Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 Þegar vísitala launa var tekin af með lögum íjúní 1983 hófst mikil umræða í þjóðfélaginuum hvort réttmætt væri að halda verðtrygg- ingu á lánum. Ekki að undra því verðbólga á þess- um tíma fór yfir 100% á meðan launin stóðu í stað. Ef þau hefðu áfram fylgt verðbólgunni hefði lántak- andinn lítið sagt. Þá hefði sparifjáreigandinn verið einn um að emja því innistæðan hans hefði í einu vetfangi að engu orðið. Þetta var samhengi umræð- unnar á þessum tíma. Auðvitað sáu flestir ranglæt- ið sem þarna varð og var kallað misgengi lána og launa. Tveir menn eru mér sérstaklega eftirminnilegir úr þessari umræðu, Jóhannes Nordal, þáverandi seðlabankastjóri annars vegar, og hins vegar stofn- andi Kaupþings, Pétur H. Blöndal. Báðir vörðu vísitölubindingu lána en með ströngum fyrirvörum: Vextir yrðu að vera lágir. Ef ég man rétt töluðu þeir um 2%. Lánveitendur skeyttu því engu og keyrðu upp vexti ofan á verðtrygginguna. Samtök lántakenda tóku undir með þeim sem töluðu fyrir lágum nafnvöxtum og gagnrýndu harð- lega háan fjármagnskostnað, og líkt og Hagsmuna- samtök heimilanna í kjölfar hruns krafðist Sigtúns- hópurinn endurgreiðslu á hluta misgengisins. Hópurinn krafðist þess sem nú er réttilega kallað „leiðrétting“ lána. Ekki krafðist Sigtúnshópurinn afnáms vísitölubindingar lána, einfaldlega vegna þess að við útreikninga kom í ljós að vísitölubundin lán báru lægri raunvexti en óvísitölubundin lán. Þar fyrir utan voru afborganir af vísitölubundnum lánum auðveldari fyrir tekjulágt fólk í upphafi láns- tímans því hluti fjármagnskostnaðarins færðist aft- ur í tímann. Lánið varð tekjulágu fólki þess vegna auðveldara viðfangs en um leið dýrara þegar upp var staðið því vextir lögðust ofan á fjármagns- kostnað sem frestað var að greiða af. Fólk fékk með öðrum orðum að finna að það getur verið dýrt að vera fátækur! Svo leið tíminn. Á Íslandi varð hrun. Flestar þjóð- ir komast í gegnum hrun með því að færa niður allar efnahagsstæðir, það gerðist líka hér á landi. Ríkis- sjóður, sveitarfélög, launafólk og fyrirtæki fengu að finna fyrir hruninu. En hjá okkur stóð ein stærð óhögguð, vísitölubundið fjármagn. Vísitalan ver nefnilega peninga lánveitenda til síðasta blóðdropa. Við hrunið kom fram réttmæt krafa Hagsmuna- samtaka heimilanna um að lánveitendur og lántak- endur deildu með sér gríðarlegu verðbólguskoti og þar með misgengi lána og launa sem þá varð. Fjár- málakerfið brást við með óbilgirni og hortugheitum sem fyrr. Þess vegna fagna nú margir niðurstöðu Efta- dómstólsins. Þar segir að verðtryggingin sé lögleg, en að upplýsingagjöf til þeirra sem tóku vísi- tölubundin lán hafi ekki verið sem skyldi. Hvað þetta þýðir veit hins vegar enginn! Í mínum huga eru forsendur upplýsingagjaf- arinnar ekki hið ámælisverða heldur sjálf vísi- tölubindingin. Hún er lántakendum dýr og hrun- samfélagi varasöm. Nú er verðbólga lítil og lag að koma verðtryggingu út úr heiminum með lögum. Vísitala lána er ógagnsæ. Breytilegir vextir eru sýnilegir og um þá má deila. Það á síður við um það sem er vélrænt. Vísitölubundið fjármálakerfið er byrjað að fitna sem minnir á fyrri tíð. Það er vísbending um rang- læti. Nú er lag! * Vísitalan ver nefnilegapeninga lánveitenda tilsíðasta blóðdropa. ÚR ÓLÍKUM ÁTTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Það vakti mikla athygli í vikunni