Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Síða 29
S tíllinn minn er frekar afslappaður, það sem heillar er eitthvað persónulegt og öðruvísi og mér finnst ofboðslega mikilvægt að hafa þægilegt, sérstaklega inni á heimilinu þar sem fjölskyldan á sinn örugga stað og kemur sam- an eftir annríki dagsins,“ segir Sigríður Margrét eða Sigga Magga, framkvæmdastýra hjá Litlu hönnunarbúðinni á Strandgötunni í Hafnarfirði. Sigga Magga býr ásamt eiginmanni sínum Elvari og tveimur sonum þeirra, Benedikt og Ingiberg, 15 og 12 ára, í afskaplega fallegri íbúð í Hafn- arfirði. Sigga Magga sækir innblástur á mismunandi staði og segist hún elska göngutúra með hund- unum sínum enda segir hún náttúruna veita mik- inn innblástur. „Svo er það á bloggsíðum hérlendum og erlend- um, pinterest og svo skemmtilegum tímaritum eins og RUM, Bolig magasinet, Hús og Híbýli, Man Magasin og Home Magazin og svo er eitt tímarit sem mér finnst alger snilld, það er KKliving.“ Siggu Möggu finnst ósköp gaman að finna eitt- hvað einstakt og gamalt með sál og þá er Góði hirðirinn eða smáauglýsingarnar mikið notaðar. „Ég hef líka rosalega gaman af að eiga eitthvað eftir aðila sem vinna hlutina sjálfir, svo eru það búðir eins og Habitat, Ikea og Pier sem stundum er kíkt í.“ Sigga Magga segir nýjan sófa efstan á óskalist- anum fyrir heimilið og rebba-kertastjaka eftir Sól- veigu, vinkonu sína og skólasystur. Aðspurð hvað sé mikilvægast að huga að við innréttingu heimilisins svarar Sigga Magga: „Mik- ilvægast er huga að því hver á að vera tilgang- urinn með rýminu og hverjir munu koma til með að nota það og vinna svo út frá því.“ Litríka málverkið og stóri spegillinn setja svip sinn á rúmgóðan ganginn. Heillandi tréfuglar eru á heimilinu. Rebba-kertastjakinn eftir Sólveigu, vinkonu Siggu, er í miklu eftirlæti hjá Siggu. Marglita Iitala-stjakarnir taka sig vel út á silfurlituðum kertabakka. Náttúran veitir innblástur SIGRÍÐUR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR HEFUR KOMIÐ SÉR OG FJÖLSKYLDU SINNI VEL FYRIR Á FALLEGRI HÆÐ Í HAFNARFIRÐI OG SEGIR HÚN ÞÆGINDI SKIPTA MIKLU MÁLI INNI Á HEIMILINU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is HEILLANDI HEIMILI Í HAFNARFIRÐI Stofan er afskaplega notaleg. Flotta flotgólfið gefur heimilinu heillandi yfirbragð. Sigga Magga hefur mikinn áhuga á hönnun en hún rek- ur Litlu hönnunarbúðina á Strandgötu 17. Þetta fallega hreindýrahöfuð úr pappír kemur vel út á stofuvegggnum. Falleg, uppstoppuð rjúpa sem Sigga Magga fékk frá föður sínum. Skemmtileg smáatriði í stofuglugganum. 9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 REYK JAV ÍK | AKUREYR I BRIGHTON 3JA SÆTA SÓFI Litir: Koníaksbrúnt, dökkbrúnt og svart. Vandað ekta leður. Stærð: 3ja 204 x 80 H: 77 cm. 2ja sæta 150 x 80 H: 77 cm. AÐEINS KRÓNUR 254.972 Fullt verð kr. 319.990 TAXFREE VERÐ 3JA SÆTA. LEÐUR. AÐEINS KRÓNUR 215.131 Fullt verð kr. 269.990 TAXFREE VERÐ 2JA SÆTA. LEÐUR. KOMDUOG NÝTTU TÆKIFÆRIÐ! OPIÐ ALLA HELGINA REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.