Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014 Menning H ið íslenska fornritafélag hefur sent frá sér Eddukvæði í tveimur veglegum bindum, Jónas Kristjánsson og Vé- steinn Ólason gáfu út með inngangi og skýringum. Eddukvæði er að finna í Konungsbók Eddukvæða frá 13. öld og fleiri miðaldahandritum. Í fyrra bindi nýju útgáfunnar eru goðakvæði, en þau fjalla einkum um heiðin goð og örlög heims- ins og er Völuspá þeirra frægast. Í seinna bindinu eru hetjukvæði sem flest segja tengdar sögur af fornfrægum hetjum. „Þetta byrjaði árið 1979 þegar við Jónas vorum staddir saman á Englandi. Þá fór hann að tala um þetta við mig, að við skyld- um gefa Eddukvæðin út saman,“ segir Vé- steinn þegar hann er spurður út í samstarf þeirra Jónasar Kristjánssonar við að búa þennan menningarsögulega fjársjóð til út- gáfu, með skýringum og formála. „Ég tók því ekki illa, sagði reyndar ekki já, en það nægði til þess að Jónas taldi þetta fastmælum bundið,“ bætir hann við og brosir. Þeir Jónas hafa báðir verið með helstu sérfræðingum þjóðarinnar um hinar fornu bókmenntir, og voru báðir for- stöðumenn Stofnunar Árna Magnússonar. Jónas lést í júní síðastliðnum, rétt rúmlega níræður. „Við vorum báðir með fullt fangið af verk- efnum og það dróst lengi að ég hellti mér í þetta af fullum krafti,“ segir Vésteinn. Hann bætir við að verkefnið hafi samt haft áhrif á það hvernig hann vann. „Ég tók að mér að kenna um Eddukvæði, skrifaði um þau í Ís- lenska bókmenntasögu og hafði útgáfu kvæðanna alltaf í huga þótt ég hafi stundum lent á öðrum brautum. En mesta samfellda vinnan hefur verið eftir að ég fór á eftirlaun fyrir fimm árum. Jónas var þá nýlega búinn með sinn hluta verksins; hann hefur líklega líka fyrst farið að sinna þessu af krafti á eftirlaunaárunum. Hann lauk því árið 2008.“ 35 ár stuttur tími – Þið rædduð fyrst um útgáfuna árið 1979 en hvernig skiptuð þið verkinu á milli ykk- ar? „Strax var ákveðið að Jónas myndi ganga frá textanum, semja skýringar eða fyrstu drög að þeim, en ég átti að skrifa formál- ann. Eftir að Jónas var búin að semja skýring- arnar og ég var nokkurn veginn búinn með formálann, þá las ég hans texta og hann minn og við gerðum athugasemdir og rök- ræddum ýmis atriði sem við vorum ekki al- veg sammála um.“ – Var það margt? „Nei nei, ekkert stórvægilegt, iðulega er fleiri en ein túlkun á ýmsum atriðum kvæð- anna. Við rökræddum okkur að einni nið- urstöðu eða létum tvo möguleika standa.“ – Þið byrjuðuð að vinna verkið fyrir 35 ár- um, sem mörgum kann að þykja langur tími, en er ekki langur í ljósi aldurs kvæðanna. „Nei, það er stuttur tími,“ svarar Vé- steinn og kímir. „Þó maður sé oft svekktur yfir að ljúka ekki verkum á sem stystum tíma, þá finnst mér nú gott að þetta verk fékkst að þroskast með okkur. Ég er oft bú- inn að kenna þetta efni góðum nemendum og ræða það við þá og aðra, um leið þróuð- ust hugmyndir mínar smátt og smátt. Formálinn minn er mjög langur, í raun sá lengsti í Fornritaútgáfunni. Það er búið að skrifa geysimikið um Eddukvæði og mér fannst nauðsynlegt að gera því nokkur skil, taka afstöðu til álitamála og þar að auki leggja eitthvað til frá sjálfum mér. Svo margt verður að vera með þegar fjallað er um klassískan kveðskap sem þennan. Ég reyndi samt að vera stuttorður.