Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna * Ný könnun Time Inc. og YouGov leiðir í ljós gjá á milli þeirra jólagjafa sem fólk fær frá makanum og þeirra gjafa sem fólk vill í raun. Þannig vilja aðeins 3% karlmanna finna herrailm í pakk- anum, en 13% fá slíka gjöf. 17% karla vilja gjafa- kort í verslun en aðeins 8% fá. 20% kvenna vilja gjafakort á veitingastað en 7% fá og 16% vilja spa-meðferð en 8% fá. Samkvæmt könnuninni eru gjafakort öruggasta gjöfin. Makinn fær ekki þá gjöf sem hann vill Eiríkur G. Stephensen er skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar og meðlimur í hljómsveitinni Hundur í óskilum. Er bandið nýbúið að frumsýna leikverkið Öldin okkar í samkomuhúsinu á Akureyri og verður sýnt fyrir norðan út nóvember. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fimm og nokkur dýr. Konan mín María og börnin mín þrjú af fjórum, Gunnar Örn, Soffía og Ás- laug María og hundurinn Skuggi og kanínan Mósa. Svo eru fimm kornhænur í hænsnakofanum. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ost og smjör. Það er algjör grunnur. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hrein- lætisvörur á viku? Eitthvað á bilinu 20.000-30. 000 kr. á viku Hvar kaupirðu helst inn? Nettó eða Bónus og svo er farið í Hagklaup til að kaupa það sem upp á vantar. Hvað freistar mest í matvörubúðinni? Krydd. Ég hef þá áráttu að safna kryddi. Þegar ég er í útlöndum kaupi ég alltaf slatta af kryddi. Mig langar einnig mjög oft í nammi þegar ég stend í röðinni við kassann. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Með því að vera með innkaupamiða og fara eftir hon- um. Hvað vantar helst á heimilið? Mér finnst vanta nauðsynlega góða rafmagns- kaffikvörn, helst sem spilar lag í leiðinni. Svo væri gott að eiga pastavél. Eyðir þú í sparnað? Já, ég reyni það. Skothelt sparnaðarráð? Ákveða matseðil vikunnar og kaupa inn eftir honum. Þetta virkaði hjá okkur einu sinni og höfum við oft tal- að um að gera þetta aftur. NEYTANDI VIKUNNAR EIRÍKUR G. STEPHENSEN ÚR HUNDI Í ÓSKILUM Með krydd-söfnunaráráttu Eiríkur fylgir því sparnaðarráði að vera með innkaupamiða og fara eftir honum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Síðastliðinn fimmtudag las Aura- púkinn sér til ánægju veglega um- fjöllun Morgunblaðsins um nám er- lendis. Minnti það Púkann á ófá samtöl sem hann hefur átt við sparsama námsmenn sem reyna að fara í gegnum háskólanámið án þess að taka lán. Púkinn veit að það er ekkert betra en að vera skuldlaus, en hann veit líka að flestir komast ekki hjá því fyrri helming fullorðinsáranna, að stofna til einhverra skulda, s.s. vegna fasteigna- eða bílakaupa. Þess vegna ráðleggur hann öllum sem geta að nýta námslánaréttindin til fulls, og þá geyma peningana á tryggðum reikningi eða í góðri fjár- festingu ef ekki þarf að nota þá í uppihald og skólagjöld. Lánin frá LÍN eru nefnilega þau hagstæðustu sem nokkurs staðra er völ á og greiðslukjörin mjög þægileg. Þessir ódýru peningar koma örugglega í góðar þarfir einn góðan veðurdag, sem innborgun á íbúð, öryggissjóður eða kannski til að fjáramagna viðskiptahugmynd. púkinn Aura- Lánaréttindin nýtt til fulls E flaust þekkja lesendur það flestir hvað útgjöldin geta fljótt farið úr böndunum í kringum jólin. Töfrar jólanna virðast losa um allar hömlur og auðvelt að réttæta aðeins meiri útgjöld hér og þar til að færa vin- um, ættingjum, og okkur sjálfum meiri jólagleði. Fyrir suma er þetta tími mikilla peningaáhyggja sem togast á við- hugmyndir fólks um hvað það telur