Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir stendur að baki
Hugsteypunni ásamt Þórdísi Jóhannesdóttur.
Morgunblaðið/Ómar
Sýning Hugsteypunnar, „Regluverk“, verður
opnuð í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag,
laugardag klukkan 15. Hugsteypan er sam-
starfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur
og Þórdísar Jóhannesdóttur. Þær útskrif-
uðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla
Íslands árið 2007. Síðastliðin ár hafa Ingunn
og Þórdís starfað jöfnum höndum saman
undir merkjum Hugsteypunnar og í sitt
hvoru lagi við eigin myndlistarverkefni
Sýningin er unnin út frá listrannsókn sem
staðið hefur yfir í tæp tvö ár og hlotið styrki
úr bæði Myndlistarsjóði og Launasjóði
myndlistarmanna.
OPNA Í LISTASAFNI ASÍ
HUGSTEYPAN
Lífleg og forvitnileg frönsk
saxófóntónlist mun
hljóma í Hannesarholti á
tónleikum á sunnudag
klukkan 16. Saxófónleik-
arinn Guido Bäumer og
píanóleikarinn Aladár
Rácz koma fram á tónleik-
unum og flytja þeir félagar
verk eftir frönsk tónskáld
sem öll voru samin um miðja síðustu öld.
Meðal annars verða flutt verkin „Scaramo-
uche“ eftir tónskáldið Darius Milhaud og
„Fimm exótískir dansar“ eftir Jean Francaix. Í
báðum verkunum, sem afar sjaldan eru flutt á
tónleikum hér, má heyra ýmsa frísklega suð-
ur-ameríska dansa, svo sem Brazileira,
mambo og samba.
Hannesarholt er á Grundarstíg 10.
TÓNLEIKAR Í HANNESARHOLTI
SAXÓFÓNTÓNAR
Guido Bäumer.
Menning
É
g lagði nú ekkert endilega upp
með að þetta kæmi allt út sam-
tímis,“ segir Gyrðir Elíasson þeg-
ar haft er á orði að hann sé stór-
tækur í útgáfunni þetta árið.
Hann sendir frá sér tvö frumsamin verk,
smásagnasafnið Koparakur og Lungna-
fiskana sem er safn smáprósa og fyrsta bók
Gyrðis af því tagi. Þá hefur hann þýtt úrval
ljóða eftir japanska skáldið Shuntaro Tani-
kawa, Listin að vera einn.
Gyrðir bætir við að þetta sé víst í fimmta
skipti á höfundarferlinum sem hann lendi í
þessari stöðu, að vera með tvær frumsamdar
bækur samhliða að hausti.
„Það getur verið taugatrekkjandi,“ segir
hann og brosir, „en þessi verk eru afrakstur
síðustu tveggja til þriggja ára. Svona er mitt
vinnulag, mér finnst gott að vera með fleiri
en eitt verk í takinu samhliða og skipta yfir,
leggja eitt til hliðar og taka hitt fyrir. Það
hefur síðan æxlast þannig að bækurnar eru
tilbúnar á sama tíma og þá finnst mér ekki
um annað að ræða en koma verkunum frá til
að geta komist yfir á næsta stig, að vinna
áfram í nýjum verkefnum.
Kannski má segja að hætta sé á að bæk-
urnar taki hver frá annarri á útgáfumark-
aðnum, en ég hef ekki verulegar áhyggjur af
því. Ég held að þær geti líka að sumu leyti
styrkt hvor aðra. En menn geta að sjálf-
sögðu lesið þær aðskildar, án þess að hafa
tengsl í huga.“
– Koparakur er smásögur en Lungnafisk-
arnir smáprósar. Hvar liggja mörkin?
„Ég hef heyrt utan að mér að sumir séu
að fetta fingur út í þetta orð, smáprósar.
Fyrir mína parta kom ekkert annað orð til
greina. Þessir textar eru augljóslega styttri
en smásögur og fyrir mér eru þeir ekki
prósaljóð. Það má vera að nokkrir textanna
falli næri því að vera það en þegar kom að
því að skilgreina bókina með þessum hætti
fannst mér aðeins þetta orð koma til greina.
Þetta er orð sem nýlega er farið að nota, en
mér finnst það ná vel utan um bókina. Það
er blæbrigðamunur á þessu og prósaljóðum í
frönskum anda, tel ég.
Vissulega gat það verið skilgreining-
aratriði hvernig ætti að setja hlutina upp
innbyrðis í þessum tveimur bókum … í ein-
hverjum tilvikum spurði ég mig að því hvort
ætti ef til vill að lengja smáprósa upp í smá-
sögu. En svo er eins og formið ákveði sig
sjálft og ég fer ekki lengra með það.“
Yfirlega er alltaf nauðsynleg
– Þú þröngvar hugmynd sem fæðist í smá-
prósa ekki yfir í lengri frásögn?