“ Kæliskápurinn Ísland Það kemur ekki á óvart að lengra mál þurfi í formála og útskýringar með þessum merku kvæðum, en með sumum Íslendingasögunum í fyrri útgáfum Hins íslenzka fornritafélags. „Þetta eru 36 kvæði og þótt sum megi taka saman í kippur þá eru þetta að minnsta kosti 30 sjálfstæð listaverk. Það er mikill munur á að grafa sig niður í eina sögu eða tvær eða svo mörg verk. Þar að auki eiga þessi kvæði sér afar djúpar rætur sem ekki er auðvelt að festa hendur á, til að mynda í trúarbragðasögu og trúar- hugmyndum Norður-Evrópuþjóða. Það eru goðakvæðin, og svo er þarna líka þessi mikli hetjukvæðaarfur sem er mjög gamall, eldri en víkingaöld því þróun sumra söguefnanna hefst á þjóðflutningaöld. Þarna er löng og mikil saga. Að sama skapi hefur rannsóknasaga kvæðanna þróast mikið, allt frá rómantíkinni þegar erlendir fræðimenn sáu Ísland fyrst og fremst sem einskonar kæliskáp þar sem geymdar voru gamlar germanskar minjar. Það er ekki fyrr en seint á 19. öld að fræði- mönnum datt í hug að einhver kvæðin gætu verið svo ung að þau hafi orðið til á Íslandi. Sá sem einna fyrst hélt því fram að sum kvæðin hafi fengið sitt listræna form hér á landi var skáldið Benedikt Gröndal. Hann var norrænufræðingur og merkilegur fræði- maður með mikla yfirsýn, þekkingu og ríku- legt listrænt næmi. Um svipað leyti komst danskur fræðimaður að álíka niðurstöðu, að kvæðin væru yngri en talið hafði verið og að mörg þeirra gætu hafa orðið til á Íslandi. Hann var fastari rökfærslumaður, en Bene- dikt hafði miklu meiri skilning á listinni í kvæðunum.“ – Það er svo gríðarleg saga þarna undir, og ábyrgðarstarf að vinna útgáfu sem þessa. Vésteinn samþykkir það. „Auðvitað er bú- ið að gefa þessi kvæði áður út á Íslandi, að minnsta kosti í fjórum heildarútgáfum, og það er búið að rannsaka textana að lang- flestum kvæðunum svo mikið að ekki breyt- ist nema kannski eitt og eitt orð. Í text- anum gerir Jónas ekki leiðréttingar frá handritunum nema hann sýni það í text- anum með skáletrunum. En eitt gerðum við sem ekki hefur verið gert áður. Völuspá er til í þremur gerðum, í Konungsbók Eddu- kvæða, önnur töluvert frábrugðin gerð er í Hauksbók og svo eru 27 vísur í Snorra- Eddu, ekki alveg helmingurinn af kvæðinu. Vísurnar í Snorra-Eddu hafa yfirleitt verið teknar sem orðamunur neðanmáls eða skýr- ingar, en við gefum þær nú út sérstaklega. Þá geta menn litið á hverja gerð fyrir sig. Lesandinn fær kost á að meta gerðirnar sjálfur.“ Grundvallarútgáfa – Þessi kvæði eru ómetanlegur arfur sem þjóðin á en þarf almennur lesandi ekki lykla til að ganga inn í heim þeirra? „Ég myndi óska þess að menn byrji bara á að lesa kvæðin. Með því að nota skýring- arnar neðanmáls eiga lesendur að komast gegnum flest sem í þeim stendur. Sumum nægir það en sá sem vill komast dýpra þarf að leita til formálans og fá leiðsögn þar sem hann getur síðan samþykkt eða hafnað. Þessi útgáfuröð, „Íslenzk fornrit“, var hugsuð fyrir Íslendinga, er á nútíma- íslensku, en hefur einnig orðið grundvall- arútgáfa forníslenskra texta sem fræðimenn um allan heim vitna í. Því viljum við halda og við leggjum verkið nú fram í þessa al- þjóðlegu rannsóknarhefð á Eddukvæð- unum.