að aðrir ætlist til af þeim. Enginn vill t.d. að börnin á heimilinu verði fyrir vonbrigðum með jólagjafirnar eða að makinn setji upp furðusvip þegar hann opnar pakkann sinn. Mörgum þykir líka agalega lélegt að fá gjöf frá einhverjum án þess að gefa á móti. Hvað leyfir fjárhagurinn? Besta leiðin til að forðast allar þess- ar gryfjur er að byrja að huga að jólaútgjöldunum sem fyrst, reikna út vandlega, og af raunsæi, hvað fjárhagurinn leyfir. Gerðu áætlun og skoðaðu kortayfirlitin frá í fyrra til viðmiðunar. Ef ljóst er að stefnir í mínus þarf að grípa til viðeigandi aðgerða, og þar á meðal ræða við vina- og ættingjahópinn um stöðuna. Hverjir eiga von á gjöf frá þér? Talaðu við þá um stöðuna og sjáðu hvort ekki er hægt að breyta regl- unum eða brjóta hefðirnar þessi jól- in. Hví ekki að sleppa gjafabýttunum í ár, eða lækka viðmiðunarverðið? Kannski vill Nonni frændi eða Gunna systir líka miklu frekar ódýra öskju af heimagerðu konfekti en nýj- ustu metsölubókina. Blaðamaður Gu- ardian skrifar um þessi mál og bend- ir réttilega á að þeir sem hafa ekki skilning á því að þú eigir í basli með jólaútgjöldin eiga kannski ekki skilið að fá jólagjöf hvort eð er. Ódýrar en persónulegar Ekki halda að fólk sé endilega með lítið bókhald í kollinum og vegi þar og meti hvort gefnar voru jafndýrar gjafir. En ef þú vilt ekki gefa „lé- legri“ gjöf, en samt spara, þá getur hjálpað að þræða fornbókabúðirnar, Kolaportið, Góða hirðinn og álíka verslanir. Kannski rekstu þar á eitt- hvað notað og eigulegt sem hittir í mark án þess að vera dýrt. Ræddu líka við heimilismeðlimi. Kannski veit makinn um eitthvað ódýrt og gagnlegt sem hann vill fá í pakkann, frekar en eitthvað dýrt og óvænt sem nýtist kannski illa. Fáðu börnin til að gera óskalista, og forgangsraða. Ræddu við þau um stöðuna án þess samt að þau finni fyrir óþægindum vegna pen- ingaleysisins. Börnum hættir nefni- lega stundum til að vilja taka á sig of miklar fórnir til að létta heim- ilisreksturinn. Ef gjöfin sem börnin vilja mest er í dýrari kantinum er hægt að fá aðra ættingja til að taka þátt í kaupunum. Þarf allt að vera fullkomið? Þegar gjafamálin eru komin á hreint er svo hægt að taka á hinum útgjöldunum. WikiHow minnir fólk á að eltast ekki við að eiga full- komin jól. Jólin geta verið alveg jafn ánægjuleg þó að keypt sé smærra tré. Það þarf kannski ekki að bera fram gæsalifrarkæfu, kavíar og kampavín til að eiga hlýlega samverustund með ættingjunum. Reyndu líka að varast að kaupa of mikið af mat. Margir standa í þeim sporum að sitja uppi með heilu fötin af matarafgöngum sem fara til spillis eða éta yfir sig af dýru kon- fekti bara af því það er til (og það eru nú einu sinni jólin!). Farðu var- lega í sakirnar, því búðirnar eru áfram opnar og hægt að fylla á súkkulaðibirgðirnar ef fyrsta kílóið af konfektinu klárast. Prufaðu að kaupa kalkúnabringur frekar en grilla heilan risafugl, eða kannski má velja ögn minna hangikjöts- stykki úr kjötkælinum. Skipleggðu matarinnkaupin af nákvæmni og ekki halda að jólin séu afsökun til að setja allt sem hugurinn girnist í körfuna. STYTTIST Í DÝRASTA MÁNUÐ ÁRSINS Núna er góður tími til að tala um jólaútgjöldin ÚTGJÖLDIN GETA HRANNAST FLJÓTT UPP Í DESEMBER OG MARGIR SITJA UPPI MEÐ SVIMANDI KORTASKULDIR OG YFIRDRÁTT Í JANÚAR. ÞAÐ ER EKKERT FEIMNISMÁL AÐ ÞURFA AÐ HALDA FAST Í PYNGJUNA UM JÓLIN Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Jólin eru ánægjulegri ef áhyggjur af útgjöldum plaga ekki fólk. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.