Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com T il bo ði n gi ld a 16 .- 20 .o kt ób er 20 14 eð a m eð an bi rg ði r en d as t. 5.640,- Divine budda Divine Oil 4 ml og Divine Cream 8 ml.il bo ði n gi ld a 16 .- 20 .o kt ób er 20 14 eð a m eð an bi Hvað er nýtt í haust? Fyrir rúmri viku tapaði Sam-keppniseftirlitið, SKE, í Hæstarétti máli sem það hefur rek- ið í sjö ár gegn Vífil- felli vegna ásakana um misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu. Fréttir af óförunum komu sér afar illa fyrir SKE, enda ljóst að ríkið hef- ur haft gríðarlegan kostnað af málarekstr- inum, auk þess sem fyrirtækið sem í hlut á hefur aug- ljóslega orðið fyrir miklum bú- sifjum.    Í beinu framhaldi af þessu áfallier lekið í Kastljós Ríkisútvarps- ins frétt þess efnis að SKE hafi kært stóru skipafélögin fyrir meint brot á samkeppnislögum. Forsvars- menn skipafélaganna eru sagðir hafa verið kærðir og heyra fyrst af þeirri kæru í fjölmiðlum eftir lekann.    Þessi leki er heppilega tímasett-ur fyrir SKE, sem heyr nú harða baráttu við fjárveitinga- valdið vegna áforma um sparnað og hagræðingu í rekstri ríkisins, með- al annars með sameiningu stofnana.    SKE telur sig þurfa að sanna til-verurétt sinn og mikilvægi og hefur meðal annars fengið fyrrver- andi formann sinn, Gylfa Magnús- son, til að skrifa minnisblað um að eftirlitið hafi skilað gríðarlegum ávinningi fyrir samfélagið. Rök- stuðningurinn er veikur og án hjálpar lekans hefði SKE átt erfitt með að ná eyrum almennings um meintan árangur sinn.    Verður hjá því komist að rann-saka þennan leka? Mun SKE ekki fara fram á að hann verði rannsakaður? Snýst þetta ekki um trúverðugleika þess? Og trúverðug- leika annarrar lekarannsóknar? Vel tímasettur leki um samkeppnismál STAKSTEINAR Veður víða um heim 16.10., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 3 alskýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 1 snjókoma Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 6 léttskýjað Helsinki 2 léttskýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 12 alskýjað London 17 léttskýjað París 17 alskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 12 skýjað Vín 19 skýjað Moskva 2 súld Algarve 22 léttskýjað Madríd 21 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 22 skýjað Aþena 26 skýjað Winnipeg 12 skýjað Montreal 16 skúrir New York 18 alskýjað Chicago 12 alskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:25 18:03 ÍSAFJÖRÐUR 8:37 18:00 SIGLUFJÖRÐUR 8:20 17:43 DJÚPIVOGUR 7:56 17:30 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Áhrif átaka sem nú eiga sér stað í nágrenni aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins (NATO), aukin hætta og nýjar ógnir ættu að leiða til þess að hernaðarbandalagið verði öfl- ugra. Þetta kom fram í máli Birgis Ármannssonar, formanns utanríkis- málanefndar Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi Varð- bergs, samtaka um vestræna sam- vinnu og alþjóðamál í gær. Áminning um mikilvægi NATO Vísaði Birgir til átakanna í austur- hluta Úkraínu, Sýrlandi og Írak og í Líbíu. Þeir atburðir hefðu opnað augu margra fyrir mikilvægi NATO. „Staðreyndin er sú að þegar al- varlegt hættuástand skapast í næsta nágrenni og ógn steðjar jafnvel að einstökum aðildarríkjum, þá er NATO sá aðili sem litið er til, sá vettvangur þar sem menn samræma viðbrögð og aðgerðir og sá aðili sem menn treysta á, ef illa færi. Atburða- rásin hefur því verið áminning um mikilvægi NATO sem grundvall- arstoðar í vörnum í okkar heims- hluta,“ sagði Birgir. Staðsetningin enn mikilvæg Hvað varðar Ísland sagði Birgir engan vafa fyrir sitt leyti um að að- ildin að NATO ásamt varnarsamn- ingi við Bandaríkin væri grundvall- arstoð í varnar- og öryggismála- stefnu landsins. Það mikilvægi hafi frekar aukist en hitt í ljósi atburð- anna sem hann hafði áður rakið. Þá kom hann inn á þær breytingar sem eru að verða á norðurheim- skautssvæðinu sem leiði til aukins mikilvægis Íslands í alþjóðapólitísku tafli. Í því samhengi væri samstarf við NATO-ríki lykilatriði. „Ljóst er að staðsetning Íslands á miðju Norður-Atlantshafinu er auð- vitað enn mikilvæg út frá strateg- ísku sjónarmiði og sú þróun sem orðið hefur á norðurheimskauts- svæðinu hefur kannski opnað augu manna aftur, bæði austan hafs og vestan, fyrir því,“ sagði hann. Morgunblaðið/Golli Varðberg Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Augu opnast fyrir mikilvægi Íslands Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur telur að stuðn- ingur stjórnar Skógræktarfélags Íslands við lagningu vegar um Teigsskóg í Þorskafirði sé ekki í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi í ágúst sl. Tekur stjórn Skóg- ræktarfélags Íslands fram að hún styður ekki ályktun stjórnar SÍ. Nýlega sendi Skógræktarfélag Íslands frá sér ályktun ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum þar sem fram kemur sú skoðun að ekki sé ástæða til að leggjast gegn umræddri vegagerð þar sem aðeins lítill hluti af skóg- lendinu við vestanverðan Þorskafjörð fari undir veg. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur bendir á að aðrir kostir á veg- tengingum séu fyrir hendi. Með uppbyggðum vegi þar í gegn yrði eyðilagð- ur skógur á um sex hektara svæði auk þess sem gamalgróið vistkerfi skóg- arins yrði rofið. „Þeir eru ófáir sem líta svo á að þessi skógur sé gersemi sem beri að vernda.“ „Gersemi sem ber að vernda“ Birki Deilt er um mikilvægi skógar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.