Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Síða 59
Í fyrra sló Vísindabók Villa rækilega í gegn
og nú er komin ný bók. Í Vísindabók Villa 2
heldur Vilhelm Anton Jónsson áfram að
fjalla um undur alheimsins og vísindanna,
meðal annars dínamít, lofthjúpinn, andefni,
steingervinga og snjókorn. Í bókinni er svo
að finna spennandi og skemmtilegar til-
raunir sem börnin geta gert heima, án þess
að hrella foreldra sína um of
Jólabók fyrir forvitin og fróðleiksfús
börn.
Undur vísindanna
9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Leitin að Blóðey er fyrsta bók
Guðna Líndal Benediktssonar,
en hún bar sigur úr býtum í
samkeppninni um barna-
bókaverðlaunin 2014. Hér er á
ferð viðburðarík saga þar sem
alls kyns undur gerast.
Þegar Kristján er sendur
snemma í rúmið ákveður afi að
segja honum sögu. Saga afa er
engin venjuleg saga því þar
koma við sögu galdramenn,
ljónhestar og drekar, ófreskjur
og tröll og dularfull eyja sem
hvergi finnst á korti. Afar vita
ýmislegt og þessi afi fullyrðir
vitanlega að saga sín sé dag-
sönn.
Bókin er fyrir börn á aldr-
inum sjö til tólf ára og er
myndskreytt af Ivan Cappelli.
Viðburðarík
verðlaunabók
Draugagangur á Skuggaskeri er ný barna-
bók eftir hina vinsælu Sigrúnu Eldjárn. Bók-
in er framhald sögunnar Strokubörnin á
Skuggaskeri sem tilnefnd var til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Bókin er ætluð
lesendum frá níu ára aldri og er ríkulega
myndskreytt af höfundi.
Strokubörnin eru fundin en neita að snúa
heim fyrr en fullorðna fólkið hefur lagfært
það sem eyðilagt var í stríði.
Börn setja skilyrði
Ný bók Arnaldar Indriðasonar,
Kamp Knox, tyllir sér á topp
metsölulistans. Glæpasagna-
kóngurinn er mættur með fína
bók þar sem Erlendur rann-
sakar árið 1979 mannslát sem
tengist herstöðinni á Mið-
nesheiði en hefur einnig hug-
ann við örlög ungrar stúlku
sem hvarf aldarfjórðungi áður.
Arnaldur kann sitt fag og
aðdáendur hans verða ekki
sviknir af þessari nýjustu bók
hans.
Arnaldur á
toppnum
Arnaldur og
ýmislegt fleira
góðgæti
NÝJAR BÆKUR
NÝ BÓK ARNALDAR INDRIÐASONAR, KAMP
KNOX, ÆTLAR AÐ SLÁ Í GEGN LÍKT OG FYRRI
BÆKUR HÖFUNDAR. JÓLABÓKAFLÓÐIÐ ER Í HÁ-
MARKI OG ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER GLÆSILEGT
EIGA ALLIR AÐ FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI
HVORT SEM ÞEIR ERU BÖRN, UNGLINGAR EÐA
FULLORÐNIR.
Litlu dauðarnir er ný bók eftir Stefán
Mána og nokkuð ólík síðustu bókum
hans. Daginn sem Kristófer missir
vinnuna byrjar veröld hans að
molna. Kristófer flýr með fjölskyldu
sína út á land en eins og við eigum öll
að vita getur maður ekki svo auð-
veldlega flúið sjálfan sig né fortíðina
– og fortíð Kristófers byggist á svik-
um, leyndarmálum og lygum.
Ný skáldsaga frá
Stefáni Mána
Læknirinn í eldhúsinu - Veislan endalausa er ný mat-
reiðslubók eftir Ragnar Frey Ingvarsson lækni. Bók-
in er sneisafull af girnilegum uppskriftum af öllu tagi
sem munu alveg örugglega slá í gegn. Hver vill ekki
borða camembert-kartöflumús og langeldað osso-
buco og humar með rjómaostasósu? Og svo er pip-
arsósan með grænu piparkornunum himnesk. Bók
fyrir alla sælkera.
Matarveisla hjá lækninum
*Mér skilst að tónlist Wagners sé betrien hún hljómar. Mark Twain BÓKSALA 29. OKT - 4. NÓV
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason
2 Egils saga – ensk
3 Veislan endalausaRagnar Freyr Ingvarsson
4 OrðbragðBragi Valdimar Skúlason og Brynja
Þorgeirsdóttir
5 Vísindabók Villa 2Vilhelm Anton Jónsson
6 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason
7 Kamp Knox - flugstöðvarútgáfaArnaldur Indriðason
8 ArfurinnBorgar Jónsteinsson
9 Í innsta hringViveca Sten
10 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson
Íslenskar bækur
1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason
2 Veislan endalausaRagnar Freyr Ingvarsson
3 OrðbragðBragi Valdimar Skúlason og Brynja
Þorgeirsdóttir
4 Vísindabók Villa 2Vilhelm Anton Jónsson
5 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason
6 Kamp Knox - flugstöðvarútgáfaArnaldur Indriðason
7 ArfurinnBorgar Jónsteinsson
8 Í innsta hringViveca Sten
9 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson
10 Jólin Hans Hallgríms
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Brennt barn forðast eldinn.
Guðni Ein-
arsson
blaðamaður
er höfundur
bókarinnar
Hrein-
dýraskyttur.
Þar segja
karlar og
konur, á ýms-
um aldri,
sport-
veiðimenn
og leið-
sögumenn
hreindýra-
veiðimanna frá ævintýrum sínum á hrein-
dýraveiðum á Íslandi og Grænlandi. Einnig
er fjallað um fyrirkomulag hreindýraveiða.
Leiðsögumaður hreindýraveiðimanna gef-
ur svo góð ráð um undirbúning hrein-
dýraveiða. Bók fyrir alla hreindýra-
veiðimenn.
Hreindýraskyttur
Í sjálfsævisögu sinni
Líf mitt segir knatt-
spyrnumaðurinn Lu-
is Suárez frá æsku
sinni í Úrúgvæ, sem
einkenndist af mikilli
baráttu, og lýsir
æskuástinni sinni.
Hann segir frá litrík-
um knattspyrnuferli
sínum og þar koma
vitanlega við sögu af-
ar dramatískir at-
burðir heimsmeist-
aramótsins 2014.
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa vafalítið
mikinn áhuga á að kynna sér hvað einn besti knatt-
spyrnumaður samtímans hefur að segja, en lífs-
hlaup hans hefur verið ansi ævintýraríkt og mað-
urinn sjálfur umdeildur, enda engan veginn
skaplaus.
Ævisaga Suárez