Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is Það var ekki beinlínis hlaup-ið að því að finna húsnæðiá fyrstu starfsárum Tón-skólans en hann var stofn- aður í mars árið 1964 og hafði tón- skáldið Sigursveinn D. Kristinsson forgöngu um stofnun hans og byrj- aði með tvær hendur tómar. Heim- ili kennara skólans voru því nýtt til kennslunnar fyrst um sinn. Sjálfur gegndi Sigursveinn stöðu skóla- stjóra fyrstu tuttugu árin, samhliða kennslu. Árið 1985 tók frændi hans og nafni, Sigursveinn Magnússon, við stjórn skólans og gerir enn. Hann segir að frumkvöðullinn, frændi hans, hafi ásamt góðum hópi fólks rutt brautina og lagt grunninn að þeirri góðu tónlistarkennslu sem skólinn hefur nú boðið upp á í hálfa öld og vílaði enginn kennaranna fyrir sér að opna heimili sitt fyrir nemendum á þessum fyrstu árum. „Árið 1971 keypti skólinn húsnæði að Hellusundi 7 í Reykjavík og muna margir eftir honum þar. Þetta var þriggja hæða íbúðarhús sem breytt var í skóla. Þar var skólinn sín manndómsár og þrosk- aðist vel,“ segir Sigursveinn. Árið 1997 fluttist skólinn að Engjateigi 1 þar sem nú er stærsta starfsstöðin auk Hraunbergs í Breiðholtinu og Árbæjarskóla. Einnig er kennt í Dalskóla, Suðurhlíðarskóla, Breiða- gerðisskóla og Hólabrekkuskóla. Gildi tónlistarfræðslu Sigursveinn segist þakklátur fyrir hversu góður andi hafi alltaf ríkt í Tónskólanum. Bæði líði starfsfólki þar vel og nemendum. Gætum ekki án tónlistarinnar verið Þrautseigir tónlistarkennarar tóku að sér tónlistarkennslu í heimahúsum fyrir fimmtíu árum. Þá var Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar nýstofnaður en ekk- ert var húsnæðið. Því var kennt út um allan bæ en ekki leið á löngu áður en Sig- ursveinn ásamt samstarfsfólki fann hentugt húsnæði. Í dag er skólinn einn sá stærsti í Reykjavík með um 550 nemendur og um 60 tónlistarkennara. Hátíðarhöld Þann 30. mars varð Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar hálfrar aldar gamall. Af því tilefni komu nemendur fram í Eldborg. Það getur sannarlega verið ánægju- legt að segja vel valin orð í góðra vina hópi og uppskera hlátur og kátínu hjá viðstöddum. Það liggur sannarlega ekki eins vel fyrir öllum að tjá sig, hvort heldur sem er í ræðu eða í riti en öll ættum við þó að geta æft okk- ur í tjáningunni. Á vefsíðunni www. tilvitnun.is er að finna aragrúa snjallra tilvitnana, málshátta, orð- taka og spakmæla sem tilvalið er að skreyta mál sitt með. Þar eru svo dæmi sé tekið 778 orð- tök, 1.399 málshættir, 324 spakmæli og 1.354 íslenskar tilvitnanir. Hægt er að fá skemmtileg tölvu- skeyti send með því að skrá sig á póstlista síðunnar auk þess sem hægt er að fylgjast með á Facebook- síðu sem finna má undir tilvitnun.is. Ekki er verra að geta deilt með vin- um öllu því sniðuga sem finna má á síðunni með einum smelli. Vefsíðan www.tilvitnun.is Snjallt Fátt jafnast á við að hlusta á þá sem tjá sig fallega og skemmtilega. Slegið á létta en snjalla strengi Það verður létt stemning í menning- armiðstöðinni Gerðubergi í Breið- holti í hádeginu í dag. Leikinn verð- ur djass á milli klukkan 12.15 og 13.00 og að þessu sinni er flutn- ingur í höndum þeirra Leifs Gunn- arssonar sem leikur á kontrabassa, Ingridar Arkar Kjartansdóttur sem syngur og Kjartans Valdemarssonar sem leikur á píanó. Hádegisdjassinn er nýr í við- burðaröð Gerðubergs en á föstu- dögum