Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ættir að láta slag standa og fram- kvæma hlutina eins og þú sérð fyrir þér að best verði. Ef þú hefur jákvætt viðhorf til lífs- ins er líklegra en ella að góðir hlutir hendi þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur lagt hart að þér að undan- förnu og auðvitað kemur það niður á öðru. Vertu óragur við að draga í land. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sérðu pappírshrúguna á borðinu þínu? Þig vantar ekki einkaritara, heldur klukkutíma í einrúmi og bunka af spaldskrám og bréfamöppum. Gættu þess bara að ganga ekki alveg fram af þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Aðrir eru furðu lostnir vegna viðhorfa þinna í dag. Farðu í bókabúð, á safn eða eitt- hvað sem þú ert ekki vön/vanur að fara. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er nauðsynlegt að kynna sér vel smáa letrið áður en skrifað er undir. Haltu þig við eitthvað einfalt og skorinort. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er engin minnkun að því að þekkja takmörk sín og viðurkenna þau. Reyndu þá að bregðast við því þar, en láttu ekki pirringinn bitna á þínum nánustu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga góða vini, svo leggðu þig fram um að halda þeim. Eyddu deginum í að leita að einhverju nýju í eigin fari sem þú getur látið þér falla í geð og dáðst að. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert fullur af krafti og iðar í skinninu að koma öllu því í verk sem hefur verið á biðlistanum. Ekki leyfa neinum að draga þig niður og ekki vera með leikaraskap. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver sem vill þér allt hið besta er að verða dálítið þreytandi. Ekki eyða orku í að reyna að sannfæra einhvern sem ekki er þér sammála. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugur þinn verður síkvikur á næstu vikum. Hann fær fjölda hugmynda um ferðalög, útlönd, útgáfu og fjölmiðlun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það eru ýmis smáviðvik sem þú þarft að leysa af hendi áður en þú getur tekið til við stóru verkefnin aftur. Merkilegt hvað örlitlar tilfæringar á húsgögnunum geta skapað mikla tilbreytingu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú færð góðar hugmyndir að breyt- ingum í vinnunni eða á heimilinu í dag. Von- andi þarftu ekki að vinna en ef það gerist skaltu nálgast viðfangsefnið af léttleika. Líf er í tuskunum víðar en áLeirnum. Hreinn Guðvarðar- son segir um „aumingja kallinn“ á Boðnarmiði: Sig illa við konurnar kynnti við karla þó enn síður lynti, svo loks sagði ‘ann takk við leiðindapakk og gekk bara í sjóinn – og synti. Jón Ingvar Jónsson segist reynd- ar eiga pínu bágt í augnablikinu: Þótt ég núna mikið mali mér er tregt um skrif. Helst ég vil í tonnatali taka verkjalyf. Og enn segir hann: Nú er heilsan heldur slök, hart er nú að þreyja. Eftir tvö, þrjú andartök ætla ég að deyja. En bætir síðan við: „Æi, er þetta ekki aumur Weltschmerz?“ Benedikt Jónsson er fullur sam- úðar en hefur þó varann á: Eflast megi andi þinn, einnig hressast búkurinn. En englareið um eterinn er ekki á dagskrá góurinn. Jón Arnljótsson segir að af grein í Mogganum hafi sér skilist að kett- lingar gætu kostað allt að 200.000. Margir eignast mikið fé, ef mjög er að þeim vikið, þó kýrverð fyrir kettling sé kannski heldur mikið. Áslaug Benediktsdóttir tók eftir því að Gunnar Bragi utanríkis hélt ræðu á einhverju þingi og talaði um að fjárfesta í mannauði. Í mannauð ég milljónir býð mest þó í Framsóknarlýð, ættjarðarvini af innlendu kyni, svo auðtrúa alla tíð. Sigurlín Hermannsdóttir Þessi limra er í tilefni af bleikum október, sem er árveknis- og fjár- öflunarátak Krabbameinsfélags- ins: Með limrurnar okkur við leikum um leið að við hugum að veikum. Og brátt sjáum hér að bygging hver er böðuð í ljósgeisla bleikum. Gunnar J. Straumland gleðst yfir litlu: Ég skundaði í minn skáldagarð og skrældi rót við auðnarbarð. Andans mikla afurð varð ofurlítið lambasparð. