Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 9
STÓRGLÆSILEGDRESS FRÁ GERRYWEBER Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.laxdal.is Skoðið laxdal.is/parís 20% afsláttur FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mér finnst þetta kerfi fáránlegt og virðingarleysið fyrir tíma fólks ótrú- legt,“ segir eldri borgari í Reykjavík sem gagnrýnir þjónustu heilsugæsl- unnar í Árbæjarhverfi. Hann hafði á dögunum samband við stöðina og óskaði eftir tíma hjá heimilislækni sínum, en fékk þá þau svör að biðin væri einn mánuður. Þó væri hægt að komast að hjá öðrum lækni eftir tíu daga. Þriðji möguleikinn var skyndi- tími hjá lækni sem byðist samdægurs ef hringt væri við opnun stöðvarinnar næsta dag Allt bókað og ekki biðlisti „Ég tók þessu og rétt fyrir klukk- an átta næsta dag settist ég við sím- ann og byrjaði að hringja. Fyrst fékk ég nætursímsvarann, en svo varð klukkan átta og þá var á tali. Alls 35 sinnum hringdi ég stanslaust og allt- af á tali nema hvað símsvarinn greip hringinguna og 31 sinni hlustaði ég á ýmsar almennar upplýsingar um stöðina og þjónustu hennar,“ segir viðmælandi blaðsins. Og hann heldur áfram: „Loks fékk ég samband við af- greiðsluna. Þá var klukkan orðin hálfníu og ég búinn að sitja við, sam- viskusamlega, í hálftíma. Bar ég þá upp erindið, að ég óskaði eftir skynditíma samdægurs hjá lækni. Var þá svarað að því miður væri allt þennan daginn fullbókað. Það sem kom mér mest á óvart var að ekki væri hægt að skrá sig á biðlista fyrir næsta dag. Reglur leyfðu slíkt ekki. Ég átti semsagt að sitja aftur við næsta morgun og næstu daga þar til ég fengi tíma.“ Viðmælandi Morgunblaðsins segir fleira gagnrýnivert í því fyrir- komulagi sem gildir. Með því til dæmis að skrá fólk ekki á biðlista sé væntanlega lítið vitað um hver raun- veruleg þjónustuþörf sé. Farið að ganga á lyfjaskammtinn „Niðurstaðan af þessu er sú að ég fæ ekki tíma hjá mínum heimilis- lækni, sem ég nauðsynlega þarf, enda á lyfjum sem vinna gegn blóð- fitu og nú er talsvert farið að ganga á síðasta skammt úr apótekinu. Ungi lækirinn sem ég talaði við á dögunum vildi fátt gera, svo sem taka blóð- prufu, og bar við að hann gæti ekki tekið fram fyrir hendurnar á sér- fræðingnum. Svona rekst hvað á ann- ars horn og allt hjá þessari heilsu- gæslustöð er mjög misvísandi.“ Heilsugæslan svaraði í 35. hringingu og allt fullbókað Þórólfur Árnason, forstjóri Sam-göngustofu, segir í athugasemd tilMorgunblaðsins að mikilvægt sé að tryggja góða samvinnu við báta- smiði sem og aðra í siglingaiðnaði á Íslandi. Helsta verkefni stofnunar- innar sé þó að tryggja öryggi á sjó. Tilefni athugasemdarinnar er grein í Morgunblaðinu í gær þar sem fram kemur í máli Sverris Bergssonar, framkvæmdastjóra Seiglu, gagnrýni á stofnunina og að til standi að stofna hagsmuna- samtök aðila í þessum iðnaði. Þórólfur segir að til að tryggja öryggi í samgöngum þurfi að full- nægja ítrustu öryggisskilyrðum „enda hefur tekist að fækka bana- slysum á sjó gífurlega sl. áratugi með vönduðum vinnubrögðum“. Samgöngustofa leggur áherslu á að samvinna við bátasmiði hefjist strax á hönnunarstigi. „Skila þarf inn teikningum áður en smíði skips- ins hefst svo tryggja megi öryggi og hagkvæmni. Berist Samgöngu- stofu teikningarnar seint, jafnvel þegar bátasmíðin er á lokastigum, er erfiðara og kostnaðarsamara að bregðast við athugasemdum. Hvert skip er einstakt og taka þarf mið af aðstæðum og útbúnaði hverju sinni en þó samkvæmt tilteknum reglum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að tryggja góða samvinnu Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Siffonmussur Verð kr. 12.900| Str. s-xxl Kringlunni 4c Sími 568 4900 Gallabuxur margar gerðir og litir Verð14,990,-stk. KRINGLUKAST 20% afsláttur af öllum vörum Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Alþjóða heilsu Qigong félagið WORKSHOP Heldur kynningarnámskeið 24.-27. október 5 helstu ástæður þess að iðka qigong Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi í heilsurækt þarsem saman fer qi, semmerkir “lífskraftur”, og gong, semmerkir “nákvæmar æfingar”. 1. Aukin vellíðan og lífsþróttur Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi, jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról. 2. Dregur úr þrálátum sársauka Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt. 3. Betra blóðstreymi Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið súrefnisflæði í líkamanum. 4. Dregur úr spennu Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi. Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð. 5. Byggir upp sjálfsvirðingu Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega. Skráning í síma 5538282 DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.