í vetur er sérstök efnisskrá flutt og hún endurtekin á sunnu- dögum á milli klukkan 13.15 og 14.00. Umsjón hefur Leifur Gunn- arsson og skoða má dagskrána á vef Gerðubergs. Endilega … … hlýðið á hádegisdjass Djass Dagskrá vetrarins er fjölbreytt. Á morgun, laugardaginn 18. október, verður opnuð ný sýning í Hönn- unarsafni Íslands á Garðatorgi í Garðabæ. Sýningin nefnist Prýði og er unnin í samstarfi við Félag ís- lenskra gullsmiða sem heldur einmitt upp á 90 ára afmæli sitt í ár. Gripir eftir 40 gullsmiði prýða sýninguna og eru gullsmiðirnir á ólíkum aldri. Sumir hverjir hafa unnið við fagið í áratugi en aðrir skemur. Til að mynda eru nýútskrifaðir gullsmiðir á meðal sýnenda og í tilkynningu frá Hönn- unarsafni Íslands kemur fram að þátttaka hinna nýútskrifuðu skipti miklu máli þar sem sýningunni er ætlað „að varpa ljósi á þá breidd sem ríkir í íslenskri gullsmíði í dag“. Stærstan sess á sýningunni skipa skartgripir og eru þeir með fjöl- breyttasta móti. Bæði er þar að finna gripi þar sem efnisval er eftir hefð- bundinni nálgun og hins vegar ögr- andi andstæður sem byggjast á óhefðbundnum efnum og formum. Hönnun sýningarinnar var í höndum Helgu Sifjar Guðmundsdóttur og stendur sýningin til 25. janúar 2015. Gullsmiðir fagna 90 ára afmæli með sýningu Breiddin í íslenskri gullsmíði sýnd á Prýði í Hönnunarsafninu Skart Verk og efnisval eru ýmist eftir hefðbundinni nálgun eða óhefðbundinni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Frábært tilboðsver ð, aðeins 10.990.000 kr. 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, lyklalaust aðgengi og ræsing. Rafmagnshleri, Xenon og led ljós, panorama, Nappa leðursæti með hita og kælingu, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að framan og aftan. Alpine hljómkerfi með 8,4” snertiskjá, 40 GB hörðum disk, Bluetooth fyrir símann og tónlistina í símanum þínum. Bakkmyndavél, 8 gíra, sjálfskiptur, mjög fullkomið fjórhjóladrif með lágu drifi. V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 10,4 í blönduðum akstri og 8,2 í langkeyrslu, Rosalega flottir og vel búnir bílar. 17” álfelgur, lyklalaust aðgengi og ræsing. Rafmagnshleri, rafdrifnar afturhurðar, 7 manna. Glertopplúga, leðursæti með hita, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að aftan. Stow’n go, Xenon, Alpine hljómkerfi með 7” snertiskjá, 40 GB hörðum disk, Blue- tooth fyrir símann og tónlistina í símanum þínum. Bakkmynda- vél, Blue Ray DVD spilari með 2 skjám afturí og aukatengi möguleikum, HDMI, USB o.fl. V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 11,8 í blönduðum akstri og 9,4 á langkeyrslu, 6 gíra sjálfskiptur. Rosalega flottir, vel búnir og mjög rúmgóðir bílar. Jeep Grand Cherokee Overland 2014 Chrysler Town & Country Limited 2014 Við sérpöntumallar gerðirbíla frá USA og Evrópu Bestu lúxus jeppakaupin í dag Hin fullkomni fjölskyldubíll með öllum lúxus Frábært tilboðsver ð, aðeins 7.990.000 kr. Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - isband@isband.is - www.isband.is Opið alla virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga frá kl. 11-15 Komdu til okkar og skoðaðu stk . e f t i r 1 stk . e f t i r2 Skólastjórinn Sigursveinn Magnússon hefur gegnt stöðu skólastjóra Tón- skólans síðan 1985 og sést hér halda tölu á afmæli skólans fyrr á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.