Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 24
A nna Valdimarsdóttir er mjög yfir- veguð í tali enda ekki við öðru að búast frá konu sem var að senda frá sér bókina Hugrækt og ham- ingja – vestræn sálarfræði, austræn viska og núvitund. Hún hefur áður skrifað bækurnar Leggðu rækt við sjálfan þig og Leggðu rækt við ástina, sem hafa notið vinsælda. Hug- myndin að þessari bók varð til ekki síst vegna þess hversu hugfangin hún varð af sálarfræði núvitundar. „Mín fyrstu kynni af núvitund voru árið 2000 þegar ég sótti fyrirlestra hjá búdda- munki,“ segir hún og útskýrir að núvitund sé sprottin upp úr búddískri sálarfræði. „Ég varð hugfangin af núvitund. Mér fannst ég bæði fá betri skilning á vanda manneskjunnar og á sjálfri mér. Það brann á mér að koma þessu til skila,“ segir hún. Rökhugsun dugar ekki á innri vandamál Hluti af vanda manneskjunnar er að hún reynir að hugsa sig frá vandamálum sem snerta tilfinningalífið. „Oft má rekja vanlíðan til viðleitni við að hugsa sig út úr vanda- málum sem hinn rökræni hugur ræður ekki við,“ skrifar Anna í bókinni en hún kynntist núvitund nánar á fyrirlestri hjá sálfræð- ingnum og hugleiðslukennaranum Rob Nairn árið 2006. „Hann kenndi og hélt fyrirlestur hér á landi sérstaklega um þetta. Að við vær- um alltaf að reyna að hugsa okkur út úr innri vandamálum en rökhugsun okkar dygði ekki á innri vandamál þótt hún væri snillingur í að fást við á ytri vandamál. Og þaðan væri mikið af vanlíðan okkar mannanna sprottið. Þetta var mér mikil opinberun og kveikti í mér löngun til að koma þessu á framfæri á ís- lensku.“ Í skrifum sínum tengir Anna saman vest- ræna sálarfræði og austræna visku, sem hef- ur í gegnum tíðina lengst af verið litið á sem andstæða póla. „Núna á sér stað mikil þróun innan sálarfræðinnar, að tengja saman vest- ræna vísindalega sálarfræði og þessa æva- fornu visku sem leið til að fást við ýmis vandamál og öðlast hamingju og hugarró. Það er búið að flétta þetta saman í sálfræðilega nálgun, til dæmis er búið að hanna fyrir- byggjandi meðferð við endurkomu þunglyndis og mörg önnur sálfræðileg vandamál eins og kvíða.“ Meiri víðsýni en áður Og það græða allir á því? „Það græða allir mjög mikið á því og í eftirmála bókarinnar eru tilgreindar nokkrar rannsóknir sem sýna fram á það með óyggj- andi hætti. Það er hægt að rannsaka hvað gerist í heilanum þegar maður notar þessa fornu aðferð sem er meira en 2500 ára gömul ásamt nútíma vísindalegri sálarfræði. Þarna erum við komin með mjög öfluga leið. Það er gleðilegt að víðsýni hafi aukist og áhugi á að læra af því sem er ævafornt.“ Eftir að Anna útskrifaðist sem sálfræðingur tók hún eitt ár ofan á embættisprófið í Banda- ríkjunum þar sem hún bætti við sig ekki síst klínískri reynslu. „Síðan byrjaði ég að starfa hérna heima ár- ið 1982 og opnaði sálfræðistofu og var með sjálfstyrkingarnámskeið árum saman, sem voru ekki síst fyrir konur. Þau voru feikilega vel sótt og voru nýjung á þessum tíma.“ Hún hefur haft góða yfirsýn yfir strauma og stefnur síðustu ára. „Ég hef verið í sífelldri endurmenntun og er núna kennslustjóri í hug- rænni atferlismeðferð í Endurmenntun Há- skóla Íslands. Það koma til okkar prófessorar og sálfræðingar frá Oxford Cognitive Therapy Center, sem tengist Háskólanum í Oxford. Ég hef haft tækifæri til að fylgjast mjög vel með þróuninni.“ Það er einmitt kafli um hugræna atferlis- meðferð og sjálfsmat í bókinni. „Ég hafði svo mikinn áhuga á að flétta þetta saman. Sjálfs- matið er algjört lykilatriði hvað varðar and- lega vellíðan okkar. Þar hefur hugræn atferl- ismeðferð líka mikið til málanna að leggja, sem og önnur sálfræðimeðferð og núvitundin.