Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014
Komust í úrslit Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hóf keppni á Evrópumótinu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, varð í öðru sæti í forkeppninni og komst örugglega í úrslit mótsins.
Árni Sæberg
Eiga 25 ára og eldri
erindi í framhalds-
skóla? Stutta svarið er
já. Enn um sinn eiga
eldri nemendur erindi í
framhaldsskóla; ætli
þeir séu ekki tæplega
4.000 um þessar mund-
ir, sumir í fullu námi,
en líklega fleiri í hluta-
námi með vinnu. En nú
skal draga nót að
lengra svari. Rök fyrir þessu eru tví-
þætt. Annars vegar brottfall úr
framhaldsskólum mörg undanfarin
ár, hins vegar síðbúin ákvörðun um
starfsnám. Brottfall úr framhalds-
skólum hefur verið ein höf-
uðmeinsemd skólakerfisins hér á
landi þótt nokkuð hafi skánað eftir
hrun. Brottfall á sér ýmsar ástæður:
Óskynsamlegt námsval – nem-
endur velja nám sem þeir ráða illa/
ekki við.
Of margir nemendur ljúka
grunnskóla án þess að geta lesið sér
til gagns.
Framhaldsskólar eru of eins-
leitir/bókmiðaðir.
Of margir nemendur velja gegn
áhugasviði sínu; athuganir sýna að
margir nemendur velja
bóknám þótt áhugi
þeirra beinist að öðru,
líklega allt að því þriðj-
ungur.
Dulda námskráin
innrætir nemendum og
foreldrum meiri virð-
ingu fyrir bóknámi en
verk- eða listnámi. (Þú
átt að taka stúdents-
próf. Svo getur þú gert
það sem þér sýnist.)
Hófleg vinna með
námi.
Vísast mætti brytja smærra en
þessir þættir hygg ég að ráði mestu.
Og hvað er þá til ráða? Náms- og
einkum starfsráðgjöf þarf að vera
markviss og hefjast fyrr. Auk þess
verða fyrirtæki að opna dyr sínar
fyrir nemendum þannig að þeir geti
mátað sig við starfsvettvanginn;
Landspítalinn hefur verið til fyrir-
myndar að þessu leyti. Nemandi
sem ekki er hraðlæs lendir strax í
vandræðum í framhaldsskóla,
dregst aftur úr, gefst upp – því að
námið er bókmiðað; ætli láti ekki
nærri að helmingur sé bóklegur í
stærstu starfsmenntaskólum lands-
ins. Dulda námskráin eða óskrifaða
námskráin stýrir miklu í skólakerf-
inu, m.a. viðhorfum foreldra og ekki
síst viðhorfum kennara; hér má t.d.
nefna þá virðingarröðun sem gildir
um framhaldsskóla í höfuðborginni.
Bókvitið verður ekki í askana látið,
sögðu bændur forðum daga. Þeir
þurftu þá að fóðra lamb fyrir prest-
inn, gjalda sýslumanni skatt. Það
voru hinir bóklærðu. Nú er askurinn
fullur af bókviti fremur en verkviti
þótt samfélagið kalli á fjölbreyttari
verkfærni því að einungis með því
móti verður framleiðni efld til jafns
við nágrannalönd. Vinna með námi
hefur lengi tíðkast og verið skóla-
yfirvöldum og kennurum þyrnir í
augum. Mjög hófleg vinna af þessu
tagi spillir engu fyrir þann nemanda
sem er á réttri hillu, en hefur eyði-
lagt nám fjölmargra sem eyddu
meiri tíma í önnur störf en námið. Sá
sem hér skrifar minnist þess að hafa
einu sinni borið brigður á að nem-
andi hafi verið veikur og fékk þá
þetta svar: „Víst var ég veikur. Ég
var meira að segja svo veikur að ég
mætti ekki í vinnuna.“ Þeir sem bera
þessa virðingu fyrir námi og skóla-
starfi sjá hlutina frá sjónarhóli sem
ekki er nýtilegur til menntunar.
