Morgunblaðið - 17.10.2014, Page 13

Morgunblaðið - 17.10.2014, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Undirritað hefur verið sam- komulag milli biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur, og sr. Kristins Ágústs Friðfinnssonar, sóknarprests í Selfosspresta- kalli, um til- færslu í starfi. „Sr. Kristinn Ágúst telur að við sameiningu Hraungerðis- prestakalls og Selfosspresta- kalls árið 2009, þegar hann varð sóknarprestur í hinu sameinaða prestakalli, hafi honum ekki verið unnt að sinna sóknarprestsskyldum sínum í prestakallinu. Með þeirri ákvörðun að bjóða séra Kristni Ágústi samn- ing um tilfærslu í starfi er tekið undir það sjónarmið hans,“ segir í frétt á vef Biskupsstofu. Sr. Kristinn Ágúst mun verða sérþjónustuprestur Þjóðkirkjunnar og heyra beint undir biskup Ís- lands. Hann mun gegna sálgæslu og sáttamiðlun og sinna rannsóknum á því sviði, jafnframt því að sinna sér- stakri þjónustu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Þá mun hann taka að sér einstök verkefni fyrir biskup og annast afleysingaþjónustu. Séra Axel þjónar í vetur Auglýst verður eftir sóknarpresti og presti, sem munu taka við þjón- ustu sumarið 2015. Í vetur mun sr. Axel Árnason Njarðvík þjóna prestakallinu. Viðbótarprestsþjón- usta verður einnig tryggð og munu upplýsingar um hana berast síðar, segir í fréttinni. Auglýst eft- ir prestum á Selfossi  Biskup tekur undir sjónarmið prestsins Kristinn Ágúst Friðfinnsson Rauði kross Íslands opnar á sunnu- dag alls 48 fjöldahjálparstöðvar víða um land. Þetta er æfing þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér þennan þátt í almannavarnakerfinu, hvar lögregla, björgunarsveitir, slökkvilið, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri annast hver sinn þáttinn þegar vá steðjar á. Í þessu samspili er hlutverk Rauða krossins að sinna þeim sem hafa sloppið án líkamstjóns, en þurfa almenna aðhlynningu, fæði, klæði, mat og áfallahjálp. Á höfuðborgar- svæðinu eru fjölmargar fjöldahjálp- arstöðvar og á sunnudaginn frá kl. 11 til 15 verða tvær þeirra opnar, það er í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Stöðvarnar, sem opna má með skömmum fyrirvara, eru í flestum byggðum, gjarnan í skólum. „Þörfin fyrir opnun fjöldahjálpar- stöðva er á ýmsa vegu. Slíkt getur þurft til dæmis í rútuslysum og hús- brunum sem og náttúruhamförum,“ segir Björn Teitsson, upplýsinga- fulltrúi Rauða kross Íslands. „Fjöldahjálparstöð er nokkurs konar grind utan um félagslega þjónustu. Starfsfólk fjöldahjálpar- stöðva getur verið skipað fagfólki en yfirleitt eru sjálfboðaliðarnir veiga- mestir, nágrannar, vinir eða ætt- ingjar. Einmitt fólkið sem er best að hafa sér við hlið á erfiðri stundu,“ segir Björn Teitsson. Æfing eins og sú sem verður á sunnudaginn hefur ekki áður verið haldin. Segir Björn framtakið hafa vakið athygli hjá félögum Rauða krossins erlendis. sbs@mbl.is Opna fjöldahjálparstöðvar Ljósmynd/Jónas Erlendsson Björgun Í fjöldahjálparstöð í Vík í Mýrdal í Eyjafjallajökulsgosinu árið 2010.  Rauði krossinn þéttir raðirnar  48 stöðvar í æfingu Tæplega þrítugur maður var í gær dæmdur til fjög- urra mánaða fangelsisvistar, sviptur ökurétti ævilangt og til að greiða sakar- kostnað. Maðurinn gerðist sekur um að aka bíl undir áhrifum ávana- og fíkniefna sviptur ökurétti og að hafa fíkniefni í fórum sínum auk þess sem hann var fund- inn sekur um þjófnað. Hann hefur ítrekað gerst sekur um brot á fíkni- efnalöggjöfinni og verið staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna. Þetta er í fimmta skipti sem maðurinn er sviptur ökurétti ævilangt. Sviptur öku- rétti ævilangt í fimmta skipti Sviptur Ók ítrekað undir áhrifum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.