“ Einfaldasta skilgreiningin á núvitund er þessi: „Núvitund er að vita hvað er að gerast um leið og það gerist,“ segir Anna og útskýrir nánar: „Við erum oft föst í hugsunum um for- tíðina og framtíðina eða áhyggjum af því hvernig við komum fyrir. Við gerum okkur ekki almennilega grein fyrir því hvernig okk- ur líður eða hvernig þeim líður sem við eigum samskipti við. Athyglin er tætt, hún er ekki einbeitt. Við missum svolítið af lífinu sjálfu ef við missum af andartökunum í lífi okkar.“ Æfingar til að efla vakandi athygli Hún segir að það sé hægt að gera æfingar til að efla með sér vakandi athygli. „Með því að hugleiða og líka með því að gera sér far um það í daglegu lífi sínu að vera vakandi fyrir stundinni sem er að líða, vera til staðar, staldra við og spyrja einfaldra spurninga: Hvernig líður mér? Hvað er að gerast? Það er samt ekki svo einfalt að útskýra ávinning nú- ANNA VALDIMARSDÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR VAR AÐ SENDA FRÁ SÉR BÓKINA HUGRÆKT OG HAMINGJA Hugfangin af núvitund Anna Valdimars- dóttir vill lifa lífinu glaðvakandi. ÞAÐ ER EKKI ALLTAF HÆGT AÐ HUGSA SIG FRÁ VANDAMÁLUNUM, SEGIR ANNA VALDIMARSDÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR SEM HUGLEIÐIR OG ÁSTUNDAR VAKANDI ATHYGLI. HÚN TENGIR SAMAN VESTRÆNA SÁLARFRÆÐI, AUSTRÆNA VISKU OG NÚVITUND Í NÝRRI BÓK. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is vitundar í orðum. Þetta er nokkuð sem fólk þarf að stunda og reyna á eigin skinni til að uppgötva hvaða gagn það gerir manni að lifa lífi sínu glaðvakandi.“ Anna segir hugleiðslu hafa gert mikið fyrir sig. „Þegar að manni líður ekki vel fer maður að brjóta heilann um af hverju manni líði svona. Þetta festir mann í hugsunum sem draga bara úr manni máttinn. Maður fer að grufla og velta vöngum. Ég finn að eftir að ég byrjaði að stunda hugleiðslu og tileinka mér þetta allt saman er miklu minni tilhneiging hjá sjálfri mér til að detta niður í heilabrot og tilgangslausar hugsanir. Ég hugsa þegar það er ástæða til að hugsa og get oftar látið það vera þegar það leiðir ekki til neins!“ 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 Heilsa og hreyfing  Núvitund snýst um að vera vakandi gagnvart innra og ytra umhverfi. Taka eftir því sem gerist um leið og það gerist.  Ef við erum ekki nærstödd þegar and- artökin birtast okkur getur farið svo að við missum ekki aðeins af því sem er dýrmæt- ast í lífi okkar, heldur fara líka tækifærin til að vaxa og þroskast fram hjá okkur með allri þeirri dýpt og auðgi sem í þeim býr.  Vakandi athygli eykur frelsi til að velja viðbrögð okkar því að fyrsta skrefið er að vita skýrt hvað er að gerast.  Ástundun vakandi athygli verður ekki einungis til þess að við förum að taka betur eftir því smáa og fagra, hún stuðlar einnig að meira jafnaðargeði og jafnlyndi þegar við fúlsum ekki lengur við tækifærum til að læra af því sem ekki virðist boða gott við fyrstu sýn.  Hið sálræna frelsi felst í rými til að velja viðbrögð sín í stað þess að bregðast við af hugsunarleysi, gömlum vana eða innrætingu sem nær allt aftur í bernsku. Hugur sem lögð er góð rækt við eykur möguleika okk- ar á frelsi og hamingju.  Við klófestum ekki hamingjuna með ákefð og hamagangi. Finnum hana frekar eins og í framhjáhlaupi þegar við leitumst við að gæða líf okkar merkingu og tökum heils hugar má móti verkefnunum sem lífið úthlutar okkur. Hugrækt og hamingja NÚVITUND Vakandi athygli eykur frelsi Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum tóbaksreyks á fyrstu tveimur árum ævinnar. Verði börn fyrir óbeinum reykingum aukast líkurnar á að þau veikist og þau eru í meiri hættu á að fá önd- unarfærasýkingar, eyrnabólgu og að þróa með sér astma og ofnæmi. Börn sem að staðaldri anda að sér tóbaksreyk, eru þannig í tveimur til fjórum sinnum meiri hættu á að fá öndunarfærasýkingar. Óbeinar reykingar skaðlegar börnum * Við missum svolítiðaf lífinu sjálfu ef viðmissum af andartökunum í lífi okkar. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.