Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014
Má bjóða þér gamlan sófa
… á raðgreiðslum?
Við kynnum til leiks gjörbylt-ingu í viðskiptum á sölu-torgi Blands.“ Á þessum
orðum hefst póstur sem markaðs-
torgið Bland.is sendi notendum sín-
um í vikunni. Sú „bylting“ sem vís-
að er til felst í því að nú geta
notendur fengið peninga fyrir
kaupum á notuðum vörum að láni –
gamlan sófa er nú hægt að kaupa á
raðgreiðslum.
Bland.is er sjöundi mest sótti
vefur landsins samkvæmt mæl-
ingum Modernus.
Á bland.is ganga gamlir munir,
húsgögn, notuð föt, barnadót, bílar
og fleira kaupum og sölum. Al-
gengast er að kaupin gangi fyrir
sig milliliðalaust; seljandi auglýsir
vöru, kaupandi lýsir áhuga og sín á
milli semja þeir um verð fyrir vör-
una sem jafnan er staðgreidd í
peningum við afhendingu.
Milliliður bætist við með
tilheyrandi kostnaði
Nú vill Netgíró blanda sér í þessi
viðskipti á bland.is og gerast milli-
liður viðskiptanna. Það gerir fyrir-
tækið með því að bjóða greiðslu-
þjónustu (byltinguna) sem seljandi
vörunnar greiðir fyrir. Kaupandinn
greiðir ekki fyrir þjónustuna, sem
felur það í sér að hægt er að
seinka greiðslu um allt að 14 daga,
en ef greiðslur dragast fram yfir
þann tíma þá er Netgíró eigandi
kröfu á hann og setur hana í inn-
heimtu eða kaupandi óskar eftir að
notast við raðgreiðslur sem hægt
að dreifa á allt að þrjá mánuði ef
verslað er á bland.is.
Netgíró býður raunar sína
lánaþjónustu gegnum 700 aðra
söluaðila fyrir utan bland.is og
hefur undanfarið auglýst mikið
t.d. í sjónvarpi og nú eru auglýs-
ingar fyrirtækisins orðnar
fyrirferðarmiklar á bland.is.
Sófinn fer á 57.376 krón-
ur en ekki 50.000 krónur
Ekki er alltaf hlaupið að því að
átta sig á því hversu mikill kostn-
aður fylgir því að fresta
greiðslum eða dreifa þeim. Fyrir-
tæki nota hugtök eins og „vaxta-
laust“ til að láta viðskiptavinum
líða eins og þjónustan sé ókeypis
– en það er hún að sjálfsögðu
aldrei.
Til að skýra út hvernig Netgíró
virkar fyrir notendur bland.is þá
er best að taka dæmi:
Notaður sófi er seldur á bland-
.is fyrir 50.000 krónur. Bæði
kaupandi og seljandi samþykkja
að nota Netgíró sem greiðslu-
máta og ganga frá kaupunum
þann 1. desember. Kaupandi á að
greiða 50.000 krónur, sem er upp-
sett verð, + 195 kr. tilkynning-
argjald, en seljandi fær 47.525
krónur þar sem hann greiðir
þóknun Netgíró upp á 4,95%.
Kaupandi fær sófann sinn 1.
desember en seljandi fær enga
greiðslu fyrr en 16. desember, þá
þarf hann að fara inn á sitt yfirlit
á netgiro.is og millifæra sjálfur á
eigin reikning. Engu skiptir hve-
nær kaupandi greiðir. Hann get-
ur greitt 1. desember, en seljandi
fær samt ekki peninginn fyrr en
þann 16. desember, þannig virka
skilmálar Netgíró.
Kaupandinn getur því greitt hve-
nær sem er á þessum tímabili, þ.e.
beðið með það þar til á fyrsta
virka degi 14 dögum eftir kaupin.
Greiði hann á tímabilinu 1.-16. des-
ember þá á hann að greiða 50.195
krónur fyrir sófann, engin þóknun
fellur á hann önnur er tilkynning-
argjaldið (sem er greitt til bankans
vegna stofnunar kröfu).
Geti kaupandinn hins vegar ekki
greitt innan þessara tímamarka
getur hann valið að dreifa
greiðslum á allt að 3 mánuði.
Þá greiðir hann á endanum
54.901 krónu fyrir notaða sófann
sem átti að kosta 50.000 krónur.
Kostnaðurinn sem til fellur er
3,95% lántökugjald, alls 1.975 kr.