„Nei, það finnst mér yfirleitt ekki í boði.
Ég reyni bara að fylgja eftir því sem eðl-
isávísunin býður.“
– Eru smáprósarnir meiri skissur, eða
svipmyndir, en smásögurnar?
„Eðli málsins samkvæmt eru þeir það, og
mætti þess vegna tala um þá sem hliðstæður
við skissur í myndlist. Að því leyti að þetta
eru augnabliksmyndir, en eðli skrifanna er
þó annað því maður fer yfir textann og end-
urskrifar og það er annað en myndlist-
arskissur, að minnsta kosti ef menn teikna
með penna en ekki blýanti! En grunurinn er
í mörgum tilvikum augnabliksupplifun.“
– Vinnurðu textann mikið, hnoðar hann?
„Töluverður hluti af textavinnunni felst í
raun í því að halda lífi í textanum, að slípa
hann ekki um of. Yfirlega er samt alltaf
nauðsynleg, og óumflýjanlegur hluti af
vinnuferlinu … En maður verður sem sagt
alltaf að vera vakandi fyrir því að halda
frumneistanum lifandi, og ég held ekki eftir
textum nema mér finnist sá neisti vera til
staðar. Þá vinn ég áfram með það sem ég
hef í höndunum.
Það gerist tiltölulega fljótt í vinnuferlinu
að ég fer að sjá óljósar byggingarlínur að
handriti og þá fer að skýrast hvað fellur þar
inn í. En það sem dettur út þarf ekki endi-
lega að fara í ruslakörfuna, að vera ónýtt um
aldur og ævi, heldur getur það dúkkað upp í
öðru samhengi. Það getur verið í lagi að
leggja hlutina til hliðar og flýta sér ekki að
henda öllu. Maður veit aldrei. Ég man að
Gunnlaugur Scheving listmálari sagðist vera
nýtinn í listinni, mér finnst það ágæt af-
staða.“
Önnur tegund af rasisma
Síðasta sagnasafn Gyrðis, Milli trjánna, fékk
vægast sagt góðar viðtökur og hreppti Bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs. Finnst
honum erfitt að fylgja slíkri velgengni eftir
nú með nýju sagnasafni?
„Nei, ég finn ekkert fyrir því,“ segir hann.
„Ég er ekkert plagaður af því og er ekkert
að bera þessar bækur saman. Þetta er annað
og nýtt,“ segir hann og bendir á eintak af
Koparakri. „Hitt er vatn undir brúnni. Ég
hugsa yfirleitt lítið um fyrri bækur mínar.“
Segja má að höfundarverk Gyrðis komi úr
ríkulegri uppsprettu sem vellur fram og milli
hinna einstöku verka er viðamikið net allra-
handa tenginga, í hugmyndum, texta, lík-
ingum og vísunum. Eitt þema sem hefur ver-
ið gegnumgangandi í verkum hans er
sambúð manna og dýra, og meðferð mann-
anna á þeim, en segja má að þungi þess hafi
aukist. Önnur sagan í Koparakri, „Aftakan“,
hefur slegið marga lesendur, en þar eru
menn leiddir til slátrunar með sauðfé.
„Hugsanir um þetta hafa lengi verið að
velkjast í mér,“ segir Gyrðir. „Þetta tengist
hugsunum um umhverfismál, um stöðu
mannsins í náttúrunni og hvernig hann kem-
ur fram gagnvart öllu lífi. Það er heldur alls
ekki ótengt framkomu mannanna hvers við
annan: þetta er allt samslungið. Yfirgangur
mannanna á heimsvísu er deginum ljósari og
enginn hugsandi maður getur látið vera að
velta því fyrir sér, og hvernig það endar ef
heldur sem horfir.
Ég verð sífellt þreyttari á þeirri fullvissu
mannsins að hann sé æðri öllum öðrum í líf-
ríkinu, þetta er úrelt afstaða sem verður að
víkja, ekki seinna en strax eins og sagt er.
Mér finnst slík afstaða mannkynsins gagn-
vart dýrunum vera önnur og yfirfærð tegund
af rasisma, og ekkert skárri.
Að ýmsu leyti er ég víst álíka harð-
línumaður og breski músíkantinn Morrissey
hvað þetta snertir, þó að mig skorti nú alveg
slagkraft hans í andófinu! Það koma dagar
þegar mér finnst afskaplega leiðinlegt að til-
heyra ekki einhverri annarri dýrategund, en
við því er lítið að gera, nema bara að þrauka
og leggja sitt af mörkum þó að smátt sé.“
– Í sumum sagnanna er maðurinn eitt af
dýrunum; í einni sem er óhugnanleg saga af
sjálfsvígi samsamar maðurinn sig með fisk-
unum í hylnum sem hann sekkur sér í.
