Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 „Hugmyndina að sýningunni fékk ég í sunnudagsbíltúr þegar ég sá einn flottasta regnboga sem ég hef á ævinni séð. Ég varð nauðsynlega að mynda hann og eigna mér hann, en reyndist þá bara vera með svart/hvíta filmu í vélinni sem var hálfkaldhæðnislegt því þá glataði ég allri litapallettunni,“ segir Lilja Birgisdóttir um fyrstu einkasýn- ingu sína, 40-42 gráður, sem opnuð verður í Gallerí Listamönnum á Skúlagötu 32-34 í dag kl. 17. „Í verkum mínum á sýningunni er ég að reyna að raða saman litum og endurgera eitthvað sem náttúr- an er þegar búin að fullkomna. Þannig að auðvitað mistekst manni hrapallega,“ segir Lilja kímin. Sýn- ingin samanstendur, að sögn Lilju, af ljósmyndaverkum, landslags- skúlptur og regnbogavél sem þjóna þeim tilgangi að velta upp mörkum náttúru, ljóss, lita og manns. Lilja lærði myndlist og ljós- myndun í Listaháskóla Íslands og Royal Academy of Arts í Den Haag. „Lilja hefur vakið verð- skuldaða athygli á síðustu árum fyrir verk sín, jafnt á sviði mynd- listar og hljóðlistar. Hljóðgjörn- ingur Lilju, The Vessel Orchestra, var opnunaratriði Listahátíðar í Reykjavík árið 2013. Á þessu ári hefur Lilja m.a. sýnt í Rawson Projects Gallery í New York,“ seg- ir í tilkynningu frá sýningarhald- ara. Regnbogi Lilja Birgisdóttir opnar fyrstu einkasýningu sína í dag. Hvað kemur í ljós við 40-42 gráður? Morgunblaðið/Ómar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndin Borgríki 2 - Blóð hraustra manna, sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Borgríki eftir leik- stjórann Ólaf de Fleur Jóhannesson, verður frumsýnd í dag. Auk þess að vera leikstjóri framhaldsmynd- arinnar skrifaði Ólafur handritið ásamt Hrafnkeli Stefánssyni og með aðalhlutverk fara Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Er- lendsdóttir, Ingv- ar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Sigurður Sig- urjónsson og Hilmir Snær Guðnason. Nokkrar per- sónur úr fyrri myndinni koma við sögu í Borg- ríki 2, leiknar af Ágústu Evu, Ingvari, Zlatko og Sig- urði en Ólafur segir þó ekki nauð- synlegt að hafa séð Borgríki til að njóta framhaldsins. „Það er margbú- ið að prófa það, myndin stendur á eigin fótum en það er náttúrlega bónus að hafa séð fyrri myndina,“ segir hann. Af VHS-kynslóðinni Myndin fjallar um Hannes, metn- aðarfullan lögreglumann sem lifir í skugganum af föður sínum sem er goðsögn innan lögreglunnar. Hann- es er ráðinn til starfa við innra eft- irlit lögreglunnar og lendir í kröpp- um dansi þegar hann hefur rann- sókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir að hafa fengið ábendingu frá fyrrverandi glæpafor- ingja sem situr í fangelsi. Hannes ætlar sér að slá tvær flugur í einu höggi, ná yfirmanninum og uppræta erlenda glæpaklíku sem er valda- mikil í borginni og fær lögreglukon- una Andreu til liðs við sig sem glímir Dýpri, breiðari og stærri  Lögreglumaðurinn Hannes ræðst gegn glæpasamtökum og spilltum yfirmanni fíkniefnadeildar í Borgríki 2  Mikilvægast að einbeita sér að vinnunni hjá leikurunum, segir leikstjórinn Átök Sérsveitarmenn, gráir fyrir járnum, búa sig undir átök í Borgríki 2, sjálfstæðu framhaldi Borgríkis. Leikstjór- inn segir ofbeldis- og átakasenur raunsæjar upp að vissu marki, á endanum sé myndin afþreying og bíó. við fortíðardrauga. Hannes kemst í bráða lífshættu, enda svífast glæpa- mennirnir einskis. Spurður að því hvort myndin sé í anda bandarískra glæpa- og lög- reglumynda segir Ólafur að hún sé það að einhverju leyti, e.k. banda- rísk-skandinavísk-íslensk blanda. „Svo spilar líka inn í að maður er af VHS-kynslóðinni, ólst nánast upp inni í VHS-tæki og þaðan koma alls konar straumar og stefnur.