Morgunblaðið - 17.10.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Októberfest
í Veggsport
Persónulegt
þjónusta
og vinalegt
umhverfi
30% afsláttur í golfherminn
Skelltu þér í golf í góðu veðri
9 mismunandi golfvellir
2 fyrir 1 í skvass um helgar
Bjóddu vini þínum með í skvass!
„Þetta var ágætis ár. Fiskurinn var
yfirleitt þannig á miðunum að ódýrt
var að taka hann og gott verð fékkst
fyrir hann. Grásleppan var undan-
tekning, markaður fyrir hana var
slakur. Nú eru þó teikn á lofti um að
verð á grásleppuhrognum sé að
hækka,“ segir Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands smá-
bátaeigenda, en aðalfundur LS hófst í
gær.
Fram kom á fundinum að afli smá-
báta hefur aldrei verið meiri en á síð-
asta ári. Þá veiddu 1.118 bátar 88.260
tonn. Er þá lagður saman afli smá-
báta með aflamarki, krókaaflamarks-
báta og strandveiðibáta. Aflaverð-
mæti var samtals um 24 milljarðar og
útflutningsverðmæti 48 milljarðar.
Sveiflur hafa verið í mörkuðum
fyrir grásleppuhrogn. Eftir „gullárið“
2010 hefur verðið verið lágt, sér-
staklega síðustu tvö árin. „Nýjustu
fregnir af sölu á söltuðum hrognum
er að verðið er á uppleið á ný. Bestu
fréttirnar eru þó þær að karlarnir eru
búnir að selja allt og byrja nýja vertíð
án birgða. Það vekur vonir um að gott
verð fáist.“
Smábátar hafa verið að sækja í sig
veðrið í makrílveiðum og vilja stærri
sneið af þeirri köku. „Þessi veiðiskap-
ur á vel við smábátana. Þeir eru á
svæðum sem stærri skipin mega ekki
vera á og þar er makríllinn yfirleitt
stærri og lífríkið í mestri hættu fyrir
þessum fiski,“ segir Örn. Verðið
lækkaði á milli ára en Örn bendir þó á
að kaupendur greiði hærra verð fyrir
krókaveiddan makríl. „Við eigum
mikla möguleika þarna. Þess vegna
fannst okkur sárt að þurfa að hætta
veiðum í byrjun september. Við telj-
um að stjórnvöld eigi að auka við það
magn sem ætlað er smábátum.“
Fram kom á fundinum í gær að út-
flutningsverðmæti þeirra aflaheim-
ilda í makríl sem ekki voru nýttar á
síðustu vertíð svari til 1,6 milljarða.
„Þetta er beint tjón fyrir þjóðarbúið
og smábátasjómenn eru sárir yfir
þessu. Þeir eru rétt að byrja þennan
veiðiskap og telja ekki óeðlilegt að
gefa veiðarnar frjálsar á meðan menn
eru að ná tökum á þeim.“
helgi@mbl.is
Hækkandi verð á markaði
fyrir grásleppuhrogn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veiðar Smábátasjómenn hafa verið
duglegir við makrílveiðar.
Vilja frjálsar mak-
rílveiðar smábáta
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Gosið mallar áfram. Það hlýtur að
koma að því að það fjari út. Það er
núna hálfdrættingur á við það sem
var í upphafi, ef það nær því þá,“
segir Ármann Höskuldsson eld-
fjallafræðingur um stöðu mála við
Bárðarbungu.
Enn er mikil jarðskjálftavirkni
og sig í Bárðarbunguöskjunni.
Jarðskjálftarnir koma í hrinum
sem enda oft með stórum skjálfta.
Einn slíkur varð um miðjan dag í
gær, tæplega 5 að stærð. Kristín
Jónsdóttir, fagstjóri jarðvár hjá
Veðurstofu Íslands, segir að vís-
indamenn séu að velta því fyrir sér
hvort hreyfingar á hringsprungu í
öskjunni greiði aðgang vatns inn í
sprungurnar sem aftur örvi
skjálftavirkni.
