Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Qupperneq 30
Matur og drykkir *Rannsóknir hafa sýnt fram á að betraer að borða vel á morgnana og frekarsnarl á kvöldin. Það er í raun meira vit íþví þar sem að líkaminn þarfnast mik-illar orku áður en haldið er út í daginn.Hollur morgunmatur, heit máltíð í há-degi og léttur kvöldverður fyrir kl. 19 á kvöldin er gott viðmið. Stærri morgunverður, minni kvöldverður Á dögunum gaf Theódóra út matreiðslubókina Matargat sem tileinkuð er börnum en hún sér um eldhúsið á hjalla- stefnuleikskólanum Laufásborg í miðbæ Reykjavíkur. „Bókinni hefur verið tekið mjög vel, framar mínum björt- ustu vonum og það er gaman að segja frá því að brandararnir í henni eru líka að slá í gegn sem er skemmtilegur bónus! Mat- reiðslubókin er handa öllum börnum sem vilja taka þátt í elda- mennskunni og síðar meir fá að gera allt sjálf. En hún er líka fyrir alla aðra sem enn hafa barnið í sér og vilja prófa eitthvað nýtt,“ seg- ir Theódóra. Matargatið hentar öllum aldri og má þar finna fjöl- breyttar uppskriftir. „Ég heimsótti ömmu mína um daginn sem er 94 ára gömul og býr í Svíþjóð og færði henni eintak af Matargatinu. Það kom mér skemmtilega á óvart, að amma mín háöldruð er farin að elda upp úr Matargatinu, sem segir mér að þessi bók er svo sannarlega fyrir alla, sama hvort þú ert fjögurra ára eða 94 ára.“ Theódóra er kennari að mennt, bæði leikskólakennari og heim- ilisfræðikennari. Hún fluttist til Svíþjóðar ung að aldri og ólst þar upp en þegar hún sneri til baka tók hún með sér helling af sænskri matarmenningu. „Þannig er það með flest lönd sem ég hef heimsótt og búið í. Hver staður, hvert land, hefur aukið áhuga minn á mat- reiðslu og haft áhrif á mig og opnað ótal dyr að þeirri matarmenn- ingu sem einkennir mig.“ Móðirin ýtti við dóttur sinni Theódóra hefur haft áhuga á matargerð síðan hún man eftir sér og segist bara ekki hafa áttað sig á því hversu mikinn áhuga á mat hún hafði fyrr en móðir hennar sagði henni það. „Mæður hafa alltaf rétt fyrir sér þannig að ég var ekkert að þrasa um þetta við hana. Í framhaldi af því bætti ég starfsheitinu heimilisfræðikennari í safnið og starfaði við það um tíma. Það veitti mér ómælda gleði. Mér fannst samt kennsluefnið í heimilisfræði frekar fátæklegt og byrjaði þá að velta fyrir mér matreiðslubók fyrir börn og unglinga sem væri með uppskriftir sem þau elska og sem væri líka ögrandi, öðruvísi og spennandi og gæfi þeim um leið tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þannig að það eru nokkur ár síðan ég byrjaði að safna í hugmynda- bankann og vinna hugmyndina mína að þessari bók.“ Theódóra segist eyða nánast öllum sólarhringnum í að hugsa um mat og í raun snúist allt um mat frá því hún vaknar á morgnana og þar til hún fer að sofa á kvöldin. „Mig dreymir meira að segja um mat og þá er ég aðallega að elda mat. Ekkert er í raun og veru jafn dásamlegt og að þeyta t.d. egg og sykur saman með góðum pískara og sjá og finna hvernig hráefnin breytast í fallega froðu. Ég er pínu klikkuð á þessu sviði,“ segir Theódóra og hlær. Gott að borða saman í ró og næði Það getur stundum verið erfitt að fá börnin til að borða fjölbreyttan mat og gjarnan er grænmetið ekki ofarlega á óskalistanum. Aðspurð um ráð við því segir Theódóra að hún gæti talað endalaust um það. „Ég hef oft verið spurð að því hvers vegna börn borða oft betur í leikskólanum en heima hjá sér. Ég hef oft velt þessu fyrir mér sjálf og held að það skipti miklu máli að við borðum saman í ró og næði og njótum stundarinnar saman, ræðum matinn, smökkum á honum og finnist hann bragðgóður.