„Oft er talað um að maðurinn geti ekki
snúið aftur til þeirra tíma þegar hann var
nær lífríkinu í heild, en það er að minnsta
kosti nauðsyn að einhverjir séu vakandi og
reyni að halda í þau tengsl sem þó eru eftir.
Og hugi að því sem má breyta til batnaðar í
framtíðinni í þessum efnum. Ef þessi tengsl
rofna alveg, og maðurinn skilur sig til fulls
frá öðrum dýrategundum, er ég hræddur um
að framtíð hans sé ekki björt, og því miður
drögum við allar aðrar lífverur með okkur í
leiðinni, eftir öllum sólarmerkjum að dæma.
Framkoma okkar í umhverfismálum kem-
ur ekki bara niður á okkur sjálfum heldur
öllu lífríkinu.“
– Í skáldsögu þinni frá 1987, Gangandi
íkorna, breytast menn í dýr og það er æv-
intýrablær yfir umbreytingunni, þótt ógnin
liggi undir niðri. Mér finnst meira bit í um-
fjöllun þinni um þetta samlíf í dag.
„Já, það er sett fram með öðrum hætti.
Með árunum skýrast svona hlutir ef til vill
fyrir manni, og eftir því sem meira er hugs-
að um það tekur það á sig ný form í skáld-
skapnum. En mér hefur verið þetta hug-
leikið alveg frá barnæsku.“
Dauðinn alltaf meginefnið
– Fyrir utan sambúð manna og dýra þá
fjalla sögurnar mikið um samskipti og sam-
skiptaleysi fólks, það sem er sagt eða látið
ósagt. Þar verða oft einskonar hvörf.
„Mér finnst það að sumu leyti henta vel
en þessi frásagnaraðferð valdi sig sjálf þegar
ég fór að semja sögurnar. Í skáldskap verð-
ur líka að láta sumt ósagt, gefa það í skyn
frekar en að orða það, til að ná utan um
merkingu þess, svo mótsagnakennt sem það
kann að hljóma.
Það er mismunandi hvað umfjöllunarefni
sem þessi eru höfundunum sjálfum ljós.
Stundum hefur verið sagt að ég fjalli um
dauðann í öllum mínum verkum og það hefur
stundum legið nokkuð þungt á mér!“ Gyrðir
brosir. „Öðrum þræði upplifi ég það sem
gagnrýni. Þess vegna var ég feginn að sjá
það í sjónvarpsþætti um Tolkien nú í vikunni
að hann taldi að allar bókmenntir fjölluðu í
raun og veru um dauðann.
Yfirleitt segja menn að bókmenntir fjalli
meira og minna um ást og allt það, en þetta
er líka sjónarmið.“
– En dauðinn er sínálægur í lífinu.
„Já, og fram hjá því verður ekki horft.
Það nægir að opna fréttaveitu, sjónvarp eða
útvarpsstöð, þetta er alltaf meginefnið, alls
GYRÐIR ELÍASSON SENDIR FRÁ SÉR ÞRJÁR BÆKUR, TVÆR FRUMSAMDAR OG LJÓÐAÞÝÐINGAR
Afstöðulaust
skáld er ekki til
„MAÐURINN VIRÐIST ALLTAF UPPTEKINN AF ÞVÍ AÐ SLÖKKVA LÍF, ÞURRKA ÚT,“ SEGIR GYRÐIR ELÍASSON. HANN
RÆÐIR UM NÝJAR BÆKUR SÍNAR, MEÐFERÐ MANNA Á DÝRUM, ÁHRIFAVALDA, TRÉLITI OG SITTHVAÐ FLEIRA.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
* Stundum fæ ég þessaskrýtnu tilfinningu,að ég verði að útbreiða
orðið – ég vona að ég sé
ekki trúboði í eðli mínu!
„Fjörubækur og fleiri verk“ nefnist sýning
Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá sem
verður opnuð í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6,
á laugardag klukkan 15.
Á sýningunni eru myndverk eftir Kristínu
frá tímabilinu 1982 til 2004 og hafa mörg
þeirra ekki verið sýnd áður.
Kristín er fædd á Munkaþverá í Eyjafirði
árið 1933. Hún stundaði nám í Handíða- og
myndlistarskólanum í Reykjavík 1949-1952
og síðar framhaldsnám í myndlist í Dan-
mörku, Frakklandi og á Ítalíu. Hún hefur
haldið yfir 20 einkasýningar, á Íslandi, í
Bandaríkjunum og Kanada. Sú síðasta var
„Orðin, tíminn og blámi vatnsins“ í Listasafni
ASÍ 2013. Einnig hefur hún tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum á Íslandi og víða um
heim. Verk eftir hana er að finna í helstu
listasöfnum hér á landi og víða um lönd.
FJÖRUBÆKUR OG FLEIRI VERK
KRISTÍN Í STAFNI
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Sýning á verk-
um hennar verður opnuð í Studio Stafni í dag.
Morgunblaðið/Einar Falur