Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs, semer sjálfstæð eining sem heyrir undir Orkustofnun. Verkefnisetursins er að finna leiðir til að spara orku á öllum víg- stöðvum. „Við erum t.d. mikið að skoða þessa stundina varmadælur fyrir rafkynt húsnæði. Þar reynum við að finna leiðir fyrir almenning og fyrirtæki til að spara rafmagnskostnað. Við vinnum líka í sam- göngumálum og viljum helst skipta um eldsneyti í þeim flokki sem allra fyrst.“ Sigurður hefur það annars gott í Eyjafjarðarsveitinni. „Ég stunda mínar íþróttir og útivist. Ég hef gaman af ýmsum hlutum en það er engin sérleg della sem ég er fastur í. Ég reyni t.d. að nýta þessa frá- bæru aðstöðu sem er hér til íþróttaiðkunar, en ég bý í þorpinu á Hrafnagili sem er rétt inn af Akureyri en þar er m.a. gott íþróttahús.“ Sigurður ferðast talsvert á vegum vinnunnar og er nýkominn frá Færeyjum. Þar var hann á fundi um stórskalavarmadælur sem nýta sjó til upphitunar í stórum veitum, en það er samnorrænt verkefni. Eiginkona Sigurðar er Brynhildur Bjarnadóttir, lektor í raungreinum við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Börn þeirra eru Valdís 15 ára, Katrín 13 ára, Sindri níu ára og Sölvi fjögurra ára. Sigurður hyggst taka það rólega í dag. „Ég ætla bara að hafa það huggulegt með mínum nánustu, það verða alltént engar forsetaveislur.“ Sigurður Friðleifsson er fertugur í dag Fjölskyldan að sprella Sigurður og Brynhildur ásamt börnum sínum fjórum, Sölva, Sindra, Valdísi og Katrínu. Leitar leiða til að spara orku Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Gullbrúðkaup Kjartan Hálfdánarson og Sigríður Hrefna Friðgeirsdóttir eiga gullbrúðkaup í dag, 17. október. Þau munu eyða deginum með börnum sínum. Árnað heilla 90 ára Á morgun, 18. október, verður ní- ræð frú Ragna Þorgerður Stef- ánsdóttir frá Reyðarfirði, búsett að Sogavegi 34, Reykjavík. Í tilefni af- mælisins mun hún taka á móti ætt- ingjum og vinum í safnaðarheimili Bústaðakirkju, laugardaginn 18. október á milli kl. 15 og 18. G ríma fæddist í Reykjavík 17.10. 1964 en ólst upp í Grundarfirði þar sem hún var fram á mennta- skólaár: „Ég ólst upp hjá mömmu, afa og ömmu. Afi var með verslunina Grund í Grundar- firði, fjölskylduverslun þar sem allt var til af öllu; matvöruverslun, kjöt- búð og vefnaðarvörudeild sem móðir mín sá um. Auk þess var verslunin mikilvæg félagsmiðstöð í plássinu þar sem fólk hittist og spjallaði sam- an um veðurfar og gæftir. Þessi dásamlega verslun skipar því stóran sess í mínum æskuminningum.“ Gríma fór suður í MR, lauk stúd- entsprófi 1984, fór síðan til Frakk- lands að læra frönsku í háskólanum í Nice, var eitt sumar au pair á Kors- íku og annað sumar að vinna á veit- ingastað þar. Gríma kom síðan heim, lærði frönsku við HÍ og í Toulouse í Frakklandi, lauk BA-prófi í frönsku og leiðsögumannsprófi, stundaði síð- an nám í uppeldis- og kennslufræði við HÍ og lauk þar prófi vorið 1991. Gríma kenndi við Menntaskólann á Laugarvatni 1991-92, starfaði hjá dótturfyrirtæki SH í París 1992-93, hóf þá aftur kennslu á Laugarvatni til 1996. Þá fluttu Gríma og fjöl- skylda hennar til Svíþjóðar þar sem eiginmaður hennar var í námi. Við heimkomuna hóf Gríma kennslu við MH og kenndi þar frönsku 1998-2001. Þá var gerð þriðja atlagan að Laugarvatni þar sem Gríma hefur kennt síðan. Með kennslunni á Laugarvatni var Gríma námsráðgjafi í hálfu starfi, hóf síðan nám í náms- og starfsráðgjöf við HÍ og lauk því 2006. Hún er nú náms- og starfs- ráðgjafi við ML og kennir þar frönsku. Eru að stofna ferðaskrifstofu Gríma hefur verið leiðsögumaður franskra ferðamanna hjá ýmsum Gríma Guðmundsdóttir, menntaskólak. og leiðsögumaður – 50 ára Kíkt á Parísarborg Gríma með börnunum, Veru, Emil og Minney, í Eiffelturninum fyrir tíu árum. Hlupu rauðvínsmaraþon Gríma og túristarnir Á Brennisteinsöldu við Landmannalaugar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.