“ Vésteinn segist hafa verið á alþjóðlegu málþingi um Eddukvæðin í Oxford þar sem fræðimenn frá þremur heimsálfum hittust. „Það er mikil áhugi á Eddukvæðunum,“ segir hann. „Margt ungt fólk víða um lönd er að fást við Eddukvæði.“ Hann nefnir fornsagnaþingin sem haldin eru þriðja hvert ár en á þeim er einnig fjallað um kvæðin. „Það er mikið líf í þessum rannsóknum eins og sýnir sig í því hversu mikil aðsókn er að miðaldafræði við Háskóla Íslands. Þar ein- beita menn sér að þessum fræðum og læra forníslensku; á annað hundrað nemenda í framhaldsnámi sótti um fyrir þetta ár, miklu fleiri en hægt er að taka við. Það liggur við að það séu miklu fleiri útlendir stúdentar að læra íslensku á þessu háa menntunarþrepi við Háskólann en Íslendingar.“ Oft mikil gamansemi Skyldi Vésteinn eiga sér eftirlætisverk í Eddukvæðunum? „Kannski ekki eitt en Völuspá er stórkost- legt verk sem gnæfir hátt í heimsbókmennt- unum. Sömuleiðis eru Hávamál glæsileg. Þau eru samt gerólíkt verk og samsett, hafa eflaust fengið sína heildarmynd eftir að far- ið var að skrifa niður einstaka hluta þeirra. Þess vegna er mun meira innra ósamræmi í Hávamálum en í Völuspá, en engu að síður eru þar stórkostlegir vísnabálkar. Þetta eru líka þekktustu kvæðin. Svo er oft mikil gamansemi í goðakvæð- um. Mörg þeirra eru kómedíur. Þrymskviða, sem margir þekkja, er gott dæmi um það. Fleiri slík kvæði eru æði farsakennd. Svo eru það hetjukvæðin en þau eru mjög mismunandi að gerð. Mín uppáhalds- hetjukvæði eru Atlakviða og Hamðismál. Þau eru verr varðveitt en Atlakviða. Í þess- um stórbrotnu kvæðum segir frá fólki sem lifir samkvæmt einhverju fáránlegu siðakerfi sem leiðir til þess að það fórnar öllu og vinnur óhæfuverk, þannig að miðað við söguþráðinn mætti halda að fólkið væri túlk- að sem einhverskonar ófreskjur. En þrátt fyrir það er þar mótvægi, mannlegur þáttur, vottur af samúð sem gerir verkin áhrifamik- il. Þetta minnir mig satt best að segja að ýmsu leyti á Shakespeare og hans bestu verk. Í raun og veru eru sum af þessum hetjukvæðum geysilega hnitmiðuð. Kannski er sagt frá ferðalagi í nokkrum línum en brugðið upp ákaflega lifandi mynd. Fræg er vísan úr Völundarkviðu þar sem Völundur situr einn í skóginum og þar fréttist af hon- um með gull og gersemar. Þar segir: Nóttum fóru seggir, negldar váru brynjur, skildir bliku þeira við inn skarða mána. Og í Atlakviðu fara þeir Gunnar og Högni ríðandi langar leiðir að heimsækja Atla mág sinn. Þeirri ferð er svona lýst: Fetum létu fræknir um fjöll at þyrja marina mélgreypu, Myrkvið inn ókunna; hristist öll Húnmörk, þar er harðmóðgir fóru, ráku þeir vanstyggva völlu algræna. „Þetta eru 36 kvæði og þótt sum megi taka saman í kippur þá eru þetta að minnsta kosti 30 sjálfstæð listaverk,“ segir Vé- steinn um Eddukvæðin. EDDUKVÆÐI ERU KOMIN ÚT Í TVEIMUR VEGLEGUM BINDUM Í Eddukvæðunum eigum við einstakan fjársjóð „KVÆÐI GETA VERIÐ UM 50 VÍSUR EN ÞAÐ MÁ LÍKJA ÞEIM VIÐ LEIKRIT EFTIR SHAKESPEARE EÐA GRÍSKAN HARM- LEIK,“ SEGIR VÉSTEINN ÓLASON UM EDDUKVÆÐIN. ÞEIR JÓNAS KRISTJÁNSSON ÖNNUÐUST NÝJA ÚTGÁFU KVÆÐANNA, INNGANG OG SKÝRINGAR. VERKIÐ HÓFU ÞEIR ÁRIÐ 1979, FYRIR 35 ÁRUM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hið íslenzka fornritafélag gefur Eddukvæðin nú út í tveimur veglegum bindum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.