Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Page 35
30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BOTN 75 g smjör, brætt 150 g digestive-kex 2 msk. kakó Brytjið kex í matvinnsluvél, bætið smjöri og kakó saman við og hrærið saman. Þrýstið deiginu í eitt fallegt mót, um 25 cm, helst með lausum botni og riffluðum jaðri. Kælið í um 20 mínútur. KARAMELLUBRÁÐ 1 og ¼ dl rjómi ½ tsk. vanilludropar 2 dl sykur 75 g smjör, kalt í bitum 1 tsk. flögusalt Hitið rjóma og vanilludropa við væg- an hiti, látið alls ekki sjóða. Bræðið sykur í potti. Hrærið þegar hann fer að bráðna og bíðið þar til hann nær gylltum lit eða um 170°C gráðu hita með sykurhitamæli. Setjið brytjað smjörið út í bráðina og hrærið þar til allt er bráðnað saman. Bætið saltinu saman við og loks rjómanum. Látið karamelluna kólna og ná borð- stofuhita. Setjið karamelluna ofan á tertubotninn í formið í kæli í 20-30 mínútur. FYLLING 2-3 bananar 2,5 dl rjómi smávegis kakó og súkkulaði til skreytinga Skerið banana í hæfilega þykkar sneið- ar eftir smekk. Raðið þeim ofan á karamelluna. Þeytið rjómann og sprautið á tertuna með hringlaga stút, Skreytið með rifnu, rúlluðu eða brytj- uðu súkkulaði og sáldrið kakódufti yfir. Óbökuð banana- og karamelluterta 3 stk. eggjahvítur 150 g sykur bragðefni eftir smekk, t.d. vanilludropar eða pipar- myntudropar matarlitir eftir smekk Hitið ofninn í 110°C á blæstri. Stífþeytið eggjahvítur. Blandið sykri saman við, litlu í einu og haldið áfram að þeyta eða þar til stífir toppar myndast. Ef topparnir eiga að hafa sérstakt bragð eða vera al- litaðir skal gera það núna með því að blanda út í blönduna lit og bragði eftir smekk. Ef útbúa á mynstur á þá skal geyma það þar til síðar. Setjið blönduna í poka með við- eigandi sprautustút, til dæmis stjörnu eða opnu hringlaga. Spraut- ið munnstórum bitum á plötu og bakið í 30-40 mínútur á plötu í miðjum ofni. Til að fá svokallaða jólabrjóstsykursáferð og bragð á bitana skal hræra ½ tsk. af pipar- myntudropum saman við. Setja hringlaga stút á sprautupoka. Drag- ið þá þrjár rendur af rauðum mat- arlit eftir pokanum að innan áður en marengsblöndunni er smellt inn í pokann og setjið þá blöndu var- lega í pokann. Sprautið á plötuna og reynið að snúa til að fá útlit „candy cane“. Skoðið aðferðina í uppskriftinni að „kökukúluturninum“ til að sjá hvernig skal svo raða upp í turn ef vill. Marglitaðir marengstoppar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.