Brottfall verður viðvarandi nema
bætt verði úr ofangreindum atrið-
um. Stytting framhaldsskóla kann
að milda það, en einungis ef fram-
haldsskólar bjóða upp á fjölbreytt-
ara starfs- og listnám og þjóðfélagið
metur það jafngilt og bóknám. Þang-
að til eiga allir að fá inngöngu í fram-
haldsskóla til að ljúka námi, líka full-
orðnir. Það er þjóðhagslega hag-
kvæmt og það eykur lífshamingju
þeirra sem spjara sig. Atvinnulífið
fær glaðari þegna til starfa. Það er
rándýrt og beinlínis sóun á fjár-
munum að byggja hér upp tvöfalt
kerfi, annað fyrir unglinga, hitt fyrir
fullorðið fólk eins og raunin er á
Norðurlöndum. Við eigum að greiða
fullorðnu fólki leið til að ljúka námi í
framhaldsskóla, annars vegar með
sveigjanlegum námsleiðum (skóla-
sókn, kvöldskóli, fjarnám), hins veg-
ar með námslánum og náms-
styrkjum.
Meðalaldur nemenda í starfsnámi
losar nú 25 ár. Fyrir því eru ýmsar
ástæður:
Rangt námsval í upphafi
Brottfall úr skóla af einhverjum
ástæðum
Þjónkun við ríkjandi sjónarmið
(„Þú skalt fyrst o.s.frv.“)
Lítil starfsráðgjöf í grunnskóla
Það segir sig sjálft að velji þriðj-
ungur grunnskólanema námsbraut í
trássi við getu og áhugasvið þá flosn-
ar margur upp úr námi og hverfur út
á vinnumarkað – og finnur þar fjöl-
ina sína, kemur síðan aftur í (annan)
skóla og lýkur námi, ýmist til starfa
eða þá stúdentsprófs. Menn máta sig
við störfin, finna hvað þeim líkar og
sækja síðan menntun í kjölfarið til
að tryggja framtíð sína. Það er sam-
félaginu hagfellt. Miðað við núver-
andi starfsráðgjöf í skólakerfinu og
lokaðar dyr í fyrirtækjum þá er
harla ólíklegt að 16 ára unglingur
velji upp á eigin spýtur að læra pípu-
lagnir, vélvirkjun, lyfjatækni eða
grafíska hönnun, svo nokkrar starfs-
greinar séu teknar sem dæmi. En
hafi viðkomandi fengið fræðslu um
námið, fengið að reyna sig við starf-
ið, verið nokkra daga í fyrirtæki, þá
eru meiri líkur á skynsamlegu náms-
vali. Þá snarfækkar þeim sem koma
fullorðnir í skóla – nema í endur-
menntun, en það er önnur saga.
Eftir Sölva
Sveinsson » Það segir sig sjálft
að velji þriðjungur
grunnskólanema náms-
braut í trássi við getu og
áhugasvið þá flosnar
margur upp úr námi.
Sölvi Sveinsson
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Eiga 25 ára og eldri erindi í framhaldsskóla?
Þann 9. október sl.
kvað Hæstiréttur Ís-
lands upp dóm í máli
Samkeppniseftirlitsins
gegn Vífilfelli hf. Sá
sem hér heldur á penna
gætti hagsmuna Víf-
ilfells í málinu. Með
dómi sínum staðfesti
Hæstiréttur þá niður-
stöðu héraðsdóms að
úrskurður áfrýjunar-
nefndar samkeppnis-
mála og þar með einnig ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins í máli gegn
Vífilfelli skyldi felldur úr gildi. Dæmt
var að Vífilfell skyldi fá endurgreidda
stjórnvaldssekt sem félaginu hafði
ranglega verið gert að greiða, að fjár-
hæð 80 milljónir króna, með drátt-
arvöxtum auk málskostnaðar.
Forsaga málsins var sú að Sam-
keppniseftirlitið ákvað að eigin frum-
kvæði sumarið 2007 að taka til athug-
unar hvort Vífilfell væri
markaðsráðandi fyr-
irtæki og hvort fyrir-
tækið hefði misnotað
markaðsráðandi stöðu
sína með viðskipta-
samningum við við-
skiptavini. Til þess að
félag geti talist mark-
aðsráðandi samkvæmt
samkeppnislögum þarf
það að búa yfir svo mikl-
um efnahagslegum
styrkleika að það geti
hegðað sér á markaði án
tillits til keppinauta, við-
skiptavina og neytenda.
