Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Landsvirkjuner eitt mikil-vægasta fyrirtæki á Íslandi og hefur í eðli sínu slíka yfirburðastöðu og einokunarstöðu, að eðlilegast er að það sé í ríkisins eigu eða í sam- eign ríkisins og helstu sveitar- félaga, eins og áður var og fór vel á. Það er heldur ekki óeðlilegt að fyrirtækið horfi til þeirra sjón- armiða sem mestan stuðning hafa á Alþingi og í ríkisstjórn á hverj- um tíma, þ.e. í málefnum virkj- anakosta og stærstu viðskipta- vina. En þar með hefur fyrirtækið ekki afsalað sér því að láta sjónarmið sín heyrast, þótt þau kynnu að vera önnur en fyrrnefnd sjónarmið. Á síðasta kjörtímabili gekk Landsvirkjun lengra í þjónkun sinni við stjórnvöld en áður hefur gerst. Það var ekki aðeins, að fyrirtækið gerði aldrei nokkurn ágreining við stöðnunarstefnu fyrrverandi ríkisstjórnar í mál- efnum sem snertu fyrirtækið. Forystumenn þess gengu miklu lengra en það. Þeir gerðu tor- tryggilega stefnu þeirra, sem áð- ur höfðu komið að uppbyggingu Landsvirkjunar með glæsibrag og gert hana að því stórveldi sem hún er í dag. Gengið var lengra. Látið var undan þrýstingi stjórn- valda og tekið þátt í því að magna upp hræðsluáróður um þau ósköp sem myndu gerast leyfði þjóðin ekki þeim Jóhönnu og Steingrími að troða Icesave-samningunum ofan í kokið á sér. Var sú framkoma með ólíkindum. Vindmyllubreiður sem útbía landslagið víða erlendis eru neyðarbrauð þjóða sem búa við slaka kosti í raforkumálum. Þær eru síst ásjálegri en raforkumöstur sem fara í taugarnar á mörgum hér á landi og hægt er að fækka smám saman, þar sem kostnaður við jarðstrengi fer lækkandi. En ókostir vindmylla, sem möstrin hafa ekki, eru margir. Þeim fylgir mikill og óþægilegur há- vaði og þær sálga milljónum fugla árlega. Íslendingar þurfa sem betur fer ekkert á vindmyllum að halda. Þó ákvað Landsvirkjun í bríaríi að reisa tvær slíkar. Einu rökin fyrir því, að kasta hundruðum milljóna á glæ í slíkt verkefni, gat verið ef Landsvirkjun taldi óupp- lýst, hvort vindar blésu á Íslandi og treysti ekki Veðurstofunni til að veita upplýsingar um það. Ákafi fyrirtækisins við að vinna við svokallað „sæstrengs- verkefni“ er eiginlega enn skrítn- ari, þótt þar fylgi hvorki hávaða- mengun né fugladráp. Það mál er kynnt í óskiljanlegum sefjunar- stíl, sem er þessu mikla fyrirtæki ekki sæmandi. Það er ágætt að Landsvirkjun hefur ekki klínt sér pólitískt með sama hætti utan í núverandi ríkisstjórn eins og hina síðustu. En óneitanlega er skrítið að hún sé enn föst þar. Landsvirkjun er fyrirtæki með burði til að færa Íslend- ingum björg í bú} Neðansjávar vindmyllur næst? Nú er talið að tíumanns með norskan bakgrunn, sem börðust í röðum íslamista, hafi fallið í átökum í Sýrlandi. Öryggisþjónusta norsku lögreglunnar telur að um 60 manns með norsk- an bakgrunn, eins og það er orð- að, hafi farið til Sýrlands að berj- ast. Flestir hafa þeir barist undir merkjum öfgasamtakanna Ríkis íslams, sem lýst hefur yfir stofn- un ríkis, kalífats, á yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi, en nokkr- ir hafa barist með liðsmönnum öfgahreyfingarinnar Nusra. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um þennan straum frá Noregi til Sýrlands, sem hefur frekar aukist eftir að Ríki íslams lýsti yfir stofnun kalífatsins frek- ar en hitt. Lars Gule, sérfræð- ingur um öfgahreyfingar við Há- skólann í Ósló og Akershus, telur alls ekki víst að það fæli frá þegar norskur vígamaður sé veginn í Sýrlandi, það sé jafnvel keppi- kefli að verða píslarvottur. Noregur er ekkert einsdæmi í þessum efnum. Ungir menn og jafnvel konur streyma til Sýr- lands alls staðar að úr Evrópu til að leggja Ríki íslams lið. Það er mörgum ráðgáta hvernig fólk uppalið í lýðræð- isríki getur aðhyllst slíkar öfgar. Meðal þeirra, sem farið hafa til Sýrlands, eru að minnsta kosti tíu Norðmenn, sem hafa snúist til ísl- ams, að því er talið er. Í norskum miðli