Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 17
yfir að ráða mjög öflugum vélbúnaði af ýmsu tagi sem ekki væri til ann- ars staðar á Íslandi og þótt víðar væri leitað. „Þetta eru til dæmis 5 ása vatnsskurðarvélar fyrir nánast öll efni, allt frá þykku stáli niður í þunnt gummí,“ segir hann. Ýmsir aðilar hafi leitað eftir því að fá að komast í þessar vélar og hafi Rafnar haft nokkrar tekjur af því að selja þá þjónustu.. „En þetta er alveg óviðkomandi okkar meginstarfsemi sem verður að framleiða báta sem byggja á okk- ar skrokkhönnun,“ segir Björn. Hann segir að fyrirtækið hafi við prófanir sínar átt samstarf við Land- helgisgæsluna sem sýnt hafi starf- seminni mikinn áhuga og haft bátinn Leiftur til prófunar um skeið. Hefur hann verið prufusigldur um þrjú þúsund sjómílur. Höfuðstöðvar Skipasmíðastöð Rafnars ehf. er í rúmgóðu húsnæði við Vesturvör í Kópavogi. Ljósmyndir/Rafnar ehf. Búnaður Hjá Rafnari eru öflug og eftirsótt tæki til skurðar og fræsingar. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. plastkúlur. Hann er fjölnota og á honum eru rennilásar þannig að hann getur myndað hring. Fyrir utan að gagnast við brjóstagjöf, er púðinn hannaður með það í huga að verðandi mæð- ur hvílist vel við að sofa við hann, að barnið geti hvílst á honum, t.d. á ferðalögum og þegar það er far- ið að sitja getur það setið inni í hringnum og fær þannig stuðning. Þá er hægt að breyta púðanum í lítinn stól eða koll með því að skipta um áklæði á honum. „Þetta er eiginlega eilífð- areign,“ segir Hildur. „Dóttir mín var tilraunadýr og við prófuðum okkur áfram þangað til við vorum ánægðar. Við höfum ekkert verið að flýta okkur, en eftirspurnin er einfaldlega orðin svo mikil að við ákváðum að stíga næsta skref.“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Í Garðabæ er eitt hæsta hlutfall eldri borgara á landinu og í lok síðasta árs var hlutfall þeirra bæjarbúa sem hafa náð 67 ára aldri rúm 12%. Í bænum starfar öflugt félag eldri borgara sem telur rúmlega 1.000 fé- laga og formaður þess er Ástbjörn Egilsson. Af fjölbreyttri starf- semi félagsins má ráða að margt brennur á fólki á þessum aldri í bænum og fátt er því óviðkomandi. „Við leggjum mikla áherslu á hollustu og heilbrigði, erum t.d. með sund og leikfimi. Einnig handa- vinnu, félagsvist og bridge,“ segir Ást- björn. „Við höldum fræðslufundi einu sinni í mánuði þar sem fjallað er um ýmis málefni sem brenna á félagsmönnum. Til dæmis kom formaður Lands- sambands eldri borgara á fund hjá okkur um daginn þar sem hún fór yfir helstu baráttumál eldri borgara.“ Auk þessa hefur á þess- um fundum verið fjallað um of- beldi gegn eldri borgurum, tann- heilsu og margt annað og í fyrra stóð félagið fyrir ráðstefnu um málefni eldri borgara í samstarfi við Garðabæ. Ferðalög og samstarf Að auki ferðast félagsmenn bæði innanlands og utan, t.d. lá leið þeirra til Ljubljana í Slóveníu fyrir skömmu og aukið samstarf við önnur félög á höfuðborgar- svæðinu er á döfinni. Að sögn Ástbjörns þykir sum- um það vera stórt skref að ganga í félag sem þetta. „Sumir kinoka sér við því, finnst að þeir séu þá orðnir óskaplega gamlir. En þetta er svo breiður hópur. Með bættri heilsu fólks geta eftirlaunaárin varað lengi, jafn- vel í 30 ár.“ Ástbjörn segir gott að vera eldri borgari í Garðabæ. „Ég held að það sé almennt álit fólks að svo sé. Það skiptir líka miklu máli að fá góðan stuðning bæj- aryfirvalda.“ annalilja@mbl.is Gott er að vera eldri borgari í Garðabæ Á ferðalagi Eldri borgarar í Garðabæ sóttu borgina Ljubljana heim fyrir skömmu. Kraftmikið félag Leiftur er þriðju kynslóðar frumgerð að aðgerða- slöngubát, hannaður frá grunni hjá Rafnari. Björn Jónsson segir að báturinn hafi reynst afar vel, sérstaklega hvernig hann ráði við erfiðar að- stæður á Íslandshafi og Norður-Atlantshafi. Skrokkurinn sé smíðaður eftir nýrri hönnun sem geri hann mjög stöðugan og vel stýranlegan. Hægt sé að taka 90° gráðu beygju á 40 hnúta hraða án þess að slá af eða vera nokkurn tímann hræddur um að detta útbyrðis. Báturinn fari einstaklega vel með áhöfn- ina í slæmu sjólagi. Báturinn hefur reynst afar vel LANDHELGISGÆSLAN PRÓFAR SLÖNGUBÁT FRÁ RAFNARI Heilsulausnir • Hefst 27. október kl. 7:20, 12:00 og 17:30 • Kennt þrisvar í viku • Á námskeiðinu er unnið með hreyfingu, næringu, skipulag daglegs lífs og hugarfar Að námskeiðinu standa m.a. hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar, læknir, næringarfræðingur, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar. Kynningarfundur mánud. 20. október kl. 17:00 12 mánaða námskeið að léttara lífi Léttara líf í Heilsuborg Heilsuborg er líkamsrækt þar sem boðið er upp á heildstæða þjónustu í átt að betri heilsu og líðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.