Þótt Vífilfell sé öflugt fyrirtæki er
augljóst að það getur ekki hegðað sér
án tillits til aðalkeppinautar síns sem
allir vita hver er og þaðan af síður án
tillits til viðskiptavina sinna sem sum-
ir hverjir eru meðal fjársterkustu fyr-
irtækja landsins. Engu að síður
komst Samkeppniseftirlitið að þeirri
niðurstöðu í mars 2011 að Vífilfell
væri markaðsráðandi og sektaði fyr-
irtækið vegna ætlaðra brota gegn
samkeppnislögum um kr. 260 millj-
ónir. Í október 2011 féllst áfrýj-
unarnefnd gagnrýnislaust á ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins að því frá-
töldu að álögð stjórnvaldssekt var
lækkuð í kr. 80 milljónir.
Í forsendum dóms Hæstaréttar
kemur fram að krafa Vífilfells um
ógildingu sé tekin til greina þar sam-
keppnisyfirvöld hafi ekki lagt grunn
að réttri skilgreiningu markaðar
málsins með fullnægjandi rannsókn
af sinni hálfu en á þetta hafði Vífilfell
margsinnis bent undir rannsókn
málsins hjá samkeppnisyfirvöldum.
Ef markaður máls er ranglega skil-
greindur eru allar ályktanir málsins
ómarktækar, svo einfalt er það.
Með dómi Hæstaréttar lauk rúm-
lega 7 ára baráttu Vífilfells sem valdið
hefur félaginu miklum skaða í formi
beins kostnaðar og ómælds tíma
stjórnenda og starfsmanna sem betur
hefði verið varið í uppbyggilegra
starf. Mestu skiptir þó að með því að
fyrirtækið hefur ranglega þurft að
bera þann stimpil að vera markaðs-
ráðandi um árabil hefur samkeppn-
isstaða fyrirtækisins skekkst með til-
heyrandi tjóni fyrir það og á
endanum neytendur.
Samkeppniseftirlitið var ekki lengi
að birta viðbrögð sín við dómi Hæsta-
réttar. Búast hefði mátt við að eft-
irlitið bæðist afsökunar á mistökum
sínum og gæfi jafnvel fyrirheit um
bætt vinnubrögð. Það var öðru nær. Í
tilkynningu eftirlitsins segir að rann-
sókn þess hafi verið fullnægjandi,
sem vekur auðvitað furðu í ljósi nið-
urstöðu Hæstaréttar. Jafnframt er
með ómálefnalegum hætti látið að því
liggja að meginsjónarmiðum Vífilfells
í málinu hafi verið hafnað, svona eins
og að Vífilfell hafi tapað málinu jafn-
mikið og Samkeppniseftirlitið.
Klykkt er út með því að Samkeppn-
iseftirlitið muni allt eins byrja allt
málið upp á nýtt!
Viðbrögð Samkeppniseftirlitsins
eru með ólíkindum. Það mikla vald
sem þessu stjórnvaldi er fengið er
vandmeðfarið. Fyrirtæki sem verða
fyrir ásökunum Samkeppniseftirlits-
ins um samkeppnisbrot verða sam-
stundis fyrir skaða, jafnvel þótt síðar
komi í ljós að enginn grundvöllur var
fyrir ávirðingunum. Ofbeiting sam-
keppnisreglna, eins og í tilviki Víf-
ilfells og raunar fleiri fyrirtækja,
dregur úr samkeppni með tilheyrandi
tjóni fyrir neytendur og samfélagið í
heild. Mikilvægt er að markaðsaðilar
og neytendur geti borið traust til
Samkeppniseftirlitsins. Trúverð-
ugleiki þess og áfrýjunarnefndar
samkeppnismála, sem hefur beðið
augljósan hnekki í kjölfar dóms
Hæstaréttar, verður ekki end-
urheimtur með hótunum þess sem
allt þykist best vita.
Eftir Heimi Örn
Herbertsson » Búast hefði mátt
við að eftirlitið
bæðist afsökunar á
mistökum sínum og
gæfi jafnvel fyrirheit
um bætt vinnubrögð.
Það var öðru nær.
Heimir Örn
Herbertsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
hjá LEX lögmannsstofu.
Furðuleg framganga Samkeppniseftirlitsins