Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 13
„Bananarnir sem eru á plöntunum hér þessa dagana eru býsna vænir og senn fullvaxta. Nokkrir klasar verða teknir niður í næstu viku og þá fyllist hér allt af ávöxtum,“ segir Elías Óskarsson á Reykjum í Ölfusi. Garðyrkjudeild Landbúnaðarháskóla Ís- lands er á Reykjum við Hveragerði. Þar hef- ur Elías unnið mörg undanfarin ár við ýmis ræktunarstörf í gróðurhúsum skólans. Í húsunum kennir ýmissa grasa, í orðsins fyllstu merkingu. Sumt þar er sjaldséð hér á landi, svo sem bananaplöntur. Það er jarðhit- inn sem skapar þau skilyrði að yfir höfuð hægt sé að rækta banana á Íslandi. Raunar eru slíkir hvergi í Evrópu ræktaðir í sama mæli og gerist í Ölfusinu, þó afurðirnar þar dugi aðeins til heimabrúks. Bjúgaldin það sem Íslendingar fá kemur að stærstum hluta frá Afríkulöndum og Ástralíu. Hiti og mikill raki Það var árið 1942 sem fyrstu bananaplöt- urnar komu að Reykjum og áratug síðar var byrja að rækta þær í sérbyggðu gróðurhúsi. Starfsfólki Garðyrkjuskóla ríkisins, sem þá var og hét, sinnti á þessum tíma ýmsum til- raunum á því hvaða ræktun grænmetis og ávaxta hentaði best hér á landi. Tómatar, gúrkur, paprika og ýmsar káltegundir þóttu koma best út. Bananabúskapur var hins veg- ar ekki að gera sig, enda var fyrirséð að framleiðslan yrði ekki næg svo arðbær yrði. Úr því ákveðin reynsla hafði fengist við rækt- un á bjúgaldinum var hins vegar ákveðið að halda áfram, að öðrum þræði til gamans. „Nei, það er ekki svo ýkja flókið að rækta banana. Hitinn í gróðurhúsunum þarf að vera um 20-25°C og rakastigið um 80 til 90% en plönturnar sjálfar skapa þennan háa loftraka,“ segir Elías. Hann er öllum hnútum kunnugur í þessari ræktun frá gamalli tíð, því afi hans Guðjón H. Björnsson sem lengi var verknáms- kennari að Reykjum var upphafsmaður þess- arar ræktunar og sinni henni lengi. Einn klasi á æviskeiðinu Um 100 bananaplöntur eru í gróðurhúsinu að Reykjum og skilar hver þeirra einum klasa á æviskeiði sínum. Uppskeran fæst árið um hring, en strax þegar henni er náð þarf að fella plönturnar. Nýjar spretta svo upp af rótarstofni, en þumalputtareglan er sú að eitt og hálft ár líði fá því fyrsti sprot- inn kemur upp úr moldinni uns bananarnir, gulir og þroskaðir, eru tíndir af plöntu. ÖLFUS Fullvaxta klasar og allt fullt af ávöxtum HVERGI Í EVRÓPU ERU BANANAR RÆKTAÐIR Í SAMA MÆLI OG Í GARÐYRKJUSKÓLANUM Á REYKJUM. Elías Óskarsson með banana í gróðurhúsunum að Reykjum, þar sem senn kemur að uppskerutíð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi U Thant framkvæmdastjóri SÞ kom í heimsókn til Íslands 1966. Þeir Emil Jónsson utanríkisráðherra brögðuðu á bönunum á Reykjum. Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon 9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Íslandspóstur vill loka afgreiðslu sinni í Sandgerði og að þess í stað fari póstbíll um bæinn. Bæjarráð telur þetta óeðlilegt og telur lokunina koma sér illa fyrir íbúa jafnt sem fyrirtæki á staðnum. Sandgerði Til stendur að fá Skúla Andrésson og Sigurð Má Dav- íðsson frá Arctic project til að gera myndaband um Skeiða- og Gnúpverjahrepp. 1,3 millj. kr. verða lagðar í myndina sem á að auglýsa sveitarfélagið sem góðan stað. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 Fallegar vörur fyrir heimilið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.