+ 1.156 kr. í vexti (12,85% árs-
vextir) + 1.185 kr. færslugjald
(samtals fyrir 3 færslur) + 585 kr.
í tilkynningargjald (samtals fyrir 3
færslur).
Sé þessi fjárhæð, þ.e. 4.901
króna umfram kaupverðið, lögð við
þær 2.475 krónur sem seljandinn
var þegar búinn að greiða Netgíró
fyrir söluna má sjá að Netgíró fær
alls í sinn hlut 7.376 krónur vegna
viðskipta sem annars væru milli-
liðalaus að andvirði 50.000 króna.
Stærstur hluti viðskipta á bland.is
er með notaðar vörur. Á degi
hverjum eru um 2.000 auglýs-
ingar skráðar þar og skráðir not-
endur eru yfir 200.000. Yfir
30.000 eru skráðir fyrir þjónustu
Netgíró en raðgreiðslur fyrir-
tækisins eru svipaðar rað-
greiðslum kortafyrirtækjanna.
Morgunblaðið/Kristinn
Á MARKAÐSTORGINU BLAND.IS ER NÚ HÆGT AÐ FÁ LÁNAÐ FYRIR KAUPUM Á NOTUÐUM VÖRUM Í GEGNUM FYRIRTÆKIÐ NETGÍRÓ SEM ER Í EIGU
SÖMU AÐILA OG BLAND.IS. NETGÍRÓ VIRKAR ÞANNIG AÐ JAFNVEL ÞÓTT KAUPANDI VÖRU GREIÐI STRAX ÞÁ FÆR SELJANDI EKKI GREITT FYRR EN EFT-
IR 14 DAGA. Í MILLITÍÐINNI ERU PENINGARNIR GEYMDIR Á REIKNINGI HJÁ NETGÍRÓ. SÉ GREITT MEÐ RAÐGREIÐSLUM ÞARF KAUPANDI AÐ 50 ÞÚSUND
KRÓNA SÓFA AÐ INNA AF HENDI 55 ÞÚSUND KRÓNUR EN SELJANDINN FÆR 47 ÞÚSUND Í SINN HLUT. MISMUNURINN RENNUR TIL NETGÍRÓ.
Vara sem seld er á Bland.is 1. des fæst greidd 16. des. Þótt kaupandi greiði fyrr
fær seljandi greiðsluna aldrei fyrr en 16. des ef greitt er gegnum Netgíró. Sá
sem selur vöru á þó að geta verið viss um að fá greitt, þótt hann fái minna og
sjái peningana seinna en ef viðskiptin væru milliliðalaus.
*Notendur bland.is ættu að reikna dæmið til enda. Ef ekkier til aur í buddunni þegar varan er keypt gæti einfald-lega verið ráðlegt að bíða með kaupin. ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR
eyrun@mbl.is
Vefsíðan Barnaland.is var sett á
laggirnar árið 2000 og var í upp-
hafi upplýsingavefur fyrir for-
eldra um hvaðeina er varðar
börn og barnauppeldi. Vefurinn
þróaðist síðan út í það að bjóða
sérstakar heimasíður barna, þar
sem foreldrar gátu keypt að-
gang að tilteknu lokuðu vef-
svæði og sett inn myndir, mynd-
bönd og annað tengt börnum
sínum. Síðar þróaðist vefurinn
yfir í að vera bæði sölutorg og
umræðuvefur. Árið 2011 urðu
eigendaskipti og ákveðið var að
breyta nafninu í Bland og vefur-
inn bland.is varð aðalvefurinn
með heimasíður barnanna sem
undirvefinn barnaland.is.
Núverandi eigendur eru fyrir-
tækið Móberg sem er einnig
eigandi fyrirtækisins Netgíró.
Móberg er í eigu Skorra Rafns
Rafnssonar og bróður hans
Fjölvars Darra Rafnssonar. Sam-
an stofnuðu þeir bræður smá-
lánafyrirtækið Hraðpeninga ár-
ið 2009 og hafa báðir setið í
stjórn þess fyrirtækis. Skorri
Rafn er nú stjórnarformaður
hjá Bland og meðstjórnandi í
stjórn Netgíró auk þess að vera
forstjóri Móbergs. Fjölvar Darri
er fjármálstjóri Móbergs. Fram-
kvæmdastjóri Bland er Katrín
Jónsdóttir en alls munu vera um
9-10 starfsmenn hjá Bland.
NETGÍRÓ OG BLAND
UNDIR EINUM HATTI