Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014
Þjóðleikhúsið frumsýnir Karitas
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
í leikstjórn Hörpu Arnardóttur á
Stóra sviðinu í kvöld. Leikgerðina
unnu Ólafur Egill Egilsson og Sím-
on Birgisson upp úr metsölubók-
unum tveimur um listakonuna
Karitas. Með titilhlutverkið fer
Brynhildur Guðjónsdóttir, en verk-
ið fjallar um líf listakonu á fyrri
hluta síðustu aldar og hlutskipti
kvenna á Íslandi fyrr og síðar.
Ítarlegt viðtal verður við leik-
stjóra sýningarinnar í sunnudags-
útgáfu Morgunblaðsins um
helgina.
Ljósmynd/Eddi
Listakona Brynhildur Guðjónsdóttir fer með hlutverk Karitasar.
Karitas frumsýnd í Þjóðleikhúsinu
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kvikmyndahátíð Northern Wave
hefst í dag í Grundarfirði og stendur
yfir helgina, til og með 19. október, og
er hátíðin í ár sú sjöunda í röðinni.
Stjórnandi hátíðarinnar sem fyrr er
Dögg Mósesdóttir og var hátíðin
haldin árlega í mars þar til í fyrra
þegar hún var færð fram í október,
vegna mikils fjölda ferðamanna í
bænum í marsmánuði, til þess að nóg
gistirými væri í bænum.
Northern Wave er alþjóðleg stutt-
mynda- og tónlistarmyndbandahátíð
og er lögð áhersla á að finna nýjar
raddir í kvikmyndagerð, kynslóð
nýrra leikstjóra sem eru að fara nýj-
ar leiðir með kvikmyndatungumálið,
eins og Dögg lýsir því. Á hátíðinni er
keppt um verðlaun fyrir bestu ís-
lensku stuttmyndina, besta íslenska
tónlistarmyndbandið og bestu al-
þjóðlegu stuttmyndina og er efnt til
mikillar fiskiveislu á laugardags-
kvöldi þar sem veislugestir greiða at-
kvæði um besta fiskréttinn.
Leit að hæfileikafólki
Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er
Isabelle Fauvel. Hún situr í dóm-
nefnd hátíðarinnar fyrir bestu stutt-
myndina og er útsendari hæfi-
leikasmiðju alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðanna í Torino og Jerúsalem sem
hafa það að markmiði að finna hæfi-
leikaríka stuttmyndaleikstjóra. „Hún
verður með „master class“ á laug-
ardeginum og ætlar að fjalla um
stökkið úr stuttmynd yfir í lengri
verkefni og leiðbeina fólki um þennan
frumskóg sem liggur þar á milli,“
segir Dögg um Fauvel. „Þetta opnar
dyr að öðrum tengiliðum í brans-
anum sem eru mikilvægir,“ segir
Dögg. Fauvel starfi aðallega sem
handritsráðgjafi og reki fyrirtækið
Initiative Film sem veiti handrits-
ráðgjöf og stýri smiðjum á hinum
ýmsu hátíðum.
Í ár verður lögð áhersla á að sýna
það besta sem er að gerast í stutt-
myndabransanum með fjölda verð-
launamynda og í dómnefnd fyrir
bestu stuttmyndina sitja þær Kristín
Jóhannesdóttir leikstjóri, Guðrún
Edda Þórhannesdóttir framleiðandi
auk Fauvel. Áhorfendur kjósa hins
vegar besta tónlistarmyndbandið og
er það nýbreytni á hátíðinni.
Auk þess að bjóða upp á sýningar á
stuttmyndum og myndböndum og til
fiskiveislu verður boðið upp á tón-
leika á hátíðinni og koma fram að
þessu sinni Boggie Trouble, rapp-
arinn Sesar A, Bellstop og Diablo
quintet með Einar Melax, fyrrver-
andi liðsmann Sykurmolanna, í farar-
broddi.
Áhersla á verðlaunamyndir
Hvað varðar fjölda mynda sem
sýndar verða á hátíðinni segir Dögg
að þær séu óvenju fáar. „Við vorum
með 90 myndir í fyrra og fólk komst
ekki yfir að sjá þær allar þannig að
við ákváðum að hafa þær frekar færri
og setja fókusinn á verðlaunamynd-
ir,“ segir Dögg. Á hátíðinni verði m.a.
myndir sem sýndar hafa verið á virt-
ustu kvikmyndahátíðum heims, m.a. í
Cannes og í Berlín, sk. A-hátíðum.
