Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Page 39
9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Að fá upplýsingar af netinu er eins og að ætlaað fá sér vatnssopa úr brunahana. Mitchell Kapor Árið 1978 gerðust þau undur og stórmerki að „sérstök tölvu- samstæða“ var keypt til landsins af Myndiðjunni Ástþóri hf. til þess að „auðvelda framköllun mynda“. Ljóst er að Ástþór Magnússon, fram- kvæmdastjóri Myndiðjunnar, og starfsfólk hans hefur verið stórhuga enda kostaði töfragripurinn frá sviss- neska fyrirtækinu Gretag hvorki meira né minna en 75 milljónir á þeim tíma. „Hin nýja tækni er í því fólgin, að eftir að filma hefur verið framkölluð er hún sett í filmusjá tölvunnar, sem skoðar filmuna og skiptir hverri mynd niður í 100 fer- hyrninga. Tölvan dekkir myndina ef hún er oflýst en lýsir hana ef hún hef- ur verið tekin við ónóga birtu og á þannig að tryggja betri myndir.“ GAMLA GRÆJAN Tölvuframköllun Ástþór Magnússon framkvæmdastjóri stillti sér upp hjá undrinu. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Við árslok 2014 er gert ráð fyrir að um 47,7 milljónir heitra reita (e. wi-fi) veiti almenningi aðgang að netinu um víða ver- öld. Þessi tala er fengin úr nýrri rannsókn á vegum netfyr- irtækisins iPass og bendir til þess að á heimsvísu verði því einn heitur reitur á hverja 150 jarðarbúa í upphafi árs 2015. Frakkland trónir efst á lista þeirra ríkja þar sem flestir heit- ir reitir eru. Fast á hæla Frakka fylgja Bandaríkjamenn og Bretar. Í Bretlandi er til að mynda einn heitur reitur á hverja ellefu íbúa landsins. Þar í landi hefur þróunin verið ör en ekki eru mörg ár síðan fá bresk kaffihús buðu gestum sínum upp á ókeypis net fyrir atbeina heits reits. Í dag bjóða langflest kaffihús upp á slíka þjónustu gestum að kostnaðarlausu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að fjöldi heitra reitra á heims- vísu muni verða um 340 milljónir innan fjögurra ára. Það þýðir að fyrir hverja 20 jarðarbúa verður einn heitur reitur. Þétt- asta net slíkra reita er enn sem komið er í Evrópu en talið er að Asía verði betur tengd árið 2018. Flestir heitir reitir eru inni á heimilum fólks, eða um 34 milljónir. Um 7,5 milljónir eru á hótelum, kaffihúsum og í búðum, en einungis um 11 þúsund slíkar tengingar eru í lestum, flugvélum eða á flugvöllum. Beina sem þennan er nú að finna á rúmlega 34 milljónum heimila um víða veröld. 47 milljónir heitra reita „Þú mætir og þeir festa alls konar mæligræjur á ásjónu þína, klæða þig í svartan heilgalla og smella hjálmi á haus- inn á þér og stilla þér upp fyrir framan myndavél, beina svo ljósi beint framan í þig.“ Svona komst leikarinn heims- þekkti, Kevin Spacey, að orði um reynslu sína af því að leika í tölvuleiknum Call of Duty: Advanced Warfare. Tíðkast hefur um hríð að leikarar taki að sér að talsetja tölvuleiki en hlutverk Spaceys í Call of Duty er mun nær því að líkjast stóru hlutverki í kvikmynd. Hann fer með hlutverk Jonathan Irons, yfirmanns einkarekins hers, ár- ið 2054. Í viðtali við The Guardian í vikunni sagði Spacey frá því hversu ótrúleg upplifun það væri fyrir reyndan leikara að stíga skyndilega inn í heim tölvuleikja. „Þér er sagt, ókei, gerum þessa senu. Stattu uppi á þessum kössum þarna, allt saman tekið upp á yfirgefnu sviði. Teygðu svo höndina upp að þessari stöng eins og þú sért að teygja þig upp á eitthvað. Sestu svo í þennan stól þarna og farðu með af- ganginn af textanum. En svo þegar þú sérð skjáinn sem þeir eru með, þá skyndilega stend ég inni í þyrlu og hvíli höndina á þaki hennar. Svo fer ég inn í jeppa og keyri burt. Og þú hugsar með þér: „Nei, hver andskotinn! Hversu langt er ég núna frá gamla góða leiksviðinu í Old Vic?““ Spacey segir hlutverk í tölvuleik ekki svo frábrugðið öðrum hlutverkum sem hann hefur tekið að sér og mörg hver hafa verið áhættukennd og öðruvísi. Hann var list- rænn stjórnandi Old Vic-leikhússins í London í 10 ár og lék jafnframt aðalhlutverkið í þáttaröðinni House of Cards, sem markaði fyrstu skref netveitunnar Netflix í þá átt að framleiða eigið sjónvarpsefni. „Fólk hélt að ég væri búinn að missa vitið þegar ég ákvað að flytja til London fyrir ellefu árum til að byrja með nýtt leikfélag í stað þess að gera Hollywood-mynd eftir Hollywood-mynd. Fólk hélt það sama þegar ég ákvað að taka að mér hlutverk í seríu á vegum fyrirtækis sem hafði aldrei áður framleitt sjónvarpsefni. Það sama gerist núna. En þetta er tækifæri fyrir mig að gera eitthvað nýtt, eitthvað sem enginn hefur gert og jafnframt ná til nýs áhorfendahóps. “ NÝJASTA NÝTT Kevin Spacey leitar á nýja markaði með hlutverki í CoD. AFP Spacey leikur í tölvuleik Eru lentir í verslunumEpli Við tökumgamla símann upp í nýjan. Öll uppítökuverð og skilmálamá sjá hér: www.epli.is/uppitaka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.