þegar Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu að 17 ára stúlka teldi Rich- ard O’Brien, höfund söngverksins Rocky Horror Picture Show, vera föður sinn en fréttin reyndist upp- spuni. Fréttin var partur af mark- aðssetningu á menntaskóla- uppsetningu á söngleiknum en stúlkan sem skrökvaði að blaða- manninum leikur þar þjóninn Riff Raff, sem O’Brien leikur í myndinni. Markaðsmaður Íslands, Einar Bárðarson, skrif- aði svo á Facebook um málið: „Í morgun þegar ég reif fram Frétta- blaðið rak ég upp stór augu – hinn samkynhneigði Richard O’Brien sem ég hitti nú einu sinni með Helga Björns á Astro í Reykjavík. Ég hugsaði: er þetta PR-snilld eða eitthvert algjört „case“. Ég sé að unga fólkið í Borgarfirði er byrjað að skrifa næsta kafla í ÖLL TRIXIN Í BÓKINNI.“ Fjölmiðla- og kvikmyndagerðar- konan Þóra Tómasdóttir skrif- aði færslu á Twit- ter um kosti þess að vera sjálfstætt starfandi: „Kostur við að segja upp vinnunni/verða verktaki: Má horfa á bíó á daginn, skrifstofutími er 20- 02, má segja: Nei ég fíla ekki þetta verkefni.“ Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er á ferðalagi með fjölskyldunni og setti inn skondna sögu úr ferðalaginu á Facebook: „Frúin fékk sér þrjú rauðvínsglös á business class á milli Casablanca og London, ÞRJÚ!!!! Held að hún hafi líka fengið sér smá Konna. Þetta er náttúrlega allt frítt á þessu farrými sem hún er á. Hún er alveg í lagi en er smá glær til augnanna og er að segja lélega brandara við security og snyrti- vörusölufólk. Ég veit ekki hvar þetta endar. Næst verður hún á Saga class með einhverjum Íslend- ingum í léttum fíling, og fullt af fríu búsi. Ég kúldrast afturí með krakk- ana og sinni þeim, SINNI!!! Þau þurfa þá allavega ekki að horfa uppá þetta á meðan. Skemmti hún sér vel, VEL!!!!!“ AF NETINU Vettvangur Breska tímaritið DIY Magazine greinir frá því í nýjasta hefti sínu að í Brussel í Belgíu sé verið að skipu- leggja heljarinnar listahátíð sem helguð er söngkonunni Björk Guð- mundsdóttur en áætlað er að hún standi í um þrjár vikur og hefst hún um miðjan janúar. Margir viðburðir eru þar á dag- skrá og fara þeir fram í einu stærsta kvikmyndahúsi borgarinnar, sem jafnframt er listagallerí. Hátíðinni verður hleypt af stokk- unum með því að sýna kvikmynd Lars von Trier, Dancer in the Dark sem og kvikmynd Nietzchka Keene, The Juniper Tree, frá árinu 1987. Af öðru má nefna að sérstakur list- gjörningur tileinkaður söngkonunni fer fram og tónleikar þar sem söng- konan kemur þó ekki fram en þar verður ýmiss konar tilraunakennd tónlist spiluð til heiðurs Björk, að því er segir í kynningu á viðburðinum. Þess má geta að það er víðar en í Belgíu sem sérstakar sýningar eru tileinkaðar Björk á næsta ári en í nú- tímalistasafninu í New York, MoMA, verður sýning tileinkuð list hennar og mun einfaldlega heita Björk. Björk er í óðaönn að vinna að nýrri plötu sem mun að líkindum koma út á næsta ári en þegar Biop- hilia Live var frumsýnd á London- kvikmyndahátíðinni fyrir stuttu sendi Björk frá sér tilkynningu um að hún kæmist ekki á frumsýn- inguna – hún væri of upptekin við vinnu að nýju plötunni Fleiri hátíðir tileinkaðar Björk Aðdáendur Bjarkar bíða spenntir eftir næstu plötu frá söngkonunni en hún mætti ekki á frumsýningu kvikmyndarinnar Biophilia Live á kvikmyndahátíðinni í London fyrr í haust vegna anna í upptökum við nýju plötuna. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.