Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Page 22
Þ að að drekka mikið af mjólk minnkar ekki líkurnar á beinbrotum, segir ný rann- sókn sem birt var í British Medical Journal. Rannsóknin, sem fór fram í Svíþjóð, leiddi í ljós að konur sem drukku meira en þrjú mjólkurglös á dag voru líklegri til að beinbrjóta sig en þær sem drukku minna. Rannsakendurnir segja þó að þetta megi ekki túlka á þann veg að mikil mjólkurneysla valdi beinbrotum. Aðrir þættir á borð við alkóhólneyslu og þyngd geta haft áhrif. Mjólk hefur þótt góð uppspretta kalks og því hefur verið mælt með neyslu hennar. Rannsóknir á því hvort mjólkin geri beinin sterkari eru misvísandi. Fylgst með yfir 100.000 manns Sænskir vísindamenn fylgdust með mataræði 61.400 kvenna á árunum 1987-1990 og 45.300 karla árið 1997 og fylgdust síðan með heilsu þeirra næstu árin. Á tuttugu ára tímabili kom í ljós að konurnar sem drukku meira en þrjú glös á dag, 680 ml, af mjólk voru líklegri til að bráka og brjóta bein en þær sem höfðu drukkið minna. „Konur sem drukku þrjú eða fleiri glös voru tvöfalt líklegri til að deyja í lok rannsóknartímans en þær sem drukku minna en eitt glas á dag. Þær sem drukku mikla mjólk voru líka 50% líklegri til að bráka mjaðmabein,“ sagði Karl Michaels- son, prófessor hjá Uppsala-háskóla sem stóð fyrir rannsókninni. Fylgst var með karlmönnunum í um ellefu ár eftir upphaflegu könn- unina og voru niðurstöður svipaðar en þó ekki eins afgerandi. Hinsvegar þegar litið var til neyslu gerjaðra mjókurdrykkja var niðurstaðan öfug, fólk sem borðaði meira jógúrt var ólíklegra til að bráka bein. Michaelsson segir að það geti verið vegna mjólkursykursins en einhverjar rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á að hann hraði öldrun. Áætlað er að rekja megi 1.000- 1.200 beinbrot á Íslandi til bein- þynningar og eru úlnliðsbrot og samfallsbrot í hrygg algengust en mjaðmarbrot, sem eru alvarlegust, eru um 200 árlega og mun þeim að óbreyttu fjölga verulega með hlut- fallslegri öldrun þjóðarinnar, segir á vefnum Doktor.is. Færni og lífsgæði margra minnka verulega í kjölfar beinbrota með aukinni þörf á að- stoð. Fyrr á þessu ári voru teknir upp nýir ráðlagðir dagskammtar fyrir kalk hérlendis og má sjá grein um þetta á Beinvernd.is. Karlar og kon- ur yfir 18 ára eiga að neyta 800 mg á dag og börn á bilinu 540-900 mg eftir aldri. Ráðlagðir dagskammtar fyrir kalk eru nú heldur minni en þeir voru en mikilvægt er að tryggja inntöku D-vítamíns því kalk og D-vítamín verða að haldast í hendur. D-vítamín hefur áhrif á upptöku kalks úr meltingarveginum. Ljósmynd/Getty SÆNSKIR VÍSINDAMENN RANNSÖKUÐU ÁHRIF MJÓLKURDRYKKJU Á TUTTUGU ÁRA TÍMABILI Þrjú glös á dag of mikið MIKIL MJÓLKURDRYKKJA VIRÐIST EKKI MINNKA LÍKURNAR Á BEINBROTUM. ÞAÐ HEFUR HINSVEGAR JÁKVÆÐ ÁHRIF AÐ NEYTA GERJAÐRA MJÓLKURVARA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Heilsa og hreyfing * Hamast við húsverkin Það þarf ekki alltaf að fara í ræktina til að koma blóðinu á hreyfingu og ná upp púlsinum. Til dæmis brennir 75 kg manneskja 50 kkal með því að ryksuga í 15 mínútur, 40 kkal á almennum þrifum á sama tíma og 25 kkal er brennt með því að strauja í 15 mínútur. Ef leggja á út í almenn húsþrif að innan sem utan þá má brenna um 225 kkal á klukkustund með því að taka vel á. „Hæfilegt er að fá sér tvö glös, diska eða dósir af mjólk eða mjólk- urmat á dag, eða sem samsvarar 500 ml yfir daginn. Einn skammtur samsvarar mjólkurglasi, lítilli skyr- eða jógúrtdós eða osti á tvær brauðsneiðar. Best er að velja fitulitlar og lítið sykraðar vörur. Ost- ur getur komið í stað mjólkurvara að hluta til. 25 grömm af osti jafn- gilda einu glasi eða diski af mjólkurvörum. Þeir sem ekki velja mjólk geta valið kalkbætta sojamjólk og aðrar kalkbættar vörur eða tekið kalktöflur,“ segir í bæklingi Embættis landlæknis, Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Bæklingurinn kom út árið 2011 en var endurskoðaður 2013. Íslenskar ráðleggingar 100% hreinar Eggjahvítur Þú þekkir okkur á hananum Án allra aukaefna! Gerilsneyddu eggjahvíturnar frá Nesbú eru frábær valkostur í jólabaksturinn. Hugsaðu um hollustuna, veldu eggjahvítur frá Nesbú. Ís le ns k framleiðsla

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.