“ Morgunblaðið/Ómar ÁHUGI Á MATARGERÐ FRÁ BLAUTU BARNSBEINI Réttir sem henta öllum THEÓDÓRA J. SIGURÐARDÓTTIR BLÖNDAL ER FORFALLINN MATARUNNANDI. MATUR OG MATREIÐSLA Á HUG HENNAR OG HJARTA OG FINNST HENNI FÁTT BETRA EN AÐ SJÁ FÓLK NJÓTA MATARINS SEM HÚN BÝÐUR UPP Á. ÁSTRÍÐAN VARÐ TIL ÞESS AÐ HÚN GAF ÚT MATREIÐSLUBÓK. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Theódóra sér um eldhúsið á leikskólanum Laufásborg og fær stundum í heim- sókn til sín fimm ára gull- mola sem hjálpa til við bakstur og matreiðslu. Morgunblaðið/Ómar Flest börn elska pönnukökur. Flest börn elska líka nautahakk með tacobragði. Og flest börn elska líka bræddan ost. Þannig að hvað getur klikkað? Crépes er franska og þýðir þunnar pönnukökur. Pönnukökurnar geta verið sætar eða ósætar líkt og í uppskriftinni sem hér fylgir. Fyllingin fer svo eftir smekk og áhuga hvers og eins. Uppistaðan í fyllingunni hér á eftir er kjöt en getur að sjálfsögðu verið aðeins grænmeti eða þá hvað sem hugurinn girnist. Sem dæmi má nefna kjúk- ling, skinku, beikon, rækjur, humar, bygg, hrísgrjón, sveppi, tómata, kúrbít … listinn er endalaus. Í fyllingunni er einnig hveitijafn- ingur. Það má líka skipta á honum og nota t.d. rjómaost. Jafningurinn gerir kjötfyll- inguna þéttari í sér. Byrjið á því að kveikja á ofninum og stillið hitann á 180°C. CRÉPES (PÖNNUKÖKUR) 10-15 stk. 4 egg 6 dl mjólk 3 dl hveiti ¼ tsk. salt 50 g brætt smjör Þeytið egg og mjólk saman. Sigtið hveiti út í ásamt saltinu. Látið smjörið bráðna og hell- ið því saman við. Hrærið öllu saman í slétt deig. Hitið pönnu, látið olíu eða smjör á hana og steikið pönnukökurnar. Þær eiga að vera í þynnra lagi. KJÖTFYLLING 1 gulur laukur 2 hvítlauksrif olía til steikingar 500-700 g nautahakk 2 teningar grænmetiskraftur tacokrydd eftir smekk smá svartur pipar ½ dl vatn sjómaostur 100 g – ef jafningurinn er ekki notaður rifinn ostur til að setja inn í pönnu- kökurnar, 2 dl Skerið lauk og hvítlauk smátt. Hellið olíu á pönnu og látið laukana mýkjast þar. Bætið nautahakkinu við og brúnið það með laukn- um. Setjið grænmetiskraft, tacokrydd ásamt pipar og hrærið. Hellið vatninu saman við og látið suðuna komi upp. Lækkið hitann vel og látið kjötið malla rólega á meðan jafningurinn er gerður. Ef þið viljið ekki nota jafninginn er rjómaostinum bætt saman við núna. JAFNINGUR 1 ½ dl mjólk ½ dl vatn ½ dl hveiti Mælið mjólkina og setjið hana í pott og lát- ið suðuna koma upp. Hellið vatni og hveiti í krukku, skrúfið lokið fast á og hristið sam- an. Takið pottinn af hellunni, hellið hveiti- þykkninu saman við mjólkina og þeytið á meðan jafningurinn þykknar. Blandið jafninginn saman við kjötblönd- unina og takið pönnuna af hitanum. SAMSETNING Hafið bökunarplötu tilbúna með bök- unarpappír ofan á. Leggið eina pönnuköku á skurðbretti og setjið eina skeið af kjötfyll- ingu á hana. Stráið rifnum osti yfir að vild og lokið henni saman í þríhyrning. Leggið á bökunarplötuna. Klárið allar pönnukök- urnar og hitið svo í 8-10 mínútur í ofninum. Berið fram t.d. með vatnsmelónusalati. Það salat sem þú vilt – lambhagasalat, klettasalat eða spínat, vatnsmelónubitar og kirsuberjatómata. Verði ykkur að góðu! Crépes með tacokryddaðri kjötfyllingu og vatnsmel- ónusalat til hliðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.