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Boðnarmiði og bleikum október Í klípu „ÞVÍ MIÐUR ER SKORTUR Á LEGUPLÁSSI. GÓÐU FRÉTTIRNAR ERU ÞÆR AÐ ÞÚ ERT MIKLU MEIRA SMITANDI EN HANN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÉG ÞARF AÐ VÉLRITA OG SINNA ÞANNIG SNATTI, VIL ÉG FÁ LAUNAHÆKKUN!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann hringir til þess að segja þér hve heitt hann saknar þín. ÉG ÞARF NÝTT ÁHUGAMÁL VAR EKKI NÓGU SPENNANDI AÐ SAFNA FLÖSKUTÖPPUM? KANNSKI GET ÉG BYRJAÐ Í FUGLASKOÐUN ÉG SÉ FYRIRSÖGNINA FYRIR MÉR... EÐA AÐ BERA KENNSL Á MISMUNANDI VIÐ! „KÖTTUR Í NÁGRENNINU FANNST DAUÐUR ÚR LEIÐINDUM NÁLÆGT KÍKI“ ÉG HELD ÁFRAM AÐ FITNA... ... OG ÉG HEF ÞUNGAR ÁHYGGJUR! SEGÐU MÉR ALLAN SANNLEIKANN, LÆKNIR... ...ÉG GET ÞOLAÐ HANN! BORÐA ÉG OF MIKIÐ? Íslendingar eiga besta knatt-spyrnulandslið Norðurlanda um þessar mundir. Íslendingar eru með „heitasta“ landsliðsþjálfara í Evr- ópu á þessum tímamótum. Knatt- spyrnusamband Evrópu, UEFA, valdi landslið Íslands sem landslið vikunnar og snillingurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2016, var í úrvals- liði UEFA eftir síðustu leiki keppn- innar. Þrátt fyrir þetta á Ísland ekki frambærilegan knattspyrnuvöll. x x x Knattspyrnusamband Íslandsundir styrkri stjórn Geirs Þor- steinssonar hefur látið teikna nýjan þjóðarleikvang í Laugardal með rými fyrir að minnsta kosti 15 þús- und manns í yfirbyggðum sætum. Geir bendir á í samtali við Morg- unblaðið í gær að KSÍ geti ekki eitt staðið að nauðsynlegum fram- kvæmdum. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að ríkið verði að koma að hugsanlegum framkvæmdum í Laugardal. x x x KSÍ hefur sýnt dug og þor í upp-byggingu knattspyrnunnar í landinu. Á annað hundrað sparkvell- ir hafa verið reistir vítt og breitt um landið með styrk frá KSÍ og UEFA og knattspyrnuhús hafa risið víða um land. Bætt aðstaða hefur skilað sér í betra knattspyrnufólki og nú er svo komið að karlalandsliðið á möguleika á að komast í úrslita- keppni stórmóts í fyrsta sinn. Verði draumurinn að veruleika í Frakk- landi sumarið 2016 fær KSÍ um einn milljarð króna frá UEFA í sinn hlut. x x x Víkverji er á því að borgar-yfirvöld, ríkisstjórn og fjár- festar eigi að stökkva á vagninn með KSÍ og koma upp yfirbyggðum knattspyrnuvelli með stúku allan hringinn. Svona mannvirki kostar mikla peninga en það skapar líka miklar tekjur. Í raun er Víkverji á því að taka eigi málið föstum tökum og því fyrr sem ráðamenn átta sig á mikilvæginu og taka rétta ákvörðun þeim mun betra fyrir þjóðina alla. Íþróttirnar eru helsta sameining- artákn hennar. víkverji@mbl.is Víkverji Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur. (Lúkasarguðspjall 6:36) Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25ÁRA 1988-2013 Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst ÞRÁÐLAUSIR HÁTALARAR - BLUETOOTH NÝTT X05 hátalararnir eru tilvaldir hvar sem er þar sem að þú vilt njóta tónlistar í gegnum snjallsímann eða spjaldtölvuna. Þeir eru með rafhlöðu sem endist allt að 8 tíma. Þú getur svarað símanum með honum líka. Þetta er sérlega vandaðir hátalarar sem er búnir til úr burstuðu áli sem er fáanlegt í rauðum, svörtum og silfurlit. Þú ert 2-3 tíma að hlaða hann með USB hleðslutæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.