Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014
!"
#$
#"
#
#"
#
%"#
$
$"!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!"
$
$$"
#
##$
#!
"
!!
$"%
%!
!#
#!
#"
$
###%
%"
!#
$"%
#% #
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Fjármálastöðugleikaráð hélt annan
fund sinn í fyrradag. Í frétt um fund
ráðsins kemur fram að ráðið telur jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum með besta
móti um þessar mundir ef frá er talinn
fjármagnsjöfnuður sem haminn er af
fjármagnshöftum. Þá eru helstu kerf-
isáhættuþættir hinir sömu og und-
anfarin misseri. Þótt eiginfjárstaða
bankanna sé sterk og ágætur hagnaður
af rekstri þeirra ber að hafa í huga að
óreglulegir liðir vega þungt í hagn-
aðinum. Útlán til einkageirans halda
áfram að dragast saman og útlánaskil-
yrði hafa lítið breyst á síðustu
mánuðum.
Jafnvægi að mati fjár-
málastöðugleikaráðs
● Paul Bisaro, starfandi stjórnar-
formaður Actavis, hefur verið nefndur
einn af þeim forstjórum í heiminum
sem náð hafa hvað mestum árangri á
liðnu ári samkvæmt árlegri samantekt
sem birtist í Harvard Business Review.
Paul Bisaro var forstjóri Watson
Pharmaceuticals þegar fyrirtækið
keypti Actavis árið 2012. Hann tók svo
við sem starfandi stjórnarformaður
þegar Brent Saunders var ráðinn
forstjóri Actavis fyrr á árinu.
Stjórnarformaður
Actavis á lista HBR
STUTTAR FRÉTTIR ...
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Sértækar greiðslur til heimila, á borð
við úttekt séreignarlífeyrissparnað-
ar, hafa að einhverju leyti ýtt undir
einkaneyslu almennings á árinu sem
nú er að líða. Greiðslurnar eru þrefalt
hærri en greiningardeild Arion
banka gerði ráð fyrir í upphafi árs og
munu í lok árs, samkvæmt nýrri
efnahagsspá bankans til ársins 2017,
nema tæpum þrettán milljörðum
króna. Virðist hluti af einkaneyslu al-
mennings hafa verið fjármagnaður
með sparnaði. Greiningardeildin ger-
ir ráð fyrir 4% vexti í einkaneyslu á
árinu 2014 og 3,4% á því næsta.
Regína Bjarnadóttir, forstöðumað-
ur greiningardeildar Arion banka,
telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur
af þessari þróun en hún kynnti efna-
hagsspá bankans á morgunfundi í
Arion banka í gær. Hún bendir á, að
frá og með áramótum verði ekki
heimilt að taka út séreignarlífeyris-
sparnað og ekkert bendi til þess að
heimildin verði framlengd.
Hún segir skuldaniðurfellingar
styðja spá greiningardeildarinnar
um vöxt einkaneyslu á þessu ári og
því næsta.
„Vissulega er 3,4% vöxtur í einka-
neyslu mikið en neyslan er samt sjálf-
bærari en var. Áður var hún að
stórum hluta drifin áfram af skuld-
setningu. Fólk eyddi meira en inn-
stæða var fyrir og skuldsetning jókst
mjög mikið. Við gerum ráð fyrir að
einkaneysla framundan verði frekar
studd af því fé sem fólk hefur á milli
handanna en ekki skuldum.“
Regína segir mikinn þrótt í kredit-
korta- og dagvöruveltu á fyrstu
tveimur ársfjórðungum 2014. Því sé
hins vegar spáð að draga muni úr
vexti einkaneyslu á þriðja fjórðungi
ársins. „Kreditkortavelta Íslendinga
er gífurleg erlendis sem bendir til
þess að eyðslan fari að einhverju leyti
úr landi. Hins vegar er mjög lítil
aukning innanlands. Þetta er auðvit-
að ekki jákvætt fyrir íslenska
verslun.“
Getum haldið jafnvægi án hafta
Aðspurð hvað hafi komið henni
mest á óvart í efnahagsspánni, svarar
hún: „Staðan sem við erum í núna,
sem er að sögn seðlabankastjóra
besta aðstaðan fyrir afnám hafta, er
frábrugðin þeirri stöðu sem áður var.
