Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Síða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Síða 35
9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is HEIMILISTÆKJADAGAR Í 20% afsláttur Fyrsta kaffihúsið sem sérhæfir sig í morgunkorni verður opnað í Bret- landi í næsta mánuði, í Shoreditch- hverfinu í austurhluta Lundúna. Þar verður boðið upp á meira en eitt hundrað tegundir af morgunkorni og að minnsta kosti þrettán ólíkar gerðir af mjólk. Viðskiptavinum er frjálst að blanda morgunkorninu saman að vild og allskyns kurl verð- ur á boðstólum til að sáldra yfir góðgætið. Cereal Killer Café er í eigu tví- burabræðranna Alans og Garys Keerys og tilgangurinn með uppá- tækinu er einfaldur: Að endurvekja spennuna sem bræðurnir fundu fyrir þegar fengu sér morgunkorn sem börn. Það er gömul saga og ný að lítið þurfi til að gleðja suma. Bræðurnir eru sannfærðir um að þáþráin muni blossa upp í gestum þegar þeir heimsækja staðinn. Hver á ekki sína minningu um morg- unkorn? Hnetusmjör í uppáhaldi „Uppáhaldsmorgunkornið mitt um þessar mundir er allt með hnetu- smjörsbragði frá Bandaríkjunum, sérstaklega Cap’n Crunch Peanut Butter með jarðarberjamjólk,“ seg- ir Gary í samtali við breska blaðið The Independent. „Hvað klassíkina áhrærir er ég alltaf jafnveikur fyrir Shreddies með heitri mjólk.“ Auk morgunkorns mun kaffi- húsið einnig bjóða upp á kaffi, rist- að brauð, allskyns bökur og sitt- hvað fleira sem menn kunna að girnast í morgunsárið. Raunar er ekki nauðsynlegt að koma að morgni því Cereal Killer Café verður opið til klukkan 20 á kvöld- in. Opna morgunkornskaffi Hver á ekki sitt uppáhaldsmorgunkorn? Af ýmsu er að taka. AFP Þeir sem héldu að „cronut“ væri bara tískubylgja sem væri að deyja út virðast hafa haft rangt fyrir sér. Í vikunni hóf hin stóra bandaríska keðja Dunkin’ Donuts að selja góðgætið. Cronut stendur fyrir blöndu af „croissant“ og „donut“ og er uppfinning bakarís Dom- inique Ansel í SoHo í New York. Þessi sérstaki kleinuhringur virðist því kominn til að vera og kemur sér rækilega í meginstrauminn hjá þessari keðju. Blandan virðist höfða til fólks en hún kom fyrst fram þann 10. maí 2013 hjá fyrrnefndu bakaríi. Ansel var tvo mánuði að þróa uppskrift- ina sem tókst loks þegar hann var búinn að prófa tíu mismunandi að- ferðir. Svona lítur „cronut“ út hjá banda- rísku keðjunni Dunkin’ Donuts. AFP Bragðgóður bræðingur Tæknin er ótrúlegt fyrirbæri og í dag er hægt að prenta út alls konar hluti með þrívíddarprentara, jafn- vel líffæri og stoðtæki, og nú bæt- ast fleiri í safnið. Fyrirtækið Nat- ural Machines í Dublin kynnti í vikunni prentarann „The Foodini“ sem prentar mat. Í viðtali við CNN segir Lynette Kucsma, annar stofn- andi Natural Machines, að prent- arinn sé ekki svo ólíkur venjulegum þrívíddarprentara sem prentar úr plasti en munurinn er sá að þessi prentar úr náttúrulegum efnum sem má borða. Gaman verður að fylgjast með framhaldinu. Þetta glæsilega spaghettí var prentað með Foodini-prentaranum. Prentar heilar máltíðir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.