Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Side 27
9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
E-60
Klassísk hönnun frá 1960
Hægt að velja um lit og áferð
Verð frá kr. 24.300
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.iswww.facebook.com/solohusgogn
E-60 Bekkur
Verð frá kr. 59.000
Fáanlegur í mismunandi lengdum.
Eldhúsborð og stólar
Íslensk hönnun í gæðaflokki
Retro borð
Hringlaga eldhúsborð með ryðfríum
stálkanti og harðplastlagðri plötu. Stærð
og litur að eigin vali.
Verð frá kr. 85.000
E60 stóll, verð frá 24.300
Hönnunarmiðstöð
Íslands hlaut sérstök
hvatningarverðlaun
fyrir gott markaðs-
starf árið 2014 á
markaðsverðlaunahátíð ÍMARK
þann 6. nóvember. Þetta er í fyrsta
skipti sem hvatningarverðlaun eru
veitt við það tækifæri.
„Eitt af því sem er nýlunda er að
veita sérstök hvatningarverðlaun
en þau eru veitt fyrirtæki eða
stofnun sem fyrir einhverra hluta
sakir vakti athygli dómnefndar. Hér
getur verið um afmarkaðan þátt
markaðsstarfsins að ræða en ekki
heildstætt mat eins og gerð er
krafa um þegar markaðsfyrirtæki
ársins er valið,“ sagði dr. Þórhallur
Guðmundsson, dósent í markaðs-
fræði við Háskóla Íslands og for-
maður dómnefndarinnar, meðal
annars í ræðu sinni við afhendingu
verðlaunanna.
Hönnunarmiðstöð við verðlaunaaf-
hendinguna. Sari Peltonen, Greipur
Gíslason, Halla Helgadóttir, Sara
Jónsdóttir, Ólöf Rut Stefánsdóttir og
Arnar Fells.
Hönnunar-
miðstöð hlýtur
hvatningar-
verðlaun
Guðrún Valdimars-
dóttir vöruhönnuður
frumsýndi borðið
Hyl á HönnunarMars
síðastliðið vor. Guð-
rún segist hafa fengið
fjölda fyrirspurna eft-
ir að borðið var sýnt
en það er nú komið í
sölu í versluninni
Epal. „Borðið státar af mjög sterkum og
einföldum línum, það er úr hnotu og
með hvítum borðplötum, en síðast en
ekki síst leynist geymsluhólf aftast á
borðplötunni sem felur allar snúrur,
hleðslutæki og fjöltengi sem virðast
fylgja nútíma lífi,“ útskýrir Guðrún.
Guðrún hlaut í júní styrk frá Hönn-
unarsjóði fyrir áframhaldandi þróun og
hönnunarvinnu að fleiri húsgögnum í
sömu línu og Hylur.
Guðrún segir styrkinn breyta miklu
og flýta fyrir ferlinu. Þá hafi hún mögu-
leika á því að einbeita sér að hönn-
unarvinnunni.
„Ég ætla meðal annars að gera nátt-
borð og kommóðu eða skúffueiningu.
Þetta verður ein lína úr sama efni. Mér
fannst svo gaman að vinna með kontr-
astinn milli hnotunnar, dökka viðarins,
og alveg hvíts efnis.Ég hef alltaf verið í
smávörum hingað til, gert kertastjaka
og glerbakka, og þetta er mjög krefjandi
og skemmtileg áskorun.“
Guðrún hannaði borðið Hyl fyrir
tveimur árum síðan þegar hana vantaði
sjálfa skrifborð í vinnurýmið sitt á heim-
ilinu sem er inn af stofunni. „Ég þurfti
því fallegt og nett borð og ég vildi alls
ekki hafa snúruflóð hangandi niður á
gólf. Ég leitaði vel og lengi að hentugu
borði áður en ég ákvað að ráðast í
verkefnið sjálf.“
Fleiri vörur úr línunni verða sýndar á
HönnunarMars 2015.
Skrifborðið Hylur er nú komið í sölu. Guðrún stefnir á að sýna
fleiri vörur úr sömu línu og Hylur.
Guðrún
Valdimarsdóttir
Krefjandi áskorun
Sunnudaginn 9. nóvember mun
Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður
Hönnunarsafns Íslands, leiða spjall
við nokkra af þeim hönnuðum sem
eiga verk á sýningunni Prýði, af-
mælissýningu Félags íslenskra gull-
smiða, sem unnin er í samstarfi við
Hönnunarsafn Íslands. Rætt verður
við Sigurð G. Steinþórsson, Erling
Jóhannesson, Orra Finnbogason og
Helgu G. Friðriksdóttur. Viðburð-
urinn hefst kl. 14.00 á Hönn-
unarsafni Íslands.
Spjallað við ís-
lenska gullsmiði