru alltaf einhverjir óút- skýrðir töfrar sem fylgdu því að vera hjá ykkur. Þú varst alltaf góð, gafst þér tíma til að hlusta á það sem á mér brann og hvatt- ir mig áfram í því sem mig lang- aði til að gera. Það var sama hvað á gekk, þú varst alltaf til staðar fyrir mig, kletturinn sem aldrei bifaðist. Og tilhugsunin um að þessi klettur myndi einn daginn hverfa var víðs fjarri. Þú sagðir að börnin héldu þér ungri. Ég held að það hafi verið rétt. Ég sá það þegar barna- barnabörnin fóru að koma í heiminn hversu ótrúlega mikið þau gáfu þér. Þú varst ekki lengi að setjast hjá þeim, leika við þau og lesa fyrir þau. Og þú varst ekki lengi að samþykkja það að gerast dagmamma fyrir 3 mánaða Ara Ævar þegar við þurftum á því að halda. Ég gleymi því ekki hversu ljúft það var að fylgjast með þér búa hann út í vagn. Þegar þú varst búin að klæða hann sastu alltaf örlitla stund lengur með hann og söngst hann í svefn. Vænt- umþykjan var svo augljós að það var dásamlegt á að líta. Það var ómetanlegt að fá að vera með þér síðasta spölinn. Þegar þú kvaddir fékk ég það á tilfinninguna að þú hafir verið tilbúin, þér hafi verið lyft upp og þú borin ljúflega inn í annan heim. Heim þar sem vel var tekið á móti þér. En þó þú hafir kvatt þennan heim mun minning þín búa í hjarta mínu og huga eins lengi og ég lifi. Ástarþakkir fyr- ir allt, elsku amma. Þar til næst, þín Ása. Drottinn eitt sinn Dóru skóp og Dóra út í vorið hljóp með sitt nýja afl og þor út í lífsins ljósa vor. Grös að grænka um hæð og Holt og hjartað smátt sló – þúsund volt. Já ótal urðu ævispor út í hið bjarta lífsins vor. Og nú hún kveður með kurt og pí – í kærleik aftur orðin ný – með sinn mikla mennska sjóð móðir, amma – mild og góð. Sjónstjörnur barna með ást og yl eru það fegursta sem er til. Þær verði henni stjörnur um guð- legan geim glitrandi bjartar – að lýsá henni heim. Blessuð sé minning þín. Sjöfn og Vígþór. Það var glatt á hjalla þegar við fjölskyldan renndum í hlaðið á Borgarbrautinni eftir óskap- lega langa ferð. Alla vega töld- um við systkinin að það hlyti að hafa liðið að minnsta kosti heil eilífð síðan við settumst upp í Willysinn norður á Hólmavík um morguninn, ef ekki tvær. Mikið rosalega gat það tekið langan tíma að komast norðan af Ströndum og suður í Borg- arnes. En þegar Dóra frænka tók á móti okkur á tröppunum, með sitt glettna bros, leið ferða- þreytan úr okkur á örskots- stundu og tilhlökkunin um kom- andi daga hreiðraði um sig í staðinn. Margir sæludagar framundan. Sumardagar þar sem við nutum þess að vera í heimsókn hjá Dóru frænku sem var svo endalaust skemmtileg. Sumardagar þar sem við vorum aldrei skömmuð fyrir hin ótrú- legustu uppátæki heldur ýtti Dóra fremur undir að við nýtt- um ímyndunaraflið og hvatti okkur áfram í alls kyns vesen sem flestir aðrir hefðu frekar reynt að draga úr. Sumardagar þar sem hlegið var frá morgni til kvölds enda hafði hún Dóra frænka einstaka kímnigáfu sem henni tókst með fágun og yf- irvegun að krydda með alla til- veruna. Sumardagar við lestur bókmennta. Sumardagar með sérvöldu tónaflóði. Sumardagar á Hvanneyri og í Vík. Sumar- dagar þar sem við drukkum í okkur sögur við skrítna en skemmtilega háa eldhúsborðið hennar Dóru. Hlátur, gleði og gaman. Hvernig var þetta aftur? Var alltaf sól hér sunnanlands í þá daga? Þannig er það – í það minnsta í minningunni. Já, það er svo margs að minn- ast núna þegar við kveðjum hana Dóru frænku. Mikið er gott að eiga núna í sorginni allar þessar minningar um einstaka konu sem hafði lag á því að láta okkur, sem í kringum hana vor- um, líða vel og vera glöð og kát. Og hvetja okkur til dáða. Hún hafði meira að segja lag á því að láta renglulegan ungling, sem hafði af töluverðri vankunnáttu málað litríka mynd af tunnu, líða eins og heimsfrægum myndlistarmanni með því að kaupa verkið og borga fyrir það með beinhörðum peningum. Og láta það svo hanga uppi í stof- unni hjá sér í öndvegi árum saman. Magnað! Já, svona var hún Dóra frænka mín. Um leið og ég hugsa til hennar af miklu þakklæti fyrir að hafa verið svo heppin að eiga hana að veit ég að ég mun sakna hennar mikið. Hún var engri lík. Elsku Geiri, Ási og allt fólkið hennar Dóru, við Onni og krakkarnir okkar allir sendum ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Megi minningin um öldungis frábæra konu styrkja ykkur í sorginni. Sif Vígþórsdóttir. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.