Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014 Matur og drykkir H afdís Priscilla Magnúsdóttir bauð vinkonum og syst- ur heim í gúllassúpu, heimalagað kex í forrétt og girnilega bountyköku í eftirrétt. Hafdís heldur úti matarblogginu disukokur.is sem nýtur mikilla vin- sælda en væntanleg er matreiðslubók úr hennar fórum. Hafdís hefur eldað án sykurs og hveitis í meira en ár og uppskriftir hennar eru í þeim dúr. „Með aðalréttinn kom eiginlega ekkert annað til greina en gúllassúpa sem maðurinn minn gerir alltaf. Ekta haustmatur. Osta, kex og jarðarberjasultu er svo alltaf hægt að borða, með hvaða mat sem er. Bountykakan gaf svo sólarkeim með sér inn í haustið. En aðallega, eins og alltaf, var hugsunin hvað langar mig að elda og baka. Ég er alveg á því að ef maður gerir þetta með ánægju og gleði skilar það sér í matinn,“ segir Hafdís að- spurð hvernig hún hafi ákveðið matseðilinn. Maturinn féll vel í kramið og allir fóru saddir og sáttir heim. Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? „Súpur er skemmtilegast að bjóða upp á. Humarsúpa, gúll- as- eða kjötsúpa eru í uppáhaldi hjá okkur hjónum, með góðu brauði. Ég held samt að það sé undirbúningurinn og mat- reiðslan sem heillar mig. Við hjónin vinnum vel saman þegar kemur að súpugerð og því verður þetta gæðastund hjá okkur saman í eldhúsinu; að saxa niður grænmetið, smakka til og hræra í pottum.“ Hafdís segir að hún og eiginmaður hennar, Jón Baldur Bald- ursson, hafi sett stefnuna á að keyra matarboðsgírinn í gang. Jón Baldur hefur starfað á Grænlandi í tvö ár og því minna farið fyrir boðum en ella síðustu árin. „Okkur finnst samt alltaf gaman að fá góða vini í mat og stefnan tekin á nýju ári á að endurvekja matarklúbba. Tengdaforeldrar mínir hins vegar búa mjög nálægt okkur og við bjóðum þeim reglulega að kíkja í mat til okkar.“ Gestir boðsins frá vinstri: Svanborg Gísladóttir, Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, Al- exander Gauti Aðalsteinsson, Ólöf Fríða Magnúsdóttir og Dagný Ágústdóttir. Morgunblaðið/Þórður MATARBOÐ HAFDÍSAR PRISCILLU Haustsúpa og heimalagað kex HAFDÍS PRISCILLA MAGNÚSDÓTTIR ELDAÐI GÚLLASSÚPU, HEIMALAGAÐ KEX, ÚTBJÓ JARÐARBERJASULTU OG BOUNTYKÖKU EFTIR HOLLUSTUNNAR BRAGÐI OG BAUÐ VINKONUM OG SYSTUR HEIM Í MAT. 700 g nautagúllas 1 laukur 1 rauðlaukur 6 hvítlauksrif 3 msk olía eða smjör til steikingar 1 ½ msk paprikuduft 1 ½ l vatn 2 súputeningar 1 tsk kúmen 2 tsk meiran 700 g sætar kartöflur 2 gulrætur 2 paprikur 150 g tómatpúrra cayennepipar á hnífsoddi Saxið lauk og pressið hvítlauksrif. Steikið nautagúllas í ol- íu eða smjöri í stórum potti ásamt lauk og hvítlauk. Stráið paprikudufti yfir kjötið og bætið vatni út í pottinn ásamt súputening, kúmeni, meiran og cayennedufti. Látið sjóða við vægan hita í um það bil 40-50 mínútur. Flysjið sætar kartöflur og skerið í teninga. Skerið gulrætur og papriku einnig í bita. Bætið niðurskorna grænmetinu við ásamt tóm- atpúrru og látið sjóða áfram við vægan hita í 30 mínútur. Gúllassúpa Jóns Heimagert sesamkex með jarðarberjasultu SESAMKEX 120 g sesamfræ 50 g rifinn ostur 1 egg 1 msk. brætt smjör eða kókosolía ½tsk. hvítlaukssalt Blandið öllu vel saman í skál og setjið deigið á bökunarpappír. Fletjið það út. Gott er að setja svo annað lag af bökunarpappír yfir og fletja enn betur út með kökukefli. Bakið í 12-15 mínútur við 160°C eða þar til kexið er gyllt. Takið það úr ofninum, snú- ið kexinu við og notið pítsuskera til að skera kexið í þá stærð sem óskað er. Hitið þá í 20-30 mínútur í viðbót við 100°C JARÐARBERJASULTA 1 bolli fersk jarðarber 1 msk. chia fræ 1 msk. heitt vatn 2 tsk. sukrin melis ½-1 msk. sítrónusafi Setjið allt í skál og blandið vel saman með töfrasprota. Berið kexið og sultuna fram með ostum. 4 eggjahvítur 150 g sukrin 15 dropar kókosstevía 200 g kókosmjöl Stífþeytið eggjahvítur ásamt sukrin og stevíu. Bætið kókosmjöli varlega saman við með sleif. Setjið blönd- una í smurt hringlaga kökuform. Bakið á 165°C í 18-20 mínútur eða þar til kakan er gyllt. Látið hana kólna áð- ur en krem er sett á. KREM 4 eggjarauður 100 g sykurlaust súkkulaði Bountykaka 60 g sukrin melis 60 g smjör smávegis kókosmjöl Bræðið súkkulaði yfir heitu vatnsbaði. Þeytið smjör og sukrin melis vel saman við í nokkrar mín- útur og bætið loks eggjarauðum saman við. Bætið bræddu súkkulaðinu saman við og blandið vel sam- an. Smyrjið kökuna Smjör og sukrin melis þeytt vel saman í nokkrar mínútur og eggjarauðum svo bætt við . Í lokin er bræddu súkkulaði bætt við og því blandað vel við. Setjið kremið á kökuna og skreytið með smá kókosmjöli.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.