Frekari upplýsingar má finna á
heimasíðu hátíðarinnar, northern-
wavefestival.com.
Hátíðarstund Dögg Mósesdóttir, stofnandi og stjórnandi Northern Wave, á
hátíðinni í fyrra. Hátíðin hefst í dag og er sú sjöunda í röðinni.
Það besta í stutt-
myndageiranum
Northern Wave hefst í Grundarfirði
„Þetta kom mér svo sannarlega á
óvart, enda hafa aldrei fleiri handrit
verið send inn eða alls fimmtíu tals-
ins,“ segir Guðni Líndal Benedikts-
son sem í gær hlaut Íslensku barna-
bókaverðlaunin 2014 fyrir sögu sína
Leitin að Blóðey. Bókin er sú 29.
sem hlýtur verðlaunin sem veitt hafa
verið frá árinu 1986. Að mati dóm-
nefndar þótti bókin geyma skemmti-
lega og spennandi sögu þar sem frá-
sagnargleðin væri í fyrirrúmi.
Leitin að Blóðey er fyrsta bók
Guðna, en hann hefur fengist all-
nokkuð við skrif á umliðnum miss-
erum. Hann lauk námi í hand-
ritaskrifum og leikstjórn frá
Kvikmyndaskóla Íslands 2012 og
hefur m.a. skrifað leikrit, sjónvarps-
handrit og smásögur. „Stuttmyndin
mín No homo var sýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes 2012 og
var valin besta íslenska stuttmyndin
á Reykjavík Shorts & Docs 2013,“
segir Guðni og bendir á að myndina
megi nálgast á vef Youtube.
Leitin að Blóðey fjallar, að sögn
Guðna, um afa sem segir barnabarni
sínu sögu á rúmstokknum. „Sagan
greinir frá því þegar ógurlegur
galdrakarl rændi ömmu og afi lagði
upp í ævintýralegan björgunarleið-
angur þar sem við sögu koma
galdramenn og ninjur, ljónhestar og
drekar, ófreskjur og tröll sem og
dularfull eyja sem hvergi finnst á
korti,“ segir Guðni og bendir á að af-
inn eigi sér fyrirmynd í föður hans.
„Þegar við Ævar bróðir vorum litlir
spann pabbi upp hinar skemmtileg-
ustu sögur fyrir háttatímann,“ segir
Guðni, en bróðir hans er Ævar Þór
leikari sem nýverið sendi frá sér
skáldsöguna Þín eigin þjóðsaga og
þeir verða með sameiginlegt útgáfu-
hóf í Eymundsson í Kringlunni á
morgun kl. 14. „Það má segja að
Leitin að Blóðey sé nokkurs konar
óður til míns sjö ára sjálfs. Þetta er
bókin sem ég hefði viljað lesa þegar
ég var krakki. Hún er mjög fjörug
og það sem kemst næst því að horfa
á spennandi ævintýramyndir á sjón-
varpsskjánum.“ Spurður hvort fleiri
bækur séu á teikniborðina svarar
Guðni játandi. „Ég er þegar farinn
að leggja drög að framhaldi á Leit-
inni að Blóðey, en ég sé fyrir mér
trílógíu um þennan ævintýraheim,“
segir Guðni og tekur fram að þessa
stundina sé hann einnig að vinna að
teiknimyndasögu, tölvuleik, þátta-
seríu og kvikmynd í fullri lengd.
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Ofurhetja Guðni Líndal Benediktsson titlar sig ofurhetju í símaskránni og
segir hægt að sýna hetjuskap með því m.a. að elta drauma sína.
Frásagnargleðin í fyrir-
rúmi í verðlaunabókinni
Guðni Líndal hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2014
BRÁÐSKEMMTILEG
MYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Ísl. tal
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
16
16
16
L
L
L
BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10
KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 3:50 - 5:50
KASSATRÖLLIN 3D Sýnd kl. 3:50
GONE GIRL Sýnd kl. 10
DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 8 - 10:20
TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40 - 8
SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 3:40
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM
EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í
HEIM EITURLYFJASALA
LIAM NEESON
ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON
MARGUR ER
KNÁR
ÞÓTT HANN SÉ
SMÁR...
-Empire
-H.S.S., MBL
★★★★★
-T.V., biovefurinn
★★★★★
-V.J.V., Svarthöfði.is