Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 32
M ér fannst kominn tími til að prófa að bjóða fjölskyldunni í al- vöru jólaaðventuboð og mig langar að gera þetta að árlegri hefð hér eftir,“ segir Eva Rún Michelsen sem hélt eitt veg- legasta jólabakstursboð norðan Alpafjalla í ár. „Amma er vön að halda jólaboð á jóladag sjálfan þar sem mikill metnaður er lagður í baksturinn svo að það er tilvalið að ég hafi mitt boð svona í byrjun að- ventunnar hér eftir.“ Eva Rún hefur gert garðinn frægan á internetinu þar sem hún bakar fyrir dyggan lesendahóp sinn á á bloggsíðunni kokudagbokin.is og leggur sérstaklega mikinn metnað í útfærslur á skreytingum og að sjálfsögðu ljúffengt bragð. Það má segja að súkkulaði og salt hafi sett sitt mark á boðið og hráefnið var gjarnan íslenskt. „Ég er mikil tilraunamanneskja og til dæmis langaði mig að prófa nýtt hvítt súkkulaði sem Nói Siríus var að setja á markað og notaði það tals- vert í baksturinn og svo er ég hrifin af stórum saltflögum eins og Norð- ursalt framleiðir. Þá er vefsíðan Pinterest mér mikill innblástur þar sem hægt er að skoða alls kyns útfærslur á jólalegum veitingum.“ Uppskriftirnar eru úr ýmsum áttum, truffl- urnar hefur Eva Rún verið að gera tilraunir með með aðstoð internetsins, frómasið er frá „Ömmu á Akureyri“, ömmu Gunnars Kristins, sambýlismanns Evu Rúnar, og er eitt besta frómas sem Eva Rún hefur smakkað og osta- kakan er úr sænsku matarblaði, svo eitthvað sé nefnt. „Það fóru allir saddir og sælir úr boðinu, drukku heitt súkkulaði og ég bauð upp á smákökur eftir uppskriftum frá ömmu minni í Þorlákshöfn. Að öðru ólöstuðu sló banana- og karamellu- kakan í gegn og marenstopparnir voru æði. Þá hefði ég ekki trúað því hvað það er einfalt að gera kökuna úr hvítmygluostunum, hana fann ég í erlendu blaði og var spennt að prófa og mun pottþétt útbúa hana aftur. En svo var þetta svo fjölbreytt að það fundu allir eitthvað við sitt hæfi. Sítrónan kom skemmtilega á óvart á móti súkkulaðinu og þetta spilaði allt vel saman,“ segir Eva Rún en viðurkennir þó að svona veglegt boð sé vissulega alltaf vinna. „En þarna er ýmislegt sem er ekki flókið þótt fólk geri kannski ekki allt. Til dæmis er frómasið þægilegt og hægt að dunda sér við að útbúa það meðan eitthvað annað er gert í millitíðinni, til dæmis útbýr tengda- mamma mín það á aðfangadag og matreiðir aðalrétt kvöldsins um leið. “ Eva Rún leggur loka- hönd á banana- og karamellukökuna sem sló í gegn. EITTHVAÐ FYRIR ALLA Ofurbakar- inn Eva Rún FJÖLSKYLDA EVU RÚNAR MICHELSEN VAR SÉR- LEGA SÁTT MEÐ AFAR METNAÐARFULLT JÓLA- KAFFIBOÐ Í BYRJUN AÐVENTUNNAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * Svo varþettasvo fjölbreytt að það fundu allir eitthvað við sitt hæfi. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 Matur og drykkir 4 egg 125 g sykur rifinn börkur af 1 sítrónu safi úr 1-2 sítrónum 4 blöð matarlím 5 dl rjómi 100-150 g smátt saxað súkkulaði, eftir smekk 1 dós jarðarber fersk jarðarber til skreytinga Þeytið egg og sykur í hrærivél, vel og lengi. Bleytið upp í matarlíminu með smávolgu vatni og þeytið áfram á meðan eggin og sykurinn þeytast. Setjið jarðarber í sigti og safnið safanum í skál og verið bú- in að rífa niður sítrónubörkinn og kreista sítrónusaf- ann úr ávextinum sem og að saxa súkkulaðið. Takið vatnið frá matarlíminu og blandið hluta af jarðar- berjasafanum saman við, klárið að leysa upp límið í örbylgjuofni. Blandið matarlíminu saman við þeyttu eggin og sykurinn sem og sítrónuberkinum og -saf- anum og afganginum af jarðarberjasafanum en bætið þessu smátt og smátt saman við því bragðið er smekksatriði. Blandið súkkulaðinu saman við og leyf- ið blöndunni að stífna í 30 mínútur í kæli. Þeytið rjómann og hrærið frómasið vel saman við. Takið þá frómas-rjómablönduna, 2/3 hluta af henni, og setjið í skál. Raðið ferskum jarðarberjum meðfram hliðum og stingið niðursoðnu jarðarberjunum hér og þar inn í frómasið. Setjið afganginn af frómasinu yfir og fleiri niðursoðin jarðarber. Leggið plastfilmu yfir fró- masið og geymið í kæli í nokkrar klst. eða yfir nótt. Skreytið loks eftir smekk, með smá rjóma, ferskum jarðarberjum og súkkulaðispæni til dæmis. Frómasið hennar ömmu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.