Á þeim tímum sem verðbólga var lág,
hefur þróunin yfirleitt verið sú að
innflutningur eykst, viðskiptahalli
verður viðvarandi og svo framvegis.
Núna eru aðstæður aðrar og undir-
liggjandi forsendur í hagkerfinu aðr-
ar. Við eigum raunverulega mögu-
leika á að halda verðbólgunni í
skefjum og halda jafnvægi áfram ef
við höldum vel á spöðunum.“
Mögulegt sé að viðhalda verðbólgu
lágri, að minnsta kosti í höftum. „Við
gætum líka haldið verðbólgunni lágri
eftir afnám hafta, ef okkur tekst að
halda krónunni stöðugri. Það getum
við gert með varúðarráðstöfunum, til
dæmis með takmörkunum á fjár-
magnsflutningum á milli landa. Pen-
ingastefna eftir afnám hafta skiptir
gríðarlega miklu máli.“
Neysla almennings studd
með sértækum greiðslum
Morgunblaðið/Þórður
Efnahagsspá Regína Bjarnadóttir segir skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar geta ýtt undir einkaneyslu.
Einkaneysla
» Greiningardeild Arion
banka spáir 4% vexti í
einkaneyslu á þessu ári og
3,4% vexti á því næsta.
» Almenningur virðist nota
sparnað að einhverju leyti til
að fjármagna einkaneyslu.
» Að sögn fyrirsvarsmanns
deildarinnar er um sjálfbæra
eyðslu að ræða, ólíkt
skuldadrifinni neyslu fyrri
ára.
Stefnir í að tæpir 13 milljarðar verði greiddir út til heimilanna á þessu ári
Fjölmiðasamsteypan 365 miðlar skil-
aði 746 milljóna króna hagnaði á síð-
asta ári, en hagnaður var 305 millj-
ónir árið á undan. Munar þar mestu
hlutdeild í framlagi dótturfélaga,
sem fór úr 85 milljónum króna í 544
milljónir, en í lok ársins var rekstur
Póstmiðstöðvarinnar seldur. Rekstr-
arhagnaður (EBIDTA) dróst saman
milli ára og fór úr 943 milljónum
króna í 787 milljónir á árinu 2013.
Eignir 365 um síðustu áramót
námu samtals 10,8 milljörðum króna
og voru óefnislegar eignir 6,2 millj-
arðar. Viðskiptavild er bókfærð á 5,6
milljarða króna. Eigið fé í árslok
2013 var 3,3 milljarðar króna og eig-
infjárhlutfall félagsins var 30,9%.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu hefur embætti ríkis-
skattstjóra krafið 365 um greiðslu
vegna endurálagningar tekjuskatts
vegna öfugs samruna. Málið tengist
kaupum Rauðsólar á 365 miðlum í
nóvember 2008 og samruna félag-
anna í kjölfarið. Vaxtagjöld lána,
sem tekin voru vegna kaupa Rauð-
sólar og nýtt hafa verið til skattafrá-
dráttar, nema alls 1.908 milljónum
króna. Fram kemur í ársreikningi að
365 miðlar hafi ekkert gjaldfært
vegna þessa og hyggist halda uppi
vörnum. Tapist málið geti það hins
vegar haft veruleg áhrif á eiginfjár-
og langtímastöðu félagsins.
Í ársskýrslu kemur fram að stjórn
hafi stefnt að 1.000 milljóna króna
hlutafjáraukningu á þessu ári. Að
sögn Sævars Freys Þráinssonar, for-
stjóra, lagði aðaleigandi félagsins,
Ingibjörg Pálmadóttir, því nýlega til
445 milljónir króna í nýtt hlutafé,
auk þess sem eigið fé félagsins muni
styrkjast um 354 milljónir gangi
samruni þess við Tal eftir. Frekari
hlutafjáraukning sé ekki fyrirhuguð
að svo stöddu.
Morgunblaðið/Ómar
Skattar 365 og ríkisskattstjóra
greinir á um skattafrádrátt.
746 milljóna kr.
hagnaður hjá 365
Ríkisskattstjóri
og 365 deila um
2 milljarða frádrátt
Friðrik A. Jónsson ehf - Miðhraun 13 - Garðabær - S: 552 2111 - www.faj.is
Siglinga- fiskileitar og fjarskiptatæki
SAILOR
Siglinga og fiskileitartæki
Fjarskipta og neyðartæki