Hópar vísindamanna nota tímann
núna, á meðan ekki eru miklar
breytingar á gosinu, til skoða nán-
ar ýmis gögn sem safnað hefur ver-
ið og spá í stöðuna. Það er gert á
vettvangi vísindamannaráðs
almannavarna og í minni hópum
um afmörkuð svið. Kristín segir
hugsanlegt að þessi vinna leiði til
endurmats á þeim möguleikum sem
helst eru taldir koma til greina um
þróun eldsumbrotanna.
Hraunrennslið skapar litla hættu
en gasmengun frá gosinu hefur
hinsvegar áhrif á fólk um allt land.
„Við höfum ekki þurft að glíma við
neitt þessu líkt frá því í gosinu í
Laka [Skaftáreldum 1783-1784].
Þetta er fyrsta eldgosið úr Bárðar-
bungu á þessari öld þekkingar,“
segir Ármann. Ástæða þessarar
miklu gasmengunar er að hans
sögn sú að kvikan kemur beint úr
möttli jarðar, hjarta Íslands, og
eðlilegt að það skili öðruvísi gosi.
„Aðalatriðið er að fólk viti hvað er í
gangi og þurfi ekki að vera með
neinar ímyndanir. Það hefur lengi
verið vitað að betra er að vita en
vita ekki hvað fólk er að ganga í
gegnum,“ segir Ármann.
Aðeins hálfdrættingur
Vísindamenn fara yfir gögn og endurmeta stöðuna Gasmengunin er helsta
vandamálið sem gosið skapar Kemur með kvikunni úr möttli jarðar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rauðglóandi Kvika og gas flæðir úr gígnum, eins og ferðafólk og ljósmyndari sáu í útsýnisflugi með þyrlu Norðurflugs í gær. Hraunið þekur 60 ferkílómetra.
Baugur Gífurlegt gasútstreymi fylgir kvikunni upp úr gígnum Baugi og dreifist með vindi um allt land.
Alþjóðleg talning á stjörnum á
næturhimninum hófst í dag og
stendur til loka þessa mánaðar.
Um árlegan viðburð er að ræða
og geta áhugasamir hér á norð-
urhveli jarðar tekið þátt með því
að telja stjörnurnar í stjörnu-
merkinu Svaninum og skráð nið-
urstöðurnar á alþjóðlegri vefsíðu.
„Þetta er gert út um allan heim.
Eftir því sem fólk sér fleiri stjörn-
ur í Svaninum því betri eru skil-
yrðin til stjörnuskoðunar. Fólk
þekkir þetta þegar það er fyrir
utan bæinn, þá sér það fullt af
stjörnum en svo eru þær færri í
þéttbýli,“ segir Sverrir Guð-
mundsson, ritari Stjörnuskoð-
unarfélags Seltjarnarness.
Svanurinn er eins og kross í
laginu og er hátt á himni í suðri
þessa dagana. Hægt er að nálgast
kort sem sýna staðsetningu hans á
Stjörnufræðivefnum sem og nán-
ari upplýsingar um talninguna.
Sverrir segir verkefnið vera
fyrir fólk á öllum aldri og fyrst og
fremst sé það persónulegt æv-
intýri að fara út og skoða stjörn-
urnar. Upplýsingarnar sem fólk
skráir nýtast þó til að bera saman
skilyrði til stjörnuskoðunar á
hverjum stað.
„Mér finnst mikilvægast að fá
fólk út til að skoða næturhimin-
inn. Stjörnurnar eru þarna fyrir
ofan okkur og eru alltaf aðgengi-
legar. Þú þarft ekki nein tæki eða
neitt. Fyrir mér er þetta gefandi
áhugamál og það er gaman að
geta þekkt stjörnumerki eins og
Svaninn, Karlsvagninn og geta
fundið Pólstjörnuna,“ segir Sverr-
ir.
Svanurinn Er eins og kross í laginu
og er hátt á himni í suðri núna.
Telja stjörn-
urnar í
Svaninum
Alþjóðleg talning á
stjörnum hófst í dag