Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Síða 27
30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Þetta hófst allt með endurkomu hangandi pottaplantna og nú er ann- að fyrirbrigði frá því tímabili, 8. ára- tugnum, snúið aftur. Veggteppi, skrautleg en í hressilegri litum en hippateppin, eru á leið inn á heimilin og sænskir hönnuðir eru meðal annars farnir að hanna gullfalleg teppi sem er vel hægt að hugsa sér að hengja á vegginn en þangað hefur fólki varla dottið í hug að hengja svo mikið sem efnisbút í lengri tíma. Auðvitað er allra skemmtilegast að skella sér á vefnámskeið og prófa sig áfram með að gera eigin teppi en þeir sem treysta sér ekki í verkið hafa því miður enn sem komið er ekki úr miklu að velja hérlendis. Það má þó finna ráð við öllu og það má redda sér með því að finna fína ofna gólfmottu í til dæmis Habitat, IKEA eða ILVU og hengja hana upp á vegg. Ein fallegustu veggteppin á mark- aðnum fást hins vegar í Brooklyn í New York og eru hönnun Cold Pic- nic. Hönnunarteymið kallar sig ein- faldlega Peter & Phoebe en full nöfn þeirra eru Peter Boer og Phoebe Sung og hafa þau verið að gera góða hluti í textíliðnaðinum þar sem þau leita innblásturs frá liðnum tímum í hönnun og heimilum. Ein flottustu veggteppi nú- tímans eru bandarísk hönn- un frá Cold Pic- nic; litskrúðug og þétt. Veggteppin snúa aftur Umhverfisvænar gjafir til heimilis- ins, hvort sem er um jól, afmæli eða við önnur tilefni, er til dæmis hægt að fá í Góða hirðinum, þar sem margur demanturinn leynist inni á milli. Til að mynda detta plötuspilarar, ljós og jafnvel ágætis heimilistæki inn reglulega. Þá er einnig ágætis úrval af ýms- um myndum á veggina, bæði ramm- ar fyrir fjölskyldumyndirnar, vegg- spjöld, útsaumsmyndir og jafnvel málverk. Það er því ekki vitlaust að taka einn hring á nytjamarkaði. IKEA-myndir í góðu ásigkomulagi fást stundum notaðar á nytjamörkuðum. Umhverfis- vænt í pakkann Grínistinn Ellen DeGeneres er um þessar mundir að undirbúa bók um innanhússhönnun og verður gefin út á næsta ári. Bókin mun bera nafnið „Home“ eða Heima og verður full af góðum ráðum fyrir fólk til þess að skapa sér drauma- heimili sitt. Í fréttatilkynninginu segist Ellen vera mikil áhugamanneskja um inn- anhússhönnun. „Það sem fólk ef til vill veit ekki, er að ég hef mikla ástríðu fyrir innanhússhönnun og er því afar spennt að gefa bókina út,“ segir grínarinn góði. „Ég fæ innblástur frá allskonar list, náttúru og arkitektúr. Nú geta allir séð hvernig hlutirnir koma heim og saman inni á mínu heimili sem og á mínum uppáhaldsstöðum. Bókin nefnist Heima því eins og þeir segja, þá er heimilið þar sem bæk- urnar eru um innanhússhönnun,“ segir DeGeneres kímin. Þetta er ekki fyrsta bók De- Generes, því hún hefur áður gefið út þrjár bækur um lífsreynslur. Ellen er ekki aðeins grínisti heldur hefur hún mikinn áhuga á hönnun. Ellen gefur út hönnunarbók Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.is DUXIANA Reykjavik, Ármúla 10 / Sími 5 68 99 50 Gæðiogþægindi síðan1926 D U X an d D U XI A N A ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.