Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 22
Heilsa og hreyfing Hreyfing og heilbrigðir lífshættir Morgunblaðið/RAX *Skortur á örvun og langvarandi hreyfingarleysi ung- ogsmábarna getur seinkað hreyfiþroska þeirra og þar meðfærninni til að t.d. velta sér, skríða og ganga. Slík þróungetur aftur orðið til þess að barnið hreyfi sig minna íframtíðinni, segir á vef Embættis landlæknis, en slóðin erlandlaeknir.is.Jákvæð reynsla af hreyfingu á unga aldri eykur líkurnar á að börn temji sér lífshætti sem fela í sér hreyfingu á full- orðinsárum. legt að veitingastaðir breyti því sem þeir bjóða upp á, til dæmis með því að fækka hitaeiningum í máltíðum.“ Marion Nestle, prófessor í nær- ingu og lýðheilsu hjá NYU, vill ekki afskrifa stefnuna. Hún segir þetta „mikla næringarfræðslu fyrir almenning“ og það eigi eftir að taka langan tíma fyrir neytendur að læra hvernig þeir eigi að nota upplýsingarnar. „Þegar þetta byrjar á fólk eftir að fá áfall, eins og gerðist í mörg- um tilfellum í New York. Jafnvel ég trúði því ekki. Þúsund hitaein- inga þeytingur. Það er helming- urinn af því sem meðalmanneskjan þarf á dag.“ Elbel býst ekki við að einhver ein stefna verði töfratól í barátt- unni gegn offitu. Offita muni líkleg- ast minnka í kjölfar margra sam- verkanda þátta sem sé beitt kerfisbundið yfir langan tíma. „Engin ein stefna getur það.“ F rá og með nóvember á næsta ári verða margir veitinga- staðir í Bandaríkjunum skyldaðir til að birta hita- einingamagn máltíða á matseðl- unum hjá sér. Þetta á við keðju- veitingastaði, kvikmyndahús, skyndibitasjoppur og skemmti- garða. Fólk í heilbrigðisgeiranum fagnaði mjög í vikunni þegar Mat- væla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) tilkynnti þessa nýju stefnu. Margir hafa barist fyrir þessum breytingum í meira en áratug í þeirri trú að þetta muni hafa mikil áhrif í baráttunni gegn offitu. Það á eftir að koma í ljós en rannsóknir um þetta mál eru ekki margar því merkingarnar hafa ekki tíðkast lengi. Á þeim fáu stöðum sem þetta hefur verið gert eins og í New York og Fíladelfíu hafa rannsóknir aðeins tekið til nokk- urra þúsunda manna á nokkurra vikna tímabili, sem er of lítill hóp- ur og stuttur tími til að merkja þær breytingar sem spáð er að merkingarnar hafi. Fáir breyta pöntun sinni vegna hitaeininga Brian Elbel, prófessor við Háskól- ann í New York (NYU), hefur rannsakað þetta mál. Árið 2008 og 2010 komst hann að því að aðeins 15% sögðu upplýsingarnar hafa gert það að verkum að þeir breyttu pöntun sinni. Þegar hann skoðaði niðurstöður þessara tveggja rannsókna nánar kom í ljós að þeir sem breyttu hegðun sinni voru líklegri til að vera vel mennt- aðir, sumsé ekki sá hópur sem merkingunum er helst beint að. Vel menntaðir Bandaríkjamenn eru ólíklegri til að þjást af offitu en þeir sem eru minna menntaðir. „Það lítur ekki út fyrir að þetta breyti almennt því hvað fólk pant- ar sér á skyndibitastöðum,“ segir Elbel í samtali við New York Tim- es. George Loewenstein, hagfræður hjá Carnegie Mellon-háskólanum, hefur rannsakað hvernig atferli hefur áhrif á offitu en hann hefur efasemdir um að matseðlamerking- arnar hafi áhrif á hegðun neyt- enda. „Það eru fá tilfelli þar sem félagsvísindamenn hafa séð að upp- lýsingagjöf breyti miklu um hegð- un fólks. Það að breyta verði og breyta hversu aðgengilegt eitthvað er hefur mikil áhrif. Beinar upplýs- ingar hafa það ekki,“ segir hann. Hann nefnir til dæmis næring- arupplýsingar á pökkuðum mat- vælum, viðvörunarmerki á lyfjum, hryðjuverkaviðvaranir eða öryggis- spjöld í flugvélum. Hann bendir á að efrimillistétt- arfólk sem sé ábyrgt fyrir því að miðla upplýsingunum hafi oft litla innsýn í hvernig fólk af lægri stétt- um noti upplýsingarnar. Bara það að fá neytendur til að skilja upp- lýsingarnar sé erfitt. Og þegar þeir viti hvað þær þýði geti vel verið að þeir noti upplýsingarnar til að fá sem flestar kaloríur fyrir hvern bandaríkjadal í stað þess að minnka þær. „Fólkið sem þarf mest á upplýsingunum að halda veit ekki hvernig það á að nota þær,“ segir hann. Breytir heldur hegðun fyrirtækjanna Hann telur að nýja matseðlamerk- ingarstefnan verði helst gagnleg í því að breyta hegðun fyrirtækja fremur en neytenda. „Það er lík- Allar bandarískar veitingastaðakeðjur sem eru með 20 eða fleiri útibú þurfa að birta hitaeiningafjölda á matseðli samkvæmt nýjum reglum Matvæla- og lyfja- eftirlits Bandaríkjanna (FDA). AFP ÞAÐ Á EFTIR AÐ TAKA LANGAN TÍMA FYRIR NEYTENDUR AÐ LÆRA HVERNIG ÞEIR EIGI AÐ NOTA HITAEININGAUPPLÝSINGARNAR Matseðlamerkingar gegn offitu Á NÆSTA ÁRI TAKA BANDARÍKJAMENN UPP SKYLDUMERKINGAR Á HITAEININGAFJÖLDA RÉTTA Á SKYNDIBITASTÖÐUM Í LANDINU ÖLLU. EKKI ER LJÓST HVORT ÞETTA VERÐI ÞAÐ VOPN SEM VONAST ER EFTIR Í BARÁTTUNNI VIÐ OFFITU. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hér sést hitaeiningafjöldi á borgurum hjá McDonald’s í New York. Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 Íslandsklukka 9.900,- Púðar 14.990,- Ljósaker Stórt 32.500,- Ullarteppi 22.500,- Aðventukerti 4 stk 5.900,- Ljósaker Lítið 6.900,- Kökudiskur 8.900,- Tröllakerti 4.600,- Hreindýr 8.900,- kr. stk. Garðveislupúði 10.900,- Lita bollar 4.490,- Svart/hvítar skálar Frá 8.490,- Jólatré Frá 5.900,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.