var fjallað um einn þeirra. Vinir hans sögðu að hann hefði verið uppátækjasam- ur, en ljúfasti drengur. Eftir að hann tók saman við músl- imastúlku tók hann að breytast. Hann lét sér vaxa skegg og ávarpaði vini sína með trúarlegri kveðju. Þegar hann fékk stutt- aralegt hæ á móti brást hann hinn versti við. Einn góðan veðurdag var hann svo kominn til Sýrlands. Einhvern tímann munu ein- hverjir þessara manna snúa aftur til Noregs, hertir í eldi átaka og öfga. Munu þeir vera tilbúnir að snúa aftur til fyrra lífs? Munu þeir geta búið í samfélagi sem þeir fyrirlíta og verið til friðs? Er Sýrland útungunarstöð næstu kynslóðar hryðjuverkamanna líkt og Afganistan áður fyrr? Þetta er flókinn vandi, sem verður að bregðast við af fullri alvöru og hörku, án þess þó að láta freistast til að afnema réttarríkið, sem við erum að verja. Er Sýrland útungunarstöð næstu kynslóðar hryðjuverkamanna? } Þegar vígamennirnir koma heim S tundum er því haldið fram að ekk- ert sé jafn íhaldssamt og skóla- og menntakerfið. Þegar breytingar séu lagðar til ryðjist hver um ann- an þveran til að vera á móti þeim, þrátt fyrir að augljóst sé að núverandi skipu- lag gangi ekki. Nýverið var greint frá fyrirhuguðum breyt- ingum á skipulagi framhaldsskólanna í þá veru að nemendur sem eru eldri en 25 ára og hyggja á nám til stúdentsprófs skuli stunda nám sitt annars staðar en í framhaldsskól- unum. Þetta hefur vakið geysihörð viðbrögð og helst mætti skilja af umræðunni að búið sé að harðbanna fólki yfir tilteknum aldri að fara í skóla. Þessar umdeildu breytingar fela fyrst og fremst í sér að þeir sem hefja nám eldri en 25 ára sæki hér eftir aðrar menntastofnanir en hefðbundna framhaldsskóla, eins og t.d. símenntunarmiðstöðvar, há- skólabrýr eða fullorðinsfræðslumiðstöðvar. Í nágranna- löndum okkar, sem við viljum gjarnan bera menntakerfi okkar saman við, er fyrirkomulagið áþekkt og þessar breytingar kveða á um. Ekki verður séð af tillögunum að námsmöguleikar fólks á þessum aldri skerðist, mennt- unin mun einfaldlega fara fram annars staðar. Eitt af markmiðunum er að styrkja stöðu eldri nem- enda og sinna betur þörfum þeirra sem hljóta oft á tíðum að vera talsvert aðrar en þeirra sem nýskriðnir eru úr grunnskóla. Það hefur ekki verið gert hingað til með nú- verandi fyrirkomulagi og ekki hafa heyrst nein haldbær rök fyrir því að einstaklingur á fimmtugsaldri eða jafnvel eldri þurfi bráð- nauðsynlega að vera í sama skóla og 16 ára unglingur. Það er löngu tímabært að skoða aðrar leið- ir í skipulagi framhaldsskólamenntunar og bara það að hvergi sé brotthvarf jafnmikið og hér segir okkur að það er eitthvað verulega mikið að. Því hefur verið fleygt fram í þessari umræðu að brotthvarf sé minna meðal þeirra framhaldsskólanemenda sem komnir eru af hinum hefðbundna menntaskólaaldri. Það er ekki rétt, því samkvæmt skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins voru 40% þeirra sem hættu námi á síðustu önn, þ.e. vorönn 2014, eldri en 20 ára. Gæti þetta háa hlutfall brotthvarfsnemenda í þessum aldurs- hópi verið vegna núverandi skipulags? Að framhalds- skólarnir, sem gjarnan eru tengdir við unglingsárin og allt sem þeim tilheyrir, höfði einfaldlega ekki sem skyldi til eldra fólks? Brotthvarf er ekkert einkamál þeirra nemenda sem ákveða einhverra hluta vegna að hætta námi áður en þeir ljúka því, heldur er það rándýrt þjóðfélagsvandamál sem kostar 14 milljónir á hvern nemanda sem hverfur frá námi. Hver sú leið, sem líkleg er til að draga úr brott- hvarfi og þar með minnka þennan gríðarlega kostnað, hlýtur að eiga skilið að vera skoðuð með jákvæðu hug- arfari. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Má ekki breyta neinu? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Vel hefur verið fylgst með þvíhvert gas frá eldgosinu íHoluhrauni berst um land-ið og hefur Veðurstofan gefið út spár um dreifinguna á hverj- um degi undanfarið. Gasið getur enda haft áhrif á heilsufar fólks. Við ákveðnar staðbundnar aðstæður get- ur styrkur gassins mælst hár í ein- hvern tíma á ákveðnum stöðum. Hef- ur íbúum á svæðum sem gasið hefur lagt yfir þá í sumum tilfellum verið ráðlagt að forðast áreynslu utandyra eða jafnvel halda sig innandyra vegna þess. Gasið sem stígur upp úr iðrum jarðar er samsett úr ýmsum efna- samböndum en það er fyrst og fremst brennisteinstvíoxíð sem getur haft áhrif á heilsu manna. Það er ertandi lofttegund sem getur valdið einkenn- um í öndunarfærum, ekki síst hjá þeim sem eru veikir fyrir, til dæmis af hjarta- eða öndunarfæra- sjúkdómum ef styrkur þess í and- rúmslofti verður mikill. Margfalt magn Áætlað er að á bilinu 20.000-60.000 tonn af brennisteinstvíoxíði losni út í andrúmsloftið á hverjum degi frá gosinu. Frá upphafi gossins hafa því fleiri milljónir tonna af efninu losnað. „Þetta er svona skrilljónbilljóntala eins og krakkarnir segja en ef við horfum á allt Evrópusambandið, allar samgöngur, öll skip, allar verk- smiðjur og orkuver, þá eru það 14.000 tonn á dag,“ segir Þorsteinn Jó- hannsson, sérfræðingur í loftmengun hjá Umhverfisstofnun. Til enn frekari samanburðar má nefna að álverið í Reyðarfirði losar um sextán tonn af brennisteinstvíildi á ári. Alls losa jarðvarmavirkjanir um 68.000 tonn af brennisteins- tvíildisígildum á ári. Allt það gas dreifist þó ekki yfir byggð heldur dreifist um lofthjúpinn með veðrum og vindum. Stundum ber vindáttin gasið þó yfir þéttbýlis- staði og við vissar aðstæður, til dæm- is í miklu logni og þurrviðri, getur styrkur brennisteinsgassins í loftinu orðið hár yfir einhvern tíma. Þorsteinn segir að áður en gosið hófst hafi hæsti styrkur brennisteins- tvíoxíðs mælst í Hvalfirði skammt frá álverinu á Grundartanga þegar vind lagði beint yfir mælistöð þar. Þá var styrkurinn 200 míkrógrömm á rúm- metra. Því til samanburðar hafa hæstu toppar vegna umferðarþunga við Grensásveg í Reykjavík mælst um 20-30 míkrógrömm á rúmmetra. Ársmeðaltalið þar er um þrjú míkró- grömm. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að styrkur á bilinu 0-300 míkrógrömm hafi yfirleitt engin áhrif á heilsufar fólks. Ekki til að fara af hjörunum Frá því að gosið hófst hafa metin hins vegar verið slegin eitt af öðru, að sögn Þorsteins. Á Reyðarfirði mæld- ust gildi upp á 4.000 míkrógrömm á rúmmetra í september en langhæsta gildið mældist í Reykjahlíð, 5.800 míkrógrömm, 1. október. Í toppnum þar fyrir norðan var sólarhringsmeð- altalið 400. Slíkur styrkur getur vald- ið óþægindum hjá þeim sem eru veik- ir fyrir en hæstu topparnir eru slíkir að heilbrigt fólk er líklegt til að finna fyrir einkennum. Mælt er með því að fólk haldi sig innandyra við slíkar að- stæður. „Þetta er kannski ekki neitt til að fara af hjörunum yfir en það er ágætt að fylgjast vel með á meðan þetta ástand gengur yfir og forðast óþarfa útiveru í miklum styrk. Þegar styrk- urinn er yfir 300-600 míkrógrömmum að láta krakkana ekki út að leika. Gera allt til að minnka hversu mikilli mengun þú andar að þér,“ segir hann. Meira en samanlögð losun ESB-landa Morgunblaðið/Árni Sæberg Brennisteinsgas Mikið magn af brennisteinskoltvíoxíði streymir upp í eld- gosinu í Holuhrauni. Það hefur dreifst yfir byggð víðsvegar um landið. Brennisteinstvíoxíð er ein helsta ástæðan fyrir svonefndu súru regni. Það getur valdið skemmdum á gróðri, eytt skóg- um og stuðlað að skemmdum á byggingum og öðrum mann- virkjum. Ekki hefur þó orðið vart við súrt regn hér á landi frá því að eldgosið í Holuhrauni hófst, skv. upplýsingum Veðurstofunnar. Grannt er hins vegar fylgst með og hafa sýni verið tekin reglu- lega úr vatni um allt land án þess að vart hafi orðið við að súrt regn hafi fallið frá því byrj- aði að gjósa. Ekki orðið vart hér SÚRT REGN Morgunblaðið/Golli Gas Jarðhitavirkjanir eru alla jafna helsta uppspretta SO2 í lofti hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.