“ Vill ekki að framhaldsmyndin verði síðri en sú fyrri -Ef þú berð myndirnar tvær sam- an, Borgríki 1 og 2, er mikill munur á þeim? Mér skilst að þessi hafi verið mun dýrari í framleiðslu og meira í hana lagt. „Já, fyrri myndin var gerð af hópi sem langaði að gera verk í kjölfar hrunsins. Við fórum og skutum ódýra mynd, fólk gaf vinnuna sína og fékk hlutdeild á móti og það var lítið Öskubusku-ævintýri sem gekk upp. Núna fengum við stuðning frá Kvikmyndasjóði, endurgreiðslan hjálpar líka til og svo erum við með tvö erlend dreifingarfyrirtæki sem standa þétt við bakið á okkur. Þann- ig að Borgríki 2 er dýpri, breiðari og stærri, eins og gengur. Er þetta ekki það sama gamla, maður vill ekki að framhaldsmyndin verði síðri en sú fyrri?“ segir Ólafur og hlær. -Borgríki var fyrsta glæpa- og hasarmyndin þín og þú hlýtur að hafa lært mikið af því að leikstýra henni. Geturðu sagt mér í hverju það fólst og hvernig þú gast nýtt þér það við gerð framhaldsmyndarinnar? „Ætli það sé ekki fyrst og fremst reynslan af því að vinna með karakt- era. Það er sama hversu atriðin eru mörg eða stór, á endanum eru það alltaf karakterarnir sem bjóða áhorfendum inn í myndina. Það er alltaf mikilvægast að einbeita sér að vinnunni hjá leikurunum og svo þeg- ar kemur að útfærslum, áhættu- atriðum og slíku, þá leitar maður til fólks sem er sérfræðingar í því.“ -Þú leitaðir einmitt til lögreglu- manna þegar þú gerðir fyrri mynd- ina. Gerðir þú það aftur fyrir þessa? „Já, já og svo vorum við með hauk í hverju horni við útfærslur og ann- að,“ segir Ólafur. Myndin sé raunsæ upp að ákveðnu marki. „Á endanum er þetta afþreying; þetta er bíó. Heimurinn á að vera í samræmi við sjálfan sig,“ segir Ólafur. Líkamlegur klaufaskapur -Nú hefur töluvert verið fjallað um hversu mikið var lagt í slags- málaatriði myndarinnar. Í þeim naustu liðsinnis félaga þinna í Mjölni, var einhver einn þar sem sá um þá vinnu, slagsmálahönnun? „Já, Jón Viðar Arnþórsson, hann er algjör meistari. Þegar handritið var gert var einfaldlega skrifað að Jón Viðar sæi um ákveðna hluta. Hann skrifar og leikstýrir þessum atriðum og hans stefna er að það sé þyngdarafl í þessu, að þetta sé trú- verðugt. Að þetta sé ekki kungfú heldur líkamlegur klaufaskapur í þessu,“ segir Ólafur. Spurður að því hvort leikararnir hafi fengið að spinna eitthvað í tök- um segist Ólafur orðinn frekar íhaldssamur með árunum hvað varð- ar að fylgja handriti. Innan ramma hvers atriðis hafi leikarar þó fengið frelsi til að smyrja á hlutina með eðlilegum hætti. „Svo veit maður aldrei með leikarana, maður veit t.d. stundum ekkert hvað Ágústa Eva og jafnvel Ingvar ætla að gera og það er rosalega spennandi,“ segir Ólafur sposkur. Nýr leikstjóri fyrir endurgerð -Nú stóð til að endurgera Borg- ríki. Hvar er það mál statt? „Það er þannig statt að það var sett í endurgerð hjá New Regency stúdíóinu og er komið þaðan yfir á óháða aðila. Það er kominn nýr leik- stjóri að henni, James Mangold er að framleiða hana, hans fyrirtæki og konan hans og þau eru komin með nýjan leikstjóra sem ég held að ég megi ekki nefna. Það er verið að fjármagna hana, komið nýtt handrit og verið að reyna að finna einhverjar stjörnur,“ segir Ólafur. Ólafur de Fleur Jóhannesson Heimasíða Borgríkis 2: www.borgriki2.is. Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is Bandsög 100mm. Bandsög 260mm. Bandsög BS-260G Blað: 2455x27mm. Geta: = 277mm = 260x110mm. Mótor: 1000w. TT 388017 Súluborvél Súluborvél T-25A Mótor: 0,65 KW. 3Ph. 400 V MT3Festing: Færsla: 125mm Geta stál: 25mm Hraðar: 8 Gírar Þyngd: 190 kg. TT 390002 Bandslípivél Bandslípivél S-75 Slípiband: 75X2000mm. Mótor: 3000w. TT 389001 Bandsög BS-100 Blað: 1470x13mm. Geta: = 100mm. = 100x150mm. Mótor: 375w. TT 388001 349.000,- T i lboð 326.300,- T i lboð 134.900,- T i lboð 95.500,- Tilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.